Morgunblaðið - 08.04.2004, Side 45
BRÉF TIL BLAÐSINS
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8. APRÍL 2004 45
37.995kr.
Skógarhlí› 18 • 105 Reykjavík • Sími 595 1000 • Fax 595 1001
www.heimsferdir.is
Mallorca
Heimsfer›ir bjó›a flri›ja ári› í rö› beint flug til Mallorca í sumar
og stórlækka ver›i› til flessa vinsælasta áfangasta›ar Spánar.
Mallorca hefur veri› ókr‡nd drottning fer›amanna undanfarin 40
ár enda getur enginn áfangasta›ur státa› af jafn heillandi umhverfi
og fjölbreyttri náttúrufegur›. A› auki eru strendurnar gullfallegar
og a›sta›a fyrir fer›amenn frábær. Á Mallorca er au›velt a› lifa
lífinu og njóta fless a› vera í fríi. Á eyjunni eru heillandi bæir sem
hafa hver sinn sérstæ›a
karakter og yfirbrag› og flví
flreytist ma›ur aldrei á a›
flakka um og kynnast n‡jum
sjónarhornum á eyjunni
fögru.
Við stórlækkum
verð á
Mallorcaferðum
37.995 kr.
M.v. hjón me› 2 börn 2-11 ára,
23. júní, Playamar, vikufer›
me› sköttum og 8.000 kr.
afslætti. Netver›. Ferðir til og frá
flugvelli 1.800 kr.
39.995 kr.
M.v hjón me› 2 börn, 2-11 ára,
23. júní, í 2 vikur, Playamar,
me› 8.000 kr. afslætti. Netver›.
Ferðir til og frá flugvelli 1.800 kr.
47.090 kr.
M.v. 2 í íbúð, Playamar,
vikuferð, 26. maí, með
8.000 kr. afslætti. Netverð.
Ferðir til og frá flugvelli 1.800 kr.
Fegursta eyjan
N
O
N
N
I
O
G
M
A
N
N
I
I Y
D
D
A
•
N
M
1
1
4
5
5
/
si
a.
is
8.000 kr.
afsláttur
ef þú bókar fyrir 26. apríl.
Valentin Club
Í LEIÐARA blaðsins í gær, mánu-
daginn 5. apríl, var m.a. fjallað um
stofnun Vatnajökulsþjóðgarðs og
þær hugmyndir að banna umferð
vélknúinna farartækja á Hvanna-
dalshnjúk og svæðið þar í kring. Sú
hugmynd að stofna þjóðgarð hefur
mælst almennt vel fyrir hjá áhuga-
fólki um ferðamennsku á hálendinu
enda gera sér flestir, sem hafa farið
um þetta stórbrotna landsvæði,
grein fyrir því að þetta er hiklaust
landsvæði sem þarf að vernda. En
orðalagið í leiðaranum í gær fór fyrir
brjóstið á mörgum jeppamanninum
og varð ég satt að segja svolítið hissa
við lesturinn því alhæfingarnar voru
miklar og samansem merki sett á
milli vélknúinna ökutækja og óæski-
legra afleiðinga nútímamenningar.
Ég hef ferðast um stóran hluta há-
lendisins í nokkur ár og er ein af
þeim sem ek um á svokölluðum
breyttum jeppa. Ástæðan fyrir því
að ég á slíkan jeppa er ekki sýnd-
armennska eða stórmennskubrjál-
æði heldur mikil ástríða á fjalla-
mennsku og jeppamennsku almennt
og er ég satt að segja orðin háð því
að komast út fyrir borgarmörkin
reglulega og upplifa hálendið beint í
æð. Ef ég notaði ekki jeppann á
þennan hátt myndi ég líklegast aka
um á litlum fólksbíl! Stór hluti jeppa-
fólks hugsar svipað og ég, við notum
jeppann sem tæki til að komast á
fjöll þar sem hægt er að njóta
óspilltrar náttúru með því að ganga,
aka eða fara um á skíðum. Það er
nefnilega misskilningur að ferðafólk
haldi sig við aðeins einn ferðamáta. Í
ferðum mínum um hálendið snemma
á vorin, þ.á m. jöklana, hef ég sjaldan
orðið vör við göngufólk, nema í þau
tvö skipti sem við ferðafélagarnir
skutluðum þreyttum skíðamönnum í
næsta fjallaskála. Það er helst að
maður verði var við umferð einmitt í
kringum fjallaskálana. Á Vatnajökli
hef ég sjaldan orðið vör við aðra
jeppamenn, þetta er svo mikið víð-
erni að þarna rúmast margir ferða-
langar á sama tíma ef það vill svo til
að fleiri en einn hópur ferðalanga er
á jöklinum. Tillögurnar um aksturs-
bannið á Vatnajökli virðast vera
byggðar á svolitlum misskilningi en
að sögn á bannið að taka gildi 1. apríl
og gilda alveg fram til 15. september.
Í apríl og maí er ekki mikið um að
göngufólk fari um jökul nema
kannski örfáir skíðaleiðangrar.
Þessir tveir mánuðir eru hins vegar
á langbesta tíma ársins til þess að
fara á jökul á breyttum jeppum. Í
sjálfu sér er ekkert að því að banna
umferð á hnjúkinn sjálfan, enda ill-
fært að aka þangað hvort eð er. En
bannið virðist eiga að ná vel út fyrir
hnjúkinn en menn aka yfirleitt að
honum og ganga þaðan upp. Göngu-
fólk úr byggð kemur annars staðar
upp, enda algengast að gengið sé á
hnjúkinn að sunnanverðu t.d. frá
Virkisjökli. Það er engin hætta á að
göngufólk verði vart við jeppamenn,
enda koma þeir að hnjúkinum ann-
ars staðar frá og eru þeir t.d. ekki
mikið á ferð á jökli eftir 1. júní enda
verður jökullinn hættulegri yfirferð-
ar á sumrin. En líkurnar á að hitta
fyrir jeppa eru svo þverrandi litlar
að ég skil ekki af hverju ekki er hægt
að leyfa þessa mismunandi ferða-
máta á sama tíma, þ.e. í apríl og maí.
Einnig má nefna að fjöldinn allur af
fólki getur ekki gengið alla leið úr
byggð, en vill gjarnan fá að upplifa
Hvannadalshnjúk nálægt og kannski
ganga aðeins upp að honum en þarf
að sætta sig við að gera það í slæmu
tíðarfari.
Þau rök koma fram í leiðaranum í
gær að það sé „sjálfsagt“ að banna
vélknúin ökutæki á jöklinum, þeim
fylgi drasl og óþrifnaður. Nú gildir
eflaust annað um leiðaraskrif en
fréttaflutning, en þessi alhæfing er
varla við hæfi blaðs eins og Morg-
unblaðsins því hún felur í sér mikla
fordóma. Umferð manna almennt,
fótgangandi, akandi eða á skíðum
fylgir jú stundum drasl, en það tíðk-
ast, allavega á meðal ferðafélaga
minna, að hirða allt upp eftir sig og
taka með til byggða. Innan vébanda
Ferðaklúbbsins 4x4 líðst ekki slíkur
sóðaskapur sem nefndur er í leiðar-
anum. Heldur ekki akstur utan vega
eða önnur umhverfisspjöll. Nútíma-
jeppamaður virðist nefnilega í flest-
um tilvikum vera mjög umhverfis-
sinnaður og meðvitaður um um-
gengni sína um náttúruna og er
rekinn öflugur áróður innan 4x4 um
að ganga vel um þar sem maður
kemur enda starfar innan klúbbsins
mjög afkastamikil umhverfisnefnd
sem m.a. hefur fengið viðurkenning-
ar og einnig styrki frá Alþingi til
þess að gefa út bæklinga um akstur á
hálendinu til erlendra ferðamanna.
Einnig hafa félagsmenn aðstoðað
kortagerðarmenn við kortlagningu
slóða og stikað margan veginn til
þess að koma í veg fyrir utanvega-
akstur. Félagsmenn Ferðaklúbbsins
4x4 hafa því brugðist frekar illa við
þeim ummælum sem féllu í leiðara
blaðsins í gær og fundið að sér vegið.
Ég treysti því að Morgunblaðið
muni leyfa öllum sjónarmiðum að
koma fram í blaðinu í umfjöllun um
þessar tillögur nefndar um stofnun
Vatnajökulsþjóðgarðs, ekki síst
þeirra sem reynsluna hafa af ferða-
lögum á vélknúnum ökutækjum um
jökulinn og svæðið í kringum hann.
Það yrði mikil synd ef aldagamall
almanna- og umferðarréttur sem svo
skýrlega endurspeglast í lögum og
reglum um náttúruvernd ætti ein-
göngu við um fótgangandi ferða-
langa á Vatnajökli, Skeiðarárjökli og
Eyjafjallajökli en vélknúin ökutæki
annarra ferðalanga útilokuð.
SOFFÍA EYDÍS
BJÖRGVINSDÓTTIR,
Hólmatúni 35,
225 Bessastaðahreppi.
Um Vatnajökulsþjóðgarð
Frá Soffíu Eydísi Björgvinsdóttur:
ÉG vil þakka Kjartani Magnússyni
borgarfulltrúa bréf í Morgunblaðinu
þann 17. marz sl. um strætisvagna-
biðskýli borgarinnar og nærsveita.
Mig hefur lengi langað til að drepa
niður penna um þennan óskapnað.
Þegar þessir svokölluðu frændur
okkar Danir komust ekki lengur upp
með að selja okkur maðkað korn, þá
lætur Ingibjörg Sólrún Gísladóttir í
broddi fylkingar, plata inn á okkur
þessum heilsuspillandi vistarverum
frá AFA JC DECAUX, með rifur í
öllum hornum, og við loft og gólf,
sem þar af leiðandi halda hvorki
vatni eða vindi, þvílíkt skjól, mögu-
leiki að mætti herða í þeim þorsk-
hausa fyrir Nígeríumarkað.
Ég beið í einu svona með ungri
dömu í fyrravetur í roki og hríð og
auðvitað klæddist hún eins og hinar
dömurnar, með bert á milli. Hún
skalf náttúrlega eins og hrísla, sá ég
því aumur á henni og bauð henni
trefilinn minn um mittið, sem mér til
undrunar hún þáði með þökkum.
Ég hitti um daginn fyrrverandi
bæjarstjóra og var að kvarta undan
skýlunum. Hann sagði, „ha, eru
þetta ekki fín skýli?“ Ég sagði: „Þú
hefur náttúrlega aldrei brölt út úr
fína jeppanum þínum og staðið
þarna í eins og fimmtán mínútur í
roki og byl“, frekar en Ingibjörg út
úr Heklujeppanum, sem þeir skutu
undir hana.
Ég legg til að borgarstjórnarmenn
Sjálfstæðisflokksins komi með þá til-
lögu að skýlin verði þétt á sumri
komanda, eða þau verði keyrð austur
á eyðikotið Haug, sem er ættaróðal
Ingibjargar. Nálægir bændur
mundu með glöðu geði lána haugsug-
ur sínar til að jarða þennan ósóma.
Ég hvet íbúa höfuðborgarsvæðis-
ins til að stoppa bílana og skoða
þessa forheimsku, og þá sjá menn
hvernig R-listinn býr af sérstakri al-
úð að æsku, öldruðum og þeim sem
minna mega sín.
P.S. Kjartan lýkur grein sinni á at-
hyglisverðan hátt. Hann segir: Nið-
urstaðan varð sú að gerður var ein-
okunarsamningur um endurnýjun
biðskýla án útboðs við danska fyr-
irtækið AFA JC DECAUX. Í hvaða
vasa renna umboðslaunin?
SVEINN KJARTANSSON,
Laufvangi 3, 220 Hafnarfirði.
Hin gömlu kynni
gleymast ei
Frá Sveini Kjartanssyni:
ÉG hefði gaman að láta orð í belg í
sambandi við fjölmiðla, ríkisrekna
eður ei. Mér finnst að litlu stöðvarn-
ar séu vanmetnar og á neðanmáls-
greina-grundvelli í íslensku fjöl-
miðlaflórunni.
Mér sýnist að öll fjölmiðlun sé í
samkeppni við sjálfa sig því mark-
aðurinn er lítill og hver einstaklingur
dýrmætur, að því er mér virðist, og í
sambandi við það vildi ég segja að
litlu fjölmiðlarnir eru sterkir í sinni
sérstöðu.
Má benda á að stóru fjölmiðlarnir
eins og Rúv og Stöð 2 sem eru mark-
aðsráðandi eru þó í samkeppni við
sjálfa sig um hlustun litlu stöðvanna.
Þetta segi ég einfaldlega vegna alls
þess auglýsingaflóðs sem þessar
stöðvar hafa í gangi allan daginn til
að auglýsa sjálfar sig.
Radio Reykjavík er útvarpstöð
sem er á algjöru sjálfseignarplani og
er því með sín séreinkenni ríkari en
nokkur önnur útvarpsstöð í þessari
fjölmiðlaflóru og er dæmigert ein-
kenni á frjálsri fjölmiðlun. Að vísu er
hún ekki með fréttir á klukkutíma
fresti en er þó sjálfstæður miðill.
Reyndar mætti taka til miklu fleiri
fjölmiðla og gera að umtalsefni en ég
tek þetta sem dæmi til að vekja til
umhugsunar.
BJARNI ÞÓR ÞORVALDSSON,
Hraunbæ 182, 110 Reykjavík.
FM-urmullinn
Frá Bjarna Þór Þorvaldssyni:
MARGT kemur fram í huga okkar,
sem við látum ekki frá okkur fara í
töluðu máli. Svo er fyrir þakkandi.
Það nefni ég að hemja mál sitt. Lík-
lega erum við Íslendingar meðal
þeirra þjóða sem láta allt flakka. Það
er oft kallað að vera hreinskilinn. En
svo er til málshátturinn: Oft má satt
kyrrt liggja. Við eigum að hafa hemil
á því, sem frá okkur fer í töluðu máli.
Hið ritaða kemur ekki hér við sögu.
Útlit okkar breytist með árum.
Við bætum á okkur kílóum, hárið
gránar og verður að lokum hvítt.
Þetta þarf ekki að segja okkur. Við
vitum það mæta vel. Þó var ég
minntur á hvort tveggja nýlega af
kunningjakonu minni. Hún sagði:
„Þú ert orðinn feitur og gráhærður“.
Eins og nauðsynlegt væri að segja
mér þetta! Oft er nóg að hugsa það!
Þegar ég ber saman Dani og Íslend-
inga í þessu efni, megum við fara hjá
okkur. Danir eru einkar þöglir um
útlit og aldur annarra. Þeir dæma
ekki eftir útlitinu, láta það liggja í
þagnargildi.
Að lokum eru hér tvö erindi, sem
lúta að því, er ég hefi hér að framan
verið að reifa:
Sjálfsagt er það ei saga ný,
að sjaldan þú mál þitt hemur.
Og einatt hefur þú orð á því,
sem upp í hugann kemur.
En væri ei betra, vinur minn,
þó vont sé þögn að bera,
að hafa það fest í huga þinn,
sem helst á þar að vera?
Ekki meira að sinni, góðir lesend-
ur. Þakka ykkur hringingar til mín
og þakkarorð við og við, vegna bréfa
minna í Morgunblaðinu.
AUÐUNN BRAGI SVEINSSON,
Hjarðarhaga 28, 107 Reykjavík.
Að hemja
mál sitt
Frá Auðuni Braga Sveinssyni:
Morgunblaðið/Kristinn