Morgunblaðið - 08.04.2004, Blaðsíða 27
ar á páskaeggjum nú en í fyrra, en
ef horft er lengra aftur í tímann hef-
ur samskonar staða komið upp áður.
Það er partur af þessum markaði.“
Ingvi Guðmundsson, kaupmaður í
versluninni Spar, segir lambakjöt og
léttreykt svínakjöt efst á baugi í
sinni verslun. „Einnig hefur nauta-
kjötið sótt í sig veðrið að undan-
förnu. Kannski að fólk sé að verða
leitt á hvíta kjötinu. Mér finnst áber-
andi hvað nautakjöt á markaði er yf-
irleitt gott, það eru engar beljur þar
lengur. Ég finn það á fólki að það
tekur eftir áberandi gæðamun.“
Spar hefur verið með flokkað
lambakjöt á boðstólum frá því í nóv-
ember á liðnu ári og segir Ingvi að
sala á því sé langt yfir landsmeð-
altali í versluninni. „Sala á lamba-
kjöti hafði dregist saman um 11% í
febrúar á landsvísu en aukist um 7%
í minni verslun á sama tíma. Hlut-
deild lambakjöts í minni kjötsölu
hefur síðan vaxið um 10%, mest á
kostnað svíns,“ segir hann.
Ingvi segir verðsamkeppni í sölu
páskaeggja hafa verið meiri en
nokkru sinni fyrr að undanförnu.
„Satt að segja finnst mér þetta komið
út í algjört rugl. Í sumum tilvikum
sýnist mér að menn séu að selja eggin
nálægt 50% undir kostnaðarverði og
hverjir haldið þið að borgi fyrir það?
Eitt nýtt dæmi er 700 g egg sem kost-
ar 1.659 krónur í innkaupum en var
selt á 1.250 krónur út úr búð,“ segir
Ingvi Guðmundsson.
Kalkúnn og túnfiskur
Friðrik Guðmundsson, aðstoð-
arverslunarstjóri í Melabúðinni,
kveðst hafa selt mikið af lambakjöti í
páskamatinn. „En fólk tekur þetta
mikið í bland við svína- og fuglakjöt.
Páskalambið heldur sínu, sem og
grillkjötið. Einnig seljum við nokkuð
af kalkún og fiski. Fólk virðist enn
borða fisk á föstudaginn langa og
velur þá allt frá ýsu upp í ferskan
túnfisk.“
Sala á páskaeggjum hefur farið
svipað fram í ár og áður að hans
mati. „Það er eitt verð í dag og ann-
að á morgun. Mér finnst verð-
mynstur á páskaeggjum svipað og
undanfarin ár. Í sumum tilvikum eru
dagsprísar í gangi sem eru undir
innkaupsverði. Við höfum ekki farið
út í þennan slag enda teljum við okk-
ur hafa það mikla sérstöðu sem sæl-
keraverslun,“ segir Friðrik að síð-
ustu.
veðri, vorstemmningu og skapi, segir rekstrarstjóri Nóatúns
Morgunblaðið/Heiðar Þór
NEYTENDUR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8. APRÍL 2004 27