Morgunblaðið - 08.04.2004, Qupperneq 10
FRÉTTIR
10 FIMMTUDAGUR 8. APRÍL 2004 MORGUNBLAÐIÐ
„VIÐ, upprunalegu eigendur
Vöku Helgafells, eigum ekki nein
óuppgerð mál við Björgólf Guð-
mundsson eða
hans menn frá
þeim tíma þeg-
ar hann keypti
hlutabréf okkar
í Eddu fyrir
tveimur árum
og við lítum svo
á að þeir eigi
engar kröfur á
hendur okkur
vegna þessara
viðskipta,“ segir Ólafur Ragnars-
son, fyrrverandi stjórnarformaður
Eddu-útgáfu, en Páll Bragi Krist-
jónsson, forstjóri Eddu – útgáfu,
sagði í Morgunblaðinu nýverið að
fyrrum stjórn og stjórnendum fyr-
irtækisins hefði verið kunnugt um
óreiðu í bókhaldi félagsins sem
leiddi til ofmats á eignum þess.
Ólafur segir að umfjöllun um
málefni Eddu-útgáfu nú hafi kom-
ið sér mjög á óvart. „Okkur þykir
illskiljanlegt og nánast óþolandi
að hluthafahópur okkar skuli núna
í fjölmiðlum vera bendlaður við
fullyrðingar talsmanna Björgólfs
um að þeir hafi fengið rangar upp-
lýsingar um fjárhag og starfsemi
Eddu í lok ársins 2001 þegar þeir
keyptu nýtt og eldra hlutafé í fé-
laginu.“
Einföld viðskipti
Ólafsfell ehf., fyrirtæki Björg-
ólfs Guðmundssonar, keypti eign-
arhlut Vöku Helgarfells í Eddu
sem var þá um 22%. „Þetta voru
bara einföld viðskipti með hluta-
bréf, í því sambandi var allt á
hreinu,“ segir Ólafur. „Björgólfur
óskaði ekki eftir neinum gögnum
eða upplýsingum um fjárhag fyr-
irtækisins frá mér eða öðrum úr
mínum hluthafahópi.“
Áður en að sölunni kom hafði
Björgólfur í talsverðan tíma verið
í viðræðum um kaup á nýju
hlutafé, sem átti að gefa út í
Eddu, við fulltrúa Máls og menn-
ingar, sem á þessum tíma átti
meirihluta í fyrirtækinu og höfðu
hann og hans menn fengið ýmis
gögn og upplýsingar sem óskað
var eftir frá þeim. Á þessum sama
tíma var Björgólfur í viðræðum
við Íslandsbanka um kaup á eign-
arhlut bankans í Eddu.
„Menn velta fyrir sér hvaða
gagna fulltrúar Björgólfs hafi afl-
að í sambandi við hugsanlega að-
komu hans að félaginu,“ segir
Ólafur. Hann segir nærtækt að
minna á að núverandi forstjóri
Eddu, Páll Bragi Kristjónsson,
hafi sagt frá því í viðtali við tíma-
ritið Frjálsa verslun í júní 2002,
rétt eftir að kaupin voru gerð, að
viðræður Björgólfsmanna við Mál
og menningu hefðu staðið með
hléum frá því í febrúar og fram í
maí þetta ár. „Páll Bragi sagði að
af hálfu Ólafsfells hefði verið unn-
ið að undirbúningi vegna kaup-
anna með faglegum hætti, með
ráðgjöfum og endurskoðendum og
að þeir hefðu fengið fjárhagsstöð-
una staðfesta með áreiðanleika-
könnun áður en kaupin voru gerð.
Í því ljósi er eðlilegt að manni
komi á óvart þær yfirlýsingar sem
gefnar hafa verið síðustu daga um
að eigendur Eddu hafi stórlega of-
metið eignir fyrirtækisins á þess-
um tíma. En hluthafar komu að
sjálfsögðu ekki nálægt slíku mati
á eignum eða bókabirgðum fyr-
irtækisins.“
Ólafur segir mat á eignum
Eddu hafa verið þá, eins og önnur
ár, unnið af löggildum endurskoð-
endum fyrirtækins, KPMG endur-
skoðun.
„Einhvers konar uppgjör sem
samkvæmt blaðafréttum hefur
farið fram milli þeirra aðila sem
nú eiga Eddu, þ.e. Ólafsfells og
Máls og menningar, í tengslum
við hlutafjáraukningu hjá þeim á
síðasta ári, tengist okkur auðvit-
að ekki á nokkurn hátt. Þetta eru
mál sem trúlega snerta innan-
húshagsmuni þessa tveggja nú-
verandi hluthafahópa.“
Deilur um uppgjörsaðferðir
snerta okkur ekki
Aðspurður hvernig hann ætli
bregðast við málinu, segir Ólafur:
„Við gerum ekki neitt. Staða
málsins er einföld. Páll Bragi
Kristjónsson, talsmaður fyrir-
tækis Björgólfs, hefur sagt í fjöl-
miðlum að þeir hyggist láta end-
urskoðanda gera könnun á
eignum og birgðum Eddu í árslok
2001. Hann hefur sagt að leiði
hún eitthvað í ljós sem ekki var
vitað fyrir verði tekin ákvörðun
um framhaldið. Á því stigi munu
menn væntanlega skoða málin.
Ólafsfell hefur ekki gert neinar
kröfur á hendur okkur og við
sjáum ekki að deilur um upp-
gjörsaðferðir geti snert á nokk-
urn hátt einfalda sölu okkar á
fimmtungs hlut í Eddu fyrir
tveimur árum.“
Fyrrverandi stjórnarformaður Eddu um ásakanir núverandi eiganda
Eiga engar kröfur á hendur
okkur vegna viðskiptanna
Ólafur Ragnarsson
EITT af markmiðum ríkisstjórn-
arinnar í jafnréttismálum er að
uppræta launamun kynjanna að
því er fram kemur í þingsályktun-
artillögu um áætlun í jafnréttis-
málum til næstu fjögurra ára. Árni
Magnússon félagsmálaráðherra
hefur lagt tillöguna fram á Alþingi.
Í áætluninni er vitnað í kannanir
sem sýna að kynbundinn launa-
munur sé enn til staðar.
„Síðustu kannanir hafa sýnt að
yfirborganir og hlunnindi á al-
menna vinnumarkaðnum og hjá
hinu opinbera gangi frekar til
karla en kvenna,“ segir í áætl-
uninni. „Einnig hefur komið fram
við samanburð hefðbundinna
kvennastarfsgreina og hefðbund-
inna starfsgreina karla sem krefj-
ast sambærilegs námstíma að um
verulegan launamismun sé að
ræða. Ljóst er að leita verður leiða
til að uppræta launakerfi þar sem
stöðuheiti, föst yfirvinna og bíla-
hlunnindi eru notuð til að bæta lág
laun sem samið er um í kjara-
samningum.“ Er því bætt við að
markmið ríkisstjórnarinnar sé að
uppræta launamun kynjanna
þannig að jafnrétti náist á þessu
sviði.
Meðal þess sem lagt er til að
verði gert er að skipa nefnd sem
hafi það hlutverk að meta aðferðir
til að mæla kynbundinn launamun
og skila um það skýrslu til ráð-
herra. Jafnframt er lagt til að end-
urtekin verði könnun frá árinu
1995 um þá þætti sem hafa áhrif á
laun og starfsframa kvenna og
karla. Er lagt til að niðurstöður
þeirrar könnunar verði bornar
saman við niðurstöður eldri könn-
unarinnar.
Aðgerðir gegn mansali
Ríkisstjórnin setur sér fleiri
markmið í jafnréttisáætluninni, til
dæmis stefnir hún að því að jafna
hlutföll kynjanna í nefndum, ráð-
um og stjórnum á vegum hins op-
inbera. Það takmark hefur hún
reyndar sett í fyrri áætlanir en án
þess árangurs sem til var ætlast.
Er m.a. bent á í nýju áætluninni
að hlutfall kvenna í opinberum
nefndum, ráðum og stjórnum hafi
ekki aukist á síðustu tveimur ár-
um.
Þá hyggst ríkisstjórnin áfram
leggja áherslu á aðgerðir til að
koma í veg fyrir verslun með fólk,
að því er fram kemur í áætluninni,
en þar er átt við verslun sem bein-
ist einkum að konum og börnum.
Er m.a. lagt til í því sambandi að
stofnaður verði starfshópur til
undirbúnings áætlunar um aðgerð-
ir gegn verslun með fólk.
Yfirborganir og hlunnindi
ganga frekar til karla
Félagsmálaráðherra leggur fram jafnréttisáætlun til næstu fjögurra ára
Stefnt að því að útrýma launamun
kynjanna á næstu fjórum árum
FISKIBÁTINN Esther GK tók
niðri í höfninni í Sandgerði fyr-
ir hádegi í gær en báturinn
festist á sandrifi í miðri höfn-
inni.
Mjög lítill sjór var í höfninni
þegar báturinn festist og sand-
rif þurrt langt út í höfnina.
Tilraunir voru gerðar til að
draga bátinn af rifinu en þær
skiluðu ekki árangri. Báturinn
fór síðan sjálfur á flot þegar
flæddi að þegar eftir því sem
leið á daginn.
Engin hætta var talin á ferð-
um meðan á þessu stóð og skip-
verjar á Esther GK voru í engri
hættu staddir. Morgunblaðið/Hilmar Bragi Bárðarson
Festist
á sandrifi
í höfninni
Sandgerði. Morgunblaðið.
Kaffihúsið Kaffi þing á Hótel
Valhöll verður opnað í dag.
KAFFI ÞING er nafn á nýju kaffi-
húsi sem opnað verður við Hótel Val-
höll á Þingvöllum í dag. Að sögn Elí-
asar Einarssonar, veitingamanns á
Hótel Valhöll, er hugmyndin sú að
gestir sem koma á Þingvelli geti not-
ið víðtækrar þjónustu. „Kaffihúsið er
viðbót við þjónustuna, nú höfum við
mikla breidd og getum tekið við
gestum með ólíkar þarfir, hvort sem
þeir vilja bara fá sér kaffisopa og
köku eða borða veislumat.“
Elías segir að til hliðar við kaffi-
húsið sé einnig boðið upp á samlok-
ur, pylsur, gosdrykki og annað smá-
legt sem hægt sé að grípa með sér
fyrir þá sem það kjósa.
Hann segir mikla humarveislu
standa fyrir dyrum, ætlunin sé að
bjóða upp á humar á viðráðanlegu
verði um páskahelgina. „Við leggjum
áherslu á að hér sé ekki hærra verð
heldur en í bænum. Við viljum skapa
fallegt umhverfi svo að fólk geti
komið hingað og fundið fyrir því að
það eigi svolítið í þessum stað, Þing-
völlum.“
Elías hefur rekið Hótel Valhöll frá
því í júní 2002. Hann segir það hafa
staðið til í töluverðan tíma að opna
kaffihús til hliðar við veislusal hót-
elsins eins og nú hefur verið gert.
Hótelið er opið allt sumarið en á vet-
urna er opið eftir pöntunum. Um
páskana verður boðið upp á gistingu
fyrir 3.500 krónur á manninn með
morgunmat, sem að sögn Elíasar er
lægra verð en vanalega.
Kaffi Þing tekur um 40 manns í
sæti en veislusalurinn sjálfur um 250
manns. Samanlagt geta því hátt í
þrjú hundruð gestir borðað á Hótel
Valhöll, en Elías segir algengt að sal-
urinn sé leigður út vegna brúðkaupa,
ættarmóta, fermingarveislna eða
annarra uppákomna.
Kaffihús
opnað á
Þingvöllum
FÉLAG íslenskra veðurfræðinga
andmælir harðlega fyrirhugaðri lok-
un veðurathugunarstöðvarinnar á
Hveravöllum og lýsir stuðningi við
sjónarmið sem bæði starfsmenn
mælingardeildar og veðurfræðingar
í spádeild Veðurstofu Íslands hafa
ritað vegna málsins.
Veðurfræðingar benda á að
Hveravellir sé eina mannaða veð-
urstöðin á hálendinu og upplýsingar
þaðan hafi verið nýttar við veðurspá
þar auk þess sem þær hafi verið
notaðar til að gefa upplýsingar um
flugveðurskilyrði yfir Íslandi.
Hveravellir séu með langa samfellda
veðurathugun eða í um 40 ár og
mikilvægt sé að halda henni áfram.
Starfsmenn mælingadeildar Veð-
urstofunnar segjast bæði undrandi
og vonsviknir með ákvörðunina.
Þeir benda t.d. á að vegna mikillar
og vaxandi umferðar um hálendið
hafi verið vaxandi þörf fyrir upplýs-
ingar um veðrið þar og veðurhorfur.
Þar hafi Hveravellir gegnt lykilhlut-
verki og komi til lagningar vetrar-
vega yfir hálendið muni þessi þörf
vaxa.
Ráðningarsamningur við núver-
andi veðurathugunarmenn á Hvera-
völlum rennur út í júlí. Veðurstofa
Íslands þarf samkvæmt fjárhags-
áætlun að draga saman útgjöld um
20-30 milljónir króna á þessu ári.
Andmæla
lokun
á Hvera-
völlum