Vísir - 25.11.1981, Blaðsíða 23

Vísir - 25.11.1981, Blaðsíða 23
Dóttir Brando Miftvikudaeur 25. nóvember 1981 vtsm 27 Hann les með bundiö fyrir augu Hinn fimmtán ára gamli Tirso Vasquez er frægur i heimalandi sinu, Mexico, fyrir að geta lesið og greint liti með rigbundið fyrir augun. Blaðamaður einn gerði tilraun með piltinn til að sannprófa þessi undur og stóðst Tirso prófið eins* og að drekka vatn. Tveggja þumlunga þykkt btímullarband með sérstaklega skyggðu milli- efni var bundið fyrir augu hans og með það fyriraugum las hann allt sem hann var beðinn um, auk þess sem hann nefndi liti á ýms- um hlutum, sem lagir voru fyrir hann. En þótt öðrum finnist þetta undarlegt, er þetta hinn eðlileg- astihlutur iheimifyrir Tirso, þvi að svona hefur þetta verið frá þvi hann fæddist. Peter Strauss Sú saga hefur flogið fyrir að miklir kærieikar séu nú á milli leikkonunnar Patti Davis, yngri ddttur Reagans Bandarikjafor- seta og leikarans Peter Strauss sem margir muna eflaust eftir úr hlutverki Rudy i sjónvarps- mvnda fl okknum ,,Gæfa og gjörvileiki”. Samti'mis hefur slitnað upp úr tveggja ára sambandi Strauss og fyrirsætunnarShana Hoffman, en þau höfðu boðað brúðkaup sitt i april næstkomandi. Shana hefur hins vegar svarað þessu heitrofi með þvi' að krefjast milljtín dollara lifeyris fyrir rétti. Þau Patti og Peter kynntust i ágúst sl. i Los Angeles en Peter var þá að prófa ungar leikkonur fyrir nýtt hlutverk i Broadway- leikriti og Patti stítti um. Patti fékk ekki hlutverkið en i staðinn tókst henni að heilla Peter upp úr sktínum og nú hefur hún fluttinn i hótelsvitu hans á Wyndham Htítel á Manhattan i New York, að sögn heimildar okkar. Þau hafa reynt að halda sam- bandinu leyndu, en auðvitað voru snuðrararnir ekki lengi að kom- ast að hinu sanna, enda mun vin- konan fyrrverandi Shana, ekki hafa legið á liði sinu við að blása málið út. Margir munu kannast við Peter úr hlutverki ,,Rudy” en hér er hann i hlutverki sinu i „Masada”. Caroline °S Phllippe hittast á laun Eftir hneykslissögurnar og slúðrið um furstabörnin i Monaco aö undanförnu komu eins og reiðarslag yfir Rainer fursta og konu hans, Grace, sögusagnir um að Caroline prinsessa væri i leynilegu sam- bandi viö mann sinn fyrrver- andi, glaumgosann Philippe Junot. Orðrómur þessi virðist ekki vera úr lausu lofti gripinn og hafa margir ábyrgir aöilar staðfest, að prinsessan og maður hennar fyrrverandi hefðu nú nýverið átt samfundi á siglingu úti af Grikklandi, að sjálfsögðu án vitneskju foreldra hennar, sem hata Junot eins og pestina. Og það sem meira er, Caroline hefur nú að eigin sögn gefiðupp á bátinn öll áform um að giftast Robertino Rossellini, sem er þtí æðsta ósk móður hennar eins og málum er nú komið. Vinir prinsessunnar hafa jafnframtfullyrt, að hún sé enn ástfangin af Junot og hafi aldrei gctað gleymt honum og að skot hennar með hinum og þessum mönnum að undanförnu, þar á meðal Jack Nicholson leikara og eins af ungu herramönnun- um úr Kennedy-fjölskyldunni, hafi einungis verið örþrifaráð liinnar niðurbeygðu stúlku til aö vckja athygli eiginm annsins fyrrverandi á sér. Sjálfur Junot hefur tjáö sig opinberlega um málið og hefur hann viðurkennt, að þau hafi haft samband oftaren einu sinni eftir skBnaðinn. Og nú siðast eyddu þau tveimur sólarhring- um saman á skem mtisnekkju sem Junot fékk lánaða hjá vini sinum. — ,,Við höfum sam- band", — segir Junot. — „Fólk, sem eyðir fjtírum árum af lífi sinu saman eins og viö Caroline gerðum gleymir ekki hvort öðru svo auðveldlega”,— segirhann. Junot og Caroline prinsessa i brúðkaupsferöinni áriö 1978. Fréttin kom sem reiðarslag yfir Grace furstafrú og Rainier fursta af Monaco. Stúlkan á meðfylgjandi mynd heitir Yamahaa og er dóttir leikarans fræga Marlon Brando og indversku leikkon- unnar Anna Kashfi. Nýlega birtust nektarmyndir af henni i þekktu timariti og kvaðst hún hafa látið birta þær til að fólk gæti séð hversu falleg hún væri. Um föður sinn vill hún sem minnst tala en segir: — ,/Það getur vel verið að hann sé góður leikari, en sem faðir ekki neitt, neitt,— einhver k sem best er að gleyma..." Tirso sannar hér fyrir blaöamanninum hæfileika sina með þvi að lesa með bundið fyrir augu. Umsjón: Svefqn GuðjónSson Peter Strauss og fyrirsætan Shana Hoffman, áður en upp úr sambandi þeirra slitnaði. Dóttir Reagans í þingum við leikarann

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.