Vísir - 11.07.1981, Blaðsíða 27

Vísir - 11.07.1981, Blaðsíða 27
Laugardagur XI. júli 1981 27 vísm AF HEIMSTYRJÖLDINNI Douglas Botting: INNRASIN MIKLA Ritstjóri: Örnólfur Thorlacius. Björn Jónsson þýddi. Almenna bókafélagið 1981. Bökaflokkur Almenna bóka- félagsins um heimsstyrjöldina er orðinn allstór — bækurnar fylla senn tuginn — og orðinn gimilegur til fróðleiks og upp- rifjunar. Douglas Botting, sem kallast höfundur þessarar bók- ar, er enginn nýliði á söguakri striða og hernaðar. Hann hefur ritað eða staðið fyrir gerð margra bóka og kvikmynda um hernað og landkönnun og er sagður vinna um þessar mundir að riti um eftirköst siðari heimsstyrjaldarinnar i Þýska- landi. Það er óneitanlega áhugavert bókarefni sem verð- ur varla hrist fram úr erminni. Höfundurinn er þó ekki einn að verki, við bókina um innrásina þvi að fram er talinn að minnsta kosti tugur ritstjóra og aðstoð- armanna við verkið, enda er saga heimsstyrjaldarinnar 1939- 45ekki eyland heldur heimsalfa eða Btt tæmandi námasvæði. Innrásin mikla, sem sögð er sagan af f þessari bók, er að sjálfsögðu landganga Banda- manna á meginlandið i júni 1944 — Fer ekki milli mála, að þessi úrslitaþáttur styrjaldarinnar við Þjóðverja og veigamesta bókarefni i sögu heimsstyrjald- arinnar allrar enda dregur þarna til úrslitanna i kjölfar svipmestu og stórbrotnustu hernaðarinnrásar mannkyns- sögunnar. Myndaefnið er mikið og segir meira en flest orð og i sameiningu verða myndir og orð lýsing i öðru veldi. Þess er gætt að gera sviði og aðdraganda glögg skil. Innrásarhugmyndir, sem fram komu fyrr á striðsárunum eru raktar og strandhöggum vikingasveita á missirunum fyrir innrásina lýst greinilega. Þetta býr lesandann undir aðal- söguna svo að hann er orðinn heimavanari á þessum vett- vangi og fróðari um hertækni og fylgist þvi betur með þegar til aðalkastanna kemur. Innrásar- æfingarnar á Englandi og allur viðbúnaöur og þjálfun fyrir inn- rásina er ekki litilvægasti þátt*- ur þessarar heildar. Eftir að innrásin hefst verður öll frásögnin mjög vettvagns- bundin og persónuleg. Þá er unnt að fylgjast með einstökum herflokkum og athöfnum þeirra, jafnvel að einstaklingsbundnar afrekssögur og forvitnileg atvik kryddi frásöguna viða. Þö er textinn stuttorður og mjög hlað- inn svo að ótrúlega miklu er komið fyrir i honum, en það er frásagnarlist slikra blaða- mennskubóka. Lýsingin á Atlantsmúr Þjóð- verja er skilrik og hljóta slik varnarvirki að vaxa lesendum i augum en mikla um leið afrek innjásarherjanna. Hins vegar finnst mér sem lesanda helst skorta i' þessa bók greinilegri lýsingar og myndir af vörnum Þjóðverja og athöfnum þeirra dagana fyrir innrásina i henni og eftir hana. Þvi er ekki að neita að þarna hallast nokkuð á og ekki gefur fulla sýn yfir vig- völlinn af sjónarhólum beggja megin linunnar. Þetta er auð- vitað fyrst og fremst saga bandamanna og myndir þeirra — ekki laus við hershöfðingja- dýrkun. Vafalaust er ekki jafn- auðvelt að segja þessa sögu i máli og myndum með þýskri sýn til vesturs, en bók sem gæfi þá tveggja heima sýn væri auð- vitað en þá meiri gersemi en þessi,og þótt reynt yrði að finna mótvægi i annarri bók með þýskum augum, kæmi hún ekki að sama haldi. 1 einni og sömu bók kæmi myndin fram eins og auöið er. Þó er ekki svo aö skilja, að ekkert sé greint frá þvi sem gerðist austan við At- lantsmúrinn þessa söguriku daga og mánuði, en það er of lit- ið. Þvi'er ekki aö neita, að obb- inri af striðslýsingabókum i enskumælandi heimi hefur á sér of mikinn sjálfshafningarbrag, lumar á hetjudýrkun sem kitlar metnað og nýtir það til sölu á heimamarkaði. Styrjaldarsag- an er of oft sögð sem sigursaga, yfirburöasaga vesturveldanna og hershöfðingja þeirra en ekki saga þess mannlega harmleiks sem hún var. Slik sagnaritun er til þess fallin að blása i nýja striðselda. Þó verður að segja, að varlega er blásið i þessari bók en samt er áttin hrein. Tæknilýsandi litmyndir af vig- vélum aftast i bókinni eru of- rausn og óþörf nærgætni við is- lenska lesendur. Ég sakna þess, að ekki skuli vera aftast i bók- inni timaskrá (dagsetningar og ártöl) áfanga i undirbúningi og innrásinni sjálfri. Það hefði hjálpað lesenda til að átta sig á framvindunni i réttu samhengi. Skrár um bækur sama efnis, heimildir og atriðisorð eru góðra gjalda verðar. Þess er ekki að dyljast að þýð- ing þessa bókartexta hlýtur að hafa verið töluvert vandaverk. Sá stuttorði og efnishlaðni still er ekki auðveldur viðfangs, og öll herfræðin og nöfn dráps- tækja eru ekki alin upp i is- lensku. Mér virðist þó að Björn Jónsson hafi komist allvel frá þessu verki. Frásögnin er lipur og skýr, sjaldan öfugsnúin eða skammbarin, ætið skilmerkileg. Þessi útgáfa er mjög vönduð að prentun og allri gerð. HUn er sett og brotin um hér en mun vera prentuð á Spáni. Andrés.Kristjánsson. Úr einum faömi i annan (In Fraise of Older Women) Karen Black • Susan Strasberg Bráöskemmtileg og djörf, ný, kanadisk kvikmynd i lit- um, byggö á samnefndri bók eftir Stephen Vizinczey Aöalhlutverk: Karen Black, Susan Strasberg, Tom Berenger. Isl. texti. Bönnuö innan 16 ára. Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11. Ny mjög góö bandarisk mynd meö úrvalsleikurun- um Robert Rcdford og Jane Fonda i aöalhlutverkum. Redford leikur fyrrverandi heimsmeistara i kúreka- iþróttum en Fonda áhuga- saman fréttaritara sjón- varps. Leikstjóri: Sidney Pollack. Mynd þessi hefur hvarvetna hlotiö mikla aösókn og góöa dóma. tsl. texti. + + + Films and Filming. + + + + Films Illustr. Sýnd kl. 5 laugardag og sunnudag kl. 9. Síöasta sinn. i nautsmerkinu. Bráöskemmtileg og djörf gamanmynd. Sýnd sunnudag kl. 5. Bönnuö börnum. Barnasýning sunnudag kl. 3 Teiknimyndasafn samrtaöerö FétogsDrentsmiölunnar hf. Spitalastíg io—Simi 11640 Cruising ALPACINO C ■ NrJilH ......m Umted Artists Æsispennandi og opinská ný bandarisk litmynd, sem vak- iÖ hefur mikiö umtal, deilur, mótmæli o.þ.l. Hrottalegar lýsingar á undirheimum stórborgar. A1 Pacino — Paul Sorvino — Karen Allen Leikstjóri: William Friedkin tslenskur texti Bönnuö innan 16 ára Sýndkl.5 — 7 — 9ogll. rþegi i rigningu taider in theRain) ;nnandi hrollvekja utverk: Charles Bron.. [arlene Jobert. augardag og sunnudag Kalli kemst i hann krappan Bráhskemmtileg teikni mynd. Sýnd sunnudag kl. 3. VISIR smá- auglýs- ingar Vettvangur vidskiptanna Stminn er 8-66-11 Opiö mánudaga-föstudaga frá kl. 9-22 • laugardaga kl. 10-14. sunnudaga kl. 18-22. Lokaátökin Fyrirboöinn III Hver man ekki eftir Fox myndunum „Omen I” (1978) og ,,Damien-Omen II” 1979. Nú höfum viö tekiö til sýn- ingar þriöju og siöustu myndina um drenginn Dam- ien, nú kominn á fulloröins- árin og til áhrifá i æöstu valdastööum... Aöalhlutverk: Sam Neill, Rossano Brazzi og Lisa llarrow. Bönnuö börnum ihnan 16 Sýnd kl. 5, 7 og 9. Gunnar Ásgeirsson hf. Suöiirlandsbraiit 16 Simi 913520Ó TÓNABÍÓ Sími 31182 Frumsýnir Óskars- verðlaunamyndina #/APOCALYPSE NOW" (Dómsdagur Nú) Þaö tók 4 ár aö ljúka fram- leiösiu myndarinnar „APOCALYPSE NOW ”. Otkoman er tvimælalaust' ein stórkostlegasta mynd sem gerö hefur veriö. „APOCALYPSE NOW” hefur hlotiö óskarsverölaun fyrir bestu kvikmyndatöku og bestu hljóöupptöku. Þá var hún valin besta mynd ársins I980af gagnrýnendum i Bretiandi. Leikstjóri: Francis Ford Coppola. Aöalhlutverk : Marlon Brando, Martin Sheen, Robert Duvall. Sýnd kl. 4.30, 7.20 og 10.15. ATH: Breyttan sýningar- tima. Bönnuö börnum innan 16 ára. Myndin er tekin upp i Dolby. Sýnd í 4ra rása Starscope Stereo. Hækkaö verÖ. Bjarnarey (Bear Island) Isienskur texti. Hörkuspennandi og viö- buröarik ný amerisk stór- mynd i iitum.gerö eftir sam- nefndri metsölubók Alistairs Macleans. Leikstjóri Don Sharp. Aöalhlutverk: Donald Sutherland, Vanessa Red- grave, Richard Widmark, Christopher Lee o.fl. Sýnd kl. 5, 7,30 og 10 Bönnuö innan 12 ára Hækkaö verö LAUGAR48 B I O Sími32075 Darraðardans Ný fjörug og skemmtileg gamanmynd um „hættuleg- asta” mann i heimi. Verkefni: Fletta ofan af CIA, FBI, KGB og sjálfum sér. Islenskur texti' I aöalhlutverkunum eru úr- valsleikararnir. Walter Matthau, Glenda Jackson og Herbert Lom. Sýnd kl.5 - 7.30 og 10 Hækkaö verö. TakiÖ þátt i könnun biósins um myndina. Mc Vicar Ný hörkuspennandi mynd, sem byggö er á raunveruleg- um atburöum um frægasta afbrotamann Breta, John Mc Vicar. Tónlistin i myndinni er samin og flutt af The Who. Myndin er sýnd i Dolby stereo. Leikstjóri Tom Clegg. Aöalhlutverk : Roger Daltrey, Adam Faith. Bönnuö innan 14 ára Sýnd kl. 5, 7 og 9 Næturleikir Mynd meö nýjasta kyntákni Rodger Vadim Sýnd kl. 11.15 Striðsöxin Spennandi indíánamynd. Sýnd sunnudag kl. 3. Q19 OOO Lili Marleen em Film von Rainer Vðtefner Fassbindef Blaöaummæli: Heldur áhorfandanum hugföngnum frá upphafi til enda.” „Skemmtileg og oft gripandi mynd” Sýnd kl. 3, 6, 9 og 11.15. —salur \ti> — Járnhnefinn Hörkuspennandi slagsmála- mynd, um kalda karla og haröa hnefa. lsienskur texti. Bönnuö innan 16 ára. Endursýnd kl. 3.05, 5.05, 7.05, : 9.05 og 11.05. -salurC — Jómfrú Pamela Braöskemmtiieg og hætiiega djörf gamanmynd I litum, meö JULIAN BARNES ANN MICiHELLE Bönnuö börn- um — Islenskur texti Endursýnd kl. 3.10, 5.10, 7.10, 9.10 og 11.10. -------salur D'--------- Helnd þrælsins Hörkuspennandi litmynd meö JACK PALANCE — Bönnuö innan 14 ára. Endursýnd kl. 3.15, 5.15, 7.15, 9.15 og 11.15. Smáauglýsing f VÍSI er myndar- auglýsing Myndatökur kl. 9-18 alla virka daga á auglýsingadeild VÍSIS Síðumúla 8. A TH. Myndir eru EKKI teknar laugardaga og sunnudaga. Sjón er sögu rikari. sími 86611

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.