Vísir - 25.11.1981, Blaðsíða 5

Vísir - 25.11.1981, Blaðsíða 5
Miðvikudagur 25. nóvember 1981 5 Umhverfisverndarsinnar og visindamenn frá tiu löndum hvetja til þess, að hömlur verði settar á not apa og annarra til- raunadýra til læknisfræðilegra rannsökna. Sérfræðingar þessir komu saman til ráðstefnu i Genf i ný- lega á vegum Alþjóða heilbrigðis- málastofnunarinnar (WHO) gagngert til þess að fjalla um apana, kaninurnar, rotturnar og önnur slik dýr, sem visindamenn nota mikið við liffræðilegar til- raunir. Voru ráðstefnumenn á einu máli um mikilvægi slikra dýra fyrir allt tilraunastarf á þessu sviði en töldu rétt að notkun þeirra yrði haldið i lágmarki. En vegna útþenslu manna- byggða og annarrar þröunar er hartgengið að sumum dýrastofn- um. Til dæmis eru sumar apateg- undir nær þvi að deyja Ut fyrir ágangi, og raunar orðið harð- drægara að veiða þær villtar, svo að ýmsar tilraunastöðvar eru teknar að rækta og ala upp apa til eigin þarfa. /1 Albræðslurnar halda áfram að safna birgðum og er bdist við þvf að þær verði orðnar um 3 milljónir smálesta sem fram- leiðendur sitja uppi með um áramótin. „Hvað ætlar ’ann að gera við okkur núna?” gætu þessi apaskinn veriö að hugsa en mönnum stendur orðið stuggur af þvi hver nærri ýmsum apastofnum hefur verið höggvið. Deyjandi tunga Mansjúmálýskan er nærútdauð i Kina og er sagt, að ekki séu skrifandi á það mál fleiri en tíu Kinverjar. — Vilja menn varna þvi að málið leggist alveg af, og eru nú áttatiu manns á skólabekk að læra málýskuna i þvi skyni. Þeir ganga á tveggja mánaða námskeið i Shuangcheng-héraði þar sem menn tala þessa mál- ýsku ennþá. Hún barst til Kina frá Mið-Asiu með riddurum, sem réðust inn i Kina á miðri sautjándu öld, en þeir stýröu landinu þar til Qing-keisaraætt- inni var steypt 1911. Það eru taldir vera 2,6 milljónir manna af mansjúætt i Kina en meirihluti þeirra hefur aðlagast svo öðrum að þeir eru að hverfa i fjöldann. Menning þeirra hefur að mestu horfið og tunga að glatast eða að minnsta kosti bókmálið. Nú geta dGr farið að móla — hér kemur fílboð, sem erfitt er að hafna Ef þú kaupir málningu fyrir 500 kr. eða meira færðu 5% afslátt. Ef þú kaupir málningu fyrir 1000 kr. eða meira færðu 10% afslátt. Ef þú kaupir málningu í heilum tunnum, þ.e. 100 lítra, borgarðu verksmiðjuverð og í kaup- bæti færðu frían heimakstur, hvar sem er á stór- Reykjavíkursvæðinu. Hver býður Opið mánud. — miðvikud. kl. 8-18 Opið fimmtudaga kl. 8-20 Opið föstudaga kl. 8-22 Opið laugardaga kl. 9-12 m BYGGlWGflVÖRÖRl Hringbraut 119 Símar: 10600-28600 Munið aðkeyrsluna frá Framnesvegi PRÓFKJÖR SJÁLFSTÆÐISFLOKKSINS I REYKJAVIK 29. nóv - 30. nóv. 1981 Vilhjálmur Þ. Vílhjálmsson framkvæmdastjóri SÁÁ gefur kost á sér til setu í borgarstjórn Reykjavíkur. Þangað á hann erindi. Þegar litið er til starfa Vilhjálms fyrir Sjálfstæðisflokkinn og á öðrum vettvangi er Ijóst að honum má treysta til ábyrgðarstarfa. Við skorum á sjálfstæðisfólk að tryggja honum glæsilega kosningu í prófkjörinu. Stuðningsfólk Albirgðir aldrei meiri Verð á áli féll mjög á heims- markaðnum nýlega þegar tveir meiriháttar álframleiðendur dembdu álbirgðum sinum i sölu i viðleitni til að draga úr tapinu á krepputimum. Á málmmarkaðnum i London féll staðgreiðsluverð á áli niður i 573 sterlingspund tonnið en var 635 pund fyrir ári. Dræm eftirspurn eftir áli á markaðnum hefur leitttil þess, að safnast hafa meiri álbirgðir en nokkru sinni fyrr. Háir vextir viðast i heimi gera framleiðend- um erfitt um vik að sitja á birgðum sinum og biða hag- stæðara söluverðs og hafa þeir neyðsttilað selja til þessað verða sér útium rekstrarfé. Aðalástæðan fyrir sölutregðu álsins hefur verið samdrátturinn hjá bilaverksmiðjum, einkanlega i Bandarikjunum og viða einnig i byggingariðnaði. Það erætlað að i september sið- asta hafi álbirgðir i heiminum verið um 2.850 þúsund smálestir eða um einni milljón smálesta meira en i september 1980. Skortur orðinn á ðpum fyr- ir lilraunastöðvar

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.