Vísir - 11.07.1981, Blaðsíða 8

Vísir - 11.07.1981, Blaðsíða 8
8 Laugardagur ll. júli 1981 vtsm VÍSIR Utgefandi: Reykjaprent h.f. Ritstjóri: Ellert B. Schram. Fréttastjóri: Sæmundur Guðvinsson. Aðstoóarf réttastjóri: Kjartan Stefánsson. Fréttastjórierlendra frétta: Guðmundur Pétursson. Blaðamenn: Axel Ammen- drup, Arni Sigfússon, Friða Ástvaldsdóttir, Herbert Guðmundsson, Jóhanna Birgisdóttir, Jóhanna Sigþórsdóttir, Kristin Þorsteinsdóttir, Magdalena Schram, Sigurjón Valdimarsson, Sveinn Guðjónsson, Þórunn Gestsdóttir. Blaðamaðurá Akureyri: Gisli Sigurgeirsson. Iþróttir: Kjartan L. Pálsson, Sig- mundur O. Steinarsson. Ljósmyndir: Emil Þór Sigurðsson, Gunnar V. Andrés- son. Utlitsteiknun: Magnús Ölafsson, Þröstur Haraldsson, Safnvörður: Eirikur Jónsson. Auglýsingastjóri: Páll Stefánsson Dreifingarstjóri: Sigurður R. Pétursson. Ritstjórn: Siðumúla 14, simi 86611, 7 linur. Auglýsingar og skrifstofur: Síðumúla 8, símar 86611 og 82260. Afgreiðsla: Stakkholti 2-4, simi 86611. Askrif targjald kr. 80 á mánuði innanlands og verð i lausasölu 5 krónur eintakið. Visir er prentaður i Blaðaprenti, Síðumúla 14. Kröfur EBE eru fjarstæöa Það kom fáum á óvart þegar viðræður íslendinga og fulltrúa Efnahagsbandalagsins um fisk- veiðar við Austur-Grænland fóru út um þúfur. Óbilgirni EBE í þessu máli er kunn frá fyrri við- ræðum. En kröfuharka þeirra keyrði um þverbak nú þegar ræða átti um skiptingu á veiðum einstakra stofna. I þessum viðræðum átti að freista þess að ná samkomulagi um rammasamning sem gilti fram til þess er ríki Efnahags- bandalagsins gætu sjálf komið sér saman um fiskveiðistefnu eða þar til Grænlendingar gerðu upp hug sinn til þess hvort þeir yrðu áfram í bandalaginu. Þessar viðræður byggjast á ákvæði í uppkasti að hafréttar- sáttmála Sameinuðu þjóðanna að riki sem hafa yfir að ráða sameiginlegum fiskstofnum skuli koma sér saman um nýtingu þeirra á þann hátt/ að stofnunum sé tryggð nægileg vernd. Sú skylda hvílir því á Islendingum og Efnahagsbanda- laginu, að stjórn fiskveiða úr sameiginlegum stofnum sé með skynsamlegum hætti þannig að þeir verði hvorki vannýttir né of- veiddir. Þessi meginregla er grunntónninn í uppkasti haf- réttarsáttmálans. Staða okkar (slendinga ætti samkvæmt öllum sanngirnis- kröfum að vera sterk í þessu máli. Deilan snýst einkum um tvo f iskistofna, karfa og loðnu. Á undanförnum árum hafa veiðar úr karfastof ninum skipst þannig, að við ísland hafa veiðst 74,7%, við Austur-Grænland 19,4% og við Færeyjar 5,9%. Efnahags- bandalagið f er hins vegar f ram á að f á að veiða á ári hver j u ríf lega helming leyfilegs karfaafla. Norðmenn hafa viðurkennt að loðnan sem hrygnir við (sland sé íslenskur stofn. Því ber okkur meiri réttur til veiða úr honum en Norðmönnum þó svo loðnan gangi inn í fiskveiðilögsögu þeirra við Jan Mayen. Ungloðnan er veiðanleg um eins til tveggja mánaða skeið í fiskveiðilögsögu Grænlands. Skip frá Efnahags- bandalagslöndum hafa síðast- liðin tvö ár veitt aðeins brot af heildarafla af loðnu. Þrátt fyrir það gerir EBE kröfu um 36% af árlegum heildarafla. Við höfum þegar samið við Norðmenn um 15% þannig að eftir ættu að standa 50% í okkar hlut. Það er því Ijóst að kröfur Efnahagsbandalagsins eru hrein fjarstæða. Þjóðverjar ala þá von að geta komist aftur inn í fiskveiðilögsögu (slands í gegnum samninga um fiskveiðar við Austur-Grænland. Á því hafa þessar viðræður meðal annars strandað. Við íslendingar getum með engu móti f allist á að hleypa þýskum verksmiðjutogurum inn í landhelgi okkar aftur. Við getum ekki samþykkt neins konar fisk- veiðiréttindi til handa öðrum þjóðum innan íslenskrar lögsögu umfram það sem nú þegar er orðið. Við íslendingar eigum gífur- legra hagsmuna að gæta í fisk- veiðum við Austur-Grænland. Hins vegar er þetta svæði tapað fyrir Ef nahagsbandalags- löndunum ef Grænlendingar segja sig úr bandalaginu. EBE reynir því að grípa síðasta hálm- stráið og komast inn í íslenska f iskveiðilögsögu vegna þess hversu okkur er umhugað um verndun fiskistofna á þessu svæði. Eftir viðræðuslitin nú í vikunni lúta fiskimiðin við Austur-Græn- land einhliða stjórn Efnahags- bandalagsins, aðrar viðræður fara ekki fram fyrr en á næsta ári. Viðgetum aðeins vonað að sú stjórn einkennist ekki af rányrkju og falskri skýrslugerð hér eftir sem hingað til. Já, ég er maöur Eins og þiö sáið, muniö þið uppskera, — og þaö á viö um fleira en (Ljósm.E.J.) r Upphaflega reyndist mér erf- itt að skilja hvers vegna ég átti aö hætta aö vera blaðakona og byrja að vera blaðamaöur. Auð- vitaö hlaut ég aö samþykkja aö allar konur eru menn, en gat þó ekki gleymt þeirri notalegu staðreynd aö allir menn eru ekki konur. Ég er enginn venju- legur maður, ég er kona! Allar kriur eru fuglar en allir luglar eru ekki kriur. Er ekki meira vert aö vera kria en óbreyttur fugl? Og er ekki meira vert aö vera kona heldur en hver annar maöur? Mér var spurn. Auk þess þótti mér þaö mis- virðing við þróun tungumálsins að breyta málhefðinni, Tungan þróast jú samhliða okkur sjálf- um, segir sina sögu og okkar og þeirri sögu verður ekki breytt. Merking orða breytist i sifellu en fyrirokkar tilstilli. Að breyta þeim aftur væri að afneita þeirri fortið, sem er orðin aö nútiðinni i okkur. Við erum e.t.v. fórnar- lömb forfeðranna en meö það skulum viö þó uppi sitja. bó nokkuð vatn hefur runniö til sjávar á þeim tima sem nú er umliðinn frá þeim, þegar ég streittist gegn þvi að vera mað- ur en ekki kona. Lengi vel hrökk ég i kút þegar ég heyröi mig sagða vera mann. Ég hætti ekki að efast um réttmæti þess. Þó hélt ég áfram að segjast vera blaöamaður, liklega meira til að sýna málstaðnum hollustu en eigin sannfæringu. En ég hætti heldur ekki að velta þessu fyrir mér. Nú er ég komin að þeirri niðurstöðu aö vitanlega eigi ég að kalla mig mann, hvenær sem tækifæri gefst og reyndar hef ég gengið skrefi lengra og er hætt að nota orðið maöur um karl- menn! Það er skammt öfganna á milli! gras! Það var þegar eldri dóttir min var svo úr grasinu vaxin að hún fór að geta rabbað við mig um tilveruna að ég sannfærðist. í hennar augum og eyrum voru menn aðeins karlar og karlar aðeins mjög, mjög gamlir karl- menn. „En góða min”, stundi mamman, ,,ég er lika maöur”. — „Mamma þó”, skrikti dóttir- in. Þetta þótti henni fram úr hófi fyndið. „Jú, sjáðu til, viö erum öll menn, þú lika..” Ofsahlátur frá þeirri stuttu. „Er þá Halla Sigrún (besta vinkonan) kannski maður lika?” - „Já." Brjálæðislegar hláturgusur. Nú fór aldeilis að slá út i fyrir henni mömmu. Mamman tók þessu sallarólega og hélt áfram með aðdáunarverðri þolinmæði að skýra málið. Menn skiptast i konur og karla („er þá pabbi karl?”) og börn, sem aftur skiptast i stráka og stelpur. Al- veg eins og fuglarnir, sumir eru kriur.aðrir, kriuungar, enn aðr- ir eru lóur. Og svo framvegis. Og nú hefur mamman það fyrir reglu að tala um konur og karla, skýrt og skorinort. Nema stund- um, þegar hún á við konur, t.d. þegar konan, sem ber út póstinn kemur, þá segir mamma, faröu nú og vittu hvort póstmaðurinn kom með eitthvaö handa okkur. Á laugardegi Magdalena Schram skrifar Þeirri stuttu er næstum þvi al- veg hætt að þykja þaö fyndiö. Mamma má jafnvel kalla sig eiginmann ef henni svo býður, án þess að allt keyri um koll fyr- ir kátinu. Þetta er eina innprentunin, sem ég leyfi mér gagnvart dætrunum. Þær mega ráða þvi sjálfar á hvað þær trúa, hvern þær kjósa og hvert þær fara, en það skulu þær vita, að konur eru menn. O g þær skulu vera svo sannfærðar um það, að það hvarfli aldrei að þeim aö efast um réttmæti þess að kalla sjálf- ar sig menn — jafnvel þótt þeim þyki meira vert að vera konur! Þessar litlu stelpur læra ekki málið af mömmu sinni ein- göngu. Þær læra það af öðru fólki, af bókum þegar þar að kemur, af blöðum og útvarpi. Þær læra auðvitað meira en orðin, þær læra sögu sina um leið sem býr i merkingu orð- anna. Af þvi læra þær á sjálfar sig. Orðin, sem þær nota, búa þær lika til að einhverju marki. Oftast hafa orðin verið lengi að siast inn og fá merkingu i hug- anum áður en þær fara að beita þeim. Þær fara raunar alls ekki að nota þau að neinu gagni, fyrr en þær skilja þau að fullu. Þá er jafnvelorðið um seinan að bylta hugmyndunum, sem felast i orðinu. I orðabókum úir og grúir ai' orðum sem byrja á mann-. Þar er mannlegur, mannsaldur, mannkynssaga, mannræna, mannúð... Hvernig bregst sá við, þótt ómeðvitað kunni að vera, sem les þessi orö, heyrir eða talar? Ef litil stúika elst upp við að þykja það fyndið að mamma hennar sé maður, —að hlæja að þvi að saka mömmu sina um vitfirru, þegar hún heldur þvi fram — hvað finnst henni þá fullorðinni? Er mann- kynssagan um konur lika? Eru aðeins karlar mannúðlegir? Eftir á að hyggja sýnist mér hurð hafa skollið ijandi nærri hælum þegar farið var að reka áróður fyrir þvi að konur köll- uðu sig menn. Orðið var enn þá lifvænlegt i sinni gömlu merk- ingu, en hversu marga lifdaga átti það eftir? Endurlifgum það áður en það verður of seint. Auglýsum ekki eftir starfskröft- um, auglýsum bara eftir mönn- um. Ms

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.