Morgunblaðið - 08.04.2004, Side 18
VEL heppnuð árshátíð Þela-
merkurskóla í Eyjafirði var
haldin í Hlíðarbæ í síðustu viku.
Þar var meðal annars frum-
fluttur nýr skólasöngur eftir
Arnstein Stefánsson í Stóra-
Dunhaga auk þess sem börnin
skemmtu viðstöddum með ým-
iss konar tónlistaratriðum og
leikþáttum. Meðal annars var
sýnt brot úr Grænjöxlum, leikriti
sem Pétur Gunnarsson rithöf-
undur og Spilverk þjóðanna
sömdu og fluttu fyrir margt
löngu.
Morgunblaðið/Kristján
Yngstu nemendurnir frumfluttu nýjan
skólasöng á árshátíðinni. Hér til hliðar
leika krakkar í 5. bekk skemmtilega út-
færslu á leikritinu um Rauðhettu og úlf-
inn, þar sem Rauðhetta fór m.a. til ömmu
sinnar með pizzu, kók og hangikjöt.
Fjölbreytt árshátíð
Skólastarf
Fæst á næsta blaðsölustað
Áskriftarsími 586 8005
Sumarhúsið og garðurinn
Síðumúla 15, 108 Reykjavík, Sími 586 8005, www.rit.is/askrift
Höfuðborgin | Akureyri | Suðurnes | Austurland | Landið
Minnstaður
Höfuðborgarsvæðið Svavar Knútur Kristinsson, svavar@mbl.is, sími 569-1100.
Suðurnes Helgi Bjarnason, helgi@mbl.is, sími 569-1310 og 669-1310. Akureyri Skapti
Hallgrímsson, skapti@mbl.is, Margrét Þóra Þórsdóttir, maggath@mbl.is og Kristján
Kristjánson, krkr@mbl.is, sími 461-1600. Vesturland Ásdís Haraldsdóttir, asdish@mbl.is,
sími 898-5258. Austurland Steinunn Ásmundsdóttir, austurland@mbl.is, sími 862-1169.
Árborgarsvæðið og Landið Guðrún Aðalsteinsdóttir, frett@mbl.is, sími 569-1290.
Mínstund frett@mbl.is
Veisla til styrktar fötluðum | Næst-
komandi laugardag verður haldin mat-
arveisla á Horna-
firði sem kannski
er ekki í frásög-
ur færandi nema
af því að veislan
er í stærra lagi
og ágóðinn renn-
ur til góðgerð-
armála. Það er
Jón Sölvi Ólafs-
son mat-
reiðslumaður
sem stendur fyr-
ir styrktarveisl-
unni en hann
segist lengi hafa
haft hug á að
styrkja fötluð
börn með einhverju móti. Það lá því bein-
ast við fyrir kokkinn að slá upp glæsilegri
matarveislu.
Margir gefa vinnu og hráefni | Allir
sem koma að styrktarveislunni með einum
eða öðrum hætti, fólk í eldhúsi, þjónar,
tónlistarfólk, fyrirtæki sem útvega mat-
föng og aðrir, gefa alla vinnu sína og
vörur. Í fréttatilkynningu segir að fullyrða
megi að þessi styrktarveisla sé sú fyrsta
sinnar tegundar hér á landi. Aðeins um
100 sæti verða í veislunni, sem haldin
verður í Nesjaskóla og hefst kl. 18 á laug-
ardag.
Verðinu er stillt í hóf og kostar aðeins
4.800 kr. fyrir manninn en alls eru sex
réttir á matseðlinum fyrir utan fordrykk
og kaffi. Fólki er þó að sjálfsögðu heimilt
að greiða meira og styrkja þannig enn
frekar verkefnið.
Kaupa á lyftustól í sundlaugina |
Fyrirhugað er að kaupa lyftustól í sund-
laugina fyrir féð sem safnast í veislunni.
Slíkir stólar auðvelda hreyfihömluðum
aðgengi og gera þeim kleift að komast
ofan í sundlaugina. Talsvert vantar á að
aðgengi að sjálfri byggingunni sé nægi-
lega gott en lyftustóllinn hlýtur að kalla
á aðgerðir til að svo megi verða og að
hann nýtist vel í framtíðinni.
Þeir sem vilja legga þessu verkefni lið
geta lagt inn á reikning nr. 1147-26-
100404 í Sparisjóði Hornafjarðar og ná-
grennis, kt.: 640491-1249.
Úr
bæjarlífinu
Jón Sölvi klár í slaginn.
HÉÐAN OG ÞAÐAN
Ásöfnunum á Eyr-arbakka gefur umþessar mundir að
líta tvær ólíkar sérsýn-
ingar, annars vegar er í
Sjóminjasafninu á Eyr-
arbakka sýningin
„Þorpsbúar“ með ljós-
myndum af íbúum á Eyr-
arbakka sem Linda Ásdís-
ardóttir ljósmyndari tók
vorið 2003 og hins vegar
er í borðstofu Hússins á
Eyrarbakka portrettsýn-
ingin „Myndir af skáld-
um“ með listaverkum úr
hluta af listaverkagjöf
Ragnars Jónssonar í
Smára til Alþýðu-
sambands Íslands 1961 og
sýnir portrettmyndir eftir
ýmsa listmálara af ýmsum
skáldum.
Söfnin eru opin frá skír-
degi til annars í páskum
kl. 14–17 og til maíloka á
laugardögum og sunnu-
dögum kl. 14–17 og á öðr-
um tímum eftir sam-
komulagi við Lýð Pálsson
safnstjóra.
Eyrarbakkasöfn
Margrét Jóns-dóttir, listakonaá Akureyri, hef-
ur í tæp þrjú ár verið með
vinnustofu að Gránu-
félagsgötu 48 þar í bæ og
í dag opnar hún lítið gall-
erí á sama stað. Það verð-
ur gert við hátíðlega at-
höfn milli kl. 15 og 18 í
dag og eru allir velkomn-
ir. Margrét gerir bæði
nytjahluti og listmuni.
„Það má segja að gall-
eríið verði sýning-
argluggi fyrir mig en
draumurinn er að í fram-
tíðinni geti ég leigt öðrum
listamönnum plássið fyrir
stuttsýningar, til dæmis
eina helgi,“ sagði Mar-
grét við Morgunblaðið.
Morgunblaðið/Kristján
Margrét opnar gallerí
Vegamál eru alltafefst á baugi, þegarþingmenn dreif-
býlisins hittast. Halldór
Blöndal orti:
Í Víkurskarði í skafli sat.
Skelfing var að reyna’ða.
Elsku Drottinn! gef mér gat!
Guð veit að ég meina’ða!
Halldór hefur ásamt sjö
öðrum alþingismönnum
flutt þingsályktun-
artillögu um að leggja
veg norður Stórasand til
Akureyrar og kallar
Norðurveg.
Karl af Laugaveginum
orti:
Ó, að við gætum, yndisleg,
áður en lýkur nösum
skotist norður Norðurveg
í norðan garra þú og ég.
Í tilefni af yrkingum um
hvort pissa megi úti í
blaðinu í gær er vert að
rifja upp limru Kristjáns
Karlssonar:
Af ástæðum ótilgreindum,
ef til vill flóknum, leyndum
hann gat ekki pissað,
sem gjörði oss svo hissa að
við gátum ei heldur sem
reyndum.
Vegamál
pebl@mbl.is
Blönduós | Á fundi bæjarstjórnar Blöndu-
óss sl. þriðjudag var samþykkt samhljóða
ályktun um hálendisvegi, en bæjarstjórnin
er andvíg þessum hug-
myndum.
„Bæjarstjórn
Blönduóssbæjar mót-
mælir harðlega tillögu
til þingsályktunar um
vegagerð úr Borgar-
firði, um Stórasand yfir
í Skagafjörð. Bæjar-
stjórn álítur að með
þessari vegafram-
kvæmd sé verið að ganga þvert á hagsmuni
íbúa í Norðvesturkjördæmi. Enn bíða ótal
verkefni úrlausnar á þjóðvegi 1 og verja
mætti meiri fjármunum í að auka umferð-
aröryggi þar. Í því sambandi má benda á
að á þjóðvegi 1 eru 66 einbreiðar brýr með
tilheyrandi slysahættu.
Bæjarstjórn hafnar því að umferðar-
þungi þjóðvegar verði færður inn á hálend-
ið með tilheyrandi umhverfisspjöllum.
Bæjarstjórn skorar hér með á stjórnvöld
að veittir verði fjármunir í að kanna þjóð-
hagslega arðsemi legu þjóðvegar nr. 1 um
Þverárfjall, Hegranes, Hjaltadal og í gegn-
um Tröllaskaga með jarðgöngum yfir í
Hörgárdal.
Meginkostur þessarar leiðar er að hún
liggur í námunda við alla stærstu þéttbýlis-
staðina á þessum slóðum. Ennfremur leys-
ir þessi leið af hólmi tvo fjallvegi, Vatns-
skarð (hæst 420 m) og Öxnadalsheiði (hæst
540 m).
Þjóðvegur þessi myndi sameina þjón-
ustu- og atvinnusvæði þéttbýlisstaða á
Norðurlandi öllu, stytta leiðina á milli Ak-
ureyrar og Reykjavíkur og síðast en ekki
síst stuðla að jákvæðri byggðaþróun á
Norðurlandi.“
Hálendisvegi
harðlega
mótmælt
LÖGREGLAN á Húsavík kom ítalskri
fjölskyldu á ferðalagi um Ísland til bjargar
við Dettifoss í fyrradag, en hún sat þar föst
í jeppabifreið sinni Að sögn lögreglunnar
er vegurinn að Dettifossi lokaður vegna
snjóa. Lögreglan dró jeppann lausan en
ferðamennirnir voru vel haldnir og héldu
áfram ferðalagi sínu um landið.
Sátu föst við
Dettifoss
♦♦♦