Vísir - 11.07.1981, Blaðsíða 22

Vísir - 11.07.1981, Blaðsíða 22
22 VÍSIR Laugardagur 11, júli 1981 Fæðing Louise Brown, glasabarnsins svonefnda f Englandi fyrir réttum þremurárum, glæddi vonir margra barnlausra hjóna og kvenna. Barnið vakti mikla athygli bæði lærðra og leikra og viðbrögðin voru jákvæð og neikvæð. Og flestir voru hissa að heyra að barn hafði verið getið án þess að foreldrar væru nálægir. Það kom fólki á óvart að vísindin hefðu náð svo langt. Samfarir án getnaðar — getnaður án samfara Þegar pillan kom á almennan markað í upphafi 6. áratugsins, olli hiin byltingu meöal kvenna. 1 fyrsta sinn gátu konur notiö sanv fara án þess aö setja atlotin i samband við barnsfarir. Samfar- irán getnaöar voru veruleiki. Og því þá ekki getnaður án samfara? Var það eitthvaö óeölilegra eöa ótrUlegra i raun og veru? Konur sættu sig við þá tilhugsun — i upp- hafi 7. áratugsins voru æ fleiri reiðubUnar til þess að eignast barn með ókunnum karlmanni, karlmanni sem haföi gefið sæði sitt til sæöisbanka. Flestar þess- ara kvenna voru giftar körlum, sem voru ófrjóir. Sæðisbankarnir voru lausn þeirra hjóna. 100.000 frystar g.jafir A siðustu 20 árum hafa verið stofnaöir 17 sæöisbankar i Banda- rikjunum einum saman. 1 þessum bönkum eru u.þ.b. 100.000 glös með sæöisfrumum Ifrysti. Konur, sem áður voru ekki i aðstöðu til að eignast börn — kynvilltar konur, einstæðar konur, konur sem eiga ófrjóa eiginmenn, verða nií mæð- ur fyrir tilstilli ónafngreindra sæðisgjafa. 1 Bandarikjunum ein- um faBðast nií um 20.000 börn á þennan hátt, þe. mæöur þeirra hafa verið sprautaðar með sæði karlmanns sem þær hafa aldrei hitt. Glasabörnin aftur á móti, þau börn sem getin eru á til- raunastofunni án nærveru for- eldra sinna, eru mjög fá. Glasa- getnaður („in vitro”) er mjög erfiður viðfangs og árangurinn ekki mikill enn sem komið er. Meðgöngumæður I Bandarikjunum er einnig nokkuð sem við getum nefnt með- göngumæður — konur sem ganga með börn fyrir aðrar. Sé eigin- konan ófrjö, getur eiginmaðurinn verið faðir barns, sæöi hans er sprautað i meðgöngumóðurina. Læknar gera nú tilraunir með eggjaflutning, sem er hliðstæða „sprautufrjóvgunar”. Þeir reyna að flytja frjóvgað egg, jafnvel fóstur Ureinni konu i aðra. Þann- ig myndi ófrjó kona geta gengið með barn getið i kviði annarrar. Þegar visindin hafa náð svo langt, veröur jafnvel um að ræða eggjabanka, þ.e. frjóar konur geta gefið egg sin á svipaðan hátt og karlmenn gefa sæði sitt. Egg, jafnvel fóstur, kann að verða fryst og geymt, likt og nU er gert við sæði. SU hugmynd hefur jafn- vel verið orðuð, að ungum konum veröi gefin hormónalyf til að auka eggjaframleiðslu þeirra. Þessum mörgu eggjum veröi hægt að safna saman á tilraunastofunni, frjóvga i glasi og frysta til afnota siðar, kjósi konan að eignast börn á efri árum. ófrjóum konum yrði um leið gert kleift að eignast börn á þenn- an hátt. Og jafnvel, segja sér- fræðingar, getum viö reiknað dæmið svo langt að gera ráð fyrir gervi-m eðgöngu-„mæðrum’ — að konan þurfi alls ekki að ganga með barnið yfirhöfuð. Hversu langt fram í tímann eru þessir sérfræðingar aö horfa kann ein- hver að spurja? Tuttugu ár — það er allt og sumt! Margir óttast hins vegar siðfræöilegu hliðar alls þessa, og vissulega má gera ráð fyrir hugarfarsbyltingu hvað lýt- ur að hugmyndum um hlutverk móðurinnar, rétt barnsins og raunar foreldranna. Og hvernig mun kirkjan bregðast við þessu öllu saman? Látum slikar vangaveltur kyrr- ar liggja. Það sem er að gerast niína er nógu athyglisvert Ut af fyrirsig. Hvað sem öllu liður, eru æ fleiri konur reiðubúnar tiT að veröa barnshafandi án þess að getnaðurinn fari fram i örmum elskhuga. „Þegar maður er gervifrjóvg- aöur i sjUkrahúsi, þá veit maður eiginlega alls ekki hvað er að ger- ast Maöur sér sprautuna og hugs- ar með sér, vá, það er barn i þessu. A eftir liggur maður 10 minútur á bekknum og hugsar um eitthvað allt annað. Þó er manni alveg ljóst að einhvers staðar er karlmaður og að maður gengur með hluta af honum i sér.” Konan, sem segir frá, er ósköp venjuleg útlits. Hún er ljóshærð og fremur snotur, gift æskuástinni sinni, sem er kennari og þau búa i snyrtilegu raöhUsi i einu Uthverfa Los Angeles. HUn kemúr tvisvar i hverjum mánuði á sjúkrahúsið til aö fá sprautuna. HUn á eitt barn fyrir, sem lika var getiö á þennan hátt. Þá tók það tvö ár þangaö til getnaðurinn lánaðist. Og þegar hUn endanlega varð ófrisk, bað hUn lækninn að geyma sæði sama manns svo hUn gæti notað það aftur, þvi hUn vildi að börnin sin ættu sama föður. HUn tekur þessar sjúkrahUs- heimsóknir nærri sér, ekki siður en i fyrra skiptið. Mánuö eftir mánuð kom hUn og það tók mikið á hana. Það raskaði lika sam- bandi hennar og eiginmannsins. Aö siðustu voru henni gefin frjóvgandi lyf og eftir 100 árang- urslausar tilraunir varð hUn ófrisk. Hver tilraun kostaði 66 dollara. Barnið var dóttir, ljós- hærð og bláeyg og mamman segir að hUn sé nauðalik eiginmannin- um slnum. „Frá minum sjónarhóli séð” segir hUn, „verður næsta barn, okkar barn lika, þ.e. mfn og mannsins mins. Og við munum aldrei segja neinum frá þessu, ekki börnunum sjálfum eða fjöl- skyldum okkar. Enginn getur fundið rétta föðurinn hvort eð er.” Eitt af hverjum fimm hjónum í Bandari"kjunum eru sex millj- ón allra hjóna á barnsburöaraldri ófrjó, þ.e.eitt hverra fimm hjóna. Það eru margar orsakir fyrir þvi að kona er óbyrja. t 60% tilfell- anna liggur vandinn hjá konunni, 40% hjá körlunum. ófrjösemi hjá konum á sér margar orsakir. Oft er hægt að hjálpa þeim með lyfj- um eða aðgerðum. En stundum ekki. Þær konur lita nú vonaraug- um til tilraunanna með eggja- flutninga. Sæðisflutningar eru þegar raunveruleiki, eins og áður kom fram. A einum sæöisbanka, The Tyler Clinic, koma daglega 15 sæðisgjafar. 200 konur á ári hverju njóta góðs af gjöfum þeirra. Hvemig viltu hafa barn- ið? Þegar hjón hafa ákveðið að grípa til þess ráðs að gerfigetnað- ur farifram,fylla þauút beiðni og enn fremur annað skjal, sem spyr eftir óskum foreldranna. Stærð, þungi, hárlitur, húölitur, þar er jafnvel spurt hverrar trúar sáð- gjafinn skuli vera og hvaða tóm- stundastörf hann eigi að iðka. Flestar giftar konur kjósa sæð- isgjafa, sem h'kist eiginmanni þeirra sem mest. Þær svindla stundum með þvi að biðja um of- urlítið hærri gjafa en maðurinn þeirra er og stundum vilja þær að gjafinn sé grennri. Eiginmaður- inn og sæðisgjafinn verða að hafa sama blóðflokk. Það er regla, sem sjúkrahúsið sjálft setur. Að öðru leyti ráða hinir verðandi foreldrar. Margar kvennanna taka þetta mjög nákvæmum tök- um. E in þeirra sagði til dæ mis frá þvi að maðurinn sinn hefði haft mjög slæma hUð sem unglingur og væri með bólugrafna hUð enn þann dag fdag. HUn sagðist hafa hugsað sig lengi um, átti hUn að fara fram á sæðisgjafa með sams konar húð eða ekki? Hún féll þó ekki fyrir freistingunni heldur merkti við slæma húð á skýrsl- unni. En hverjir eru þessir karl- menn, sem koma i hverri viku, sumir tvisvareða þrisvar, og losa sæði sitti litil glös og fá fyrir þaö Vá — þetta er barn! Hverjir eru sæðisgjaf- arnir? til almenningsnota

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.