Vísir - 25.11.1981, Blaðsíða 18

Vísir - 25.11.1981, Blaðsíða 18
22 Mi&vikudagur 25. nóvember 1981 Hofsós: Aðelns ivö fet frð eilífðinnif - húsvörðurinn slapp naumlega „Ég vissi ekki fyrr en hurðin þaut framhjá mér i mesta lagi tveggja feta fjarlægð, skall i vegginn og brotnaði i spón. Ég er hræddur um að það hefði orðið lit- ið eftir af mér heföi hurðin lent á mér”, sagöi Jónas Jónasson, hús- vörður i félagsheimilinu Höfða- borg á Hofsósi, en þar urðu tölu- verðar skemmdir á sunnudags- kvöldiö er kyndiketill hússins sprakk. ,,Ég var á eftirlitsferð um húsið og átti eftir að fara niður i kjallara. Ég gekk niður stigann og átti eftir tvö þrep. Kyndiklef- inn er á hægri hönd ef gengið er niður stigann, og þangað inn ætlaði ég. Ég heyröi skyndilega mikinn hávaða og hurðin kom á móti mér, eins og fyrr sagði. Ég get ekki neitað þvi að mér var veru- lega brugðið og til að byrja með var ég hálf ruglaður. Ég var heppinn að sleppa ómeiddur”. Skemmdir urðu talsverðar i kjallara félagsheimilisins við sprenginguna og að sjálfsögðu er hitakerfi hússins allt úr lagi geng- ið. öll starfsemi i húsinu hefur þvi legiðniðri, en þar er grunnskólinn með mötuneyti og leikfimi- kennslu, tónlistarskólinn með að- stöðu, svo og Búnaðarbankinn. Þá hefur dagheimili verið rekið i húsinu og hreppurinn er þar með skrifstofur. Þá fer öll félagsstarf- semi staðarins fram i húsinu. Jónas sagði, að skemmdirnar hefðu enn ekki veriö metnar, en þær nema tugþúsundum króna. Hann sagði, að stefnt væri að þvi að koma kyndikerfinu i lag fyrir kvöldiö i kvöld, þannig að aftur væri hægt að taka húsið i notkun. Ekki er ljóst, hvað olli sprengingunni i kyndikatlinum, en að sögn Jónasar var þetta öfl- ugur og góður ketill og ekki gam- all. —ATA Utboð Hitaveita Suöurnesja óskar eftir tilboðum í jarövinnu og undirstöður vegna kaldavatns- geymis i Svartsengi. Útboösgögn verða afhent á Verkfræðistofunni Fjarhitun hf. Álftamýri 9, Reykjavík og skrifstofu Hitaveitu Suður- nesja/ Brekkustíg 36, Y-Njarðvik/ gegn 500.- kr. skilatryggingu. Tilboð verða opnuð á skrif- stofu Hitaveitu Suðurnesja, Brekkustíg 36/ Y-Njarðvík, fimmtudaginn 10. desember, 1981 kl. 11.00. Fjármálaráðuneytið óskar eftir að ráða nú þegar í stöðu skrifstofu- manns í ráðuneytinu. Mjög góðrar vélritunar- og islenskukunnáttu er krafist. Umsóknir sendist fjármálaráðuneytinu, Arnarhvoli fyrir 1. desember n.k. Fjármálaráðuneytið Allt til smyrna hnýtinga • Smyrna mottur • Smyrna-púðar • Smyrna-myndir Endalaust úrval. Póstsendum HOF Ingólfsstræti 1 (gegnt Gamla bíói) Sími 16764. vlsm BERGEN Eikarbæsuð kótó, massívir kantlistar. 3 skúffur og Ijós í glerskáp. H 180 B 246 D 31/49 H1ÍSGAGNA BÍLDSHÖFÐA 20-110 REYKJAVÍK HÖLLIN SÍMAR: 91-81199 -81410 Þú getur valiö um: • SUBARU fólksbil— Hatchback — 5 gira — framhjóladrif inn. • SUBARU fólksbil— Hatchback — 4 gíra — f jórhjóladrifinn. • SUBARU fólksbil — Sedan, sjálfskiptan — framhjóladrifinn. • SUBARU fólksbíl— Sedan— beinskiptan — framhjóladrifinn. • SUBARU fólksbíl — Sedan — beinskiptan — fjórhjóladrifinn. • SUBARU station — sjálfskiptan — powerstýri — framhjóladrifinn. • SUBARU station—f jórhjóladrifinn — háttog lágtdrif. og ýmsar aðrar gerðir af SUBARU. Góðir greiðsluskilmálar Hafið strax samband og tryggið ykkur góðan bíl Ingvar Helgason Vonarlandi v/Sogaveg - Sími (9D-33560 Umboð á Akureyri: Sigurður Valdimarsson Óseyri 8 - Sími (96Í-22520

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.