Morgunblaðið - 08.04.2004, Blaðsíða 64

Morgunblaðið - 08.04.2004, Blaðsíða 64
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 FIMMTUDAGUR 8. APRÍL 2004 VERÐ Í LAUSASÖLU 190 KR. MEÐ VSK. Lágmúla og Smáratorgi opið kl. 8-24 alla daga VERÐSTRÍÐ hefur ríkt á páskaeggja- markaði að undanförnu og hafa margar verslanir boðið tugprósenta afslátt síðustu daga. Teikn eru á lofti um að sala á páska- eggjum verði umtalsvert meiri en í fyrra. Að sögn Guðmundar Marteinssonar, fram- kvæmdastjóra Bónuss, var búið að selja nánast sama magn af páskaeggjum eftir síðustu helgi og fyrir páska í fyrra. Finnur Árnason, framkvæmdastjóri Hagkaupa, segir páskaegg seld með 25% afslætti og að salan sé meiri en í fyrra. „Þetta er árvisst má segja. Það er slegist um kúnnana í þessum mikilvægu vörulið- um, nú sem fyrr.“ Sigurður Markússon, rekstrarstjóri Nóa- túns, segir Nóatún hafa byrjað að bjóða 30% afslátt af páskaeggjum á fimmtudag og föstudag í síðustu viku. „Við erum komin í þá stöðu að vera búin að selja nánast sama magn og við seldum í fyrra þó að í venju- legu árferði sé aðalsölutíminn eftir.“ Sveinn Sigurbergsson, kaupmaður í Fjarðarkaupum, er þeirrar skoðunar að verð á páskaeggjum hafi „aldrei verið lægra“. „Það er talsvert um undirverð og dæmi um að egg sem kostar um 1.500 krónur í heildsölu sé selt á 900 krónur út úr búð,“ segir hann. Ingvi Guðmundsson, kaupmaður í versl- uninni Spar, telur verðsamkeppni í sölu páskaeggja komna „út í algert rugl“. „Í sumum tilvikum sýnist mér að menn séu að selja eggin nálægt 50% undir kostn- aðarverði. Hverjir haldið þið að borgi fyrir það?“ spyr Ingvi. Morgunblaðið/Árni Sæberg Allt að 50% verðfall á páskaeggjum  Meiri áhersla/26 MORGUNBLAÐIÐ kemur næst út á páskadag, sunnudag- inn 11. apríl. Fréttaþjónusta verður að venju á fréttavef Morgunblaðsins, mbl.is, alla páskahelgina. Hægt verður að koma ábendingum um fréttir á netfangið netfrett@mbl.is eða í síma 669 1200. Áskriftardeild verður opin á skírdag frá kl. 6–14, á laugardag frá kl. 11–19 og á páskadag frá kl. 8–15. Lokað verður föstudag- inn langa og annan í páskum. Auglýsingadeild verður opin á laugardag frá kl. 9–12 og ann- an í páskum frá kl. 13–16. Skiptiborð Morgunblaðsins verður opið á laugardag frá kl. 8–12 og annan í páskum frá kl. 13–20. Fréttaþjón- usta um páska ÚTLIT er fyrir að hagnaður Íslandsbanka, KB banka og Landsbanka Íslands verði 11,5 milljarðar króna samanlagt á fyrsta ársfjórð- ungi ef marka má afkomuspár greininga- deilda bankanna sjálfra. Þar með munu bank- arnir slá enn eitt hagnaðarmetið en til samanburðar var samanlagður hagnaður bankanna 16,3 milljarðar króna fyrir allt árið 2003 og 10,8 milljarðar fyrir allt árið 2002. Reiknað er með að hagnaður bankanna á árinu 2004 í heild muni nema 22,7 milljörðum króna. Burðarás mun samkvæmt meðalspá bankanna skila mestum hagnaði af fyrirtækj- um í Úrvalsvísitölunni, eða 5,7 milljörðum króna. Bankarnir skipa næstu þrjú sætin yfir mestan hagnað á fjórðungnum. Íslandsbanka er að meðaltali spáð 4,9 milljörðum króna, Landsbankanum er spáð að meðaltali 4,1 milljarðs hagnaði og gert er ráð fyrir að KB banki skili 2,5 milljarða hagnaði. Í fimmta sæti situr Pharmaco með tæplega 2,5 millj- arða hagnað. Landsbankinn segir uppgjöra fyrir fyrsta ársfjórðung beðið með nokkurri eftirvænt- ingu enda bíði fjárfestar nú eftir staðfestingu á því að félög á hlutabréfamarkaði standi undir núverandi markaðsvirði. „Væntingar um bætta afkomu í framtíð eru líklega ástæða þess að hlutabréfaverð hefur ekki lækkað meira en raun ber vitni,“ segir í afkomuspá bankans. Bönkunum spáð methagn- aði á fyrsta ársfjórðungi  Spá bönkunum/C1 BLÖÐRUSELUR, gerði sér lítið fyrir í gærdag og bægslaðist langt upp á land, eða um 100–200 metra frá sjónum. Selurinn var um tíma við þjóðveginn norðan við Borgarnes og vakti að vonum mikla at- hygli vegfarenda. Lögreglan í Borgarnesi og björg- unarsveitin Brák fengu það óvenjulega verkefni að koma selnum aftur út í sín náttúrulegu heimkynni, en ekki gekk það þrautalaust. Blörðuselurinn sá arna, sem er talinn vega um 200 kíló, lét öllum illum látum og hvæsti að mönnum og blés sig út, líklega hræddur í návist mannfólksins, að sögn lögreglu. Lögreglan sagði að fljótlega hafi hann þó farið að sýna þreytumerki. Björgunarsveitin Brák kom hon- um loks út í skurð og þaðan átti að leiðbeina honum útí sjó. Það var þó ekki fyrr en í gærkvöldi, eða um 19.30, að selurinn var loks kominn til sjávar og að sögn lögreglu synti hann strax á haf út, feginn að vera á ný umvafinn söltum sjónum. Ljósmynd/Þorgerður Gunnarsdóttir Selur á ferð í Borgarnesi Í NÝRRI skýrslu um afbrot í um- ferðinni sem kynnt var í gær kemur fram að umferðarlagabrot í málaskrá lögreglu voru rúmlega 64 þúsund í fyrra eða 72,6% af öllum skráðum brotum. Þar af voru hraðakstursbrot 25.285 eða 39,4% af öllum umferð- arlagabrotum. Skýrslan leiðir í ljós að 92% bílstjóra nota bílbeltin á þjóð- vegum landsins og er beltanotkun al- mennt betri þar en í þéttbýli þar sem hún er að meðaltali 80% en fer á sum- um stöðum allt niður í rúm 50%. Tæplega 20% þeirra ökumanna og farþega sem létust í umferðarslysum árið 2002 notuðu ekki bílbelti. Þá segir í skýrslunni að ýmislegt bendi til þess að dregið hafi úr ölv- unarakstri á undanförnum árum. Eftir fjölgun ölvunarakstursbrota á milli áranna 1999 og 2000 úr 1.959 í 2.482 hefur þeim fækkað á síðustu þremur árum og voru 1.757 árið 2003. Þá fækkaði ölvuðum ökumönn- um sem valda meiðslum eða dauða í umferðinni úr 61 árið 1998 í 42 árið 2002. Á árunum 1995–2002 sátu að meðaltali 16,8% fanga í fangelsum landsins vegna umferðarlagabrota, eða að meðaltali 49 fangar á ári. Að auki sinntu að meðaltali tæplega 60 manns samfélagsþjónustu á hverju ári vegna umferðarlagabrota frá 1995–2003. 64 þúsund umferðar- lagabrot á síðasta ári  „Tillitsleysi ökufanta“/32 MJÖG skiptar skoðanir eru meðal útgerðarmanna um tillögu stjórnar Landssambands íslenskra útvegs- manna til sjávar- útvegsráðherra um breytingar á úthlutun aflahlut- deilda í karfa. Erfðarannsókn- ir hafa nú staðfest að djúpkarfi sem veiddur er í úthaf- inu suðvestur af landinu er af sama stofni og djúpkarfi sem veiddur er nær landi. Veiðiheimildum í djúpk- arfa sem veiddur er í úthafinu hefur hins vegar verið úthlutað eins og um úthafskarfa væri að ræða. Ljóst er að tekist er á um verulega hagsmuni. Gangi tillaga stjórnar LÍÚ eftir og úthlutun á djúpkarfa- kvóta verði breytt, mun nærri 4 þús- und tonna karfakvóti færast á milli einstakra útgerða. Ætla má að verð- mæti kvótans nemi nærri tveimur milljörðum króna. Talsverð átök hafa orðið um málið innan LÍÚ og var í tillögu stjórnar sambandsins tekið tillit til ólíkra sjónarmiða. Megn óánægja virðist engu að síður með tillöguna. Útgerð- ir sem ekki hafa stundað úthafsveið- ar á djúpkarfa en ráða yfir karfa- kvóta á Íslandsmiðum telja að kvótahlutdeild þeirra í karfa eigi einnig að ná yfir djúpkarfa í úthaf- inu, enda sé þar um sama stofn að ræða. Segja útgerðirnar að mikil veiði á djúpkarfa í úthafinu hafi gengið mjög nærri stofninum og valdið verulegum kvótaskerðingum á heimamiðum. Úthafsveiðiútgerðir segja hins vegar óviðunandi að skerða veiði- heimildir þeirra í úthafinu, enda hafi þær kostað miklu til veiðanna í gegn- um tíðina. Stjórnvöld hafi auk þess með markvissum hætti beint sókn- arþunganum í djúpakarfa og skipin þannig aflað Íslandi veiðireynslu gagnvart öðrum þjóðum. Tekist á um karfakvótann  Deilt um/C2–C3 MIKLAR annir hafa verið í innan- landsfluginu í dymbilvikunni og ekki dregur úr þeim yfir páskahátíðina. Að sögn Árna Gunnarssonar, sölu- og markaðsstjóra Flugfélags Ís- lands, virðist sem mun fleiri séu á ferðinni nú en um síðustu páska. Reiknar Árni með að á bilinu 11–12 þúsund manns fari á helstu áfanga- staði félagsins eins og Akureyri, Eg- ilsstaði og Ísafjörð. Miðar Árni þá við tímabilið frá síðasta föstudegi til næsta þriðjudags en vegna mikillar eftirspurnar hefur verið bætt við flugferðum á þessa staði. Marg- brotin dagskrá verður í gangi í kringum þau skíðasvæði sem verða opin um páskahátíðina. Morgunblaðið/Árni Sæberg Fullt var í allar vélar til Akureyrar í gær. Reiknað er með að um 5.000 manns ferðist með Flugfélagi Íslands til Akureyrar um páskana. Margir í ferðahug  Búist við/33
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.