Vísir - 11.07.1981, Blaðsíða 6

Vísir - 11.07.1981, Blaðsíða 6
6 VISIR Laugardagur 11.‘ júli 1981 Biskupskjörið: Ólafur Skúlason fékk flest atkvædi — kosið milli þriggja efstu manna aftur Nú þegar ljóst er að enginn hefur hlotiö tilskilinn atkvæða- fjölda i fyrri umferð biskups- kosninganna til að má lögmætu kjöri er ekki úr vegi að reifa litillega hvert framhald kosn- inganna verður. Kærufrestur vegna úrslita kosninganna, sem birtust i gær, rennur út eftir eina viku. bá verða sendir út nýir kjör- seðlar til þeirra 148 aðila, sem kjörgengi hafa, og þeir munu kjósa á milli þeirra þriggja manna, sem flest atkvæði fengu i fyrri umferð, það er þeirra Ólafs Skúlasonar, Péturs Sigur- geirssonar og Arngrims Jóns- sonar. Skilafrestur fyrir siðari umferðina mun renna út um miðjan ágústmánuð eða fjórum vikum siðar. Kjörseðlarnir verða þá að hafa boristdóms- og kirkjumálaráðuneytinu, sem hefur veg og vanda af biskups- kj«-i. Talning atkvæða úr seinni umferðinni fer væntanlega fram i kringum 20. ágúst og þá ætti að verða ljóst hver hinna þriggja „kandidata” verður næsti biskup Islands. Formleg biskupsskipti eru siðan fyrirhuguð 1. október en um það bil hálfum mánuði fyrr verður hinn nýi biskup vigður eða hann settur inn i embættið af fyrrennara sinum, hr. Sigur- birni Einarssyni,. Þann dag verða mikil hátiðahöld, sem hefjast munu með hátiðar- messu i Dómkirkjunni. Flestir prestar landsins verða þar við- staddir, svo og erlendir kirkju- höfðingjar. ■ Pétur Sigurgeirsson ,,Bjóst viö aö fá fleiri atkvæói” — segir Pétur Sigurgeirsson ,,Ég bjóst reyndar við að fá fleiri atkvæði, en tölurnar tala og maður tekur þessari niður- stöðu og sættir sig við hana. Annars langar mig að þakka öllum sem hafa stutt mig. Sá Hver veröur næsti biskup Islands? Við þvi mun ekki fást svar fyrr en i ágústlok, er önnur umferð biskupskjörsins hefur fariðfram. Samkvæmt úrslitum talningarinnar i gær og eins og lög mæla fyrir um verða þeir þrir er flest atkvæöi fengu i kjöri þá þeir sérá Ólafur Skúla- son, séra Pétur Sigurgeirsson og séra Arngrimur Jónsson, þar sem enginn fékk hreinan meiri- hluta nú. Þátttaka i kósningunum var rúm 90 prósent, af 148 á kjör- skrá greiddu 142 atkvæði, en tveir skiluðu auðu. Atkvæði féllu þannig að séra Ólafur Skúlason dómprófastur i Bústaðasókn hlaut 62 atkvæði, vantaði aðeins 10 til aö fá hreinan meirihluta, séra Pétur Sigurgeirsson vigslubiskup á Akureyri 36 at- kvæði, séra Arngrimur Jónsson prestur i Háteigskirkju 23 átkvæði, Heimir Steinsson rektor i Skálholtsskóla 10 at- velvilji, er ég hef mætt alls staðar hefur verið okkur hjón- unum mikils virði,” sagði séra Pétur Sigurgeirsson i samtali við Visi. — Nú verður kosið aftur eftir kvæði, Jónas Gislason dósent 6 atkvæði og Bernharður Guðmundsson, fréttafulltrúi, séra Halldór Gröndal i Grensássókn og Þórir Kr. Þórðarson prófessor eitt at- kvæði hver. Það er þvi ljóst, hvaða þrir koma til greina, en getur ein- hver þeirra þriggja, sem nú verða i kjöri dregið sig til baka úr þvi sem komið er? Baldur Möller, ráðuneytis- stjóri i dóms- og kirkjumála- ráðuneytinu, sagði og vitnaöi þar i lög um kjör biskups að ef enginn fengi hreinan meirihluta i fyrstu umferð, bæri að setja þá þrjá, er efstir yrðu, á kjörseðil annarrar umferðar. Þeir gætu ekki fengið sig út af kjörseðl- inum, en auðvitað, væri hverjum og einum frjálst að lýsa þvi yfir, að hann óskaði ekki eftir aö menn merktu við hann. —KÞ um það bil fimm vikur, ætlar þú að eyða þeim tima i einhvers konar kosningabaráttu? ,,Nei, mér finnst það ekki rétt að heyja ko'sningabaráttu i þessu skyni. Það er min skoðun, að hver og einn eigi að gera það upp við sig persónulega hvern hann vilji sem biskup eftir þvi sem samviskan býður og þeim dómi á maður að lúta. A þessum vettvangi finnst mér ekki sæmandi að vera að bitast um embætti. Við höfum kynnt okkur, eins og við getum, og það finnst mér nóg." — Hvernig hefur dagurinn liðið hjá þér? ,,Ég hef nú verið að sinna minum embættisskyldum, var að jarðsetja góðan vin.” — Hvaöa álit hefur þú á kosn- ingafyrirkomulaginu? ,,Ég er nokkuð ánægður með það. Mér finnst rétt stefna að leikmenn fái að taka þátt i biskupskjöri, eins og tiðkast viöa annars staðar samt held ég að réttast sé að fara ekki frekar út i þátttöku þeirra, heldur en þessi lög segja fyrir um. Annars verð ég að segja, að þessar kosningar taka nokkuð langan tima og biðin hefur verið og verður býsna erfið. Þvi væri æskilegra, að hún væri skemmri.” —KÞ Texti: Kristín Þorsteinsdóttir Hvaö ger- ist næst? Ólafur ,,Mjög ánægður og þakklátur” — segir Olaf ur Skúlason „Maður hlýtur að vera mjög þakklátur. Ég er þarna einn með fleiri atkvæði en þeir tveir sem næstir koma til samans. Ég hlýt þvi að lýsa yfir þvi, að ég kann mjög vel að meta það traust, sem svona stór hluti prestastéttarinnar sýnir mér, annað væri hreint vanþakk- læti,” sagði séra Ólafur Skúla- son, er blaðamaður Visis náði tali af honum á sömu minútunni og honum voru tilkynnt úrslitin. — Attir þú von á þessari niðurstöðu? „Já, þetta er mjög nærri þvi, sem ég hafði reiknað með.” — Þú hefur þá ekki átt von á að fá hreinan meirihluta? „Ja, maður veit aldrei, þetta er leynileg kosning. Menn hafa talað vinsamlega við mig, en ég hef aldrei spurt neinn, ætlarðu að kjósa eða hvern ætlarðu að kjósa.” — Það hefur þá ekkert komið þér á óvart? „Jú, ég get ekki neitað þvi, að það kom mér á óvart, að ekki skyldu kjósa nema 142. Ég átti von á meiri þátttöku. — Hvernig hefur þessi dagur liðið hjá þér? „Þessi dagur hefur liðið, eins og hver annar, ég vaknaði seint, fór i sund eins og ég er vanur, fór upp i kirkju og var þar til hádegis. Siðan hef ég verið hér heima með fjölskyldunni og að visu beðið úrslitanna.” — Hvað tekur við hjá þér núna. „Nú liða fimm vikur þar til kosið verður i siðari umferð og ég ætla að fara að áforma mitt sumarfri.” — Ætlar þú eitthvað að nota timann til að kynna þér hug annarra presta? „Ég á von á þvi, að eitthvað verði talað saman, en ég ætla ekki að vera með neina kosningaherferð, mér dettur ekki i hug að fara að ferðast um landið eða neitt slikt með það i huga. Menn hafa rætt þetta i fjórtán mánuði, svo þeir hljóta að hafa gert þetta upp við sig. Það var vitað i upphafi, að kosið yrði milli okkar þriggja, svo ég held þetta liggi alveg ljóst fyrir.” — Hvað finnst þér um kosningafyrirkomulagið? „Þetta var samþykkt sem lög frá Alþingi i fyrra og þeim verður ekki breytt, hins vegar verðég að segja, að ég er ekkert hrifinn af þessum nýju lögum.” kþ ,,Atti von á aö at- kvæði féllu svona” segir Arngrimur Jónsson „Ég er mjög þakklátur fyrir þá vinsemd og traust, sem mér er sýnt af þeim, er veitt hafa mér sitt atkvæði,” sagði séra Arngrimur Jónsson, i samtali við Visi, „annars átti ég von á að atkvæði féllu eitthvað i þessa veru.” — Hvað tekur við hjá þér núna? „Það get ég ekki sagt.” — En þú munt búa þig undir næstu lotu? „Ég get ekki svarað þvi, en eftir þvi sem kosningalögin segja til um, þá er kosið milli þessara þriggja efstu, fyrst eng- inn fékk hreinan meirihluta.” — Hvernig hefur dagurinn liðið hjá þér? „Agætlega, bara i mestu rósemd.” — Hvað finnst þér um kosn- ingafyrirkomulagið? „Ég hef ekkert við það að at- huga.” — Ert þú ánægöur með þessa niðurstöðu? „Já, já, ég læt mér hana ágætlega lika,” sagði séra Arn- grimur Jónsson. KÞ Arngrimur Jónsson

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.