Vísir - 25.11.1981, Blaðsíða 9
Miövikudagur 25. nóvember 1981
vtsm
9
Vísir Dirlir „fíelstu niðurstöður” alits slartsskilyrDanelnflar
um samanburð á aðstöðu atvlnnuveganna:
Atvinnuvegum og fyrirtækjum
meira og minna mismunaö
Visir birtir hér meginkafla áfangaskýrslu starfsskilyrðanefndar
til forsætisráðherra frá i september.
„Með bréfi dagsettu 9. september 1980 skipaði forsætisráðherra
fimm manna nefnd tii að gera samanburðarathugun á starfsskil-
yrðum iðnaðar, sjávarútvegs og landbúnaðar með tilliti til sam-
keppnisaðstöðu i útflutningi og á heimamarkaði.”
1 nefndinni eru: Jóhannes Nordal, seölabankastjóri formaður
Árni Benediktsson, tilnefndur af sjávarútvegsráðuneytinu, Árni
Kolbeinsson, tilnefndur af fjármálaráðuneytinu, Ingi R. Helgason,
tilnefndur af iðnaðarráðuneytinu, Pétur Sigurðsson, tiinefndur af
landbúnaöarráðuneytinu. Ritari nefndarinnar er Tryggvi Pálsson
hagfræðingur.
Eins og fyrr segir fékk forsætisráðherra f hendur áfangaskýrsiu
frá nefndinni nýlega. Þar er fjallað um tekjuöflun hins opinbera,
opinbera fyrirgreiðslu og lánamál, en lokaskýrslu er að vænta f ijót-
lega.
Helstu niðurstöður
Starfsskilyrði þau, sem at-
vinnugreinunum eru búin af
stjórnvöldum, eru nátengd
markaðs- og samkeppnisskil-
yrðum greinanna. Þær atvinnu-
greinar, sem flytja út afurðir
sinar eða keppa við erlendan
innflutning, hafa mun minna
svigrúm til að ráða söluverði af-
urða sinna. Áhrif opinberra að-
gerða á afkomu þessara greina
eruaf þeim sökum mun afdrifa-
rikari en ef um er að ræða
verndaðan atvinnurekstur, sem
nýtur einokunar á heimamark-
aði. Er þvi afar eðlilegt, að
stjórnvöld taki mið af sam-
keppnisskilyrðum, þegar á-
kvarðanir eru teknar um starfs-
skilyrði atvinnugreina.
A striðsárunum og eftir
þróaðist hér hafta- og milli-
færslukerfi, sem fól i sér mjög
misjöfn starfsskilyrði fyrir at-
vinnugreinarnar. Sjávarútveg-
ur aflaði á þessum árum um
90% af verðmæti útflutningsaf-
urða. Rekstrarstaða sjávarút-
vegs og annarra útflutnings-
greina var oft erfið, þar sem
verðbólga og óraunhæf gengis-
skráning þrengdi sifellt að. Sem
ráð við þvi, urðu millifærslur og
ýmis friðindi i skattlagningu og
fjármögnun helst fyrir valinu.
Iðnaður var svo að segja alveg
bundinn heimamarkaði og sam-
keppnisstaða hans varin með
tollum og beinum innfiutnings-
hömlum á samkeppnisvörum.
Að nokkru leyti vegna þessara
aðstæðna var iðnaður yfirleitt
settur skör lægra i opinberri
fyrirgreiðslu, skattmeðferð og
aðgangi að lánsfé. Reynt var að
ná ákveðnu tekjustigi fyrir
bændur fyrst með einokun inn-
lenda markaðarins og siðar
einnig útflutningsuppbótum á
umframframleiðslu. Við bætt-
ust ýmsar ivilnanir, sérstaklega
varðandi fjáröflun.
Undanfarna tvo áratugi hefur
þessi skipan mála verið að
breytast jafnt og þétt i átt til
opnara markaðskerfis. Inn-
flutningshöft hafa verið afnum-
in á svo til öllu nema land-
búnaðarafurðum. Tollvernd
iðnaðar hefur einnig verið af-
numin i áföngum, svo að
iðnaður býr nú að lang mestu
leyti við óhefta samkeppni
erlendra fyrirtækja, um leið og
hann hefur orðið útflutnings-
grein i vaxandi mæli. Sam-
keppnisstaða iðnaðar er af
þeirri ástæðu orðin að nokkru
leyti hliðstæða stöðu sjávarút-
vegs. Undantekningin frá þess-
ari þróun er landbúnaður, sem
enn býr við algera markaðs-
vernd á allri hefðbundinni
framleiðslu sinni. Miðað er við
að ná viðmiðunartekjum með
verðákvörðunum á innlendum
markaöi og uppbótum á út-
flutningsverð. Nokkur hluti
búvöruframleiðslunnar er þó
fluttur út án uppbóta, svo sem
lifandi hross, æðadúnn og loð-
dýrafeldir.
Samfara opnun markaðarins
og aukinni erlendri samkeppni
hefur verið markmið stjórn-
valda að jafna starfsskilyrði og
draga úr óþarfa mismunun,
sem áður var, t.d. i skattmeð-
ferð, lánskjörum og aðgangi að
fjármagni. Séu borin saman
skilyrði þau, sem sjávarútvegur
og iðnaður búa nú við i þessu
efnimiðað við það sem var fyrir
áratug eða tveimur, þá er auð-
séð, að mikil breyting hefur orð-
ið á. Engu að siður er þvi þó
haldið fram, að viða gæti mis-
ræmis enn.
Er það megintilgangur þess-
arar athugunar að kanna, hvort
svo er og meta fjárhagslegt
vægi þess. Mismunandi
náttúruleg skilyrði greinanna
og aðstæður erlendis eru ekki
viðfangsefni nefndarinnar.
Fyrst og fremst er litið á meiri
háttar efnahagslega mismunun,
sem felst i sértækum ákvæðum,
og stjórnvöld gætu einhverju
um ráðið. Samanburðarathugun
nefndarinnar á starfsskilyrðum •
beinist á þessu stigi að þremur
megin sviðum, tekjuöflun hins
opinbera, opinberum framlög-
um óg þjónustu og að lokum
láriskjörúm ög aðgangi að láns-
fé.
Eftir þvi sem aðstæður hafa
leyft, hefur verið litið tíl eftir-
farandi skiptingar atvinnu-
greinanna:
1. Landbúnaður
2. Vinnsla landbúnaðarafurða
3. Fiskveiðar
4. Fiskvinnsla
5. Utflutnings- og samkeppnis-
iðnaður
6. Annar iðnaður.
Hér á eftir verður fyrst gerð
grein fyrir nokkrum megin
niðurstöðum varðandi hverja
atvinnugrein (2.1.). Siðan er
getið um þá málaflokka, sem
leita þarf lausnar á við áfram-
haldandi jöfnun starfsskilyrða
(2.2.). Þess ber að geta, að
greinargerð nefndarinnar um
markaðsskilyrði og gengismál
liggur ekki fyrir, og verður af
þeim sökum ekki gerð grein
fyrirniðurstöðum, sem beinlinis
lúta að þeim málaflokkum.
Niðurstöður með tilliti
til atvinnugreina:
1. Landbúnaður býr við nær
algera markaðsvernd, sem eng-
in hinna atvinnugreinanna ger-
ir. Þetta á þó ekki við nokkrar
smærri búgreinar, svo sem loð-
dýrarækt, sem er útflutnings-
grein, og mjög hliðstæð út-
flutningsiðnaði i samkeppnisað-
stöðu.
Sé litið á önnur skilyrði en
markaðsstöðu, er landbúnaður
ýmist verr eða betur settur en
aðrar greinar, sem nefndinni
var falið að athuga.
a) Landbúnaður greiðir hærri
aðflutnings- og sölugjöld af
innfluttum aðföngum en
sjávarútvegur og iðnaður.
b) Uppsöfnun söluskatts er
meiri en i öðrum greinum og
er ekki bætt.
c) Landbúnaður er undanþeg-
inn launaskatti.
d) Bein framlög úr rikissjóði
eru meiri en til annarra
greina.
e) Fjárfestingar eru fjármagn-
aðar hlutfallslega minna með
lánsfé, en lánskjör bæði til
fjárfestingar og rekstrar eru
landbúnaði hagstæðust.
Meginatriði er, að á meðan
markaðsvernd helst óbreytt, er
ekki unnt að segja, að önnur at-
riði ráði úrslitum. Vegna
markaðsverndarinnar eru land-
búnaði sköpuð önnur og örugg-
ari skilyrði en öðrum atvinnu-
greinum.
2. Vinnsla landbúnaðarafurða
nýtur að miklu leyti sömu
verndar og landbúnaður. Sú
staðreynd, aö úrvinnslugrein
landbúnaöarins er á margan
hátt verr sett en samkeppnis-
iðnaöur og fiskvinnsla, t.d.
varðandi aðflutningsgjöld, veg-
ur þvi ekki mjög þungt á móti
þvi öryggi, sem innflutnings-
bann á samkeppnisvörum skap-
ar. í stuttu máli eru helstu nið-
urstööurnar, hvaö varðar
vinnslu landbúnaðarafuröa, að.
öðru leyti þessar:
a) Sláturhús og mjólkurbú eru
undanþegin aðstöðugjaldi.
b) Uppsöfnun söluskatts er ekki
bætt.
3. Fiskveiðar hafa um langt
skeið notið sérstakrar um-
hyggju, sem önnur frumgrein
islenskrar framleiðslu. A sama
hátt og landbúnaði hefur fisk-
veiðum vérið tryggð betri
starfsskilyrði en öðrum at-
vinnugreinum. Hins vegar er
markaðsstaða þessara frum-
vinnslugreina gerólik, þar sem
afurðir sjávárútvegs eru i ó-
heftfi íjámkeppni á -erlendum
möfckuðum.; I.hve:rikum mæli
þessi markaðsstaða sjávarút-
vegs sem heildar ræöur starfs-
skilyrðum fiskveiða er háð fisk-
verðsákvörðunum. Dregið er úr
áhrifum erlendra markaðsað-
stæðna á fiskveiðar, að svo
miklu leyti sem fiskverð er á-
kveðið með hliðsjón af öðrum
þáttum en söluverði afurða fisk-
vinnslunnar. Þótt þvi sé af
mörgum haldið fram, að vegna
auðlindaraðstöðu ætti fisk-
veiðar að greiða auðlindaskatt
og flestir áliti fiskveiðiflotann of
stóran, þá hafa aðgerðir stjórn-
valda yfirleitt miðast við að
bæta stöðu útgerðar og hvetja
þannig til aukinnar sóknar.
Að öðru leyti eru megin at-
riðin i starfsskilyrðum fiskveiða
isamanburði við aðrar atvinnu-
greinar þessi:
a) Aðstöðugjald er mun lægra.
b) Fiskveiðar eru undanþegnar
launaskatti.
c) Sjómenn njóta meiri háttar
tekjuskattsfriðinda umfram
starfsfólk annarra atvinnu-
greina.
d) Uppsöfnun söluskatts er ekki
bætt, en er minni en i öörum
greinum.
e) Engin aðflutningsgjöld eða
sölugjöld eru greidd af skip-
um eða fastabúnaði þeirra.
f) Mun hærri lánshlutföll gilda
fyrir fjárfestingarlán fisk-
veiða.
4. Fiskvinnsla býr ekki við
sömu aöstöðu og fiskveiöar. Að
nokkru leyti er þessi atvinnu-
grein verr sett en útflutnings- og
samkeppnisiðnaður.
a) Uppsöfnun söluskatts er ekki
bætt.
b) Fiskvinnslan nýtur þó lægri
aðstöðugjalda.
c) Aöflutningsgjöld eru hærri en
fyrir útflutnings- og sam-
keppnisiönaö en lægri en
annarra greina.
d) Aðgangur að lánsfé er rýmri
vegna endurkaupakerfisins.
5. Útflutnings- og sam-
keppnisiðnaöur er ekki lengur
verndaður fyrir erlendri sam-
keppni og i þvi tilefni hafa
stjórnvöld gert átak til að bæta
starfsskilyrði þeirra frá þvi sem
var. Vegna markaðsstöðunnar
er þýðingarmest að bera saman
sjávarútveg og þennan hluta
iðnaðar. Sambúðarvandi þess-
ara atvinnugreina birtist m.a. i
gengisskráningu krónunnar.
Astæðan er sú, að sjávarútveg-
ur og afkoma hans hefur ráðið
meiru um skráningu gengis
vegna meiri hlutdeildar i út-
flutningsverðmæti. Að öðru
leyti kom eftirfarandi fram við
athugun nefndarinnar:
a) Aðstöðugjöld eru hærri en
fyrir sjávarútveg.
b) Útflutnings- og samkeppnis-
greinum iðnaðar er búin
betri aðstaða en öðrum
greinum með endurgreiðslu
söluskatts og álagningu
jöfnunargjalds.
c) Aðflutnings- og sölugjöld af
sérhæfðum fjáríestingarvör-
um og nokkrum öörum að-
föngum eru felld niður eða
endurgreidd i rikari mæli en
fyrir aðrar atvinnugreinar
nema fiskveiðar.
d) Opinber framlög eru mun
minni en til sjávarútvegs eða
landbúnaðar.
e) Aðgangur að endurkaupa-
kerfinu er lakari. Lánskjör
afurðalána iðnaöarins eru
hagstæðari en lánskjör af-
urðalána sjávarútvegsins.
6. Annar iðnaður er fyrst og
fremst viðgerðar- og þjónustu-
iðnaður. Er ekki um tollvernd
að ræða heldur fremur fjar-
lægðarvernd, sem skapar þess-
um greinum tryggari markaðs-
stöðu. Skilin milli samkeppnis-
iðnaðar og annars iðnaðar eru
þó ekki glögg. Markaðsstaða
annars iðnaðar er á vissan hátt
lik stöðu landbúnaðar, en á
starfsskilyrðum þeirra ermikill
munur. Segja má, að þessi
iðnaður fylgi landbúnaði i þeim
atriðum, sem eru landbúnaði i
óhag, en njóti hins vegar engra
þeirra sérstöku friðinda, sem
landbúnaði hafa verið veitt. Að
þessu leyti er likt á komið með
öðrum iðnaði og þeim atvinnu-
greinum, sem nefndinni var
ekki falið að kanna.
a) Uppsafnaður söluskattur er
ekki bættur.
b) Aðflutningsgjöld af aðföng-
um eru há.
c) Opinber framlög eru minni
en til landbúnaðar og
sjávarútvegs.
d) Aðgangur að lánsfé er tak-
markaðri og lánskjör óhag-
stæðari.
Niðurstöður með tilliti
til málaflokka
Ef áframhald á að verða i
þeirri jöfnun starfsskilyrða,
sem stefnt hefur verið að á
undanförnum árum, telur
nefndin að leita þurfi lausnar á
eftirfarandi atriðum:
1. Aðstöðugjald. Mishátt að-
stööugjald er lagt á atvinnuveg-
ina auk þess sem gjaldstofninn
veldur mismunun milli greina
og fyrirtækja innan sömu
greinar. Ef annar grunnur fyrir
gjaldinu verður ekki fundinn
eða þaö lagt niöur og tekna aflað
á annan hátt, er vænlegast að
jafna gjaldstig skattsins og af-
nema afslætti.
2. Launaskattur. Undanþága
fiskveiða og landbúnaðar felur i
sér ótviræða mismunun, sem
1 !
auðveldast væri að leiðrétta
með þvi að leggja launaskatt á
allar greinar en lækka um leið
álagningarhlutfallið.
3. Sjómanna- og fiksimanna-
frádráttur. Þessi sérstöku
tekjuskattsfriðindi fela ótvirætt
i sér mismunun milli launþega,
sem að öllum likindum veldur
mismunun milli atvinnugreina.
Út frá félagslegum sjónarmið-
um er hugsanlega unnt að rétt-
læta frádrátt frá tekjuskatti,
enda væri um hliðstæðan frá-
dráttað ræða fyrir alla þá, sem
búa við svipuð félagsleg skil-
yrði. Fremur er það þó, ef um
fastan frádrátt i krónutölu er að
ræða (sbr. sjómannafrádrátt)
en hlutfallslegan frádrátt (sbr.
fiskimannafrádrátt).
4. Uppsöfnun söluskatts.
Þessi ókostur söluskattsins
veldur mismunun milli atvinnu-
greina, þar sem landbúnaður er
verst settur, auk þess sem upp-
söfnun veldur mismunun milli
fyrirtækja. Til jöfnunar er
hugsanlegt að auka endur-
greiðslur, og láta þær ná til
fleiri greina. Viðunandi lausn
fæst þó varla, nema með þvi að
taka upp virðisaukaskatt og af-
nema söluskatt.
5. Aöflutningsgjöid. Að-
flutnings- og sölugjöld á innílutt
aðföng helstu útflutningsgreina
og samkeppnisiðnaðar hafa
verið lækkuð umfram annað, ef
frá er talin nánast algjör undan-
þága fiskveiða og stóriðju. Ein-
stakir flokkar aðfanga, svo sem
flutningstæki, rafeindabúnaður
og ýmsar byggingarvörur og
nokkrar greinar, sem keppa við
erlenda aðila, svo sem loðdýra-
rækt, hafa þó farið varhluta af
þessum aðgeröum. Megin
athugasemd nefndarinnar er,
að samræmi er ábótavant milli
vöruflokka. Afar há að-
flutningsgjöld eru greidd af
ýmsum aðföngum i tekju-
öflunarskyni og ræðst skatt-
byrði atvinnugreinanna af þvi,
hversu háðar slikum aðföngum
greinarnar eru.
6. Opinber framlög og þjón-
usta. Atvinnugreinarnar fá
framlög úr rikissjóði i misrik-
um mæli. Með framlögum eru
hér ekki táldar niðurgreiðslur
og útf lutningsuppbætur
landbúnaðarafurða. Ætlunin er
að fjalla um þessar greiðslur i
greinargerð um verðmyndunar-
og samkeppnisskilyrði. Fær
iðnaður greinilega minnst.
Ýmis sjónarmið liggja að baki
misskiptingu framlaga, sem ó-
skyld eru fjárhagslegri mis-
munun. Misskipting framlaga
og opinberrar þjónustu getur
þrátt fyrir það valdið aðstööu-
mun milli greina.
7. Aögangur aö lánsfé. Mjög
ólikar reglur gilda um hlutfall
útlána f járfestingarlánasjóða af
fjárfestingu. Aberandi hæst er
hlutfallið I lánveitingum til fisk-
veiða. Æskilegt væri að draga
úr kerfisbindingu fjárfestingar-
lána og afmörkunum milli
greina. Varðandi lánsfjármögn-
un rekstrar er ljóst, að reglur
um endurkaup afuröa- og
rekstrarlána valda misræmi og
eru landbúnaði og sjávarútvegi
mest i hag.
8. Lánskjör. Bæði hvað
varðar fjárfestingarlán og al-
menn rekstrarlán er samræm-
ing lánskjara nánast um garð
gengin, þó lánskjör fjárfesting-
arlána séu ivið hagstæðari land-
búnaði en öðrum. Eina meiri
háttar undantekningin eru sér-
staklega Ivilnandi kjör á ó-
gengistryggðum endurkeyptum
lánum, sem landbúnaður og að
nokkru leyti iðnaður fá.