Morgunblaðið - 08.04.2004, Blaðsíða 11
FRÉTTIR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8. APRÍL 2004 11
LÆTIN í gröfunni virtust engin
áhrif hafa á þennan rólyndis
hund, en húsbóndi hans var að
vinna við framkvæmdir í Hafn-
arfirði. Vel virtist fara um seppa í
gröfunni og hann hvíldist vel við
fætur húsbónda síns og beið þol-
inmóður eftir að vinnudeginum
lyki. Hann virtist ekki leggja mik-
ið af mörkun við gröftinn, en
sennilega er hann þó tryggur
vinnufélagi, sem víkur ekki frá
eiganda sínum, þrátt fyrir eril
sem margri mannskepnunni þætti
nóg um.
Morgunblaðið/Golli
Tryggur vinnufélagi
Á MORGUN, föstudaginn langa,
fagna AA-samtökin hálfrar aldar
afmæli sínu með opnum hátíðar-
fundi í Laugardalshöll. Samtökin
hafa frá upphafi hjálpað þúsundum
einstaklinga að ná bata af alkóhól-
isma og annarri fíkn. Í dag eru um
300 deildir starfandi víðs vegar um
landið og er áætlað að vikulega
sæki um 6.000 manns fundi á veg-
um samtakanna.
Samtökin hafa alltaf haldið upp
á afmæli sitt á föstudaginn langa,
lengi vel í Háskólabíói en síðar
varð það húsnæði of lítið fyrir sam-
komuna og var hún því flutt í
Laugardalshöll.
Tilviljun að samtökin voru
stofnuð á föstudaginn langa
Jóhannes Bergsveinsson, læknir
og einn af ei-ölkum AA-samtak-
anna á Íslandi, segir að tilviljun
hafi ráðið því að samtökin voru
stofnuð á föstudaginn langa, en
það hafi reynst mikil blessun.
„Frumkvöðlarnir að samtökun-
um höfðu komist að þeirri niður-
stöðu að það væri heppilegast að
vera með fundina á föstudegi, því
þá var útborgunardagur, helgin að
byrja og vinnuvikunni að ljúka, og
þá var mönnum hættara. Fyrir
vikið völdu þeir föstudaginn, en
vöruðu sig ekki á því að þann dag
sem þeir höfðu valið til að byrja
bar upp á föstudaginn langa. Þeg-
ar þeir áttuðu sig á því tóku þeir
því sem ákveðinni vísbendingu og
héldu sínu striki. Síðan hefur verið
haldið upp á afmæli samtakanna á
föstudaginn langa.“
Jóhannes segir að á fimmtíu ára
starfstíma samtakanna hafi þau
hjálpað miklum fjölda alkhóhólista
að ná bata. „Það skiptir náttúrlega
mjög miklu máli, því í kringum
hvern alkóhólista sem er veikur er
hópur einstaklinga sem þjáist
vegna sjúkdómsins, það er ekki
bara sjúklingurinn sjálfur sem þjá-
ist.“ Jóhannes bendir á að ef fimm
einstaklingar séu í kringum hvern
sem sæki nú fundi á vegum sam-
takanna, hafi þau þannig áhrif á líf
um 30.000 einstaklinga.
Hann segir að flestar meðferð-
arstofnanir hér á landi beini sjúk-
lingum sínum inn í AA-samtökin
og hvetji þá til að taka þátt í störf-
um samtakanna, því menn viti að
það sé besta leiðin til að ná bata.
Aukin þörf
Jóhannes segir að þörfin hafi
aukist mjög á þessu tímabili.
„Jafnframt því sem hefur verið
slakað til í áfengismálum hér á
landi hefur neyslan aukist og fleiri
orðið sjúkdómnum að bráð. Þar af
leiðandi er þörfin í raun sívaxandi.
Það eru auðvitað margir af þeim
sem eru veikir í dag sem eru með
blandaða fíkn og sækja bata sinn
til samtakanna þó þau hafi upp-
haflega verið stofnuð af fólki sem
átti við áfengisvanda að stríða.“
Hátíðarfundurinn í Laugardals-
höll annað kvöld er öllum opinn.
Fundurinn hefst klukkan 20.30, en
húsið verður opnað klukkan 19.30.
Fulltrúi frá svæðisskrifstofu AA-
samtakanna í Bandaríkjunum og
Kanada ávarpar fundinn, en að
öðru leyti verður dagskráin hefð-
bundin. Að fundi loknum verður
boðið upp á kaffiveitingar. Einnig
verða afmælisfundir á Akranesi,
Ísafirði, Siglufirði, Akureyri, Eg-
ilsstöðum og jafnvel víðar, eftir því
sem fram kemur í fréttatilkynn-
ingu.
Hátíðarfundur í tilefni af 50 ára afmæli AA-samtakanna í Laugardalshöll
Hafa hjálpað þúsundum að
ná tökum á áfengisfíkn
UM EITT hundrað
nemendur hafa lagt
stund á nám til meist-
araprófs í stjórnsýslu-
fræðum (Master of
Public Administration
eða MPA-nám) við
Háskóla Íslands í vet-
ur en vinsældir slíks
náms hafa farið vax-
andi á undanförnum
tveimur áratugum.
Þetta er fyrsti vetur-
inn sem námið er
kennt sem fullgilt
MPA-nám til 60 ein-
inga en námið tilheyr-
ir stjórnmálaskor fé-
lagsvísindadeildar. Gerð er krafa
um a.m.k. BA- eða BS-próf en að
sögn Ómars H. Kristmundssonar,
lektors í stjórnsýslufræðum við
HÍ, hafa langflestir sem leggja
stund á námið einnig umtalsverða
reynslu í starfi hjá hinu opinbera.
Margir þeirra séu sérfræðingar á
ýmsum fagsviðum sem vanti hugs-
anlega viðbótarþekkingu á fjármál-
um, rekstri, stjórnun og o.s.frv.
Það séu slíkir þættir sem þetta
fólk sé að sækjast eftir og MPA-
námið henti því vel þar sem þar sé
tekið mið af rekstri opinberra
stofnana.
Meirihluti nemenda kemur
úr opinbera geiranum
„Í áfanga sem ég kenni núna er
fólk með fjölþætta starfsreynslu
t.d. bæði embættismenn í stjórn-
arráðinu og ýmsir stjórnendur op-
inberra stofnana,“ segir Ómar.
Hann segir flesta nemendurna
vera í starfi eða tímabundnu náms-
orlofi.
„Það er kennt á morgnana, flest-
ir áfangar eru kenndir frá kl. átta
til tíu. Það er viðleitni til þess að
taka tillit til fólks sem er í starfi.
Víða erlendis er kennt í lok vinnu-
dags en við ákváðum að kenna í
upphafi dags og það virðist vera al-
menn ánægja með það.“ Ómar seg-
ir í kringum hundrað manns hafa
lagt stund á MPA-námið í vetur.
Margir séu að taka námið á eitt-
hvað lengri tíma enda sé mælt með
því að fólk í fullu starfi taki ekki
mikið fleiri en tvo áfanga. „Þetta
er 60 eininga nám og
þar af er lokaverkefni
15 einingar og svo eru
15 einingar starfstími
og fólk með mikla
reynsla fær þær ein-
ingar metnar. Þannig
að stór hluti af þeim
hópi, sem nú er í nám-
inu, er að taka 45 ein-
ingar.“ Ómar segir að
sér hafi fundist námið
ganga vel fyrir sig.
„Auðvitað var gam-
an að sjá hversu
margir sýndu náminu
áhuga og þá ekki síð-
ur hversu margir
þeirra eru með mikla starfs-
reynslu. Ég held að hin mikla þátt-
taka gefi einmitt til kynna þörfina
á námi sem þessu.“
Ómar segir meirihluta nemenda
koma úr opinbera geiranum en
hinum hópnum megi skipta í
tvennt, hluti sé fólk sem hafi starf-
að innan einkageirans og svo nem-
endur sem hafi nýlokið BA- eða
BS-námi og hafi starfað stutt á
vinnumarkaði.
Um tíu manns í fjarnáminu
„Hópur fjarnema, líklega um tíu
manns, tekur þátt í náminu alls
staðar af landinu. Við tökum upp
fyrirlestrana og þeir eru síðan
settir á vefinn þar sem fjarnemar
geta horft á þá. Þeir hafa verið í
samstarfi um hópverkefni. Það er
skemmtilegt hvað fjarnámið hefur
tekist vel,“ segir Ómar og bætir
við að við uppbyggingu námsins
hafi menn haft hliðsjón af námskrá
háskóla í Bandaríkjunum sem
bjóði upp á sambærilegt nám.
„Þetta er þannig samræmdur
pakki sem á að gefa mönnum al-
menna fræðilega þekkingu en líka
ákveðna færni í vinnubrögðum. Ég
held að ávinningurinn af náminu
geti verið margþættur, m.a. að
auka færni stjórnenda og starfs-
manna opinberra stofnana. Einnig
getur námið auðvitað leitt til fram-
gangs innan kerfisins. Það hefur
almennt sýnt sig að fólk með þessa
prófgráðu, sérstaklega í Banda-
ríkjunum, á auðveldara með að ná
framgangi í starfi,“ segir Ómar.
Nám til meistaraprófs í
stjórnsýslufræðum við HÍ
Nemendur oft
með mikla og
fjölþætta reynslu
Ómar H. Kristmundsson
ÍSLENSK erfðagreining (ÍE) og
Kári Stefánsson, stjórnarformaður
fyrirtækisins, voru sýknuð í Hér-
aðsdómi Reykjavíkur í gær af
kröfum Læknalindar sem krafðist
24,5 milljóna bóta úr hendi hvors
aðila um sig, ÍE og Kára.
Fram kemur í dómi Héraðsdóms
að aðila hafi greint á um málavöxtu
í veigamiklum atriðum. Af hálfu
Læknalindar var því haldið fram
að í lok apríl 2002 hefði Kári óskað
eftir því við Guðbjörn Björnsson,
stjórnarformann Læknalindar, að
fyrirtæki hans tæki yfir og hefði
umsjón með öllum lífsýnatökum
fyrir Íslenska erfðagreiningu.
Hefði tilboðið gengið út á að
Læknalind sæi til þess að þáver-
andi kostnaður ÍE vegna lífsýna-
töku myndi lækka um 25–50% en
fengi þess í stað öll útgjöld greidd
vegna verkefnisins ásamt tiltekinni
aukagreiðslu. Hefði Kári sagt að
starfsemi Þjónustumiðstöð rann-
sóknarverkefna (ÞMR) í Nóatúni
og Hæðasmára væri illa rekin og
best væri að koma verkefnunum
öllum til einkaaðila. Þá hefði komið
fram hjá honum að Læknalind
gæti fengið allt húsnæði ÞMR
gegn hóflegri leigu auk allra tóla
og tækja sem til starfseminnar
þyrfti. Hefði Kári fullyrt að hann
hefði fullt umboð ÍE til að semja
um þetta og hefði Læknalind sam-
þykkt þetta.
ÍE og Kári Stefánsson hefðu
hins vegar hafnað því alfarið í mál-
inu að samningar hefðu tekist um
að Læknalind tæki yfir alla lífs-
ýnatöku fyrir ÍE. Hins vegar hefði
oft komið upp í umræðum Kára og
Guðbjörns sú hugmynd að Lækna-
lind gæti rekið ÞMR með skilvirk-
ari og ódýrari hætti en þá hefði
verið. Hefði meginkjarninn í þeirri
hugmynd, að Læknalind tæki að
sér rekstur ÞMR eða kæmi inn
með öðrum hætti, verið sá að með
því mætti ná fram lækkun á kostn-
aði en á þessum tíma hefði ÍE unn-
ið að leiðum til að draga úr kostn-
aði við rekstur ÞMR.
Dómari komst að þeirri niður-
stöðu að Læknalind hefði ekki sýnt
fram á það með haldbærum rökum
að samningur hefði komist á milli
fyrirtækisins og ÍE um að það
tæki að sér alla eða hluta sýnatöku
fyrir ÍE og yrði því að bera hall-
ann af þeim sönnunarskorti. Með
sömu rökum var hafnað þeirri
málsástæðu Læknalindar að stofn-
að hefði verið til samningsígildis
milli félagsins og ÍE.
Læknalind var gert að greiða ÍE
og Kára samtals 300.000 krónur í
málskostnað.
ÍE og Kári Stefánsson sýkn-
uð af kröfum Læknalindar
FRÁR VE-78 strandaði í inn-
siglingunni til Eyja í fyrrinótt
upp úr klukkan fjögur, en var
dreginn af strandsstað af Lóðs-
inum og komið til hafnar um
sexleytið í gærmorgun.
„Þetta er ekki góður staður
til að stranda á, grjót og klapp-
ir. Það var hraustlegur kippur
sem kom en skipið var á rólegri
siglingu og vonandi litlar
skemmdir ef þær eru þá ein-
hverjar,“ sagði Sindri Óskars-
son skipstjóri við Morgunblað-
ið.
„Við vorum að koma af veið-
um, vorum með um 90 kör eða
rúmlega 30 tonn sem við feng-
um á Grindavíkurdýpi og Sel-
vogsbanka,“ sagði Sindri.
Frár VE er 170 tonna skip og
26 metra langt, smíðað í Skot-
landi árið 1977 en breytt árið
1993. Á skipinu er 10 manna
áhöfn og sagði Sindri að engan
þeirra hefði sakað og hefðu þeir
haldið kyrru fyrir um borð á
strandstað.
Strandaði í
innsigling-
unni til Eyja