Vísir - 25.11.1981, Blaðsíða 7

Vísir - 25.11.1981, Blaðsíða 7
Miðvikudagur 25. nóvember 1981 VlSIR Hafnarfjörður: 7 BÆRINN KEVPTI STRAUM A 4.8 MILLJðNIR KRðNA Hafnarfjarðarbær hefur nú fest kaup á jörðinni Straumi, 397 þúsund fermetrum sunnan Straums- vikur, og er kaupverðið tæplega 4.8 milljónir króna. Gekk bærinn inn i kaupsamning við nokkra eig- endur jarðarinnar, sem Fjárfestingarfélagið hf. hafði gert en það félag hugðist koma upp laxarækt i og við Straumsvik. Þrir samningar viö landeig- endur voru undirritaðir fyrir fá- um dögum, en þeir eigendur munuhafa keypt jörðina i pörtum fyrirnokkrum áratugum. Eins og fyrr segir seldu þeir Hafnar- fjarðarbæ jörðina á samtals 4.8 milljónir. Þar af fá þeir 1.6 mill- jónirá næstú sexmánuðum og af- ganginn greiddan verðtryggðan á 7 árum með 2% vöxtum og er þvi nánast um staðgreiðsluverð að ræða. Engin áform eru uppi hjá Hafnarfjarðarbæ um nýtingu þessa lands i náinni framtið. Laxaræktaráform Fjár- festingarfélagsins dóu ekki með yfirtöku Hafnarfjarðarbæjar á þessum samningi, þvi eins og kunnugt er hefur félagið á prjón- unum slika starfsemi nokkru utar, eða á Vatnsleysuströnd. Talsverö aukning í farþegakomu tli landsins Þess má geta, að gerðar hafa verið i smáum stil tilraunir meö laxabeit frá Straumsvik. Fyrir nokkrum árum var reynt að sleppa þaðan Kyrrahafslaxi. Og fyrir tveim árum mun nokkrum tugum laxa hafa verið sleppt og var bæjarráði Hafnarfjarðar ný- lega gerð gréin fyrir árangrinum. Einn lax skilaði sér i Straumsvik- ina i sumar, sem er liklega ekki svo slæmt hlutfall i litilli tilraun. HERB Prófkjör Sj' ’ í Reykjavík fer fram dagana 29. og 30. nóvember n.k. Atkvæðisrétt hafa allir sjálfstæðismenn í Reykjavík, 16 ára og eldri, og allir þeir er vilja ganga í Sjálfstæðisflokkinn Farþegum til tslands fjölgaði i kringum 20 prósent i september mánuði miðað við sama tima i fyrra. Þeir voru samtals 9.236, þar af 5.821 tslendingur. Alls voru farþegar til landsins 1. nóvember orðnir 135.908 og er það rúmlega 10 prósent aukning frá þvi i fyrra. Af erlendum farþegaum koma langflestir frá Bandarikjunum eöa 1064, en næst á eftir koma 447 Danir og 440 komu frá Sviþjóð. JB Nýll tölublað Húsa og hlbýia Fimmta tölublað HUsa og Hibýla er komið Ut. 1 blaðinu kennir margra grasa. Grein er um húsbyggingar, innanstokks- muni, fatnað, mat o.fl. Viðtöl eru við þá Pétur B. LUthersson innan- húsarkitekt, Eggert Jóhannsson feldskera, Vilhelminu Sigriði hjá kynningardeild Osta og Smjörsöl- unnar og fleiri aðila. Loks má geta tveggja greina um tækni, önnur er um notkun ör- bygjuofna og hin um heimilistölv- una. Útgefandi Húsa og Hibýla er SAM-útgáfan. Ritstjóri er Þór- arinn Jón MagnUsson. 51% Reykvíkinga 42.632 talsins, eru 30 ára og yngri. Anders Hansen blaðamaður er einn fárra frambjóðenda í prófkjörinu undir þrítugu • Anders Hansen hefur þrátt fyrir ungan aldur starfað lengi innan Sjálfstæðisflokksins, þar sem hann hefur gegnt fjölda trúnaðarstaða. • Á 5 ára starfsferli sinum sem blaðamaður við Vísi og Morgunblaðið hefur Anders aflað sér viðtækrar þekkingar á borgftrmálum v Gréiar er bara forstjóri Þau mistök urðu i frétt Visis á dögunum um væntanlegar mynd- bandaleigur kvikmyndahúsanna að Grétar Hjartarson var þar ranglega titlaður eigandi Laugar- ásbiós. Það er auðvitað Sjó- mannadagsráð sem á þetta kvik- myndahús, en Grétar er fram- kvæmdastjóri þess. • I fjölmörgum blaðagreinum hefur hann komið fram með athyglisverðar hugmyndir um borgarmál, svo sem varðandi atvinnu- og húsnæðismál • Með kjöri ungs manns á lista Sjálfstæðisflokksins er tryggð x nauðsynleg endurnýjun í borgarstjórn næsta kjörtímabil Anders Hansen blaðamaöur er frambjóðandi í prófkjöri Sjálfstœðisflokksins STUÐNINGSMENN IB

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.