Vísir - 11.07.1981, Blaðsíða 9
I t
Laugardagur 11. juli 1981
9
Mikið skelfing megum viB Is-
lendingar vera fegnir að vera
lausir við böl atvinnuleysis
meðan milljónir manna ganga
um atvinnulausir i nálægum
löndum. Atvinnuleysi hefur ekki
aðeins áhrif á efnahag þeirra
sem eru án vinnu, heldur dregur
það einnigiir h'fsorku og algengt
að ymsir sjúkdömar geri vart
við sig þegar einstaklingnum
finnst hann ekki lengur neins
virði, lífið hafi glatað tilgangi
sinum þegar hvergi er þörf fyrir
hann i starfi.
Þótt atvinnuleysi sé svo litið
hérlendis samkvæmt opinber-
um tölum að vart tekur að
minnast á það, er ekki þar meö
sagt að alUr fái aö vinna sem
vilja. Margireru dæmdir úr leik
vegna aldurs, örorku eöa sjúk-
leika. Þótt þessir hópar séu ekki
færir um að starfa á almennum
vinnumarkaði, geta þeir engu
að siður leyst ýmis verkefni af
hendi.
1 ti'mariti Geðverndarfélags
Islands, Geðvemd, er birt erindi
eftir Gylfa Asmundsson dósent
um þýðingu vinnunnar fyrir
andl^a velferð fölks. Þar er
meðal annars fjallað um fyrr-
greinda hópa og segir svo:
,,Ef manngildissjónarmið
væm sett ofar arðsemissjón-
armiðum, væri öllum þeim, sem
nefndir eru öryrkjar, séð fyrir
vinnu eftir hæfni og getu hvers
og eins, og öldruðum yrði gefinn
kostur á að starfa meðan vilja
og heilsa leyfði. fimt hefur ver-
ið á hve mjög manngildishug-
myndir þeirra, sem nú eru aldr-
aðir á Islandi, eru tengdir
vinnugetunni. Það er þvi mikið
áfall fyrir þá að þurfa að hætta
aö vinna, ekki aðeins fyrir and-
legt ástand og sjálfsvirðingu
kleift að sinna sinu hlutverki svo
vél sé. Getur það verið aö Al-
þingismenn hafi tungur tvær og
tali sitt með hvorri?
Að geyma
vandann
Þetta vandræðamál með út-
varpið er aðeins eitt dæmi um
fálm og óákveðni þeirra sem
kjörnir hafa verið til að stjórna
Einföld mál eru gerð flókin og
ótrúlega miklum tima eytt i
endalaust kjaftæði og bollalegg-
ingar i stað þess að láta verkin
tala. Þetta er ein ástæða þess að
æ fleiri kjósa að standa utan
flokka. Þegar ekki er hægt að
velja um annað en einhæf úr-
ræði eða úrræöaleysi finnst
kjósendum til litils aö fylkja sér
að baki stjórnmálaflokkanna.
Flokkar sem ekki geta leyst ein-
föld vandamál eins og fjárhags-
vanda Rikisútvarpsins þurfa
ekki að búast við þvi að lýðurinn
falli fram og tilbiðji þá.
Nú þykir það nauösynlegt aö
velta öllum vandamálum sem
upp koma — og þarf raunar ekki
að hafa forskeytið með — enda-
laust á undan sér. Um að gera
að stofna nógu margar nefndir,
ráð og starfshópa til að „skoða
málin” frá öllum hliöum. Það
hvarflar stundum að manni, að
hér sé um nýja tegund atvinnu-
bótavinnu að ræða, þar sem
verkefni skortifyrir alla þá sér-
fræðinga, sem þurfa að hafa
eitthvað aö gera.
Þegar Vilmundur Gylfason
ruddist fram á skeiövöll stjórn-
málanna hér um áriö, þótti
miH-gum sem fram væri kominn
maður athafna. Maður sem
vildi gera eitthvað raunhæft i
stað þess að velta vöngum fram
Þeir sem vilja
vinna en fá ekki
þeirra heldur einnig likamlega
heilsu. Allir þekkja hve heilsu-
fari gamals fólks hrakar, þegar
það fær ekki lengur aö starfa.”
Gylfi bendir ennfremur á, að
þótt margt hafi verið gert til
starfsendurhæíingar geðsjúkra
og annarra með skerta vinnu-
getu, þá þurfi að standa miklu
betur að þessvjm málum ef um-
talsverður árangur eigi að nást
og á þessu sviði megi ná miklum
árangri.
Vinnuþrælkun
A meðan þessir minnihluta-
hópar eiga i fá hús að venda
með vinnu, er fjöldi fólks hins
vegar að eyðileggja andlega og
likamlega heilsu með óhóflegri
vinnu. Þettakemur einnig niöur
á börnum foreldra sem hafa
orðið vinnusýkinni aö bráð.
Fjöldi foreldra þekkir naumast
börn sin betur en börnin úr
næsta húsi.
Segja má að ástæða þessarar
vinnuþrælkunar sé af tvennum
toga spunnin. Annars vegar er
fólk sem verður að vinna nánast
nótt og dag til að eiga fyrir
brýnustu lifsnauðsy njum.
Margir geta ekki fætt sig og
klætt og jafnframt staðið undir
greiðslum af afborgunum af
lánum vegna húsnæðiskaupa,
með þvi' aö vinna aðeins átta
stunda vinnudag. Hér er að
sjálfsögðu átt við hinn almenna
launþega. Island er láglauna-
land og skiptir þá engu máli
hvað stjómmálamenn segja i
þrasi um þróun kaupmátt-1
ar, upp eða niður eftir þvi hvaða
flokki þeir tilheyra sem um
málið fjalla.
Svo er það hinn hópurinn, þræk
ar græðginnar. öllu er
fórnaö á altari sýndarmennsku
og kaupæðis, hugsunin snýst um
þaö eitt að afla meiri svo hægt
sé að kaupa glæsilegri hús,
stærri bila og fara i fleiri utan-
landsferðir, svo dæmi séu
nefnd. Andleg verðmæti skipta
aigu máli og börnin geta séö um
sig sjálf. Sumt af þessu fólki
gjörþekkir lúxushótel i mörgum
löndum en hefur aldrei brugðið
sér upp i Heiðmörk.
A meðan fjölmargir slita sér
þannigút fyrir aldur fram, situr
fullfriskt fólk og horfir i gaupnir
sér þar sem samfélagiö hefur
ákveðið að það skuli hætta störf-
um við sjötugsaldur. Fólk með
skerta starfsorku verður einnig
að búa við iðjuleysi þar sem það
er ekki talið geta tekið þátt i
kapphlaupi hins almenna vinnu-
markaðs. Meö allri þeirri skipu-
lagsgleði sem hér rikir hlýtur að
vera hægt aö veita þessu fólki
tækifæri til starfa hluta úr degi
þótt ekki væri meira.
Lokun s.iónvarpsins
Enn hefur sjónvarpið skellt i
lás i júli' og i þetta skipti varir
lokunin i fimm vikur. Þetta
fyrirkomulag er með öllu ótækt.
Þeir sem fullfriskir eru og allri
vegir færir geta auðvitað sagt
að það sé bara gott og blessað aö
sjónvarpið fari i fri. En það eru
lika fjölmargir hópar sem ekki
eiga þess kost að sækja mikla
tilbreytni út fyrir heimili sitt,
sjúkrahús eða stofnun. Sjón-
varpið hefur veriö þessu fólki
gluggitilumheimsins, sem veitt
hefur fræðslu og dægrastytt-
ingu.
Hins vegar hefur þaö komið
berlega i ljós á siöustu dögum,
að allur almenningur er ekki
sáttur við lokun sjónvarpsins.
Mikil sala er i videotækjum og
filmum, fýrirtæki sem leigja út
slik tæki og myndir geta ekki
annað eftirspurn og eigendur
kvikmyndahúsa kvarta undan
ritstjórnar
pistill
Sæmundur Guðvinsson
fréttastjóri skrifar.
þvi, að ekki hafi orðið þessi
vanalega aukning i aðsókn i júli.
Þetta sýnir svo ekki verður um
villst, að fólk unir ekki sjón-
varpslokuninni.
Að þessu sinni verður ekkert
sjónvarpaö i fimm vikur, og er
lokunin viku lengur en áður i
sparnaöarskyni vegna fjár-
hagsvanda Rikisútvarpsins.
Þessi margumtalaði vandi er
satt best að segja svo fáránlegt
má að það er erfitt að finna þar
einhverja skynsemisglætu.
Auðvitað er það Alþingis og
rikisst jórnar að tryggja eðlileg-
an rekstrargrundvöll Rikisút-
varpsins. Sé það ekki gert, verð-
ur að álita, að þeir sem ráða
húsum við Austurvöll og Amar-
hvol séu þvi mótfallnir að Rikis-
útvarpið geti gegnt hlutverki
sinu. En hefur einhver alþingis-
maður eöa ráðherra lýst þvi yfir
að þessari stofnun bæri að vera i
fjárhagssvelti? Aldeilis ekki,
pólitikusar eru þvert á móti
beinli'nis óðamála þegar þeir
eru að lýsa nauðsyn þess að búa
sem best að útvarpi og sjón-
varpi. Fulltrúar allra flokka,
komu fram i sjónvarpsþætti fyr-
ir nokkrum vikum og voru allir
sammála um nauðsyn þess að
efla Rikisútvarpið.
Sauðsvartur almúginn skilur
þess vegna ekki, að á Alþingi
skulu tillögur um ráðstafanir til
að efla tekjustofna Rikisút-
varpsins ekki ná fram að ganga
eða þá að geröar séu aðrar ráð-
stafanir til að gera stofnuninni
og til baka. Vilmundi fylgdi
hressandi gustur og hann sópaði
fylgi til Alþýðuflokksins. Hins
vegar lækkaði Vimmi seglin eft-
ir að á Alþingi kom og virtist
fljótt falla inn i þunglamann
sem rikir á þeim bæ. Rótgrónir
þingmenn og „kerfiskallar”. að
ógleymdum „möppudýrunum”
gátu aftur andaö léttar
Hvað sem segja má um mál-
flutning Vilmundar þá er það
staðreynd, að það fylgi sem
hann skóp sýnir svo ekki verður
um villst, að þjóðin er orðin
hundleið á þessum hefðbundnu
umræðum pólitikusa. Staö-
reyndin ersú, að úngir menn úr
öllum flokkum virðast glata
baráttugleði og sjálfstæði eftir
skamma setu á Alþingi. Þar
virðist rikja eitthvað allsherjar-
flokkseigendafélag sem stjórn-
að er mönnum úr öllum flokk-
um. Dagskipunin er gefin út
þess efnis, að ekkert veröi gert
sem hugsanlega falli kjósendum
ekki geð. Afleiöingin verður sú,
að almenningur litur ekki leng-
ur til Alþingis meö trausti og
virðingu.
Við þurfum nýja menn með
ferskar hugmyndir til að hasla
sér völl í heimi stjórnmálanna,
en þeir þurfa lika að geta fylgt
þeim eftir á þingi. Ætli þaö væri
ekki ráö að skipta um svo sem
40 þingmenn við næstu kosning-
ar? Fá menn sem þora að
standa og falla með verkum sin-
um.
Sæmundur Guðvinsson.