Morgunblaðið - 08.04.2004, Side 56
FÓLK Í FRÉTTUM
56 FIMMTUDAGUR 8. APRÍL 2004 MORGUNBLAÐIÐ
STÓRMYNDIN Hidalgo
dregur nafn sitt af gæðingi
kúrekans Hopkins (Viggo
Mortensen), sem hann keppir
á í Veðhlaupinu yfir Eldhafið
árið 1890. 3000 mílna þolraun
fyrir knapa og hest yfir
brennheita sanda Arabíu.
Viggo Mortensen valdi
myndina sem sitt næsta
verkefni eftir velgengni þrí-
leiksins um Hringadróttin-
sögu, þar sem hann fór eft-
irminnilega með hlutverk
Aragorns. Myndin er ósvikin
rómantísk ævintýramynd um
raunverulega persónu,
bandaríska kúrekann og
hestamanninn Frank T.
Hopkins, sem átti ótrúlega
litríka ævi. Barðist m.a. undir
stjórn Custers í blóðbaðinu
við Wounded Knee, áður en
hann lagðist í langferðir í
sýningarflokki Buffalos Bill.
Þar var Hopkins kynntur sem fær-
asti knapi heims og vakti sem slíkur
áhuga soldánsins Riyadh (Omar
Sharif). Gat landshöfðinginn freist-
að hans með gríðarlegu verðlaunafé
og tækifæri til að sanna sig meðal
þeirra bestu, í einni miskunnarlaus-
ustu veðhlaupakeppni sögunnar á
sólstorknum eyðimörkum Sádi-Ar-
abíu: Veðhlaupinu yfir Eldhafið.
Etja kappi við arabíska gæðinga og
knapa af kynstofni bedúína, menn
og hesta sem taldir voru þeir fær-
ustu á jarðríki. Sjálfur var Hopkins
kynblendingur, líkt og fákurinn
hans, Hidalgo, lítill, hnellinn villi-
hestur af sléttum Norður- Ameríku.
Eftir lærisvein Spielbergs
Stórmyndinni um þessa, að því er
virðist, ójöfnu keppni leikstýrir Joe
Johnston, einn athyglisverðasti leik-
stjóri Bandaríkjanna í dag. Hann
byrjaði að geta sér gott orð sem
tæknilegur ráðgjafi og aðstoðar-
maður Stevens Spielberg við fyrri
Stjörnustríðsþrennuna og Raiders
of the Lost Ark. Sérsvið Johnstons
voru sjónrænar brellur, sem reynd-
ust tímamótaverk og beindu athygli
Disney að Johnston þegar kom að
því að finna leikstjóra Honey I
Shrunk the Kids. Talsvert óvænt
varð hún ein vinsælasta mynd árs-
ins 1989, engin spurning að þar
voru brellurnar að verki.
Annað leiktjórnarverkefnið, Jum-
anji, var á svipuðum nótun, síðan
skipti Johnston um gír og stýrði
October Sky, frábærri mynd um
þroskasögu og æskudrauma Suð-
urríkjapilts um miðja síðustu öld.
Þá var röðin komin aftur að Spiel-
berg, sem treysti honum til að blása
nýju lífi í Júragarðsbálkinn. Með
þeim árangri að margir telja Júra-
garðinn III þá bestu í myndaröð-
inni.
Hin rómantíska
hetja framtíðarinnar?
Fróðlegt verður að fylgjast með
Mortensen næstu árin, sjá hvernig
honum tekst að spila úr óvæntri
heimsfrægð sem hann ávann sér
sem hetjan Aragorn. Mortensen er
búinn að leika í hátt í fimm tugum
mynda en fyrstu árin í kvikmynda-
heiminum fóru fyrir lítið eins og
gengur. Það segir hinsvegar sína
sögu um álitið sem hann hafði áunn-
ið sér í dótaríinu að Sean Penn
valdi Mortensen í fyrsta ærlega
hlutverkið, annað aðalhlutverkið í
Indian Runner árið 1991, og Kevin
Spacey fékk honum einnig stórt
hlutverk í Albino Aligator (’96),
sinni leikstjórnarfrumraun. Það er
gæðastimpill sem er ekki á hvers
manns færi að fá í ferilskrána en
skipti litlu máli fyrir Holly-
woodframa leikarans því báðar
þessar fínu myndir fengu dræma
aðsókn.
Við tóku fáein aukahlutverk í
meðalmoði og aðalhlutverk í rusl-
myndum. Mortensen fór að verða
sjáanlegur í næststærstu hlutverk-
um vinsælla ónýtismynda eins og
Daylight, G.I. Jane, Psycho (end-
urgerðinni), A Perfect Murder
(endurgerð annarrar, sígildrar
Hitchcockmyndar – Dial M for
Murder), og 28 Days. Til að vinna
sig upp úr slíkri lægð upp í hæstu
hæðir þarf kraftaverk. Jackson var
kraftaverkamaðurinn, veðjaði öllum
á óvart á þennan vegvillta en geð-
uga leikara og hitti naglann á höf-
uðið. Johnston gerði hann að kemp-
unni í Hidalgo og í Alatriste, næstu
mynd Mortensen, leikur hann enn
og aftur hetjuhlutverkið, þar er
hann greinilega á réttri hillu.
Viggo Mortensen leikur kúrekann
Frank T. Hopkins í Hidalgo
HIDALGO: Leikstjóri: Joe
Johnston. Með Viggo Morten-
sen, Omar Sharif, Malcolm
McDowell, Zuleikha Robinson.
Sýnd í Háskólabíói og Sam-
bíóum.
saebjorn@mbl.is
Yfir Eldhafið
ÁSKRIFTARDEILD netfang: askrift@mbl.is, sími 569 1122