Morgunblaðið - 08.04.2004, Side 31
LISTIR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8. APRÍL 2004 31
STYRKUR TIL
TÓNLISTARNÁMS
Minningarsjóður um Jean Pierre Jacquillat mun á þessu
ári veita tónlistarfólki styrk til framhaldsnáms erlendis
á næsta skólaári 2004-2005.
Veittur er styrkur að upphæð kr. 600 000.
Umsóknir, með upplýsingum um námsferil og
framtíðaráform, sendist fyrir 31. maí nk. til formanns
sjóðsins:
Arnar Jóhannssonar,
pósthólf 8620,
128 Reykjavík.
Umsóknum fylgi hljóðritanir, raddskrár frumsaminna
verka og/eða önnur gögn sem sýna hæfni umsækjenda.
EITT þekktasta verk tónlistarsög-
unnar, Sálumessa eða Requiem W.A.
Mozarts, verður flutt í Langholts-
kirkju á morgun, föstudaginn langa.
Það er Kór Langholtskirkju ásamt
kammersveit kirkjunnar og fjórum
einsöngvurum sem flytja, undir
stjórn Jóns Stefánssonar.
Sálumessa Mozarts er ósjaldan
flutt í kringum páskana, enda dymb-
ilvikan einn helsti tími sálumess-
unnar. Þetta er í þriðja sinn sem Kór
Langholtskirkju stendur að flutningi
á verkinu. „Við fluttum hana bæði
1982 og 1991, en í síðara skiptið
stjórnaði Petri Sakari kórnum ásamt
Sinfóníuhljómsveit Íslands. Þá fékk
ég sjálfur að syngja með, sem var
mjög gaman,“ segir Jón Stefánssson
í samtali við Morgunblaðið.
Þeir fjórir einsöngvarar sem taka
þátt í flutningnum eru Ólöf Kolbrún
Harðardóttir, Nanna María Cortes,
Gunnar Guðbjörnsson og Bergþór
Pálsson, en konsertmeistari kamm-
ersveitarinnar er Júlíana Elín Kjart-
ansdóttir. „Við val á einsöngvurum
þarf maður að hugsa sérstaklega um
hversu mikill samsöngur er hjá þeim
í Sálumessunni, þetta er eins konar
kvartett. Maður velur því söngvara
sem maður veit að falla vel saman að
því leyti,“ segir Jón. Hann segist
þekkja vel til allra söngvaranna, enda
hafi þau oft sungið með honum áður.
Ólöf Kolbrún söng meðal annars með
honum í uppfærslu Sálumessunnar
árið 1982 og Bergþór Pálsson hóf
söngferil sinn í Langholtskórnum.
„Það er reyndar orðið langt síðan
Gunnar söng með mér síðast, enda
hefur hann verið mikið erlendis. Svo
er gaman að fá Nönnu Maríu til að
syngja með okkur, en hún er fastráð-
in við óperuna í Ósló og gengur mjög
vel þar.“
Ekki hægt að semja
fegurri tónlist
Mozart lést áður en Sálumessan
var fullgerð og kom það í hlut nem-
anda hans, Franz Xavier Süssmayr,
að ljúka henni fyrir hann. Sagt er að
kvöldið fyrir andlátið hafi Mozart
kallað til þrjá vini sína til að syngja
með sér þá hluta verksins sem þegar
voru fullgerðir. Eftir aðeins átta
fyrstu taktana í Lacrimosa-kaflanum
svonefnda brast Mozart í grát – hon-
um var þá orðið ljóst að hann næði
ekki að ljúka verkinu. Á heimili hans
voru þá stödd, auk Konstönzu eig-
inkonu hans, Soffía systir hennar og
Süssmayr og lagði Mozart honum lín-
urnar að því hvernig hann vildi að
gengið yrði frá verkinu að honum
látnum, en hann lést þá um nóttina.
Þessi samtvinnun listsköpunar og
þjáningar á banabeðinum hefur ljáð
dauðdaga Mozarts ákveðinn helgiblæ
og hefur Sálumessan stundum verið
kölluð sálumessa Mozarts sjálfs.
Að mati Jóns er Sálumessan eitt
það fegursta verk sem samið hefur
verið. „Það er auðvitað ekkert eitt
verk sem er hægt að kalla fegursta
verk sem samið hefur verið. En ég
hef einmitt verið að ræða það við kór-
inn, að það er ekki
hægt að semja
fegurri tónlist en
Sálumessuna –
hún er fullkomin
músík. Það eru
nokkur verk sem
eru í þeim flokki.
Sú umræða um
hver samdi hvað í
verkinu, Mozart
eða Süssmayr,
finnst mér engu máli skipta þegar
maður hlustar á þessa músík,“ segir
Jón, en hann valdi sér þetta verk til
flutnings í tilefni af 40 ára starfs-
afmæli sínu við Langholtskirkju sem
hann fagnar um þessar mundir. „Það
er orðið langt síðan ég hef stjórnað
þessu verki og mig hefur alltaf lang-
að til þess að gera það aftur. Reyndar
er Sálumessan styttra en þau verk
sem við flytjum venjulega og því
komu upp ýmsar bollaleggingar um
hvort ætti að flytja eitthvað annað
verk með henni á tónleikunum. En
það er svo erfitt að finna eitthvað
sem passar. Sálumessan er hinn full-
komni konsert og engu við hana að
bæta.“
Tónleikarnir í Langholtskirkju á
föstudag hefjast kl. 17. Þeir verða
endurteknir annan laugardag, 17.
apríl, kl. 17.
Sálumessa Mozarts er
hinn fullkomni konsert
Jón
Stefánsson
Gunnar
Guðbjörnsson
Nanna María
Cortes
Ólöf Kolbrún
Harðardóttir
Bergþór
Pálsson
HIN ÁRLEGA páskasýning Mynd-
listafélags Árnessýslu verður haldin
á Hótel Selfossi dagana 8. til 18. apr-
íl, að báðum dögum meðtöldum. Sýn-
ingin verður opin frá kl. 14 til kl. 18
alla daga.
Þetta verður 23. páskasýning
Myndlistafélags Árnessýslu.
Félagið hefur að auki staðið fyrir
fjölda samsýninga frá stofnun þess.
Í félaginu er hátt í hundrað manns
og hefur það starfað af krafti með
námskeiðum, sýningarferðum o.m.fl.
Á þessari sýningu verða sýnd fjöl-
breytileg myndverk er félagar hafa
málað af innlifun og gleði, segir í
kynningu.
Verk á sýningunni á Selfossi.
Páskasýning
á Selfossi
ELSTU myndverk Svavars Guðna-
sonar í eigu Listasafns Austur-
Skaftafellssýslu verða til sýnis í
Pakkhúsinu á Höfn í Hornafirði yf-
ir páskana, 8.–12. apríl kl. 14–17.
Sýningin er virðingarvottur við
Ástu Eiríksdóttur, ekkju Svavars,
sem hefur gefið Sveitarfélaginu
Hornafirði yfir 100 verk eftir
mann sinn. Þá eru einnig til sýnis
nokkur verk frá fyrstu Kaup-
mannahafnarárum Svavars, sem
Herdisi Dahlman Olsen, hefur gef-
ið.
Byggðasafnið í Gömlubúð verður
einnig opið þessa daga á sama
tíma, þar sem sjá má ný aðföng í
bland við annað.
Sýningarnar eru opnar kl. 14–17
og er aðgangur ókeypis.
Verk Svavars á Höfn
Á PÁSKADAG kl. 16 verða tón-
leikar í Hömrum, sal Tónlistar-
skóla Ísafjarðar, þar sem æska
og fjör verða í aðalhlutverki.
Þar koma fram þrír harmón-
ikkuleikarar, Helga Kristbjörg
Guðmundsdóttir (16 ára), Leif-
ur Þorbergsson (19 ára) og
kennarinn þeirra, rússneski
harmónikkuleikarinn Vadim
Fyodorov og spila þau öll á
hnappaharmónikkur, en mjög
fáir Íslendingar hafa tileinkað
sér færni á það hljóðfæri enn
sem komið er.
Á fjölbreyttri efnisskránni er
bæði einleikur og samleikur
þremenninganna og flytja þau
vinsæl harmónikkulög frá
Finnlandi, Frakklandi, Rúss-
landi og Ítalíu, „ragtime“ eftir
Scott Joplin, lög eftir Bach og
margt fleira.
Helga og Leifur eru á leið til
Frakklands í sumar í fylgd Va-
dims og munu þar sækja sum-
arnámskeið á vegum Centre
National & International de
Musique & d’Accordéon (la
CNIMA) dagana 7.–18. júní.
Þarna koma saman afburða
harmónikkuleikarar víðs vegar
að úr heiminum til að læra og
leika. Í ferðinni er einnig fyr-
irhugað að heimsækja bæinn
Castelfidarde á Ítalíu, sem er
e.k. „Mekka“ harmónikkunnar,
en þar munu þau kynnast
harmónikkusmíði og -viðgerð-
um og láta sérfræðinga yfirfara
og stilla hljóðfærin sín.
Tónleikarnir á páskadag eru
einmitt haldnir í því skyni að
afla fjár til fararinnar, en einnig
hafa þau fengið styrki frá fyr-
irtækjum og stofnunum.
Helga Kristbjörg Guðmunds-
dóttir og Leifur Þorbergsson
ásamt Vadim Fyodorov.
Harmónikk-
ur í Hömrum
GUÐRÚN Ingimarsdóttir og Alej-
andro Graziani halda tónleika í Ara-
tungu á laugardag kl. 17. Á tónleik-
unum flytja þau verk úr óperettum,
söngleikjum og argentínska tangóa.
Alejandro Graziani er fæddur og
uppalinn í Buenos Aires í Argentínu
og stundaði þar nám í söng, píanóleik
og stjórnun. Að námi loknu starfaði
hann sem æfingastjóri m.a. í Teatro
Colón í Buenos Aires. Alejandro hef-
ur búið í Þýskalandi frá 1992 og hefur
starfað sem undirleikari, tangósöngv-
ari og kórstjóri.
Guðrún Ingimarsdóttir stundaði
nám við Söngskólann í Reykjavík
undir handleiðslu Elínar Óskar Ósk-
arsdóttur. Guðrún hélt síðan til Lond-
on þar sem hún sótti söngtíma hjá
prófessor Vera Rosza. Frá 1995–1998
stundaði hún framhaldsnám við Tón-
listarháskólann í Stuttgart hjá Sylvíu
Geszty og í óperudeild skólans. Guð-
rún hefur komið fram í mörgum óp-
erum í Bretlandi og Þýskalandi og á
tónleikum víða um Evrópu. Árið 1996
vann hún til verðlauna í alþjóðlegu
Erika Köth-söngkeppninni.
Söngtónleikar
í Aratungu
BIRGIR Rafn Friðriksson opnar
sýningu á nýjum verkum í næsta
galleríi, Næsta bar, Ingólfsstræti 1a,
á laugardag kl. 17. Birgir hefur verið
ötull við sýningarhald síðustu miss-
erin og jafnframt má geta þess að
hann rekur gallerí og vinnustofu í
Engjahjalla 8, Teits gallerí. Sýning
Birgis stendur til mánaðamóta.
Birgir á
Næsta bar
♦♦♦