Morgunblaðið - 08.04.2004, Page 20

Morgunblaðið - 08.04.2004, Page 20
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ 20 FIMMTUDAGUR 8. APRÍL 2004 MORGUNBLAÐIÐ Hafnarfjörður | 208 milljóna króna tap varð af rekstri A-hluta stofnana Hafnarfjarðarbæjar á árinu 2003 að teknu tilliti til afskrifta og fjár- magnsliða. Þetta er 669 milljónum króna lakari árangur en árið á und- an. Í tilkynningu frá Hafnarfjarð- arbæ segir að breytingin liggi í hag- stæðri gengisþróun á árinu 2002, en þá varð gengishagnaður af erlendum lánum 1.017 milljónir króna sam- anborið við 190 milljónir króna árið 2003. Ársreikningur Hafnarfjarð- arbæjar árið 2003 var tekinn til fyrri umræðu í bæjarstjórn Hafn- arfjarðar þann 6. apríl sl. Meginniðurstaða ársreikningsins, samkvæmt bæjaryfirvöldum í Hafn- arfirði, er sú að rekstrarniðurstaða og veltufé frá rekstri A-hluta og B-hluta stofnana Hafnarfjarð- arbæjar er í samræmi við áætlanir. Þá skilar reksturinn 537 milljónum króna upp í afskriftir og fjármagns- liði sem er 190 milljón króna betri afkoma en árið á undan. Hagnaður A-hluta stofnana Hafn- arfjarðarbæjar, fyrir afskriftir og fjármagnsliði, var 174 milljónir króna samanborið við 22 milljónir króna árið á undan. Skýringa er helst að leita í árangri af aðhalds- aðgerðum þeim sem ráðist var í á árinu 2003. Að teknu tilliti til afskrifta og fjár- magnsliða varð 208 milljón króna tap af rekstri A hlutans, sem er 669 milljónum króna lakari árangur en árið á undan. Breytingin liggur í hagstæðri gengisþróun á árinu 2002, en þá varð gengishagnaður af er- lendum lánum 1.017 milljónir króna samanborið við 190 milljónir króna árið 2003. Þá var veltufé frá rekstri 213 milljónir króna samanborið við 126 milljónir króna árið á undan. Rekstrarniðurstaða B-hluta stofn- ana fyrir afskriftir og fjármagnsliði er jákvæð um 362 milljónir króna sem er 32 milljónum króna betri ár- angur en árið á undan. Skýringin liggur að megninu til í söluhagnaði af eignum Hafnarsjóðs. Gengishagnaður skýrir afkomu Rekstrarniðurstaða ársins er tæp- um 60 milljónum króna betri en áætlanir gerðu ráð fyrir en 25 millj- ónum krónum verri en niðurstaða ársins á undan, en þar kemur til ríf- legur gengishagnaður ársins 2002. Þá lækkaði eigið fé samstæðunnar um 415 milljónir króna á milli ára og var 3.654 milljónir króna í árslok 2003. Skýringin liggur fyrst og fremst í því að 250 milljón króna stofnfé í Vatnsveitu Hafnarfjarðar var fært niður ásamt því sem eft- irlaunaskuldbindingar ársins 2002 reyndust vanmetnar. Eiginfjárhlut- fall samstæðunnar var 20% í lok árs- ins. Þá hækkuðu heildarskuldir hennar um 836 milljónir króna á milli ára og voru 14.511 milljónir í árslok 2003. Rekstur málaflokka í A-hluta fór 38 milljónir fram úr áætlun, eða um 0,65%. Hins vegar reyndust fjárfest- ingar A-hluta stofnana 292 millj- ónum króna nokkru meiri en áætl- anir gerðu ráð fyrir, um 965 milljónir króna samanborið við 673 milljón króna áætlun. Þar skipa stóran sess framkvæmdir við skóla, eða um 101 milljón króna, þar af sjö- tíu milljónir vegna Víðistaðaskóla og þrjátíu milljónir vegna nýs leikskóla í Áslandi. Það er mat bæjaryfirvalda að þær aðhaldsaðgerðir sem mótaðar voru við fjárhagsáætlanagerð ársins sem leið og hrundið var í framkvæmd hafi skilað sér í umtalsvert betri ár- angri en árið á undan. Um fjárhagsáætlun næsta árs segir meðal annars, í tilkynningu frá Hafnarfjarðarbæ: „Fjárhagsáætlun ársins 2004 tekur mið af umfangs- miklum skipulagsbreytingum sem samþykktar voru á síðasta ári sem miða að því að styrkja innviði í rekstri sveitarfélagsins og bæta rekstrarafkomu þess enn frekar.“ Tap A-hluta óviðunandi Magnús Gunnarsson, oddviti sjálfstæðismanna í bæjarstjórn Hafnarfjarðar, segir áhyggjuefni að það sígur á ógæfuhliðina varðandi rekstur sveitarsjóðsins sjálfs, A-hlutans. „Það er algerlega óvið- unandi og eitthvað sem við sveit- arstjórnarmenn verðum að leitast við að bæta með auknum tekjum og frekari hagræðingu í rekstri,“ segir Magnús. „Það sem er sérkennilegt er að á meðan við erum að tala um þetta er verið að tala um að kaupa eignir fyrir 600 milljónir á Norð- urbakka, án þess að ráð sé gert fyrir því í fjárhagsáætlun ársins 2004. Þar bókuðum við athugasemdir í bæj- arstjórninni.“ Magnús segist afar ánægður með gengi B-hluta samsteypunnar, sjálf- stæðu fyrirtækin, sem hafa sjálf- stæðan tekjustofn. „Ég er líka mjög ánægður með að við lögðum Rafveit- una inn í Hitaveitu Suðunesja í tíð fyrri meirihluta, en nú eigum við 15,7% hlut í því fyrirtæki, sem er stöðugt að vaxa og virði hluta bæj- arins eðlilega stöðugt að hækka.“ Lúðvík Geirsson, bæjarstjóri Hafnarfjarðar, segir ljóst að rekstur bæjarfélagsins hefur verið þungur undanfarin ár, enda miklar fram- kvæmdir í gangi. „Það er þó umtals- vert betri afkoma af rekstri bæj- arfélagsins í ár en árið þar á undan. Veltufé frá rekstri, sem er lyk- ilmælikvarði í þeim efnum, er tvöfalt hærri fjárhæð en árið 2002, en það er ljóst að þar þarf að ná enn betri árangri,“ segir Lúðvík. Hann bendir þó á að nýleg skattkerfisbreyting um heimildir einstaklinga til stofn- ana einkahlutafélaga sé að koma í bakið á sveitarfélögum og hafi um- talsvert tekjutap í för með sér. „Samkvæmt reikningum eru það um 150 milljónir fyrir Hafnarfjarðarbæ í tapað útsvar,“ segir Lúðvík. Ársreikningur Hafnarfjarðarbæjar lagður fram Rekstrarafkoma batnar en tap af rekstri A-hluta Morgunblaðið/Þorkell Hafnarfjörður | Foreldrar barna sem stunda sund á námskeiði hjá Sundfélagi Hafn- arfjarðar (SH) eru ekki alls kostar sáttir við fyrirkomulag æfinga. Dæmi eru um að æft sé á fjórum mismunandi stöðum í sömu vikunni. Formaður SH og bæjarstjóri Hafnarfjarðar segja að fimmtíu metra innilaug sem rís við Ásvelli muni leysa vandann, en áformað er að hún verði tekin í notkun 2006. Foreldri barns á tíunda ári sem hefur æft sund í nokkur ár segir ástandið hafa verið á þessa lund frá upphafi. „Þetta hefur alltaf ver- ið svona. Við förum á fjórar æfingar á viku á fjórum stöðum í þremur bæjarfélögum, sem útheimtir gríðarlegan akstur. Annars vegar er æft í Suðurbæjarlaug og gömlu sundlauginni í Hafnarfirði auk þess sem það er æft í Garða- bæ og á Álftanesi. Stundum fara eldri krakk- arnir inn í Kópavog. Allar æfingarnar eru á kvöldmatartímanum þannig að af þessu hlýst mikil röskun fyrir fjölskylduna,“ segir for- eldrið. „Fólk er mjög pirrað á þessu og þetta er mjög þreytandi vegna allrar keyrslunnar og krakkarnir aldrei á sama stað.“ Foreldrið segist ekki sjá neina lausn á þessu sjálft, en ljóst sé að sundlaug vanti í Hafnarfjörð, slík sé eftirspurnin eftir sundi. „Það átti að byggja nýja sundlaug við nýja Lækjarskólann en það var hætt við það í bili. Foreldrarnir hafa rætt þetta sín á milli og flestir ef ekki allir eru sammála um að þetta sé mjög slítandi að hafa engan stöðugleika. Ástandið væri miklu betra ef þetta væri á ein- um stað og ekki alltaf á kvöldmatartímanum.“ Stendur til að bæta úr aðstöðuskortinum Sigurður Guðmundsson, formaður SH, seg- ir Sundfélagið fá úthlutað ákveðnum tímum í laugum Hafnarfjarðar, sem eru eftir að skóla- sundi lýkur á daginn. „Við erum búin að fá öll- um þeim tíma úthlutað sem við getum fengið og það dugar ekki. Svo við þurfum að leita víð- ar og gerum það í neyð af því við erum að reyna að uppfylla þá beiðni að fólk vill komast á sundnámskeið. Við viljum ekki hafa biðlista hjá okkur. Við erum ekki með alla daga í þess- um laugum, heldur einungis einu sinni til tvisvar í viku. Við höfum ekki tíma þar til að dreifa um vikuna. Við erum tvisvar í viku í Garðabænum og þrisvar í viku á Álftanesinu og það myndi ekki henta sama flokknum að nota þessa tíma, því þeim er ekki dreift eftir vikunni, heldur fleiri en einn tími á sama kvöldi. Lausnin er sú að það er byrjað að hanna nýja fimmtíu metra innilaug á völlunum í Hafnarfirði, sem stefnt er að komist í notkun árið 2006. Sú laug mun gjörbreyta aðstöðu Sundfélagsins til hins betra og fólk mun geta æft á sama stað alla vikuna. Lúðvík Geirsson, bæjarstjóri Hafnar- fjarðar, segir vissulega nauðsynlegt að bæta aðstöðu sundfólks í Hafnarfirði. Sundlaugin á Ásvöllum sé næsta áætlaða íþróttamannvirki bæjarins og tíu milljónir áætlaðar í undirbún- ingsvinnu vegna hennar á þessu ári. „Það er stefnt að því að koma því á fulla ferð. Það er búið að setja þessa byggingu inn á skipulag á Ásvöllum og í fyrsta áfanga gert ráð fyrir fimmtíu metra yfirbyggðri sundlaug og síðar aðstöðu og sundlaugargarði,“ segir Lúðvík. Bygging sundlaugarinnar er samstarfsverk- efni Hafnarfjarðarbæjar, Sundfélags Hafn- arfjarðar og Fjarðar, íþróttafélags fatlaðra í Hafnarfirði. „Þetta er aðaluppbyggingin í íþróttum hér í bænum. Við erum að vona að við getum farið af stað með framkvæmdir á næsta ári, en undirbúningsvinnan er farin á fulla ferð,“ segir Lúðvík að lokum. Foreldrar barna sem æfa hjá SH ósáttir við dreifða aðstöðu til æfinga Erfitt ástand en stendur til bóta Morgunblaðið/Þorkell Gaman í sundi: Börnin hafa alltaf gaman af því að busla og skemmta sér í sundi og ekki er sundið síðra til líkamsræktar. Morgunblaðið/Brynjar Gauti Aðstöðubót í vændum: Miklar vonir eru bundnar við að ný innisundlaug á Vallasvæð- inu muni bæta úr aðstöðuþörf SH. Seltjarnarnes | Bæjarstjórn Sel- tjarnarness hefur samþykkt með 4 atkvæða meirihluta að ráða Sigfús Grétarsson í starf skólastjóra við grunnskóla bæjarins. Skólanefnd mælti með ráðningu Sigfúsar með 4 atkvæðum af 5 en minnihlutinn klofnaði í afstöðu sinni til ráðning- arinnar. Sigfús tekur við starfinu 1. ágúst en mun hefja störf tengd und- irbúningi á næstunni. Sigfús er nú- verandi skólastjóri Valhúsaskóla og hefur gegnt því starfi frá árinu 1998. Sigfús Grétarsson var valinn úr hópi sjö umsækjenda um stöðuna. Skólanefnd telur Sigfús uppfylla best allra umsækjenda áskildar kröfur í auglýsingu sem og ákvæði laga. Sigfús hefur lengsta reynslu um- sækjenda sem skólastjóri, samtals tæplega 20 ár og hefur langa og far- sæla stjórnunarreynslu. Hann hefur víðtæka framhaldsmenntun m.a. frá Háskólanum í Stuttgart, BA-próf frá HÍ í íslensku og þýsku, 15 ein. cand mag frá HÍ, diploma í stjórn- endafræðum frá KHÍ auk þess sem hann hefur stundað nám við HÍ á yf- irstandandi skólaári, í fræðslustörf- um og stjórnun. Hann hefur starfs- reynslu við kennslu á grunnskóla- og framhaldsskólastigi. Þá hefur Sigfús reynslu af sveitarstjórn- armálum og hefur m.a. setið sem varamaður í sveitarstjórn og átt sæti í nefndum á vegum sveit- arstjórnar. Sigfús ráðinn skólastjóri Laugardalur | Um páskana verður nóg um að vera í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum. Opið verður alla dagana frá klukkan 10 til 17. Meðal annars verður hægt að fara í felu- leik þar sem páskaegg er í vinning. Þá verður hestateyming alla dag- ana frá klukkan 14 til 14.30. Fræðslurölt stendur gestum garðsins til boða klukkan 15 þar sem ýmsum spurningum verður svarað. Röltið hefst við Selalaugina og lýkur þar klukkan 16 við síðari selagjöf. Á páskadag verða sr. Bjarni Karlsson og sr. Jón Helgi Þór- arinsson með barnaguðsþjónustu. Ef veður leyfir verður guðsþjón- ustan utandyra en annars færð í Vísindaveröldina. Táknmálstúlkur verður einnig við messuna. Margt annað spennandi verður í boði eins og nýklaktir hænuungar í Smádýrahúsinu, Vísindaveröldin full af fróðleik, Cocoa Puffs lestin, Hringekjan, Krakkafoss og Klessu- bátarnir verða opnir frá kl. 11 til 17 alla dagana ef veður leyfir. Morgunblaðið/Ásdís Opið alla páskana í Fjölskyldugarðinum

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.