Morgunblaðið - 08.04.2004, Side 42
FRÉTTIR
42 FIMMTUDAGUR 8. APRÍL 2004 MORGUNBLAÐIÐ
Slysa- og bráðamóttaka, Landspítali – háskóla-
sjúkrahús, Fossvogi: Slysa- og bráðamóttaka Land-
spítala – háskólasjúkrahúss, Fossvogi, er opin allan
sólarhringinn og sinnir slysa- og neyðartilfellum.
Sími slysadeildar er 543 2000. Sjá nánari upplýsingar
á þjónustusíðu Morgunblaðsins.
Slökkvilið, sjúkrabifreið og lögregla: Neyðarnúmer
fyrir allt landið í síma 112.
Læknavaktin, Smáratogi: Opið er yfir hátíðarnar
sem hér segir: Skírdag, föstudaginn langa, laugardag,
páskadag og annan páskadag kl. 9–23.30. Símaþjón-
usta og vitjanaþjónusta allan sólarhringinn í síma
1770.
Í síma 543 1000 fást upplýsingar um göngudeildir.
Á Akureyri er síminn 848 2600 sem er vaktsími
læknis.
Neyðarvakt tannlækna: Opið verður á stofum eft-
irtalinna tannlækna, kl. 11–13.
Skírdag: Kristinn Þorbergsson, Síðumúla 28, Rvk,
sími 861 7666.
Föstudaginn langa: Jón Hjaltalín Gunnlaugsson,
Garðatorgi 3, Garðabæ, sími 565 6588.
Laugardag: Jónas B. Birgisson, Laugavegi 126, Rvk,
sími 552 1210.
Páskadag: Bjarki Ágústsson, Staðarbergi 2–4, Hafn-
arf., sími 565 1600.
Annan páskadag: Kjartan Örn Þorgeirsson, Skipholti
33, Rvk, sími 588 8370.
Á vegum Tannlæknafélags Íslands er ekki rekin
neyðarvakt um kvöld og nætur og er sjúklingum bent
á að snúa sér til slysadeildar sjúkrahúsanna þegar um
alvarleg slys er að ræða. Sjá ennfremur heimasíðu
TFÍ: www.tannsi.is
Apótek: Sjá þjónustusíðu Morgunblaðsins.
Bensínstöðvar:
Skeljungur: Stöðvarnar við Bústaðaveg (Öskjuhlíð),
Suðurfell, Vesturlandsveg, Reykjavíkurveg í Hafn-
arfirði og Smárann í Kópavogi verða opnar allan sóla-
hringinn um páskana. Aðrar stöðvar á höfuðborg-
arsvæðinu eru opnar á skírdag og annan páskadag kl.
10–16 nema stöðvarnar á Birkimel, Hraunbæ, Langa-
tanga og Reykjanesbraut verða opnar til kl. 18.
Akureyri, á skírdag og annan páskadag er stöðin við
Mýrarveg opin kl. 9–20 og stöðin við Hörgárbraut kl.
9–22. Lokað á föstudaginn langa. Páskadag er stöðin
við Hörgárbraut opin kl. 10–16. Sjálfsalar opnir allan
sólarhringinn.
Olís: Á skírdag og annan páskadag eru Uppgrips-
stöðvar opnar kl. 9–23.30. Á skírdag eru stöðvarnar í
Hafnarfirði, Hamraborg, Háaleiti og Klöpp opnar kl.
9–18. Föstudaginn langa er opið í Álfheimum kl. 10–
20, lokað páskadag. Annan páskadag eru stöðvarnar í
Hafnarfirði, Hamraborg og Klöpp opnar kl. 10–19.30.
Korta- og seðlasjálfsalar eru opnir alla daga og næt-
ur.
Bilanir: Í Reykjavík skal tilkynna hitaveitu-, vatns-
veitu- og rafmagnsbilanir í síma 516 6200, sem er sími
hjá bilanavakt Orkuveitu Reykjavíkur. Ef óskað er
aðstoðar vegna snjómoksturs, hálku eða flóða á göt-
um skal hringja í bilanavakt borgarstofnana í síma
580 0430.
Unnt er að tilkynna símabilanir í 145. Neyðarnúm-
er er 112.
Afgreiðsla endurvinnslustöðva: Lokað á skírdag,
föstudaginn langa, páskadag og annan páskadag. Op-
ið laugardag kl. 10–18.30.
Afgreiðslutími verslana:
Verslanir Bónuss eru opnar á skírdag og laugardag
kl. 10–19, lokað föstudaginn langa, páskadag og annan
páskadag.
Fjarðarkaup eru opin á skírdag og laugardag kl. 10–
16, lokað föstudaginn langa, páskadag og annan
páskadag.
Verslanir Hagkaupa eru opnar á skírdag og laug-
ardag kl. 10–18, lokað föstudaginn langa og páskadag.
Annan páskadag er opið kl. 12–18.
Verslanir Nóatúns eru opnar á skírdag og laug-
ardag kl. 10–21, lokað föstudaginn langa og páskadag.
Annan páskadag er opið kl. 11–21.
Verslanir 10-11 eru opnar skírdag, laugardag og
annan páskadag kl. 9–24, lokað föstudaginn langa og
páskadag. Verslanirnar í Lágmúla, Sporhömrum
Grafarvogi og Staðarbergi Hafnarfirði og Akureyri
eru alltaf opnar til kl. 24, nema föstudaginn langa og
páskadag, þá er opnað á miðnætti.
Bláa lónið er opið alla páskahelgina kl. 10–20.
Sundstaðir í Reykjavík: Á skírdag og annan páska-
dag er opið í Breiðholtslaug, Laugardalslaug og Vest-
urbæjarlaug kl. 8–20, í Árbæjarlaug kl. 8–22, Graf-
arvogslaug kl. 8–20.30, Sundhöllinni kl. 8–16 og
Klébergslaug kl. 11–17. Á föstudaginn langa og
páskadag eru sundstaðir opnir kl. 10–18, nema Klé-
bergslaug og Sundhöllin eru lokaðar.
Skautahöllin í Reykjavík er opin á skírdag, föstudag-
inn langa og páskadag kl. 13–18 og annan páskadag
er opið kl. 13–17.
Leigubílar: Á Reykjavíkursvæðinu verða eftirtaldar
leigubílastöðvar opnar allan sólarhringinn yfir
páskana: BSR, sími 56 10000. Hreyfill Bæjarleiðir,
sími 588 5522 og 553 3500. Borgarbílastöðin, sími
552 2440. Bifreiðastöð Hafnarfjarðar, sími 565 0666.
Akstur Strætó bs.: Þjónusta Strætó bs. verður með
hefðbundnu sniði um páskana. Á skírdag og annan
páskadag er akstur samkv. sunnudagsáætlun. Á
föstudaginn langa og páskadag hefst akstur kl. 13 og
er ekið samkv. sunnudagsáætlun.
Allar nánari upplýsingar má fá í þjónustusíma
Strætó bs., 540 2700.
Ferðir Herjólfs: Á skírdag er farið frá Vestmanna-
eyjum kl. 8.15 og 16 og frá Þorlákshöfn kl. 12 og
19.30. Föstudaginn langa og páskadag er engin ferð.
Annan páskadag er farið frá Vestmannaeyjum kl. 8.15
og 16 og frá Þorlákshöfn kl. 12 og 19.30.
Innanlandsflug: Upplýsingar um innanlandsflug
Flugfélags Íslands hf. eru veittar í síma 570 3030/
460-7000 og í símum afgreiðslu á landsbyggðinni.
Sími sjúkra- og neyðarflugs Flugfélags Íslands er
894 5390.
Skíðastaðir: Upplýsingar um skíðasvæðið í Bláfjöll-
um, Skálafelli og Hengli eru gefnar í símsvara
570 7711.
Upplýsingar um skíðasvæðið í Hlíðarfjalli við Ak-
ureyri eru gefnar í símsvara 878 1515.
Ferðir sérleyfishafa BSÍ: Norðurleið ekur á skírdag
samkv. venjulegri áætlun, engin ferð á föstudaginn
langa og páskadag. Annan páskadag er ekið samkv.
sunnudagsáætlun.
Sæmundur ekur á skírdag og annan páskadag samkv.
sunnudagsáætlun. Engin ferð á föstudaginn langa. Á
páskadag er ekið til Akraness og Borgarness kl. 17 og
frá Akranesi kl. 15.15 og frá Borgarnesi kl. 14.45.
Sérleyfisbílar Keflavíkur aka á skírdag, páskadag og
annan páskadag samkv. helgidagaáætlun. Engin ferð
á föstudaginn langa.
Austurleið Kynnisferðir aka á skírdag og annan
páskadag samkv. sunnudagsáætlun. Engin ferð á
föstudaginn langa. Á páskadag er ekið frá Reykjavík
til Selfoss kl. 12.30, 15, 18 og 20 og frá Selfossi til
Reykjavíkur kl. 9.30, 13. 16.10 og 18.10.
Þingvallaleið ekur samkv. áætlun alla daga.
Nánari upplýsingar hjá BSÍ í síma 591 1000 og
562 1011.
Minnisblað
lesenda um páska
Morgunblaðið/Ómar
TÓNLISTARFÉLAGIÐ í Reykjavík
hefur sent frá sér ályktun þar sem
fagnað er því að nú skuli hilla undir
byggingu tónlistarhúss í Reykjavík.
„Þau mikilvægu skref sem þegar
hafa verið stigin fylla tónlistarunn-
endur bjartsýni um að í náinni fram-
tíð muni þjóðin loksins eignast verð-
skuldað hús sem hýst getur allar
tegundir tónlistar. Forsenda hönnun-
ar, sem allt annað tekur síðan mið af,
hlýtur að vera fullkominn hljómburð-
ur. Hljómburðarstjórn er sérfræði-
þekking sem fleygt hefur fram á und-
anförnum áratugum enda
nauðsynlegt að geta lagað hljómburð
að þörfum hinna ólíku tímabila sí-
gildrar tónlistar og að hinum ýmsu
tónlistarstefnum samtímans.
Óperulistin krefst hins vegar að
tekið sé tillit til meira en hljómburðar.
Hún þarf hljómsveitargryfju, svið og
sviðsbúnað með svipuðum hætti og
leikhús svo að óperusýningar verði
ekki að taka mið af tæknilegum tak-
mörkunum hvað þetta varðar. Nú er
tækifæri til þess að skapa þessari list-
grein viðeigandi umgjörð og það
tækifæri ber að nýta. Reynsla ann-
arra tónlistar- og óperuhúsa hefur
sýnt að óperustarfsemi fer vel með
öðrum reglubundnum flutningi sí-
gildrar tónlistar. Margir af okkar
þekktustu listamönnum sem reynslu
hafa af slíkri samvinnu listanna á al-
þjóðavettvangi hafa hvatt eindregið
til þess að óperuflutningur verði fast-
ur þáttur í starfsemi hússins. Tónlist-
arfélagið í Reykjavík tekur heils hug-
ar undir þau sjónarmið og bendir á að
með þessu sé ekki verið að gera lítið
úr mikilvægi þess að Sinfóníuhljóm-
sveit Íslands eignist varanlegt heimili
heldur er einmitt verið að tryggja
stöðu tónlistarhússins í íslensku
menningarlífi og styrkja ímynd þess
og rekstrargrundvöll í komandi fram-
tíð enda mun sviðsbúnaður nýtast til
margvíslegra uppfærslna annarra en
ópera.
Það eru eindregin og skýr skoðun
Tónlistarfélagsins í Reykjavík að í
fyrirhuguðu Tónlistarhúsi sem rísa
mun við austurbakka hafnarinnar eigi
að vera hljómsveitargryfja, svið og
sviðsbúnaður til óperuflutnings og að
í rekstrarforsendum hússins eigi að
gera ráð fyrir óperustarfsemi.“
Ályktun frá Tónlistar-
félaginu í Reykjavík
HEIMDALLUR, félag ungra sjálf-
stæðismanna í Reykjavík, fagnar
frumvarpi sem nú liggur fyrir Alþingi
um breytingar á fyrirkomulagi smá-
söluverslunar með áfengi. Samkvæmt
frumvarpinu verður matvöruverslun-
um heimilað að selja léttvín og bjór.
„Frumvarpið felur í sér jákvæðar
breytingar á löngu úreltri einkasölu
ríkisins. Verslun með áfengi á að vera
í höndum einkaaðila líkt og aðrar
vörur enda hefur ÁTVR fyrir margt
löngu misst sjónar af þeim markmið-
um sem versluninni er ætlað að hafa
að leiðarljósi.
Það frumvarp sem nú liggur fyrir
Alþingi gengur þó ekki nægilega
langt í frjálsræðisátt. Í frumvarpinu
felast óeðlilegt höft á verslun með
áfengi, svo sem hvað varðar opnunar-
tíma og hvaða verslunum verður
heimilt að selja áfengi. Þá er það und-
arlegt að sterkt áfengi eigi að vera
undaþegið breytingum.
Heimdallur hvetur þingmenn til að
breyta framlögðu frumvarpi á þann
veg að Áfengis- og tóbaksverslun rík-
isins verði lögð niður. ÁTVR hefði
betur horfið með Viðtækjasölu ríkis-
ins og öðrum leiðum ríkisverslunum.
Hið opinbera á ekki að reka verslan-
ir,“ segir í ályktun Heimdallar.
Heimdallur
Fagnar frumvarpi
um breytingar
á sölu áfengis
ICELANDAIR útskrifaði 6. apríl sl.
fyrsta hópinn af fjórum sem und-
anfarnar vikur hafa verið á und-
irbúningsnámskeiðum fyrir störf
um borð í vélum félagsins.
Tuttugu og tveir nýliðar voru í
þessum fyrsta hópi, en í heild eru
þeir um 80 talsins sem hefja störf í
sumar. Alls verða starfandi hjá Ice-
landair um 700 flugfreyjur og flug-
þjónar í sumar, eða fleiri en nokkru
sinni fyrr í sögu félagsins.
Icelandair hefur einnig ráðið inn
25 nýja flugmenn fyrir sumarið og
verða þeir í heild um 240 í sumar,
einnig fleiri en nokkru sinni fyrr.
Félagið er að bæta við sum-
aráætlun sína frá því á síðasta ári,
eða um 20%. Icelandair flýgur í
sumar í áætlunarflugi til 21 áfanga-
staðar í Bandaríkjunum og Evrópu,
þ.e. til Boston, Minneapolis, Balti-
more, Orlando og New York í
Bandaríkjunum og til Stokkhólms,
Osló, Helsinki og Kaupmannahafn-
ar, London, Glasgow, Amsterdam,
Frankfurt, Hamborgar, Berlínar,
München, Zurich, Parísar, Mílanó,
Madrid og Barcelona í Evrópu, seg-
ir í fréttatilkynningu.
Nýliðarnir sem útskrifuðust 6. apríl sl. ásamt kennurum sínum.
Fleiri flugfreyjur/
-þjónar og flugmenn
en nokkru sinni fyrr