Vísir - 25.11.1981, Blaðsíða 4
Stjarna Reagans
fer flaianfli
1 fyrsta sinn siöan Reagan tók
viö forsetaembætti Bandarikj-
anna fyrir tiu mánuðum gefa
skoðanakannanir til kynna, að
meirihluti landa hans séu óá-
nægöir meö stefnu stjórnar hans i
efnahagsmálum.
Skoðannakönnun á vegum
ABC-fréttastofunnar og Washing-
ton Post — sem gerð var eftir að
hagskýrslur voru birtar, sem
sýndu hjaðnandi verðbólgu en
harðnandi kreppu — þykir gefa til
kynna, aö einvörðungu 45% þjóö-
arinnar séu sátt við stefnuna i
efnahagsmálunum.
Fyrir tæpum mánuði sýndi
samsvarandi skoðanakönnun, að
54% voru ánægðir meö efnahags-
úrræði forsetans.
Nú kom i ljós, meðal þeirra
1.500 Bandarikjamanna, sem
spurðir voru, að 54% töldu, að
skattalækkanirnar kæmu helst
hinum riku til góða.
Og meðan kannanir i april i
fyrra sýndu, að 73% töldu forset-
anum farnast vel i starfi, þá voru
aöeins 53% þeirrar skoðunar
núna.
Mikii Dátttaka
í verkfölium
á N-frlandl
Mótmælendur á Norður-lrlandi
hófu störf aftur i gær eftir hálfs
dags verkföll, sem boðuö voru til
stuðnings séra Ian Paisley, hin-
um ofstækisfulla leiðtoga mót-
mælenda.
Sjálfur fylkti klerkur liði þvi til
hersýningar i Belfast, er hann
hefur safnað og látið undirbúa sig
til vopnaðra átaka, ef kæmi til
sameiningar Norður-trlands og
Irska lýðveldisins i suðurhluta
landsins. Þessar sveitir kallar
hann „þriðja aflið” og segist
stefna að þvi að ná saman hundr-
að þúsund manna liði.
Paisley hafði boðað til „aðgerð-
ardags” i gær til að mótmæla
stefnu bresku stjórnarinnar i Ir-
landsmálum og vettlingatökum
gegn hryðjuverkamönnum Irska
lýðveldishersins sem eru baráttu-
samtök kaþólskra lýðveldissinna.
Hann hélt þvi fram, að hann
hefði hlotið „100% stuðning” i
verkföllunum, þótt staöreyndin
værisú, að i nokkrum meiriháttar
verksmiðjum féll vinna aldrei
niður. Samt er þátttakan i verk-
föllunum meiri en menn höföu bú-
ist við.
James Prior, Irlandsmálaráð-
herra Breta, lýsti þvi yfir i gær,
að stjórnin mundi ekki liða það,
að einkaherir tækju fram fyrir
hendur lögreglu og öryggissveita.
Hann visaði á bug fullyrðingum
Paisleys um, að i ráðum væri að
sameina N-trland Irska lýðveld-
inu, þar sem kaþólskir eru i yfir-
gnæfandi meirihluta. Sagði hann
slikan áróður tilhæfulausan og
einvörðungu til þess að stofna til
múgæsinga.
Séra Paisley hefur boöið Bret-
um „þriðja aflið” sitt i baráttuna
gegn IRA. „Ef þið neitið að beita
þvi, er ekki um annað að ræða
fyrir okkur, en beita þvi sjálfir”,
sagði hinn ofstækisfulii klerkur,
sem likt hefur verið við Hitler.
Borpallar á Moröur-
sjönum í hættu
veuna ofvlöris
Ofsaveður gekk yfir Norðursjó
og norðurhluta Þýskalands i gær
og uggðu menn um oliuborpalla
Norðmanna og Breta i Norður-
sjónum.
Vindhraðinn var milli 70 og 90
hnúta og öldur risu upp i tóif
metra hæð, enda slitnaði einn
Schmidt kanslari (t.h.) gat ekki eytt tortryggniBrezhnevs Igarö Reagans.
borpallur Breta upp af akkerum
sinum og fór á rek með 70 menn
innanborðs.
Þyrlur fluttu 44 menn burt af
breska borpallinum, þegar tæki-
færi gafst til þess fyrir óveðrinu,
en þrir dráttarbátar eltu borpall-
inn á rekinu og biðu þess að taka
hann i slef, þegar hvassviðrinu
slotaði.70mennvoruennum borð
á pallinum.
30 milum norðar slitnuðu tvö
akkeri hjá norskum borpalli, en
hann hélst þó kyrr, fastur við önn-
ur sex. Dráttarbátur var á staðn-
um til taks. 112 menn voru um
borð, en þyrlur höfðu orðið frá að
hverfa, eftir að 18 menn höfðu
verið fluttir burt af pallinum og
yfir á nærliggjandi borpalla.
A þessum sömu slóðum hvolfdi
norska borpallinum Alexander
Kielland i mars i fyrra, en með
honum fórust 123 menn.
Norskar, danskar og þýskar
flugvélar leituðu i gær i Norður-
sjónum að norska flutningaskip-
inu Hammerholm (840 smálest-
ir), sem saknað er frá þvi á
sunnudag, þegar þess var von i
Sandnes á leið með hafra frá Har-
wich i Englandi. Fimm manna
áhöfn er á skipinu.
Fyrr i dag björguðu danskar
þyrlur sjö manna áhöfn norsks
flutningaskips, Sörstrand, en það
sökk úti af þýsku eyjunni Sylt.
Brezhnev hafnar tillðgu Reagans
Leonid Brezhnev, leiðtogi
Sovétrikjanna, snýr heim i dag að
lokinni heimsókn sinni i V-Þýska-
landi, þar sem hann hefur átt við-
ræður við Helmut Schmidt kansl-
ara og fleiri ráðamenn undan-
farna tvo daga.
Brezhnev bar á móti þvi i við-
ræðunum viðkanslarann.að hann
hefði brotið loforð sin frá fyrri
heimsókn til Bonn fyrir þrem ár-
um með þvi að taka i þjónustu
hersins f jölhlaðnar kjarnorkueld-
flaugar. Sagði Brezhnev, að þær
hefðu engu breytt um jafnvægi
austurs og vesturs i kjarnorku-
vopnum.
Forseti Sovétrikjanna lét uppi
við kanslarann itarlegustu upp-
lýsingar, sem Sovétmenn hafa
hingað til veitt um eldflaugaskot-
stöðvar sinar. Sagði hann kansl-
aranum, að þeim eldflaugum,
sem hæft gætu Vestur-Þýskaland,
væri öllum beint einvörðungu að
hernaðarmannvirkjum.
Schmidt kanslari lét i ljós á-
nægju með viðræður sinar við
Brezhnev, þótt hann hafi áður lýst
yfir vonbrigðum vegna tortryggni
Sovétleiðtoganna i garð Banda-
rikjastjórnar og ásetningi hennar
um að draga úr fjölda herliðs og
kjarnorkuvopna i Evrópu.
Kanslarinn sagði, að viðræð-
urnar hefðu snúist um sameigin-
legan áhuga austurs og vesturs til
þess að efla friðinn i Evrópu og
heiminum. — „Auðvitað rikir á-
greiningur i ýmsum efnum”,
sagði Brezhnev, „en við reyndum
ekki aö fara i kringum ágrein-
ingsefnin, né dýpka hann, heldur
brúa bilin”..
Schmidt ræddi við Brezhnev
um tillögur Reagans varðandi al-
gert bann við meðaldrægum
kjarnorkueldflaugum i Evrópu,
en Brezhnev hafnaði þeim. I stað-
inn bauðst hann til að Sovétmenn
hættu fjölgun þeirra og jafnvel
fækkuðu þeim, sem þegar væru
komnar i skotstöðu, ef NATO félli
frá áætlunum um að setja upp
bandariskar eldflaugar i Evrópu.
A Jótlandi voru um 1200 manns
látin yfirgefa heimili sin vegna
hættunnar af sjógangnum og flóð-
um, en yfirborð sjávarins hækk-
aði um fjóra metra. Alvarlegust
þótti hættan við Ribe og Tönder,
sunnan Esbjergs og við landa-
mæri V-Þýskalands.
Ein ferja strandaði i Kattegat
og lögðust ferjuferðir niður milli
Danmerkur og Noregs og Svi-
þjóðar og eins til Þýskalands.
Sama veðrið orsakaði flóð á
ströndum V-Þýskalands og þá að-
allega i Hamborg og nágrenni.
Ferjuáætlanirfóru úr skorðum og
loka varð Hamborgarhöfn. Flytja
varð fólk burt úr húsum, sem
næst voru sjónum, þvi að yfirborð
hanshækkaði um 6 metra. Sömu-
leiðis varð að loka umferð um
vegi, sem lágu næst sjó.
Vindhraðinn þar komst upp i
110 km/klst, bæðiEystrasalts- og
Norðursjávarmegin, en flóðgarð-
ar, sem gerðir voru eftir bálviðrin
á þessum slóðum fyrir sex árum,
héldu.
Sjór komst yfir flóðgarðana i
Bullkoog i Schlesvik — Holstein —
og urðu 140 manns að yfirgefa
heimilisin. Sömuleiðis urðu mikil
flóð i Gautaborg, þar sem vegir
og járbrautarlinur fóru á kaf und-
ir 1,5 metra djúpt vatn. Norskur
sjómaður á skipi, sem statt var i
höfninni, fauk i sjóinn og drukkn-
aði.
Versta veðrinu slotaði, þegar
leið á gærdaginn.
Hungurfangí
36 ára gamall irskur hryðju-
verkamaður i fangelsi á eyjunni
Wight hefur nú verið i hungur-
verkfalli i 32 daga.
Patrick Hill (sem er 6 barna
faðir) afplánar ævilangt fangelsi
fyrir að koma fyrir sprengjunum
i turnunum tveim i Birmingham
1976, en i þeim sprengingum fór-
ust 21 mabur og 120 slösuðust.
Efnafræðilegar rannsóknir
þóttu sanna, að Hill hefði hand-
leikið sprengjurnar, en sjálfur
hefur hann borið á móti þvi og
annars varist allra sagna. —-