Vísir - 11.07.1981, Blaðsíða 20

Vísir - 11.07.1981, Blaðsíða 20
20 Menntamálaráðuneytið verður framvegis opið frá kl. 8.45 til 16 mánudaga til föstudaga Menntamálaráðuneytið 10. júli 1981 Nú er rétti tíminn ad hressa i /A\\ ™ Sólveig Leifsdóttir ^ x t hárgreiðslumeistari uppa Hárgreiðslustofan Gígja Stigahlíð 45 — SUÐURVERI nario 2. hæð - Simi 34420 Litoniv permonett • klipping Við þrjár ætlum að fara að setja upp keramikstæði. ViH ekki einhver ieigja okkur ca. 50-100 fermetra húsnæði? Það þyrfti he/st að vera á jarðhæð i steinhúsi. Fjóla sími 10143 - Hildur sími 17654 - Sóley sími 38095. Blönduós og nærsveitir Nýkomin fcdleg gjafavara d hagstœðu verði. Úrval 1 Verið wrmu velkomin kmnsa. Iro otoi ol/ blÓ7 pottab 9' skreytingar öll tæk'í Onnumst iimnsu, Kr t kistuskreyi Blómabær sf. Sími 95-4436 Blönduósi SJÚKRAHÚS Á BLÖNDUÓSI Tilboö óskast í jarövinnu og steypingu sökkla undir sjúkrahúss- og heilsugæslustöðvarbygg- ingu/ sem reisa á við Sjúkrahúsiðá Blönduósi. Grunnflötur byggingarinnar er um 620 fer- metrar. útboðsgögn verða afhent á skrifstofu vorri gegn 500.- kr. skilatryggingu. Tilboð verða opnuð á sama stað þriðjudaginn 28. júlí 1981, kl. 14.00. INNKAUPASTOFNUN RIKISINS BORGARTÚNI 7 SÍMI 26844 PÓSTHÓLF 1441 TELEX 2006 Nakin kona eftir Feneyjamálarann Vecchio, sem uppi var á fyrri hluta 16. aldar. vtsm Ef þid hafið áhuga... Einstæó myndlistarsýning Ef það er rétt, sem fleygt er, að myndlistaráhugi tslendinga sé slíkur, að hann eigi sér enga hlið- stæðu i nágrannalöndunum, hljóta einhverjir að hafa fyrir sið að lfta inn á listasöfn i ferðum sin- um erlendis. Fólk með raunveru- legan áhuga og á leið til London ætti alla vega ekki að láta fara fram hjá syninguna i Courtauld safninu við Portman Square þar i borg. 1 þessum mánuði opnar þar sýning á myndum úr einni dýr- mætustu listaverkagjöf sem um getur, gjöf greifans Antoine Seilern til safnsins, talin 30 milljóna punda virði. Hóglátur milljónamær- ingur. Seilem þessi var vellauðugur auk þess að vera menntaður i listasögu. Hann safnaði 416 myndum eftir stórmeistara, 128 málverkum og 288 teikningum eftir menn á borö við Rubens, Rembrandt, da Vinci, Michel- angelo Dúrer og Bruegel. Flestar myndanna úr safninu verða á sýningunni. Seilem var austurrískur að uppruna og menntaður i Vin. Hann yfirgaf heimaland sitt þegarherirHitlers komu til Vínar 1938 og settist aðíEnglandi. Hann safnaði myndum skipulega og fræðilega, seldi aldrei mynd og neitaöi reyndar alveg að taka þátt i grdðaleikjum milljónamæringa þar sem listaverkin eru eins og peð á taflborði. Hann gortaði aldrei af eigum sinum, sást ör- sjaldan í uppboðssölum og sýndi fáum safnið, sem hann hafði að mestu hangandi i sínum eigin húsakynnum. Safnið sem hann byggði upp í gegn um árin er álitið einstæö perla, „smækkuð mynd af Kunsthistorisches Museum (stærsta safn Vínar- borgar) og byggt upp á svipaðan hátt”. Mest gamalt Flestar myndanna eru eftir meistara fyrri alda. 1 safninu eru m.a. 32 málverk eftir Rubens, málverk eftir Bruegel eldri, sem er fáséður utan Vinarborgar, 15 aldar altaristafla, tafla eftir (flæmska) meistarann frá Flé- malle, sem söguiega var einn merkustu málara sinnar sam- tiðar (15. öld), auk fjölda mynda eftir þá meistara sem taldir voru iupphafi. Bretum sárnar svolltið aö enginn breskur málari er m eð i safninu. Þeir geta þó huggað sig við að Seilern sá heldur ekki ástæöu til aö eltast við marga franska málara og nútímalist er engin í safninu. Aðeins einn sam- timamaður fékk náð fyrir augum greifans, Oskar Kokoschka, sem Antoine Seilern greifi Seilern fékk til að skreyta loftið á heimili si'nu í London. Ensem sagt, myndlistaráhuga- fólk ætti ekki að láta sýninguna fram hjá sér fara. Hún opnar þ. 17. júlí n.k. og varir allt til næsta árs, tilseptember 1982. Courtauld Institute Galleries, 20 Portman Square, London Wl). —Ms Aðeins er vitaö um 12 teikningar eftir Michelangelo í heiminum og Seilern greifi eignaðist sex þeirra. Þetta er ein þeirra, krítarmynd, sem listamaðurinn mun hafa gert á siðustu æviárum sinum. Pennateikning eftir Rembrandt, „Leikari, sem situr” ca. 1635. Teikning eftir Rembrandt, „Kona listamannsins” gerð um 1633. „St. Katrín”, talin vera eftir Titian.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.