Vísir - 11.07.1981, Blaðsíða 16

Vísir - 11.07.1981, Blaðsíða 16
ÚT UM HVIPPINN OG HVAPPINN — ÚT UM HVIPPINN OG HVAPPINN — ÚT UM HVIP ÚT UM HVIPPINN OG HVAPPINN — ÚT UM HVIPPINN OG HVAPPINN — ÚT UM HVI VÍSIR Laugardagur 11. júli 1981 Brakandi þurrkur Nokkur orð um sótína Sólbriínka er tiltölulega nýtt tiskufyrirbrigöi. Eirihvers staðar las ég um daginn aö það hefði verið Coco Chanel sem byrjaði á þessu á 3. áratugnum. HUn brá sér i fri á sólarströnd og þegar hún kom aftur til Parisar, stóðu allir á öndinni af hrifningu. Þangað til þá voru þaðbara bændur og útivinnandi verkamenn sem fengu lit. Varla eftirbreytnilegt ha? að rembast við að snýnast af verkastétt. Fi'n frú, að sjálfsögðu undir sól- hlif, a að hafa sagt þegar hún sá garðyrkjumanninn bretta upp ermarnar: Hugsa sér, hann er hvitur á handleggjunum! En hittvarð þó ofan á, það varðfint að vera brúnn — það sýndi auð- vitað að maður hafðiefni á að slæpast. Og konur hættu að þvo sér upp úr mjólk eða gúrkusafa til að hvitta húðina. Hvað gerist? Þegar sólin skin, fer húðin i viðbragðsstöðu. Litarkornum húðarinnar fjölgar, hornlagið þykknar þvi dauð litarkorn safnast þar saman. Fleiri og dekkri litarkorn mynda skugga á ysta lag húðarinnar i þeim til- gangi að vernda lifandi vefina undirniðri, Þetta las ég reyndar i sama blaði og þvi, er sagði frá Chanel. Blaðið svaraði ýmsum spurningum um sólböð, t.d. þeirri hvort hægt væri að verða brúnn í skugga. Jú reyndar. t skugga trjánna og jafnvel i skugga sólskerma. Þessir ói- ósý'nilegu útf jólubláu geislar kom ast i gegn og vinna sitt gagn, að- eins miklu hægar. Og sá sem verður brúnn hægt, hann verður brúnn lengur. Formúla: Brúnk- an helst u.þ.b. tvisvar sinnum lengur en timann sem það tók að fá hana. Sem sagt, ef þú verður brúnn á 1 degi, helst það i tvo daga. Blaðið fullyröir þetta a.m.k. Brúnkan er besta vörn- in Fólk sem svitnar i sólbaði brennur best, þvi svitaholurnar opnast meir og rýra þannig varnir hornhúðarinnar. Og svit- inn gerir sama gagn eða ógagn. Nú, og sá sem þegar er orðinn brúnn, hann hefur yfir að ráða bestu vörninni gegn bruna, þvi litarkornin og hornhúðin eru komin i alveg réttar stellingar. Og það hjálpar húðinni að kólna af og til — að liggja timunum saman ísólinni, jafnvel hér á ís- landi borgar sig ekki. Farðu frekar inn öðru hverju jafnvel i kalda sturtu — brúnkan verður betri og endist lengur. Pillurogkrem Brúnkupillur og krem gera vissulega brúnt. Að visu stund- um dálitið gult lika. En hafið i huga að litarkornunum fjölgar ekki við pilluátið, aðeins þau sem þegar eru fyrir hendi, taka lit. Það er m.a. þess vegna, sem pillubrún húð er alveg jafn við- kvæm fyrir sól og náhvit húð. Það sama gildir lika um krem- brúnku og sólbekkjarbrúnku. í öllum tilfellunum skortir fleiri litarkorn og þykkari yfirlag á húðina. Þeir sem liggja á suðlægum sólarströndum og skella sér i sjóinn af og til, ættu að muna að skola saltið vel af á eftir. Þegar vatnið gufar upp, sitja saltkorn- in eftir og þau mynda þúsundir örsmárra brennipunkta á likamanum sem víkka eins og stækkunargler. Það er hægt að kveikja eld i pappir með stækk- unargleri og daufum sólargeisla mundu það! Rúsinan i pylsuendanum Sólin þurrkar og brennur og eyðilggur sem sagt húðina, það er ekkert annað. Þess vegna ætti að fara vel með húðina á sumrin, nema auðvitað maður vilji verða eins og rúsina i fram- an fyrir aldur fram. Jafnvel þeir, sem taka solarljósið sem meðal, t.d. við bólugrafinni og of feitri húð, ættu að hafa var- ann á. Sólin virðist i fyrstu þurrka og laga húðina. En áður en yfir lýkur versnar hún aftur. Hvers vegna? Jú, vegna þess að um leið og ysta lagið þykknar og slettist verðust erfiðara fyrir óhreinindin að komast út og þau safnast saman, stiflast i svita- holunum og gera mikinn óskunda, jafnvel meiri en áður. En rúsinan i pulsuendanum hvað sólinni viðvikur er liklega sú, að sólin og brúnkan gerir mann, ja segjum spenntari fyrir hinu kyninu! Geislarnir senda nefnilega boð um sjóntaugarnar beint til heilans. Kirtlarnir fara i gang og hraða allri starfsemi, viðkomandi verður orkumeiri hressari og fjörugri. Vegna þess ættuð þið að skilja sólgleraugun eftir heima ef þið viljið njóta þess góða af sólinni! Bændur lika! Ms ''UeNH! ffEP-Bl VEfcl-b HŒ-Z. 'A fÍLLliA/A/i, þt&ÆKl " Bréf úr Breiðdalnum frá Konu Darios Fos! Staðarborg Breiðdal 5. júli '81. Frá þvi' lagt var iann höfum við mætt um það bil þremur islenskum bilum, hitt eru útlendingar einkum Þjóðverjar vopnaðir hökum og kikjum. Viö tókum einn uppi við Skaftafell, hann fylgdi okkur á Hornafjörð, át okkur útá gaddinn, (enda styrkur frá riki óáþreifanlegur er lagt var af stað) og mætti fyrstur i morgunverð. Við snerum þó á hann daginn eftir og fylltum bilinn af Þjóðverjum svo honum þótti nóg um, og hrökk hann á endanum af við Hvalsnes ásamt púströrinu. f Berufirði mættum við heilli rannsóknarstofu á hjólum ræki- lega merktri þýska auö- hringnum „KRUPP”. En á þessu litla undirlendi sem hér er, vappa bændurnir enn með úttroðna vas.ana af ullarlögðum og kæra sig kollótta um grjót og fálkaunga, þótt hvorutveggja seljist grimmt i Moseldalnum fyrir milljónir. Annars ganga sýningar vel, og niðurskurður á aukaatriðum stenduryfir. A Hornafirði mætti mús í framkallið og leikararnir þustu æpandi út, en húsvörð- urinn og bróöirhans snöruðust á sviðið vopnaðir skóflu og kústi og sögöu ,,Hvar er hún, hér drepum við allt kvikt” og við þau töluð orð hljóp tækniliðið lika sina leið. Meltingin er fin. Borðum aðallega kartöflur. Klósettin flest í lagi, en sturtur slæmar og bflaverkstæði ekki á hverju strái. Næstum samróma álit aö landið sé kvenkyns, sést á Ununum og svo finnur maður það bara. En karlmaðurinn þumbast við og bendir út um gluggann á hvern auman drang sem kannski likist einhverju sem hangir utaná honum. En við segjum nú bara. Tíu fingur upp til guðs, fsa- fold. Með bestu kveðjum, Kona. Kollegi, sem leit yfir öxl þýðandans að greininni um sáðvörurnar, sjá bls. 22, kunni þessa visu: Fyrst er sæði sett i gtas siðan dælt með sprautum. Meiri tækni, minna þras, menn eru að verða að nautum. Höfundur visunnar hefur verið framsýnn maður, þvi hún er orðin lOára gömul. En góðerhún engu aðsiður! Alltaf siðan ég var í sveit, þykir mér það dónaskapur að tala uin sólbaðsveður. Gagnvart bændum. Jafnvef þó sláttur sé ekki hafinn. t sveitinni byrjaði dagurinn á því að bóndinn gáði til veðurs, og allt heimilisfólkið beið með öndina i hálsinum, eftir úrskurðinum. Var von á þurrki? Var þetta e.t.v. bara dagmálaglenna? Skapið á bæn- um fór cftir veðrinu. Afkoman öll fór cftir veðrinu, — allt var undir „honum” komið. „Kvöld- sólin segir satt, morgunroði migur i hatt”‘var liklega fyrsta orðtakið sem ég lærði á ævinni. Sólbaðsveður lærðist seinna. t sveiúnni hét það þurrkur ef sól skein i hciði. Jafnvel bændablaðið Miklu seinna les ég veðurspár i blöðum: „Allir i sólbað fyrir norðan” — og annað i svipuðum dúr. Jafnvel Timinn, sjálft bændablaðið og eina dagblaðið sem nokkru sinni sást á „min- um” bæ, spáir sólbaðsveðrum. Þá koma mér heyvana bændur i hug og skammast min fyrir sól- baðsvonirnar. Þvi auðvitað lærði ég að meta sólböð og brúnkuna blessaða, rétt eins og aðrir sem aldrei hafa átt af- komu sina undir brakandi þurrki. Og það veit sá sem allt veit, að mér er svo sem ekki minna i' mun að verða brún en öðrum. Samt hugsa ég enn til bænda og fyrirverð mig ofurlit- ið. Bara bruni Þessi eltingaleikur við brúnk- una er nú svo skelfing fáránleg- ur hvort eð er. Sólbrennd húð er ekki annað en brennd húð. Lik- lega 1. stigs, jafnvel 2. stigs bruni. Það mætti hafa það I huga. íkoa i>*6 . Et

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.