Morgunblaðið - 08.04.2004, Qupperneq 9

Morgunblaðið - 08.04.2004, Qupperneq 9
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8. APRÍL 2004 9 FERÐAMYNSTUR fólks hefur breyst mik- ið síðustu árin og ferðaskrifstofur hafa þurft að laga sig að þeim breytingum. Þar á ég við að fólk þekkir heiminn mun meira en áður, leitar sjálft upp- lýsinga á Netinu en lætur ekki bara ferða- skrifstofuna fræða sig. Tilhneigingin er líka orðin mikið til sú að fólk pantar flugfar hjá einum aðila, gistingu hjá öðrum og enn aðra þjónustu hjá þeim þriðja í stað þess að kaupa allt í ein- um pakka. Þetta segir Fons Brusselmans, belgískur ferðamálafrömuður, sem starfað hefur á Norðurlöndum síð- ustu áratugina og í ferðaþjónustu frá árinu 1980. Hann er núna for- stjóri Kuoni-samsteypunnar á Norð- urlöndum og er yfirmaður ferða- skrifstofa Kuoni í Noregi, Dan- mörku og Svíþjóð og dótturfyrir- tækis samsteypunnar, leiguflugs- ferðaskrifstofuna Apollo. Einnig rekur Kuoni leiguflugfélagið Novair. Áður starfaði hann í áraraðir hjá Startours og var þar síðast fram- kvæmdastjóri og eftir það starfaði hann fyrir samsteypuna Fritidsrese- gruppen. Fons Brusselmans lærði viðskipti í Noregi þar sem hann hef- ur búið síðustu 30 árin og þar er að- alaðsetur hans. Hann kveðst þó vera mjög mikið á ferðinni og er t.d. einn dag í viku í Stokkhólmi og kveðst reyna að vera líka einn dag í viku í Danmörku. Þar fyrir utan sé hann mikið á ferðalögum en hingað til lands kom hann aðallega í langt helgarfrí en kona hans er íslensk, Hafdís Ein- arsson. Stjórnandi ársins Brusselmans var ný- lega útnefndur af starfsbræðrum innan ferðaþjónustu á Norð- urlöndum stjórnandi ársins á Norðurlöndum en honum hefur á þremur síðustu árum tekist að snúa taprekstri Kuoni og ekki síður Apollo í hagnað. En hvernig fór hann að því? „Það var einkum með því að draga saman seglin, minnka framboð á þjónustu samsteypunnar og lækka kostnað,“ segir Fons Brusselmans en tap Kuoni árið 2000 var um hálfur milljarður norskra króna. Í fyrra hafði tekist að snúa dæminu við og ná nokkrum hagnaði. Brusselmans segir að Kuoni hafi boðið upp á of mikið af öllu. „Við vorum með of mikið flug, of stórar skrifstofur, of umfangsmiklar pakkaferðir og svo framvegis. Hver skrifstofa var líka eins konar eigið fyrirtæki, ekki var hugsað í samhengi við hinar og þess vegna var nokkur ringulreið í starf- inu,“ segir forstjórinn og kveðst hafa ráðist strax í að breyta þessu. Allt hafi verið endurskipulagt og mark- aðsstarfið einnig. Í kjölfarið kom 11. september en þá hafði Kuoni þegar dregið saman seglin og segir Bruss- elmans skrifstofuna því að nokkru leyti hafa verið búna undir frekari samdrátt. En þurfti hann ekki líka að segja upp fólki? „Jú, það var óhjákvæmilegt og í kjölfarið er samsteypan orðin mun sveigjanlegri á allan hátt. Framboð er sveigjanlegt, álagið er mismun- andi og duglegt starfsfólk okkar er sveigjanlegt og á þann hátt er miklu betra að laga reksturinn að breyt- ingum á eftirspurn,“ segir hann og nefnir að þarfir og langanir ferða- langa í dag séu aðrar en þær voru fyrir 10 árum. Í dag leiti menn í mun meira mæli eftir upplýsingum um áfangastaðina, leiti á Netinu en ekki í bæklingum ferðaskrifstofa, menn fari oftar í frí en í styttri ferðir hvert sinn og leggi meira upp úr gistingu og aðbúnaði en sjálfri flugferðinni, í það minnst í styttri ferðunum. Séu menn að fara í frí til sólarlanda skipti flugferðin sjálf ekki höfuðmáli og þá vilji menn helst ferðast ódýrt en kaupa vandaðri gistingu. Séu menn hins vegar að fljúga í 10 eða 12 tíma þurfi aðbúnaður í flugvél að vera þokkalegur. Brusselmans nýtti einnig tæki- færið í Íslandsferðinni og ræddi við Tómas Þór Tómasson, fram- kvæmdastjóra Langferða, sem hef- ur einkasöluumboð á ferðum Kuoni á Norðurlöndum á Íslandi. Segir Tómas að þeir hafi rætt ýmislegt er varðaði samstarf fyrirtækjanna svo og möguleika á að Kuoni á Norður- löndum beini ferðalöngum frá Norð- urlöndunum á Íslandsferðir. Ferðafólk í dag gerir öðruvísi kröfur til ferðaskrifstofa og leitar mun meira eftir upplýsingum á Netinu, segir forstjóri Kuoni á Norðurlöndum. Langferðir og Kuoni íhuga aukið samstarf. Segir ferðatilhögun fólks hafa breyst síðustu árin Fons Brusselmans GRÍÐARLEGA stór sjóbirtingur veiddist í vikunni í Tungufljóti, einn sá stærsti sem sést hefur úr ís- lenskri á í mörg ár. Fiskurinn var ekki veginn, en mældist 95 cm lang- ur áður en honum var sleppt, eins og lög gera ráð fyrir í vorveiði í Tungufljóti. Miðað við það sem þekkt er um þyngd og lengd skaft- fellskra sjóbirtinga, er alls ekki úr vegi að áætla að þessi fiskur hafi vegið að minnsta kosti 23 pund er hann gekk í ána síðastliðið haust, en hann var orðinn nokkuð þunnur og tekinn eftir vetursetuna. Til samanburðar hafa 18 punda birt- ingar veiddir að hausti í sömu á mælst 86 cm og meterslöng hrygna, veidd að vori í Tungulæk fyrir fáum árum, reyndist 23 pund. Valgarður Ingi Ragnarsson veiddi fiskinn, sem var hængur, of- anvert við brúna yfir Tungufljót og stóð að austanverðu. Gríðarlega mikið vatn var í ánni og liggur þá fiskur stundum niður af síkismunna sem þar er. „Það er klapparbrún þarna í botninum og einhver hafði sagt mér að stundum væru stórir fiskar þar undir. Ég var í þrengslum þarna, en gat velti- kastað á staðinn og þá kom þetta tröll á fullu og negldi fluguna. Þetta var mjög gaman og ég var mjög hissa þegar ég sá stærðina á honum. Ég hef veitt 85 cm birting í haustveiði en þessi var bara miklu stærri. Mér finnst líklegt að hann hafi verið að minnsta kosti 23 pund í sínu besta ásigkomulagi. Hann tók svartan Zonker og hann var mjög þungur í taumi og ég var drjúga stund að ná honum, en hann var í góðu formi þegar ég lét hann aftur í ána,“ sagði Valgarður í samtali við Morgunblaðið. Valgarður var í holli númer tvö og voru skilyrði mjög slæm. Þó náð- ust nokkrir fiskar, m.a. einn 86 cm bolti og fjórir sem mældust 80 cm. Allir þeir stóru veiddust í kringum brúna, en nokkrir smærri náðust neðar. Morgunblaðið/Stefán Kristjánsson Valgarður Ingi Ragnarsson með stórfiskinn úr Tungufljóti. ERU ÞEIR AÐ FÁ’ANN? Einn sá stærsti í mörg ár www.ropeyoga.com Laugavegi 34, sími 551 4301. Opnum kl. 9.00 virka daga Nýjar sendingar Þýsk jakkaföt, kr. 19.900 Stakir jakkar og buxur Heimagisting 20 km frá Hróarskeldu Tímabilið frá 1. maí-1. október. Möguleiki að sækja út á flugvöll. Upplýsingar gefur Hrafnhildur í síma 0045 4444 005. Geymið auglýsinguna. Gisting í Danmörku Laugavegi 63, sími 551 4422 Stórglæsileg vorlína Íslenskunámskeið fyrir útlendinga 30 tíma byrjendanámskeið í íslensku hefst fimmtudaginn 15. apríl kl. 17.30 Kennt verður á þriðjudögum og fimmtudögum kl. 17.30 - 19.00 í Kvennagarði, Laugavegi 59, 4. hæð. Reyndur kennari, frábært námsefni. Skráning í síma 511 1319 eða á netfangi fjolmenning@fjolmenning.is Fjölmenning ehf. ÍT ferðir - Laugardal sími 588 9900 itferdir@itferdir.is - www.itferdir.is Gönguferðir á Spáni 5. júní í 2-3 vikur PÝRENAFJÖLLIN - LÚXUSGANGA Tvær ólíkar gönguferðir England – Ísland 5. júní Beint leiguflug til Manchester 4.-6. júní 3ja-5 stjörnu hótel, miði á leikinn, Guðni Bergs o.fl. Knattspyrnuskóli Bobby Charlton Í júní með ENGLAND-ÍSLAND 8-10 dagar um verslunarmannahelgina Yfir 1.000 ánægð íslensk ungmenni s.l. 10 ár! kynna Ferðaávísun
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.