Vísir - 11.07.1981, Blaðsíða 7

Vísir - 11.07.1981, Blaðsíða 7
Laugardagur 11. júli 1981 „Sem blossa nálgast flugan fer” Stundum senda velunnarar blaðsins okkur linu, oft uppástungur um efni, en oft efni i sjálfu sér. Svo þótti okkur vera með það, sem hér fer á eftir og birtum óstytt. Nafn sendandans verður þvi miður að vera leyndarmál. ,,Á ferð i Hollandi fyrir nokkrum árum hitti ég skáldið P.C. Boutens, sem nú er látinn, en var einkum kunnur fyrir þýðingar sinar á fornum skáldskap. Við vorum á litlu gufuskipi skammt frá ströndinni og við ölduniðinn fór hann með ljóð eftir forngrísku skáld konuna Sapfó, hinar frægu ljóðlinur um elskhugann, sem biður árangurslaust i nóttinni eftir að sjöstjarnan er gengin undir hafs- brún — þarna var einn af þeim textum, sem voru honum alfa og omega heimslistarinnar. Hann hafði ljóðið yfir á fimm tungu- málum, hollensku, þýsku, ensku, frönsku og forngrisku — og stóð i hvert sinn með tárin i augunum af hrifningu yfir þessum ljóðagim- steini, sem ljómaði jafn skær á öllum evróputungum.” (Anders Osterling: All vh'rldens lyrik) Hér er Ijóðið: Goða það likast unun er andspænis sitja á móti þér og stjörnu sjá, þá birtu ber á brúna himni tindra. Hel'i ég þá i huga mér svo harla margt að segja þér en orð frá vörum ekkert fer þvi eitthvað málið hindrar. Mjúksár um limu logi mfr læsir sig fast og dreifir sér, þungt fyrir brjósti æ mér er, en öndin blaktir á skari. Sem blossa nálgast fiugan fer, mig færa vil ég nærri þér, brátt hitinn vex en böl ei þver, ég brenn fyrr en mig varir. Þjóðskáldið Bjarni Thorarensen (1786—1841) þýddi úr forn- grisku. Skáldkonan Sapfo var uppi um 600 f. Kr. Það er til marks um álit á henni i fornöld, að Grikkir nefndu hana „tiundu menntagyðjuna”, en menntagyðjurnar i griskri goðafræði eru 9. Það er ekki nema litið, sem varðveist hefur til vorra daga af skáldskap hennar, en staða Sapfo i heimsbókmenntunum er óhögguð enn i dag.” Helgarblaðið þakkar góða sendingu. Annar velunnari Visis sendir okkur lika ljóð, frumort m.a.s. og um Geysi. Sendandinn segir: „Þetta Geysisljóð er tileinkað þeim,sem hafa ánægju af ferðalög- um einkum ef þeir lita Geysi i Haukadal og hafa yndi af þvi að sjá hann gjósa, sérilagi nú yfir sumartimann”. Illur árans hái hvellur hverinn vellur, geisi hátt i eyru gellur, náttúrunnar unna dróttir sem náttúrunnar varmagnóttir, umba þumba, þangað vilja flestir skunda, jarðar hita sóttar sóttir umba þumba, sem i æðum lýðsins sve.llur, óskir lita, jarðlifs brellur, til fagurt jarðar, blotinn fellur, fossar, skellur. Gert 1981, Gunnar Sverrisson.” Hverveit nema Geysir taki sig til og gjósi fyrir orð alþýðuskdldsins? VlSIR samdægurs Laugouegi lSVRaifcjauit S=2T901 V) o Manstu þegar hægtvarað borða fynr£150 áskemmtile! í Lonaön? Það er hægt ennþá! Sumir hlutir breytast aldrei. Þannig er því varið með ensku bjórstofurnar, pöbbana vinsælu. Það er varla hægt að segja að þeir hafi breyst nokkuð í áratugi. íslendingar, sem ferðast til London hafa kunnað að meta bjórstofurnar og hið sérkennilega andrúmsloft þeirra. Margur ferðalangurinn hefur notfært sér staðgóðan og ódýran mat, sem fæst á hverri bjórstofu í há- deginu. Pub lunch getur verið allt frá ítölskum kjúklingarétti til enskrar pylsu og bakaðra bauna - auðvitað með tilheyrandi bjórkollu. Verðið er nánast hlægilegt, - eitt og hálft sterlingspund er algengt verð. Bjórstofurnar ensku eru einn af þægilegustu þáttum heimsóknar þinnar til London. Ódýr og góður matur, enskur bjór og sérkennilegt umhverfi gerir sitt til þess að heim- sókn þín til London verði eftirminn- anleg. Eítt geturðu bókað. Gamla, góða London breytist stöðugt með tíman- um en hún heldur samt áfram að vera töfrandi borg, sem býður upp á góðan ,,Pub Lunch“ á hagstæðu verði. Apex fargjaldið til London með Flugleiðum kostar aðeins kr. 2.465.- FLUGLEIDIR Traust fólkhjá góóu félagi

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.