Vísir - 25.11.1981, Blaðsíða 31
Miövikudagur 25. nóvember 1981
Hans hágöfgi
Nú er komin út í fyrsta sinn á
islensku skáldsaga eftir rit-
höfundinn David Beaty, og nefn-
ist hún „Hans hágöfgi”.
Sagan gerist i Afriku. Þar er
gerð bylting i Afrikuri'kinu Kaj-
andi. Nýi einvaldurinn er risi á
vöxt, ófyrirleitinn og hjátnlar-
fullur. Samskipti hans og breska
sendiherrans sem bókin dregur
nafn sitt af, eru bæði spennandi
og óvæntir atburðir þar á hverju
strái.
Útgefandi er Skjaldborg.
Káta komin á hættu-
slóðir i Afriku
Út er komin ellefta barnabókin
um Kátu litlu en hún er ætluð
yngstu lesendunum.
í þessari bók er Káta komin til
Afriku og þar er ýmislegt spenn-
andi að kynnast, bæði hjá mönn-
um og málleysingjum.
Útgefandi Kátubókanna er
Skjaldborg.
VÍSIR
HIN „ÁBYRGA” LAUNÞEGAHREYFING
Þá virðist verkföllum hafa
verið bægt frá i bili og launa-
málapexi frestað um sex mán-
uöi almennt. Verður þá lokið við
að kjósa í sveitarstjórnir, en það
virðist vera einhver dagsetning
eða timamót, sem menn miða
við. Eru þó sveitarstjórnir
heldur ómerkilegar pólitiskar
stofnanir, svo ekki sé meira
sagt, og raunar mikið fremur
liðskönnun, en úrslit þeirra hafi
áhrif á stjornmálastefnur. Að
vísu má segja að sá hreini
meirihluti, sem Sjálfstæðis-
flokkurinn hafði i Re.vkjavik i
áratugi hafi þjálfað ákveðið for-
vstulið til þátttöku i stjórnmál-
um á landsvi'su, en sií þjálfun
hefur lika orðið flokknum dýr nú
á alh-a siðustu árum.
La unþegahrey fingun ni var
sem sagt tilkynnt að bíða og
halda kjafti fram yfir sveitar-
stjórnarkosningarnar. Féllst
hun 1 júflega á það vegna
þess að forystulið hennar taldi
annað óráðlegt, hvaðan sem þvi
kom sú vitneskja. 1 áratugi
hefur launþegahreyfingunni
verið beitt sem pólitisku vopni i
hatrammri valdabaráttu, kröf-
ur hennar hafa oftar en hitt
verið settar fram til að skapa
heppilegan umræðugrundvöll
fyrir upplausn og óáran i þjóð-
félaginu. Sá varð árangurinn að
nú hafa kommúnistar hlotið
varanlegan sess i rikisstjórn og
svo mun verða i framtíðinni.
Eftir hin m örgu pólitisku verk-
fóll launþegarhreyfingarinnar,
þar sem átta menn á fundi hafa
kannski ráðið úrslitum, þykir
hvfslurunum i Alþýðubanda-
laginu ástæða til að sýna borg-
araflokkunum að það hað hefur
vald til að segja launþegahreyf-
ingunni að þegja.
Þetta ofurvald Alþýðubanda-
lagsins yfir launþegahreyf-
ingunni á síöan að nota hvenær
sem fiokkar dirfast að mynda
rikisstjórn án þátttöku komm-
únista. Munu fáir flokkar þora
að revna stjórnarmyndun án
þeirra þegar aðstæður eru
þannig að launþegahreyfingin
verður látinbita hverja borgar-
alega stjórn á barkann við
fyrsta tækifæri. Það var þegar
orðið Ijóst á tima ríkisstjómar
Geirs Hallgrimssonar að laun-
þegahreyfingin, sem saman-
stendur af fólki úr öllum flokk-
um, hafði ekki pólitiskan þroska
til að ganga erinda annarra en
kommúnista, og er enn I minni
útflutningsbannið.sem hun setti
þá, og siðan krafan um samn-
ingana i gildi, sem kosning-
arnar 1978unnust á.En nú hefur
skeiðvelli launþegahreyfingar-
innar verið lokað af þeim aöil-
um, sem veittu henni forystu til
pólitiskra hryðjuverka, sem
jaðraði við stjórnleysi fyrir
þremur árum.
Þannig hefur kommúnistum
tekist, þráttfyrir atkvæöamagn
upp á 18%, að koma málum
sinum svo að þeir ráða þjóð-
félaginu næstum cinir. Nú-
verandi samstarfsaðilar þeirra
vilja fyrstog fremst hafa frið i
stólum sinum. og þeir vita eins
vel og hver annar, að sá friður
er ekki veittur nema i heppi-
legu stjórnarsamstarfi. Og ein-
mitt þetta heppilega stjórnar-
samstarf verður iðkað næsta
áratuginn, vegna þess að laun-
þegahreyfingin hefur tekiö
þann kost siðasta hálfa manns-
aldurinn að hlýða þeim fyrst og
fremst, sem eru reiðubúnir að
hneppa hana i fjötra um alla
eilifö, þegar hún hefur fært
stóru feðrunum hin endanlegu
völd. Þaö sanna dæmi frá Pól-
landi og hcldur litt áberandi
fréttir um yfirvofvofandi
hungursneyð vitt og breitt i
löndum kommúnista eftir sextiu
og fjögurra ára alræði öreig-
anna.
Það hlýtur að vera ömurlegt
fyrir launþegahreyfinguna að
sitja uppi með lyka að völdum i
landinu, en kunna ekki með þá
að fara og treysta þeim helst
sem alls staðar hafa svikið.
Svarthöfði