Morgunblaðið - 08.04.2004, Síða 25
AUSTURLAND
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8. APRÍL 2004 25
Fljót | Undanfarnar sex vikur hafa
hjónin Anna Englund og Gunnar
Björnsson, bændur í Sandfelli í Öx-
arfirði, farið um Norður- og Austur-
land með tækjabúnað og talið fóstur
í sauðfé. Þau byrjuðu 14. febrúar og
enduðu 27. mars og fóru um svæðið
frá Fljótsdal á Héraði og vestur í
Skagabyggð í Austur-Húnavatns-
sýslu. Þá voru þau búin að skoða 28
þúsund fjár. Skagfirðingar gripu
þessa þjónustu fegins hendi og var
talið á 35 bæjum um 6.000 kindur.
Fréttamaður tók Gunnnar tali
þegar hann kom í Fljótin á dögunum
og spurði hann útí lambatalninguna
sem er eitt það nýjasta í sauðfjárbú-
skapnum á síðustu árum.
„Upphafið er það að hingað til
lands hefur komið norskur maður
með fangskoðunartæki undanfarna
þrjá vetur. Hann hefur skoðað fé hjá
allmörgum bændum á Vesturlandi
en engan veginn komist yfir að sinna
öllum sem óskað hafa eftir. Það var
farið að ræða þetta hér í Fjárrækt-
arfélaginu síðastliðinn vetur þ.e.a.s.
að félagið keypti tækið og síðan yrðu
einhverjir aðilar sem sæju um að
bjóða út þessa þjónustu þ.e. fang-
skoðunina.
Endirinn varð þó sá að við hjónin
keyptum tækið sjálf og sæjum um
fjármögnunina og að bjóða út þessa
þjónustu á meðal bænda. Síðan þá
höfum við svo farið með það milli
bæja og skipst á að vinna með því.
Við byrjuðum á að fara og læra á
verkfærið hjá Norðmanninum suður
á Hesti í Borgarfirði. Það er alveg
ljóst að það tekur 2–3 ár að ná há-
marks nákvæmni í talningunni. Við
höfum sagt bændum að við séum
sæmilega sátt ef við náum 90% rétt-
um í ár.
Við erum hins vegar næsta viss
um að á sumum bæjum munum við
ná hærra hlutfalli réttu en það fer þó
mest eftir aðstöðu í húsum og ekki
síst ástandi ánna sem við skoðuðum
þ.e.a.s. hversu fullar þær voru við
skoðun. Þriðja atriðið til þess að ná
góðri talningu er að fóstrin séu ekki
orðin of gömul. Yfir 95 daga gömul
fóstur gefa ávísun á mistalningu.
Samkvæmt upplýsingum frá
Norðmanninum þá væri það talsvert
góður árangur að ná þessum 90% ár-
angri. Svo við vonum bara það besta
en eitt er víst að á næsta ári komum
við tvíefld til leiks, og reynslunni rík-
ari. Það eru sérstaklega þrílemburn-
ar sem við höldum að geti blekkt
okkur. Til gamans má geta þess að
Norðmaðurinn spurði okkur á dög-
unum hvort við yfir höfuð hefðum
fundið einhverjar þrílembur! Mark-
miðið í ár er að gera þetta eins vel og
við getum og einnig að kynna þetta
fyrir bændum, en aðsókn í þetta hef-
ur verið meiri en við áttum von á. En
við bíðum mjög spennt eftir sauð-
burðinum, þegar árangurinn af
þessu kemur í ljós bæði á okkar búi
og hjá öðrum“ sagði Gunnar.
Fóðrun ánna hagað eftir því
hvað mörg fóstur þær eru með
Fangskoðunartækið, sem er að
uppistöðu tölva, kostaði um eina og
hálfa milljón króna. Auk þess er
skoðunarbúr heimasmíðað sem kind-
in er sett í. Búið er að smíða þrjú slík
búr til þess að uppfylla kröfur yf-
irdýralæknis um sóttvarnir.
Nauðsynlegt er vegna sjúkdóma-
varna að þrífa búnaðinn á hverjum
bæ, en sjálf fá þau utanyfirföt og
skótau hjá hverjum bónda. Gunnar
segir að ávinningur bænda af fóst-
urtalningunni sé að með henni megi
haga fóðrun ánna eftir því hvað mörg
fóstur þær séu með. Þannig sé hægt
að fóðra þrílemburnar meira en aðr-
ar og einlembur minna og svo verði
líklega fylgst sérstaklega með ein-
lembunum á sauðburði því menn
reyni oftast að koma öðru lambi und-
ir þær. Þá sé einnig hægt að fóðra
tvílembda gemlinga betur en aðra og
fá þannig betri burð úr þeim.
Þó verði hver bóndi auðvitað sjálf-
ur að ákvarða hvernig hann nýtir sér
þessa talningu til hagræðingar á
sínu búi en möguleikarnir eru marg-
víslegir, segir Gunnar.
Hafa talið fóstur í 28 þúsund kindum
Morgunblaðið/Örn Þórarinsson
Í fjárhúsunum: Gunnar og Anna við fangskoðunartækið. Jóhannes, bóndi á
Brúnastöðum, er brosleitur enda Gunnar nýbúinn að tilkynna honum að síð-
asta ær gangi með þrjú lömb, en þrílembingar geta verið tækninni erfiðir.
Grundarfjörður | Togskipið Þor-
varður Lárusson frá Grundarfirði
var á veiðum fyrir síðustu helgi á
Eldeyjarbanka þegar smyrill settist
á dekkið. Reyndist hann nokkuð
þrekaður svo að skipverjar náðu
honum fljótt og tóku að hlúa að hon-
um. Hann braggaðist fljótt og gæddi
sér á kjötsúpu með skipverjum.
Að sögn skipstjórans á Þorvarði,
Sigurðar Óla Þorvarðarsonar,
höfðu skipverjar samband við Nátt-
úrufræðistofnun, og var þeim tjáð
að smyrill þessi væri með þeim
fyrstu sem kæmu til Íslands á þessu
vori og líklegast frá Skotlandi. Þeg-
ar Þorvarður Lárusson kom til
Grundarfjarðar um síðustu helgi
var smyrlinum sleppt á vit íslenskr-
ar náttúru.
Morgunblaðið/Gunnar Kristjánsson
Spakur smyrill: Fuglinn hændist að
skipverjum og situr hér á öxl Hjart-
ar Guðmundssonar.
Smyrill um borð
í Þorvarði SH
Neskaupstaður | Eins og fram kom í
Morgunblaðinu í gær hyggst nýtt ol-
íufélag, Íslensk olíumiðlun ehf., hefja
starfsemi í Neskaupstað á árinu.
Fyrirtækið er í meirihlutaeigu
danska olíufélagsins Malik Supply
Ltd, en einnig standa að því nokkrir
innlendir aðilar, m.a. Salur ehf. Það
fyrirtæki fékk hinn 20. nóvember sl.
úthlutað lóð fyrir að minnsta kosti
tvo olíutanka í höfninni í Neskaup-
stað.
Ólafur Þ. Kjartansson, fram-
kvæmdastjóri Íslenskrar olíumiðl-
unar, segir verið að kanna undirlag í
lóðinni, en þar á til að byrja með að
reisa tank sem tekur fjögur þúsund
tonn af olíu.
„Svona tankur hefur áhrif eina
sautján metra ofan í jörðina og því
fengum við Ræktunarsamband Flóa
og Skeiða til að gera þar kjarnabor-
un.“ Sé undirlagið fullnægjandi segir
Ólafur strax verða ráðist í byggingu
tanksins, en ella þurfi að fergja lóð-
ina og geti það tekið nokkra mánuði.
Höfnin í Neskaupstað
ákjósanleg
Ólafur segir líklegt að umferð er-
lendra skipa aukist í höfninni í Nes-
kaupstað með tilkomu Íslenskrar ol-
íumiðlunar.
„Það eru afar mikil umsvif í höfn-
inni í Neskaupstað og þeir vel í stakk
búnir þar til að taka við aukinni
skipaumferð“ segir Ólafur. „Höfnin
er því ákjósanlegur grundvöllur fyr-
ir starfsemi af þessu tagi.“
Ólafur segir að styrkur Íslenskrar
olíumiðlunar í samstarfinu við Malik
liggi ekki síst í því að danska fyr-
irtækið sé stöðugt með skip á Atl-
antshafinu. „Ef við þurfum olíu geta
skip komið með hana með mjög
skömmum fyrirvara. Því þurfum við
ekki að byggja mjög stórar birgða-
stöðvar.“
Ólafur segir sérþjálfaða miðlara
starfa hjá Malik við að ná besta verði
í olíukaupum á hverjum tíma víðs
vegar um heim. „Malik gerir einnig
miklar kröfur um gæði. Það er regla
hjá þeim, og mun gilda hjá okkur, að
þegar olíu er dælt um borð í skip eru
tekin þrjú sýni sem fara til okkar,
skipstjóra og útgerðar og þau geymd
í hálft ár til staðfestingar á gæðum
olíunnar,“ segir Ólafur.
Þjónusta á úthöfum
Ólafur er ósmeykur við sam-
keppnina og segist viss um að fyr-
irtæki sitt muni skapa áþreifanlega
samkeppni í eldsneytissölu til fiski-
skipaflotans.
Malik Supply Ltd var stofnað árið
1989 í Danmörku, með það að mark-
miði að þjónusta alþjóðlega fiski-
skipaflotann í hafi um eldsneyti, ol-
íur og rekstrarvörur. Malik er
svokallað „bunkers“ fyrirtæki, þ.e.
það selur úr sérstökum olíuskipum
eldsneyti, olíur og rekstrarvörur til
skipa á höfunum, aðallega á Norður-
og Suður-Atlantshafi. Einkum hefur
fyrirtækið þjónustað fiskiskip, en er
nú í auknum mæli byrjað að sinna
flutningaskipum samhliða. Malik
gerir nú út um tug olíusöluskipa en
er einnig með aðstöðu til eldsneytis-
sölu í höfnum.
Íslensk olíumiðlun ehf. nýr samkeppnisaðili í sölu
eldsneytis til íslenskra og erlendra fiskiskipa
Höfnin í Neskaupstað
fær toppeinkunn
Morgunblaðið/Helgi Garðarsson
Höfnin í Neskaupstað: Danskt olíufyrirtæki hyggst láta reisa olíutanka
utanvert í höfninni og bjóða fiskiskipum eldsneytisþjónustu.
LANDSSAMBAND íslenskra út-
vegsmanna stóð fyrir því að fá
hingað til lands leiguskip frá
danska olíufélaginu Malik Supply
í lok ársins 2000 og seldi það olíu
beint til íslenskra skip á lægra
verði en sem nam listaverði olíufé-
laganna.
„Það er allt jákvætt um það að
segja að það sé einhver að koma
inn á markaðinn og það verði auk-
in samkeppni. Það er aðalatriði
málsins,“ segir Kristján Ragnars-
son, fyrrverandi stjórnarformað-
ur LÍÚ.
„Það er mjög athyglisvert að
þeir setji sig upp fyrir austan, það
kæmi þá loðnuflotanum mjög vel
og svo aftur togaraflotanum sem
gerður er út fyrir austan. Menn
hafa haft tilhneigingu til að setja
sig upp hér við [Faxa]flóann, Atl-
antsolía er að því en þetta væri þá
samkeppni á landsbyggðinni sem
er mjög kærkomin,“ segir Krist-
ján.
Kristján Ragnarsson, fyrrv. formaður LÍÚ
Athyglisvert að þeir
verða fyrir austan
STJÓRNENDUR hjá stærstu olíufé-
lögunum, Esso, Skeljungi og Olís,
telja ekki tímabært að tjá sig að
marki um áform Íslenskrar olíu-
miðlunar um að hefja sölu á olíu til
fiskiskipa í Neskaupstað á árinu og
reisa þar olíutank. Þeir segjast
þekkja vel til Malik, sem eiga mun
meirihlutann í nýja félaginu, enda
hafi það um langt árabil selt olíu á
rúmsjó til íslenskra skipa. Þeir segj-
ast munu bíða og takast á við sam-
keppnina þegar og ef af henni verð-
ur.
Eins og hver önnur samkeppni
Jón Halldórsson, yfirmaður
markaðssviðs stórnotenda hjá Olís,
segir áformin virðast vera á frum-
stigi og ósköp lítið um þau að segja
að svo stöddu. „Þetta er eins og hver
önnur samkeppni sem sýnir sig og
við munum bara kljást við hana eins
og alla aðra samkeppni þegar að
henni kemur. Auðvitað taka menn
stöðuna upp á nýtt þegar þetta fer í
gang hjá þeim en miðað við þær yf-
irlýsingar sem þeir hafa gefið sjálfir
hef ég fátt um þetta að segja.“
Hjörleifur Jakobsson, forstjóri
Esso, segir þessi áform í sjálfu sér
ekki koma á óvart. Danska olíufé-
lagið Malik, sem eiga mun meiri-
hluta í nýja félaginu, hafi um langt
árabil selt olíu til íslenskra skipa,
bæði hér við land en eins í Barents-
hafi og á Flæmska hattinum og
menn séu því vanir að keppa við það
og þekki vel til þess. Að vísu sé það
nýtt að það hyggist opna birgðastöð
hér en Hjörleifur segist fagna auk-
inni samkeppni.
Þorsteinn V. Pétursson, á mark-
aðssviði stórnotenda hjá Skeljungi,
segir danska félagið lengi hafa selt
olíu á sjó en það sé í raun fátt að
segja um málið að svo stöddu.
Nokkrir aðilar hafi haft uppi áform
af þessu tagi en síðan ekkert orðið
úr þeim. „Þannig að það er kannski
best að bíða og sjá og segja sem
minnst þangað til eitthvað er orðið
að veruleika. Það er okkar afstaða,“
segir Þorsteinn.
Stjórnendur olíufélaganna
Munum takast á við
samkeppnina þegar
af henni verður