Morgunblaðið - 08.04.2004, Qupperneq 32
32 FIMMTUDAGUR 8. APRÍL 2004 MORGUNBLAÐIÐ
Hallgrímur B. Geirsson.
Styrmir Gunnarsson.
Framkvæmdastjóri:
Ritstjóri:
STOFNAÐ 1913
Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík.
Aðstoðarritstjórar:
Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen.
Fréttaritstjóri:
Björn Vignir Sigurpálsson.
S
turlu Böðvarssyni sam-
gönguráðherra var sýni-
lega nóg boðið í ávarpi
sínu á blaðamannafundi í
gær er hann ræddi um
umferðaröryggi á Íslandi og þá stað-
reynd að ár hvert deyr á þriðja tug
manna í umferðarslysum. Tilefni
fundarins var útkoma skýrslunnar
Afbrot í umferðinni, en í gær, 7. apr-
íl, var alþjóðaheilbrigðisdagurinn,
sem að þessu sinni var helgaður um-
ferðaröryggi.
„Það er óásættanlegt að á Íslandi
látist eða slasist jafnmargir í um-
ferðinni og raun ber vitni,“ sagði
Sturla. „Á þriðja tug banaslysa er
tala sem við erum orðin vön þegar
árið er gert upp. Það er hins vegar
tala sem við eigum ekki að sætta
okkur við. Við hana bætast svo 200
alvarleg slys. Þessu getum við
breytt og þessu verðum við að
breyta.“
Hann sagði það staðreynd að flest
alvarleg slys yrðu þegar ökumaður
bryti lög, en þar væri um að ræða
hraðakstur, ölvunarakstur og akst-
ur án bílbelta. „Hugarfarsbreytingu
þarf í umferðarmenningu okkar Ís-
lendinga. Tillitsleysi ökufanta gagn-
vart samferðamönnum sínum er
með ólíkindum. Ökumenn skaða
sjálfa sig með þessu háttalagi og
skaða saklausa vegfarendur sem
aka á löglegum hraða og virða um-
ferðarreglur.“
64 þúsund umferðar-
lagabrot í fyrra
Í skýrslunni kemur fram að um-
ferðarlagabrot í málaskrá lögreglu
voru rúmlega 64 þúsund í fyrra eða
72,6% af öllum skráðum brotum.
Þar af voru hraðakstursbrot 25.285
eða 39,4% af öllum umferðarlaga-
brotum. Hefur skráðum hraðakst-
ursbrotum fjölgað mjög á undan-
förnum árum og má m.a. rekja þá
fjölgun til aukinnar notkunar á eft-
irlitsmyndavélum. Samkvæmt at-
hugun Vegagerðarinnar á þróun
hraða á þjóðvegum á tímabilinu
1990–2003 hefur meðalhraðinn auk-
ist á þessu tímabili þó að ökumenn
virðist aðeins vera farnir að hægja á
sér á síðustu þremur árum. Enn
fremur sýna umferðargreinar Vega-
gerðarinnar og Reykjavíkurborgar
að bil á milli bíla er í mörgum til-
fellum allt of stutt.
Skýrslan leiðir í ljós að 92% bíl-
stjóra nota bílbeltin á þjóðvegum
landsins og er beltanotkun almennt
betri þar en í þéttbýli þar sem hún
er að meðaltali 80% en fer á sumum
stöðum allt niður í rúm 50%. Belta-
notkun á þjóðvegum er mest á
sunnudögum eða 94% en minnst á
miðvikudögum eða 89%. Tæplega
20% þeirra ökumanna og farþega
sem létust í umferðarslysum árið
2002 notuðu ekki bílbelti.
Vísbendingar um minnkandi
ölvunarakstur
Þá segir í skýrslunni að ýmislegt
bendi til þess að dregið hafi úr ölv-
unarakstri á undanförnum árum.
Eftir fjölgun ölvunarakstursbrota á
milli áranna 1999 og 2000 úr 1.959 í
2.482 hefur þeim fækkað á síðustu
þremur árum og voru 1.757 árið
2003. Þá fækkaði ölvuðum ökumönn-
um sem valda meiðslum eða dauða í
umferðinni úr 61 árið 1998 í 42 árið
2002. Síðast en ekki síst hafa færri
17–20 ára ökumenn sagst hafa ekið
ölvaðir á síðustu árum. Árið 1996
sögðust 49% hafa ekið ölvaðir en
20% árið 2002. Akstur undir áhrifum
áfengis eða lyfja er engu að síður
ennþá ein af þremur algengustu or-
sökum banaslysa ásamt hraðakstri
og vannotkun á bílbeltum. Enn
fremur eru svefn og þreyta algeng
orsök banaslysa sem og að biðskylda
er ekki virt.
Helstu orsakir alvarlegra slysa í
umferðinni eru mannleg mistök af
ýmsu tagi en ekki ytri aðstæður s.s
færð, birta, ástand umferðarmann-
virkja eða ökutækis. Til að renna
frekar stoðum undir þetta benda
skýrsluhöfundar á að flest banaslys
eða 65% verða við bestu aðstæður
þegar bjart er úti, færðin góð og veg-
urinn þurr.
6% barna laus í bílum
Samkvæmt könnun á notkun ör-
yggisbúnaðar fyrir börn í bílum árið
2003 reyndust 6% barna vera laus í
bílum, 12% notuðu eingöngu bílbelti
og 82% notuðu viðeigandi öryggis-
búnað. Enn fremur sátu 29 börn í
framsæti bíla andspænis uppblásan-
legum öryggispúða og voru því í lífs-
hættu. Þrátt fyrir allt er þetta einn
besti árangur sem náðst hefur frá
því farið var að kanna notkun á ör-
yggisbúnaði fyrir börn árið 1996.
Á árunum 1995–2002 sátu að með-
altali 16,8 % fanga í fangelsum lands-
ins vegna umferðarlagabrota, eða að
meðaltali 49 fangar á ári. Að auki
sinntu að meðaltali tæplega 60
manns samfélagsþjónustu á hverju
ári vegna umferðarlagabrota frá
1995–2003.
Þá voru gefnir út samkvæmt
bráðabirgðatölum fyrir 2003 14.355
staðfestir refsipunktar vegna um-
ferðarlagabrota það ár. Þar
karlar 10.992 punkta en kon
Mun færri voru sviptir ök
um árið 2003 á grundvell
fjölda en árið á undan eða 7
voru 68 karlar og 4 konur
67% þeirra sem voru sviptir
indum vegna punktafjölda 2
yngri.
Þá segir í skýrslunni a
kostnaður vegna umferðar
óhappa nemi allt að 20 m
króna eða að meðaltali 26
krónum á hverja fjögurr
fjölskyldu. Um helmingu
kostnaðar kemur til vegna b
og annarra umferðarslysa s
Sókn gegn afbrotum í umferðinni á alþ
„Tillitsleysi
ökufanta með
ólíkindum“
Samstarfshópur um umferðaröryggismál
hefur blásið til sóknar gegn afbrotum í
umferðinni og gefið út skýrslu sem leiðir í
ljós að langstærsti brotaflokkurinn sam-
kvæmt málaskrá lögreglu er umferðar-
lagabrot sem kosta samfélagið 20 millj-
arða króna á ári.
D!!*/% :!
5: !;:
H:! + H
$ !!%-!
,! - ! ! :
I 3 %!; *% %;) '6
Árekstur á 20 km hraða, e
ir. Fólki gafst kostur á að
fundinum í gær.
„Það er óásættanlegt að á Íslandi látist eða slasist jafnmargir í um
Böðvarsson á alþjóðaheilbrigðisdeginum í gær.
Í SAMSTARFSHÓPNUM
komið var á laggirnar ve
þjóðaheilbrigðisdagsins,
þjóðaheilbrigðismálastofn
(WHO) stendur fyrir, eru
fulltrúar eftirfarandi stof
fyrirtækja og samtaka:
Bindindisfélag ökuman
lag íslenskra bifreiðaeige
heilbrigðis- og trygginga
málaráðuneytið, Landlæk
isembættið, Landssamban
lenskra akstursíþrótta,
Lýðheilsustöð, Neyðarlín
rannsóknanefnd umferða
Rauði kross Íslands, ríkis
Víðtækt s
RÁÐLEYSI
Í LYFJAMÁLUM
Skýrsla Ríkisendurskoðunarum lyfjamarkaðinn, sem birtvar sl. föstudag og þær um-
ræður, sem fram hafa farið hér á
síðum Morgunblaðsins í kjölfar
þess hafa leitt eftirfarandi í ljós:
Kostnaður vegna lyfjanotkunar
á hvern Íslending er 46% hærri en
meðaltal í Danmörku og Noregi. Í
ljósi þess, að lyfjakostnaður lands-
manna nemur um 14 milljörðum
króna er ljóst að mikill sparnaður
er fólginn í því að ná þessum
kostnaði niður á sama stig og hjá
nágrönnum okkar.
Að mati Ríkisendurskoðunar er
skýringin á þessum umframkostn-
aði okkar fyrst og fremst minni
notkun samheitalyfja. Aðrar skýr-
ingar eru t.d. fleiri apótek á hvern
íbúa en í nágrannalöndum okkar.
Lyfsölukeðjurnar virðast ekki hafa
skilað þeirri hagræðingu, sem bú-
ast hefði mátt við samkvæmt
þessu.
Lyfsölukeðjurnar viðurkenna, að
þær fái afslætti frá Pharmaco, sem
er nánast eini framleiðandi sam-
heitalyfja á Íslandi. Þær neita að
upplýsa hver afslátturinn er en
segjast skila honum til sjúklinga
en viðurkenna að þær skili honum
ekki til aðalgreiðanda lyfjanna –
íslenzka ríkisins.
Tryggingastofnun segir, að
ákvarðanir lyfjaverðsnefndar séu
ein helzta ástæða fyrir háu verði
samheitalyfja þar sem nefndin
samþykki að samheitalyf séu seld
á svo til sama verði og frumlyf í
stað þess að verðleggja þau á
u,þ.b. 20% lægra verði en frumlyf.
Páll Pétursson, formaður lyfja-
verðsnefndar og fyrrum ráðherra,
er ekki sannfærandi í viðtali við
Morgunblaðið í gær, þegar hann
reynir að útskýra ákvarðanir
nefndarinnar. Hann segir að
nefndin geti ekki fastákveðið að
verð samheitalyfja verði 20%
lægra en frumlyfja eins og Inga J.
Arnardóttir, deildarstjóri hjá
Tryggingastofnun, telur að nefnd-
in eigi að ákveða og segir að þá
myndum við „detta í sama fen og
Svíar“, sem hefðu lent í árekstri
við Evrópurétt en segir líka að
verð á samheitalyfjum verði tekið
til endurskoðunar eftir umfjöllun
undanfarinna daga. Hvers vegna
var það ekki gert fyrr ef grund-
völlur er á annað borð til endur-
skoðunar, að mati Páls Pétursson-
ar?
Formaður lyfjaverðsnefndar
virðist vera ráðalaus gagnvart
þeirri ósvinnu, að sama lyf sé selt
á 13 þúsund krónur hér sem kost-
ar 1500–1600 krónur í Danmörku
og Svíþjóð og ljóst að útskýringar
talsmanna Delta um markaðs-
ástand í Danmörku skýra ekki
sama lága verðið í Svíþjóð. Páll
Pétursson segir: „Ódýru lyfin eru
einfaldlega ekki í sölu hér og það
hefur enginn séð sér hag í því að
flytja þau inn. Þeir vilja láta þessi
lyf sivakor og sokor nægja á mark-
aðnum hér.“
Er þetta hinn vígreifi og um-
bótasinnaði stjórnmálamaður frá
Höllustöðum, sem þannig talar?
Ætlar hann að láta það gott heita
að „þeir“ fari svona með íslenzka
skattgreiðendur?
Þessi vinnubrögð duga ekki. Jón
Kristjánsson heilbrigðisráðherra
verður að grípa nú þegar til rót-
tækra ráðstafana til þess að fram-
kalla rækilegan uppskurð á inn-
kaupum á lyfjum og verðlagningu
á lyfjum.
LÆKNAR OG LYFJAFYRIRTÆKI
Sigurbjörn Sveinsson, formaðurLæknafélags Íslands, skrifar
merkilega ritstjórnargrein í síð-
asta tölublað Læknablaðsins, um
samskipti lækna og lyfjafyrir-
tækja. Hann hvetur til þess, að
læknar rjúfi tengsl risnu og
fræðslu, sem hann telur „auðmýkj-
andi“ fyrir lækna og „andlega
heilsuspillandi“. Þetta eru stór orð
en tímabært að þau heyrist frá
læknum sjálfum.
Formaður Læknafélagsins segir
í greininni samkvæmt frétt í Morg-
unblaðinu í gær, „að því hafi verið
haldið fram, að fræðsla sem læknar
njóti hjá lyfjafyrirtækjum kunni að
leiða til ótraustari ákvarðana um
lyfjaávísanir og að risna sem
læknar fái í tengslum við þá
fræðslu geri þá vilhalla framleiðslu
þeirra fyrirtækja, sem í hlut eigi“.
Sigurbjörn Sveinsson segir að
stingi kvöldverðarboð lyfjafyrir-
tækja eða utanlandsferðir á aug-
lýsingafundi um lyf í augu almenn-
ings „fyrir utan að vera þýðingar-
laust framtak fyrir menntun
lækna, þá verða læknar að taka til-
lit til þeirra sjónarmiða“.
Það er ástæða til að fagna því, að
forystumaður félagasamtaka lækna
hefur tekið þetta mál til umræðu
með svo umbúðalausum hætti.
Kynnisferðir lækna á vegum lyfja-
fyrirtækja hafa áður komið til um-
ræðu og síðast fyrir ekki mörgum
misserum. Lengi vel vörðu læknar
þátttöku í slíkum kynnisferðum af
umtalsverðri ákveðni en úr henni
hefur dregið seinni árin. Nú er
hins vegar talað mjög skýrt. Vænt-
anlega taka læknar mið af þessum
ábendingum þannig að breyting
verði þar á.
En jafnframt er ástæða til að
vekja athygli á eftirfarandi um-
mælum Sigurbjarnar Sveinssonar:
„Það liggur fyrir að lyfjaframleið-
endur og dreifingaraðilar lyfja
leggja verulegt fé til fræðslu lækna
og þar með símenntunar þeirra.“
Sjálfsagt er að rækilega verði
kannað vegna þessara ummæla,
hvort eitthvað þurfi að koma á
móti.