Morgunblaðið - 08.04.2004, Page 49

Morgunblaðið - 08.04.2004, Page 49
ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8. APRÍL 2004 49 Almennur hluti 1c Þ já lf ar an ám sk ei ð ÍS Í Þjálfaranámskeið ÍSÍ Helgina 16. – 18. apríl n.k. verður Þjálfari 1c – almennur hluti haldinn í Íþróttamiðstöðinni í Laugardal. Námskeiðið sem er samræmt fyrir allar íþróttagreinar er 20 kennslustundir, að meginhluta bóklegt, og er ætlað leiðbeinendum barna í íþróttum. Haldið verður áfram að fjalla um starfsemi líkamans og íþróttameiðsl. Farið verður yfir stefnu ÍSÍ í forvarnarmálum og einnig verður kynning á notkun tölvu- og upplýsingatækni við þjálfun. Þátttakandi verður að hafa lokið almennum hluta 1b til að komast á þetta námskeið. Námskeiðinu lýkur með skriflegu próf. Nemandi sem lýkur þessu námskeiði ásamt því að ljúka sérgreinahluta þjáfarastigs 1c hlýtur réttindi sem þjálfari hjá börnum 12 ára og yngri. Verð á námskeiðið er kr. 8.000,- Skráningar þurfa að berast á netfangið andri@isisport.is eða í síma 514-4000 í síðasta lagi miðvikudaginn 14. apríl. Þjálfaramenntun íþróttahreyfingarinnar fæst metin til eininga í framhaldsskólum samkvæmt aðalnámskrá framhaldsskóla. Frekari upplýsingar má finna á www.isisport.is Menntun + Fótbolti www.fflillehammer.no  JÖKULL I. Elísabetarson fékk rauða spjaldið undir lok fyrri hálf- leiks þegar Íslandsmeistarar KR sigruðu 1. deildarlið Hauka, 4:3, í deildabikarkeppninni í knatt- spyrnu á Leiknisvelli í gærkvöld. Þó KR-ingar væru manni færri meira en helming leiksins náðu þeir að knýja fram sigur og úr- slitamarkið gerði Gunnar Krist- jánsson, 17 ára drengjalandsliðs- maður, þegar 7 mínútur voru til leiksloka. Sævar Eyjólfsson skor- aði öll þrjú mörk Hauka.  ÍA varð í gærkvöld fyrsta liðið til að tryggja sér sæti í 8-liða úrslit- um deildabikarsins. Skagamenn sigruðu Val, 2:1, á Leiknisvelli og skoraði Stefán Þ. Þórðarson sig- urmark þeirra átta mínútum fyrir leikslok.  KIEL setti nýtt markamet í þýsku 1. deildinni í handknattleik í gærkvöld með því að sigra Pfull- ingen, 48:25. Fyrir skömmu skor- aði Kiel 47 mörk gegn Minden, og það á útivelli. Johan Pettersson var atkvæðamestur hjá Kiel, skor- aði 11 mörk.  FLENSBURG er áfram efst og vann Göppingen, 35:28, á útivelli. Lars Krogh Jeppesen skoraði 11 mörk fyrir Flensburg en Jaliesky Garcia gat ekki leikið með Göpp- ingen vegna meiðsla.  GUÐJÓN Valur Sigurðsson skoraði 3 mörk fyrir Essen sem gerði jafntefli, 29:29, við Gumm- ersbach. Ekkert mark var skorað síðustu 4 mínútur leiksins. Oleg Velyky skoraði 9 mörk fyrir Essen og Kyung-Shin Yoon 10 fyrir Gummersbach.  KRONAU/ÖSTRINGEN, lið Guðmundar Hrafnkelssonar, komst úr neðsta sætinu með því að sigra Stralsunder, 26:21.  WETZLAR vann óvæntan stór- sigur á HSV Hamburg, 28:16. Gunnar Berg Viktorsson skoraði 5 mörk fyrir Wetzlar en Róbert Sig- hvatsson komst ekki á blað.  GROSSWALLSTADT sigraði Eisenach, 25:23, og skoraði Snorri Steinn Guðjónsson eitt mark fyrir Grosswallstadt.  DANIEL Stephan skoraði 10 mörk fyrir Lemgo og Volker Zerbe 7 þegar lið þeirra sigraði Nordhorn, 35:29, og komst upp í þriðja sætið á ný. FÓLK HINN þekkti kylfingur Arnold Palmer mun leika í síðasta sinn á Mastersmótinu, sem hefst í dag á Augusta-vellinum í Bandaríkj- unum. Hann er 74 ára en hefur tek- ið þátt í 50 Mastersmótum í röð. Palmer kvaddi reyndar með mikilli viðhöfn fyrir tveimur árum en þá höfðu forsvarsmenn keppninnar sett aldurstakmark fyrir væntanleg mót í framtíðinni en þeir drógu þá ákvörðun til baka. Nú geta þeir sem einu sinni hafa sigrað á Masters tekið þátt á meðan þeir hafa áhuga á því. Palmer telur að nú sé best að láta staðar numið en búast má við því að hann verði ekki meðal þeirra sem komast í gegnum niðurskurð- inn. „Það verður mjög sérstakt að sjá hann leika í síðasta sinn á Masters,“ segir kylfingurinn Tom Watson. „Það mun verða tilfinningaríkt fyr- ir marga enda hefur Arnold gert gríðarlega margt fyrir golfíþrótt- ina,“ sagði Watson. EIÐUR Smári Guðjohnsen fær nær undantekningalaust góða dóma í breskum fjölmiðlum fyrir frammi- stöðu sína í sigurleiknum gegn Ars- enal á Highbury í fyrrakvöld. Hann lagði upp sigurmark Chelsea, 2:1, fyrir Wayne Bridge þegar þrjár mínútur voru til leiksloka. Eiður fékk 7 í einkunn hjá Sky- sjónvarpstöðinni sem og sjö aðrir leikmenn liðsins en hæstu einkunn fékk varnarmaðurinn John Terry sem fékk fékk 8. Í The Sun fær Eið- ur 7 í einkunn og er umsögn blaðins um Eið þannig: „Var afar duglegur, gerði usla í vörn Arsenal og lagði upp sigurmarkið á glæsilegan hátt.“ Wayne Bridge fékk hæstu einkunn leikmanna Chelsea hjá Sun, eða 9. Independent gaf Eiði 6 í einkunn, Frank Lampard fékk 7 en John Terry og Wayne Bridge fengu 8. Um helgina leikur liðið hér á landivið Dani og Slóvaka í 5. riðli undankeppni Evrópumótsins í hand- knattleik og komast tvær þjóðir áfram í lokakeppnina sem fram fer í Tékklandi í lok júlí og byrjun ágúst í sumar. Fjórða þjóðin sem ætlaði að senda lið til keppninnar hér á landi, Úkraína, heltist úr lestinni í byrjun vikunnar sökum fjárskorts, hafði ekki efni á að ferðast til Íslands. „Við þekkjum ekkert til styrks Úkraínu frekar en Slóvakíu þannig að ég veit ekki hvaða áhrif það hefur á möguleika okkar að Úkraínumenn hafa dregið landslið sitt úr keppni. Danir eru hins vegar þekkt stærð, þeir eru alltaf með sterk kvennalið þannig að slagurinn um annað sætið stendur á milli okkar og Slóvaka. Fyrirfram eru Slóvakar taldir sterk- ari en við erum hins vegar með heimavöllinn sem getur riðið bagga- muninn ef við fáum góðan stuðning,“ segir Ágúst. Danir mæta Slóvökum í fyrsta leik mótsins á föstudaginn klukkan þrjú í íþróttahúsinu á Seltjarnarnesi þar sem mótið fer fram. Daginn eftir leika Íslendingar og Slóvakar kl. 16.30 og loks Íslendingar og Danir kl. 14 á páskadag. Ágúst segir undirbúning hafa gengið vel. Hann hafi byrjað á sunnudaginn. „Margir leikmenn í ís- lenska liðinu hafa orðið góða reynslu, eru að leika með liðum í deildinni hér heima, eru í úrslitakeppninni og eiga að vera aðeins sjóaðar. Ég kvíði þessari keppni ekki á nokkurn hátt, ég hef fulla trú á að við getum lagt Slóvakíu,“ segir Ágúst Jóhannsson, landsliðsþjálfari 19 ára landsliðs Ís- lands í handknattleik. Morgunblaðið/Brynjar Gauti Ágúst Jóhannsson, þjálfari stúlknalandsliðsins í handknattleik, stjórnar æfingu. Evrópukeppni 19 ára kvennalandsliða á Seltjarnarnesi Við rennum blint í sjóinn „VIÐ rennum nokkuð blint í sjó- inn hvað styrk Slóvaka varðar en kosturinn er sá að við sjáum einn leik með þeim áður en að viðureigninni við þá kemur,“ segir Ágúst Jóhannsson, þjálf- ari stúlknalandsliðs Íslands í handknattleik, skipaðs leik- mönnum 19 ára og yngri. ALEN Marcina, knattspyrnumaður frá Kanada, er væntanlegur til reynslu hjá ÍA næsta miðvikudag. Marcina er 25 ára sóknarmaður, sem hefur samið við gríska félagið PAOK Saloniki, en getur ekki gengið til liðs við það fyrr en í ágúst. Hann hefur leikið und- anfarin ár með Ottawa Wizards í Kanada. Samkvæmt vef ÍA var Marcina um skeið í röðum Genk í Belgíu en lék þó aldrei deildaleik með félaginu. Marcina fer í æfinga- ferð með ÍA til Þýskalands síðar í þessum mánuði og þá skýrist hvort samið verði við hann. Kanada- maður til ÍA Palmer kveður Augusta Eiður Smári fékk góða dóma

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.