Vísir - 11.07.1981, Blaðsíða 26
26
vtsm
Laugardagur XI. júli 1981
Njósnari
syngur
aríur
Laugarásbíó:
Darraðardans (Hop-
scotch)
Leikstjóri: Donald
Neame
Höfundar handrits: Ryan
Forbesog Brian Garfield
Aðalleikarar: Walter
Matthau/ Glenda Jack-
son# Ned Beatty, Herbert
Lom og Sam Saterston.
Bandarísk, árgerð 1980.
Walter Matthau og Glenda
Jackson hafa enn á ný leikið
saman i gamanmynd, og árang-
urinn er ekki verri en áður.
Góðir leikarar nýtast ekki siður
vel i gamanmyndum en i kvik-
myndum af alvarlegri toga og
þau skötuhjúin Matthau og
Jackson eru hreint kostuleg i
hlutverkum Miles Kendig
njósnara og Isobel von Schönen-
burg, fyrrum starfssystur hans.
Gamanmyndir eiga vanda til
að hafa nokkuð ævintýralegan
söguþráð og Darraðardans er
þar engin undantekning. Miles
Kending er þrautreyndur
njósnari, en yfirmanni hans
Meyreson finnst að honum hafi
orðið á i messunni þegar hann
lét æðsta yfirmann rússnesku
leyniþjónustunnar i Vest-
ur-Evrópu ganga sér úr
greipum. Meyreson hyggst fá
Kendig þrautleiðinglegt skrif-
stofustarf, en sá gamli kýs held-
ur að ana fram á ritvöllinn og
greina frá ódæðum leyniþjón-
ustumanna. Hann leggur i riti
sinu sérstaka áherslu á afglöp
yfirboðara sins.
Kendig er ekkert gefinn fyrir
að sitja útúrborulegur yfir
skrifum sinum svo að hann
sendir þeim njósnastofnunum
sem helst geta vettlingi valdið i
heiminum afrit af hverjum
kafla bókar sinnar um leið og
þeir eru fullfrágengnir. Bretar
telja uppljóstranirnar skolli
skammarlegar, Rússar eru fúlir
og Kanar i æstara og byssu-
glaðara lagi.
Kendig er auðvitað öllu vanur
og þrautkunnugur leikreglum
spæjara, svo að CIA og KGB
verður litð ágengt við að stöðva
ritstörf hans. Isobel von
Schönenburg aðstoðar fornvin
sinn Kendig eftir mætti og
stöðugt færist meira lif i
tuskurnar.
Svona njósnabull þarf
auðvitað ekki að vera nokkurn
skapafanhlut fyndið, en þar sem
Walter Matthau er i hlutverki
njósnarans er varla nokkur
hætta á að áhorfendum leiðist.
Kendig verður i meðförum
Matthaus alveg óborganleg
persóna, útsmoginn spæjari
með sérstaka ást á klassiskri
tónlist og ekkjunni von Schönen-
burg. Þeir sem heyra Matthau
gaula ariur úr Rakaranum frá
Sevillia geta hins vegar ekki
hælt honum sem söngvara. En
þó hljóðin séu ekki fögur, eru
þau harla hlægileg og til þess er
leikurinn gerður.
Leikarar i smærri hlut-
verkum en þeir Kendig og
Schönenburg eru sumir býsna
góðir, einkum Herbert Lom sem
Rússinn Yaskov og Ned Beatty i
hlutverki Meyerson.
Darraðardans er sérdeilis
lúnkin gamanmynd og einungis
fólk með steinrunnar hlátur-
taugar sem ekki fæst til að
brosa að minnsta kosti út i
annað munnvikið meðan horft
er á hana. — SKJ.
Stefnumót Isobel von Schönertburg
erMatthau).
(Glenda Jackson) og spæjarans Miles Kendig (Walt-
hvaö, hvar...?
Hafnarbió sýnir enn hina
hrottafengnu glæpamynd Crui-
sing, en myndin hefur vakið
ákafar deilur i Bandarikjunum
og framleiðendur hennar hafa
uppskorið ákafa reiði hómo-
sexual fólks. AlPacino er þó tal-
inn fara vel með aðalhlutverkið
imyndinni... Loksins, loksins er
hún komin, i Tónabióstórmynd
Coppola, Apocalypse Now. Viö
gerð myndarinnar gekk á
slikum ósköpum og hrakförum
að gárungarnir voru fa'rnir að
kalla hana Apocalype When,
en vegna þrautseigju aðstand-
enda myndarinnar varð út-
koman Ur öllu erfiðinu einhver
stórfenglegasta kvikmynd árs-
ins 1979. Myndin segir frá hers-
höfðingjanum Kurtz sem yfir-
gefur bandarikjaher i Vietnam-
striðinu og stofnar sjálfstætt
riki. Ungur foringi er sendur
ásamt liösafla til að drepa Kurtz
og þá taka hlutirnir að gerast i
Francis Ford Coppola
frumskóginum... Roger Valdim
hefur löngum þótt naskur aö sjá
út snotrar stUlkur handa kvik-
myndaáhorfendum að stara á
og nU seinast kom hann auga á
Cindy Pickett. HUn prýðir mynd
Valdims, Næturleikirsem nU er
sýnd i Háskólabiói... Lili
Marleen Fassbinders er sjáan-
leg i Regnboganum. Kvik-
myndin er hreint kostulega
þekkileg ásýndum og f jallar um
þrá manna eftir þvi sem biður
þeirra nógu langt i fjarska.
Hanna Schygulla er flestum
leikkonum fremri og sannar það
enn einu sinni i Lili Marleen...
Alistair McLean hefur löngum
átthug FrónbUa og hjörtu og nU
gefst tækifæri til að lita kvik-
myndina Bjarnarey i Stjörnu-
bióien hUn er byggð á sögu eftir
þennan ástsæla reyfara-
höfund...
Alþýðuleikhúsið er nú i leikferð með KONU eftir Dario Fo og Frönku
Rame. Leikflokkurinn sýnir i Borgarfirði eystra annað kvöld.
Nlyndilst
í Djúpinustendur yfir sýning á
ljósmyndum eftir Jay W. Shoots.
Sýningin ber heitið „Götulif i
Reykjavik 1980—1981, 50 works in
silver”. Jay er bandariskur en
hann byrjaði að fást við ljós-
myndun 14 ára gamall. Hann
stundar nú nám við England
School of photography, i Boston.
Sjálfur segir Jay: „Ljósmyndir
minar frá lslandi eru fyrst og
fremst heimildarmyndir af is-.
lenskum lifnaðarháttum. Þetta
er i fyrsta skipti sem ég dvel utan
Bandarikjanna og fyrir mig er is-
land nýr og ólikur staður......
Ljósmyndir minar eru eins raun-
verulegar og mér er mögulegt að
gera þær. -Ég reyni að skrásetja
raunverúleikann og verk min
eiga ekkiað vera falleg fegurðar-
innar vegna, heldur falleg út frá
raun veruleika num. ’ ’
Á sýningunni eru 50 ljósmyndir,
flestar i svart/hvitu og allar tekn-
ar á 35mm Leica M2.
Sýningin var opnuð 4. júli en
hún stendur til 22. júli og er 'opin
daglega klukkan 11—23.
1 dag verður opnuð sýning á
verkum eftir Guðrúnu Tryggva-
dótturj Rauða húsinu á Akureyri.
Á sýningunni eru ljósmyndir og
fótikópiur, og er hún i mörgu ný-
stárleg.
Guðrún stundar um þessar
mundir nám i listum i Þýska-
landi, nánar tiltekið i Miinchen,
en hefur einnig verið i skólum i
Frakklandi og hér heima á Is-
landi.
Sýningin verður opnuð klukkan
15 og er daglega klukkan 15—21.
Hún stendur til 19. júli.
Einnig er i dag opnuð sýning i
sýningarsai Myndlistarskólans á
Akureyri, (áður galleri Háhóll).
Þar sýnir Hringur Jóhannesson
myndlist, en Hringur hefur haldið
fjölda einkasýninga áður og tekið
þátt i mörgum samsýningum.
Hann er talinn einn af þeim
áhugaverðari myndlistarmönn-
um af yngri kynslóðinni.
Sýningin stendur til sunnudags-
ins 19. júli, og er opin klukkan
15—22 um helgar en klukkan 18—
22 virka daga.
1 tengslum viö heimsókn sex
listamanna frá Hollandi eru dag-
skrá á vegum Nýlistasafnsins er
nefnist „Samtimalist frá Hol-
landi”. 1 dag klukkan 13.30 flytur
Christine Koenigs stutta tölu og
sýnir nýlegar kvikmyndir eftir
sig i Regnboganum, C sal. Hún
hefur gert margar kvikmyndir og
verk i formi ljósmynda. Sýning
hennar er um klukkutima löng.
Og áfram um „Samtimalist frá
Hollandi". 1 Nýlistarsafninu
klukkan 16 heldur Wies Smalls
fyrirlestur um performance og
styður hann með stuttum dæmum
af Videospólum.
Klukkan 21, i Nýlis.tarsafninu,
flytur Harry De Kroon sinn per-
formance. Hann vinnur i breyti-
leg efni, enhefur undanfarið getið
sér gott orð sem performance-
listamaður.
Krijn Gizen opnar installation-
verk utan húss við Nýlistarsafnið
klukkan 16 á morgun, sunnudag.
Krijn vinnur i þrivið efni. Verk
hans eru i sterkum tengslum við
lifið og umhverfið og hann vinnur
gjarnan með lifræn efni.
Nicolaus Urban opnar install-
ation sina innandyra Nýlistar-
safnsins klukkan 20 annaö kvöld,
sem kemur til með að standa
fimm daga á eftir.
1 Nýja galleriinu á Laugavegi
12 sýnir Magnús Þórarinsson
verk sin. Galleriið er opiö klukk-
an 14—18 alla virka daga.
1 Norræna húsinu stendur yfir
sýning á verkum Jóns Stefáns-
sonar.
1 Torfunni stendur yfir sýning
á ljósmyndum af leikmunum úr
leikritum sem Alþýðuleikhúsið
hefur sett upp.
Kirkjumunir:Sigrún Jónsdóttir
er með batiklistaverk.
1 Galleri Langbrók stendur yfir
sumarsýning á vegum safnsins.
Opið daglega klukkan 13—18.
1 Kjarvalsstöðum er áður vel
kynnt sumarsýning þeirra.
1 Epal, Siðumúla 20, stendur
yfir sýning á grafik- og vatnslita-
myndum og textilverkum eftir
danska listamanninn Ole Kort-
zau. Sýningin stendur til 16. júli
og er opin á venjulegum versl-
unartima.
Silfursýning Sigurðar Þor-
steinssonar stendur yfir i Boga-
sal.
1 Listasafni Islandser sýning á
verkum Jóns Stefánssonar og
einnig eru sýnd verk i eigu safns-
ins. 1 anddyri er sýning á grafik-
gjöf frá dönskum málurum. Safn-
ið er opið daglega klukkan
13.30—16.
1 Eden i Hveragerðisýnir Heigi
Jósefsson verk sin. Einnig sýnir
Ófeigur Ólafsson þar 37 oliumál-
verk.
Tónlíst
Fimmtán manna hljómsveit og
fimm söngvarar, sem eru með-
limir Collegium musicum i
Bremen, halda tónieika i Bú-
staðakirkju á sunnudagskvöldið
kl. 8:30og heldur hópurinn siðan i
hálfsmánaðar tónleikaferð um
Norður- og Suðurland. Collegium
musicum er þekktur hópur tón-
listarmanna, sem ferðast hefur
viða og haldið tónleika, m.a. um
Bandarikin.
Hópurinn heldur til Akureyrar
að loknum tónleikunum i Bú-
staðakirkju og heldur þar tón-
leika 14. júli, á Húsavik 15. júli, i
Skjólbrekku 16. júli, á Dalvik 17.
júli, á Sigiufirði 18. júii, á Sauð-
árkróki 19. júli, i Skálholti 22. júli
og siðustu tónleikarnir verða á
Þingvöllum fimmtudaginn 23.
júli.
Collegium muisum er hér á
vegum þýsk-islenska félagsins
Germaniu.