Morgunblaðið - 08.04.2004, Page 24
SUÐURNES
24 FIMMTUDAGUR 8. APRÍL 2004 MORGUNBLAÐIÐ
LANDIÐ
Grímsey | „Skólaferðalagið til „Ís-
lands“ í vor er ofarlega í hugum
eldri nemendanna í Grunnskól-
anum í Grímsey og hefur verið í all-
an vetur. Fjáröflunarleiðir fyrir
ferðina hafa verið bæði fjölbreyttar
og hugmyndaríkar. Boðið hefur
verið upp á barnabíó með poppi og
djús, gluggaþvott bæði í heima-
húsum, sundlaug og félagsheimili
sem hefur verið einkar kærkomið
eftir tíðar vestanáttir. Krakkarnir
hafa líka haft opið hús í skólanum
einu sinni í mánuði. Áheitasund
syntu þau og buðu eyjarbúum upp á
máltíð strax á eftir.
Skólajólablað stútfullt af góðu
efni og fjölda auglýsinga var gefið
út og nú síðast var það tombóla með
stórkostlegu kökuuppboði. Allir
fengu vinning því engin voru núllin
og uppboðið á rjómaskreyttum
veislutertum og matarlegum
brauðréttum, sem mæður elstu
nemendanna reiddu fram að venju,
sló algjörlega í gegn. Menn spenntu
bogann hátt í ákafa sínum eftir góð-
um hnallþórum og var dýrasta kak-
an slegin á annan tug þúsunda!
Stuðningur íbúa er mikill og ein-
lægur við skólann sem kemur fram
í einstökum undirtektum við allar
fjáraflanir skólabarnanna. Bros
þeirra var því breitt þegar búið var
að taka saman afrakstur kvöldsins
og horfa þau nú fram á fræðandi og
fjöruga daga á fastalandinu seinni
partinn í maí.
Morgunblaðið/Helga Mattína
Kökur til sölu: Skólabörn í Grímsey efndu til kökuuppboðs til að fjármagna
skólaferðalag upp á fastalandið og ekki vantaði stuðning Grímseyinga.
Kökuuppboð vegna
ferðar á fastalandið
Ólafsfjörður | Hlynur Guð-
mundsson, sjómaður í Ólafsfirði,
hyggst setja á fót eins konar
Sjóminjasafn í Ólafsfirði. Er
hann búinn að ganga með þessa
hugmynd í nokkur ár, en það var
ekki fyrr en í vetur að hann tók
fyrstu skrefin til að láta draum-
inn verða að veruleika. Í síðustu
viku fékk Hlynur jákvætt svar
við umsókn sinni til atvinnuleys-
isnefndar en þar fékk hann út-
hlutað (í nafni sjómannadags-
ráðs Sjómannafélags
Ólafsfjarðar) 1 starf í 3,5 mánuð.
Hugmyndin er að búa til safn
sem nýtur sérstöðu, en ekkert
sambærilegt safn er til á land-
inu. Þarna verða til sýnis hlutir
sem tengjast sjómennsku og út-
gerð frá fornu fari til nútímans.
Í byrjun verður hugsað um út-
gerðarsögu í Ólafsfirði en safnið
mun þó ekki einskorðast við það
þegar fram í sækir.
Hlynur stefnir að því að opna
safnið á sjómannadag, það er sunnu-
daginn 6. júní næstkomandi.
Starfsmaður verður ráðinn til að
skrá hluti og muni sem koma til með
að verða sýndir á safninu og vonandi
getur hann hafið störf um mánaða-
mótin næstu. Flytja þarf alla þessa
muni í húsnæði safnsins, en öll slík
vinna fer fram í samstarfi við safna-
fræðing. Hlynur segir að hann fái
aðstoð frá Héraðssafni Eyjafjarðar.
„Mig langar að koma því á fram-
færi til fólks hvort það eigi ekki hluti
í sínum fórum sem myndu sóma sér
vel á svona safni,“ segir Hlynur Guð-
mundsson. „Við erum að tala um allt
milli himins og jarðar, fatnað og skó,
verkfæri, dagbækur, myndir og sög-
ur, einnig líkön, bara að nefna
það. Ég er t.d. kominn með leyfi
frá sýslumanninum í Ólafsfirði
um að fá allar lögskráningar-
bækur síðan útgerð hófst í
Ólafsfirði.“
Hlynur segir að safn af þess-
ari tegund hafi eitt sinn verið
sett upp á vegum Þjóðminja-
safnins og var það í Hafnarfirði.
Þá átti að lána muni út á land en
af því varð ekki og safnið lagðist
af og því segist hann hafa ákveð-
ið að hrinda þessari hugmynd í
framkvæmd.
Hlynur er búinn að taka Aðal-
götu 16 á leigu undir safnið. Það
er húsnæði gamla Valbergs og
síðan Valbúðar, sem hefur staðið
autt í allnokkurn tíma.
„Ég hélt að Ólafsfjarðarbær
myndi taka Aðalgötu 16 á leigu
undir bókasafn og jafnvel fleira,
þegar bænum bauðst það í
fyrra,“ segir Hlynur. „Ég var
því mjög hissa þegar bærinn
hafnaði þeim möguleika og stökk þá
sjálfur á það, því þetta er langbesta
húsnæðið í bænum undir svona safn.
Húsið er tvær stórar hæðir og kjall-
ari, meira en 600 fermetrar að
stærð. Það er ekki hægt að fá betri
aðstöðu og það í sjálfum mið-
bænum,“ segir þessi stórhuga sjó-
maður að lokum.
Sjómaður hyggst opna
sjóminjasafn í Ólafsfirði
Morgunblaðið/Helgi Jónsson
Stórhuga sjómaður: Hlynur Guðmundsson
fyrir framan Aðalgötu 16, gamla Valberg,
þar sem Sjóminjasafnið í Ólafsfirði verður.
Keflavíkurflugvöllur | Eftir að hafa
gengið með þann draum í maganum
að vinna við flugvélar er Elsa Ýr
Guðmundsdóttir farin að vinna sem
flugvirki hjá Tækniþjónustunni á
Keflavíkurflugvelli, dótturfélagi
Flugleiða, og er hún fyrsta konan
sem starfar sem flugvirki þar.
Elsa segir að starfið henti konum í
raun alveg eins og körlum. „Maður
hefur alltaf haldið að þetta sé eins og
með bifvélavirkjana, að maður þurfi
að vera í sterkari kantinum til að
geta unnið við þetta, en það er alls
ekki þannig. Það þarf aðallega lagni
og maður þarf að geta fylgt bók-
unum,“ segir Elsa. Hún segir flug-
virkja að vissu leyti þurfa að vera
smámunasama, enda er mikil papp-
írsvinna á bak við hvert verk til að
öryggi sé fullnægt.
Elsa er 28 ára, og er búin að vinna
sem flugvirki í tvær vikur, en hún
menntaði sig í faginu í Bandaríkj-
unum. Hún segir að vissulega séu
ekki margar konur í faginu, en þó
hafi verið þrjár íslenskar konur á
sama tíma í náminu í Bandaríkj-
unum.
Gaman að vinna við flugvélar
Sjálf segist hún ekki hafa verið
neinn ofboðslegur fiktari áður en
hún fór í flugvirkjanám, ekki verið í
bílaviðgerðum eða öðru þvílíku.
Ákvörðunin um að læra flugvirkjann
hafi því komið svolítið úr lausu lofti.
Það er mjög mikið að gera hjá
flugvirkjum á Keflavíkurflugvelli
þessa dagana, en Elsa segir það
bara skemmtilegt. „Það er bara
gaman að geta verið að vinna við
flugvélar, og svo er mórallinn mjög
góður hérna. Ég held að það skipti
mjög miklu máli. Ég hef ekki enn
fundið neitt neikvætt við starfið, en
ég er búin að vera svo stutt að það er
ekki alveg að marka.“
Ljósmynd/Hilmar Bragi Bárðarson
Fyrsta konan: Elsa Ýr Guðmundsdóttir er fyrsta konan sem starfar sem
flugvirki hjá Tækniþjónustunni á Keflavíkurflugvelli.
Þarf lagni og smá-
munasemi í starfinu
Reykjanesbær | Starfsfólk Heil-
brigðisstofnunar Suðurnesja (HSS)
er sammála stefnu stjórnar spítalans,
og segir aðstoðardeildarstjóri D-
deildar að deildin henti hreinlega ekki
sem hjúkrunarrými eins og kröfurnar
séu í dag.
Þegar D-álman var skipulögð, fyrir
25 árum, var gengið út frá því að þar
yrði hjúkrunardeild. Síðan hefur mik-
ið vatn runnið til sjávar og hugmyndir
um öldrunarþjónustu hafa breyst
mikið, segir Ástríður Vigfúsdóttir, að-
stoðardeildarstjóri D-deildar á HSS.
Hún segir deildina hreinlega ekki
henta sem hjúkrunarrými fyrir aldr-
aða, þetta sé sjúkradeild en ekki
hjúkrunarheimili, sem eiga að virka
meira sem heimili og minna sem
sjúkrahús.
Ástríður segir vissulega þörf fyrir
langlegurými, og segir að t.d. mætti
breyta einhverjum rúmum á Hlév-
angi, sem er dvalarheimili fyrir aldr-
aða, í hjúkrunarrými, en þar er sem
stendur ekki boðið upp á hjúkrun.
„Þar eru engir fagaðilar að vinna og
okkur finnst að á þessu heimili ætti að
breyta einhverjum rúmum í langlegu-
rými. Þar hefur alltaf verið langur
biðlisti af fólki að komast inn, en nú er
svo komið að fólk er farið að flytjast
þaðan aftur heim til sín vegna þess að
það fær meiri þjónustu heima hjá sér.
Þá fær það heimahjúkrun.“
2–3 bíða eftir hjúkrunarrými
Ástríður segir að gera verði grein-
armun á hjúkrunarrými, og þjónustu-
rými. Í hjúkrunarrými eru einstak-
lingar sem þurfa hjúkrunarþjónustu,
læknisþjónustu og aðra þjónustu fag-
fólks. Í þjónusturými eru hins vegar
einstaklingar sem ekki ráða við að
halda eigið heimili, en þurfa ekki á
hjúkrun að halda.
Þörfin fyrir hjúkrunarrými fyrir
aldraða hefur verið nokkuð á reiki, en
Ástríður segir að í dag séu ekki nema
2–3 sem þyrftu að komast í langleg-
upláss, en ekki 70 eins og oft sé haldið
fram. „Talan 70 segir manni að það
séu 70 manns búnir að fá vistunar-
mat. En það er ekki það sama og að
þeir einstaklingar séu allir á biðlista
inn í hjúkrunarrými,“ segir Ástríður.
Hún segir vistunarmat oft gert hjá
fólki sem komið er með heimahjúkrun
og því séu alls ekki allir af þeim sem
hafa farið í vistunarmat að bíða eftir
plássi.
Ástríður segir heimahjúkrunina
hafa góða yfirsýn yfir stöðuna, og þar
á bæ segi menn að yfirgnæfandi
meirihluti þeirra vilji frekar njóta
heimahjúkrunar en að leggjast inn á
stofnun, á meðan það sé hægt, og
bendir hún á að á höfuðborgarsvæð-
inu séu menn komnir enn lengra en
HSS í þessari hugsun.
Til að fara í langlegupláss þá þarf
að vera búið að fullreyna heimahjúkr-
un og dagvistun, segir Ástríður, og
hún segir það ákveðna þumalputta-
reglu að þegar einstaklingur þurfi
fjórar eða fleiri heimsóknir frá heima-
hjúkruninni á dag þá þurfi að huga að
langlegurými. En almennt er það svo
að fólk vill miklu frekar vera heima
hjá sér heldur en að leggjast inn á
hjúkrunarheimili eða sjúkrahús.
Þögull meirihluti ánægður
Ástríður segir starfsfólk á HSS
orðið langþreytt á að fá ekki starfsfrið
fyrir gagnrýni velmeinandi áhuga-
manna, en hún segir hinn þögla meiri-
hluta, þar á meðal sjúklinga sem nota
sér þjónustuna, ánægða með stofn-
unina. Hún segir fagaðila almennt
mjög ánægða með stjórn spítalans og
framkvæmdastjóra hans, Sigríði
Snæbjörnsdóttur, og segir hana mjög
hæfa og skila sínu starfi mjög vel.
„Það er mikill einhugur hér innan-
húss með þessa stefnu stjórnarinnar
og fólk er ekki sammála því að breyta
eigi D-álmunni í langlegudeild. Fólk
sér alveg að þörfin er miklu meiri fyr-
ir bráðaþjónustu,“ segir Ástríður.
Hún segir þennan mikla einhug
starfsfólksins skipta stjórnendur
miklu máli, en segir fólk langþreytt á
endalausum barningi.
„Maður finnur einhvernveginn
ekki mikinn stuðning úr bæjarfélag-
inu, þó að maður viti að hér sé fullt af
fólki sem er ánægt með þjónustuna
og það sem er að gerast hér, en ein-
hverra hluta vegna heyrist ekki hátt í
því fólki,“ segir Ástríður.
Starfsfólk Heilbrigðisstofnunarinnar ánægt með stefnuna
Hugmyndir um öldrun-
arþjónustu breyttar
ÁRNI Leifsson, yfirlæknir skurð-
deildar HSS og formaður lækna-
ráðs HSS, segir deildina í D-álm-
unni nýtta sem blandaða deild, enda
ekki ástæða til mikillar sérhæfingar
á spítala af þessari stærð.
Deildin sinnir öllum bráðum
vandamálum sem upp koma á Suð-
urnesjum og eru þess eðlis að ekki
þurfi að senda sjúklinginn á Land-
spítala – háskólasjúkrahús í Reykja-
vík. Eðli málsins samkvæmt eru
margir af sjúklingunum eldra fólk,
segir Árni.
„Við læknarnir teljum að þetta sé
heppileg nýting á þeirri aðstöðu
sem hér er, og reikna með að menn
vilji halda áfram á svipaðri braut,“
segir Árni. Hann segir læknana
styðja þær aðgerðir sem stjórn spít-
alans hefur gripið til, enda sé
stjórnin í raun aðeins að framfylgja
ráðleggingum fagaðila á stofnun-
inni.
Árni segir að almenn umræða
endurspegli því miður ekki breyttar
aðstæður í þjónustu við aldraða þar
sem megináhersla sé lögð á þjón-
ustu við aldraða í heimahúsum ef
þess er nokkur kostur. Hann segir
það mun betri kost fyrir alla aðila,
eldra fólk vilji heldur vera heima og
fá þjónustu, og það sé ódýrara fyrir
heilbrigðisþjónustuna.
„Mér líst mjög vel á starf þessara
ungu og drífandi hjúkrunarfræð-
inga í heimahjúkrun og ég veit að
skjólstæðingarnir kunna mjög vel
að meta þjónustuna,“ segir Árni.
Heppileg nýt-
ing á deildinni
AÐALFUNDUR Ferðamálasam-
taka Suðurnesja verður haldinn í
Félagsheimilinu í Garði þriðjudag-
inn 13. apríl nk. og hefst klukkan
17. Auk venjulegra aðalfund-
arstarfa mun Pétur Rafnsson frá
Ferðamálaráði Íslands flytja erindi.
Ferðamálasamtök Suðurnesja eru
samtök ferðaþjónustufyrirtækja og
áhugafólks um ferðaþjónustu, en
allir áhugamenn eru velkomnir til
að taka þátt í störfum fundarins.
Ferðaþjónustufólk heldur aðalfund í Garði