Vísir - 25.11.1981, Blaðsíða 1

Vísir - 25.11.1981, Blaðsíða 1
ALLAR FOSTRURNAR SEGJA UFP STÖRFUM - missa 83 bðrn pláss á dagvistun? r* Deilur risa hált á nýja dagheimilinu á Seltjarnarnesi: Forstööukona og fóstrur á barnaheimilinu Sólbrekku á Seltjarnarnesi hafa sagt upp störfum sinum vegna ágrein- ings viö bæjaryfirvöld. Takist ekki aö ráöa nýtt starfsfólk I tima missa 83 börn dagvistun sina um jól og áramót, en aug- lýst hefur veriö eftir nýju starfsfólki. A Sólbrekku eru tvær fóstrur fastráönar. Sögöu þær upp frá og meö 1. október. Auk þeirra eru þrjár fóstrur ráönar til þriggja mán- aöa reynslutlma. Munu þær á- kveönar I aö endurnýja ekki ráöningasamninginn. Þær láta þvi af störfum um áramót. Vísir náöi í morgun tali af for- stööukonu Sólbrekku. Hún kvaöst sem minnst vilja tjá sig um ástæöur þessa. Þarna kæmi þó til „skilningsleysi bæjaryfir- valda, og sambúöarerfiöleik- ar”, eins og hún komst aö oröi. Vegna þess ástands sem rikti væru fóstrurnar staöráönar i aö hætta störfum og ráöa sig þess I staö til Reykjavikurborgar. „Þessa deilu má sjálfsagt rekja til þess aö viö erum ekki á sama máli og ráöuneytiö varö- andi fjölda barna á barnaheim- ilinu”, sagöi Sigurgeir Sigurös- son bæjarstjóri á Seltjarnarnesi viö VIsi i morgun. Kvaö hann ráöuneytiö hafa einskoröaö sig viö tiltekinn fjölda plássa á dag- heimilinu, en þaö teldu bæjar- yfirvöld vera of litiö. „Viö eigum þetta aö sjálf- sögöu viö ráöuneytiö en ekki starfsfólkiö”, sagöi Sigurgeir, „en þetta viröist hafa fariö eitt- hvaö illa i stúlkurnar. Þær virö- ast álita aö veriö sé aö pressa I inn á þær fleiri börn en leyfilegt | er aö hafa. Þá tókum viö upp þá nýjung I aö setja upp stimpilklukku á | dagheimilinu og yfir þvl uröu þær óskaplega móögaöar. Gn I annaö starfsfólk hjá bænum vinnur viö stimpilklukkur, svo þaö atriöi ætti ekki aö vera neitt | ósaringjarnt”, sagöi Sigurgeir. — JSS | Deilt um afturvirkni samninga: Bðnkum lokað á fðstudag? Rikissáttasemjari og sátta- nefnd gera nú lokatilraun til þess aö sætta starfsmenn banka og sparisjóöa og stjórnendur þess- ara stofnana, en verkfall vegna Jbsss**' Jóhanna hundr- að ára i dag Verkalýösfrömuöurinn og bar- áttukonan, Jóhanna Egilsdóttir, er hundraö ára i dag. Jóhanna stóö um langt árabil i fararbroddi i baráttu verka- kvenna fyrir bættum llfskjörum og jafnrétti og vann mikiö braut- ryöjendastarf á þvi sviöi. Hún var formaöur Verkakvennafélagsins Framsóknar i 28 ár, var i miö- stjórn ASl i 14 ár og i miöstjórn Alþýöuflokksins. Þá var hún bæj- arfulltrúi i Reykjavlk um skeiö og hefur setiö á Alþingi. 1 tilefni dagsins tekur Jóhanna á móti gestum á Hótel Borg frá klukkan 16:30 I dag. — ATA þessarar kjaradeilu á aö hefjast á föstudaginn, náist ekki samning- ar fyrir þann dag. Viröist megin- ágreiningurinn, sem eftir stend- ur, snúast um þaö, hvort skamm- timasamningur til 15. mai nái aft- ur til 1. september eöa aöeins til 1. nóvember. Samningar I deilunni hafa dregist á langinn og samkvæmt heimildum VIsis var þaö vilji samninganefndar banka- og sparisjóöa, aö beöiö yröi fram yfir almennu samningana. Starfsmönnum bjóöast nú ASI-- samningarnir strlpaöir, en þeir vilja láta þá gilda frá þvi aö samningar þeirra voru lausir, 1. september. Telja þeir þaö i sam- ræmi viö aöra samninga nú, sem gilda frá lausnardegi, þótt hann hafi I þeim tilfellum veriö 1. nóv- ember. Ekki er taliö, aö nein önnur meiriháttar atriöi standi i vegin- um, hins vegar geti þetta eina á- greiningsmál reynst erfitt úr- lausnar. Starfsmenn hafa þegar skipulagt framkvæmd verkfalls. Sáttafundur veröur i dag. HERB Banaslys í Hvalfirði Maöur varö undir hjólaskóflu viö Ferstiklu á Hvalfjaröarströnd i gær og beiö samstundis bana. Tildrög slyssins eru enn ekki aö fullu ljós. Vegavinnuflokkur var aö starfi viö Ferstiklu og vann aö þvl aö mala möl i ofanlburö og eru þung vinnutæki notuö viö þaö verk. Maöurinn var að vinna i nánd við stóragröfu, en enginnsá, hvernig slysið bar að höndum. Málið er enn i rannsókn. Ekki er hægt aö birta nafn mannsins aö svo stöddu, en hann var 55 ára gamall. —ATA Alvöruþrungin endalok eða sínum augum líturhverá silfrið — alla vega voru þetta //erfiðir samningar"/ sem þeir staðfestu þarna, Haraldur Sveinsson, fram- kvæmdastjóri Árvakurs hf. og Morgunblaðsins og formaður FIP, og Magnús E. Sigurðsson, formaður FB og starfsmaður þess félags. Þetta var klukkan 21.22 í fyrrakvöld og í morgun komu dagblöðin aftur út eftir hlé frá því laugardaginn 14. nóvember. Bókagerðarmenn sömdu um 3,25% grunnkaupshækkun eins og ASI, en fengu þó nokkru hærri láglaunabætur. (Vísism. ÞL)

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.