Morgunblaðið - 21.04.2004, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 21.04.2004, Blaðsíða 8
FRÉTTIR 8 MIÐVIKUDAGUR 21. APRÍL 2004 MORGUNBLAÐIÐ Það er eins gott að hæstiréttur haldi sig á mottunni ef hann vill ekki skilgreinast sem „barn síns tíma“. Opið hús í Garðyrkjuskólanum Skólinn stendur vel í dag Garðyrkjuskóli ríkis-ins á afmæli umþessar mundir, en 65 ár eru síðan skólinn var stofnsettur. Hann er stað- settur á Reykjum í Ölfusi. Í tilefni dagsins verður kynning á skólanum, m.a. með því að efna til opins húss í skólanum á morgun, sumardaginn fyrsta. Morgunblaðið lagði nokkr- ar spurningar fyrir Guð- rúnu Þórðardóttur, starfs- mann við skólann til fjölda ára, sem er umsjónarmað- ur opna hússins á morgun. Segðu okkur fyrst eitt- hvað af sögu þessa skóla; hvenær stofnaður, af hverjum og í hvaða til- gangi … „Garðyrkjuskólinn var stofnaður sumardaginn fyrsta ár- ið 1939 og er því 65 ára á þessu ári. Skólinn hefur alla tíð starfað á Reykjum í Ölfusi rétt við Hvera- gerði, í nánd við helstu ræktunar- svæði landsins. Skólinn er ríkis- stofnun og heyrir undir landbúnaðarráðuneytið. Tilgang- ur skólans er að mennta fólk til starfa við garðyrkju og má segja að hann hafi rutt braut nýrri at- vinnugrein á Íslandi.“ Hver er staða þessa skóla í dag, hvert er hlutverk hans og hvað stunda margir nemendur nám? „Garðyrkjuskólinn stendur vel í dag, mikið starf hefur verið unnið við að finna honum góðan grund- völl. Stofnuð hefur verið Garð- yrkjumiðstöð Íslands á Reykjum og þar má finna skrifstofur lands- ráðunautar Bændasamtakanna í garðyrkju og skrifstofu Sam- bands garðyrkjubænda. Eins er búið að ákveða að Rannsókna- stofnun Skógræktar ríkisins flytji hingað til okkar svo starfsemin verður sífellt fjölbreyttari. Við Garðyrkjuskólann er boðið upp á þriggja ára starfstengt framhaldsskólanám á sex braut- um. Námið er skipulagt sem 4 bóklegar annir og 14 mánaða dag- bókarskylt verknám úti í atvinnu- lífinu. Í skólanum eru u.þ.b. 40 nemendur í staðarnámi og nokkr- ir í fjarnámi. Einnig stendur skól- inn fyrir þriggja ára skógrækt- arnámi fyrir skógarbændur í samvinnu við landshlutabundnu skógræktaráætlanirnar. Í vor munu 50 fyrstu nemendurnir út- skrifast úr þessu námi. Skólinn fékk á síðasta ári leyfi til að bjóða upp á nám á háskólastigi og í haust verður í fyrsta skipti boðið upp á nám til diploma-gráðu í garðyrkjutækni, skrúðgarðyrkju- tækni og skógræktartækni. Við skólann er einnig boðið upp á skemmri námskeið, bæði fyrir fagfólk innan Græna geirans og eins fyrir almenning. Árlega sækja á annað þúsund manns þessi námskeið. Einnig fara fram við Garðyrkjuskólann tilraunir með mismunandi ræktunarefni, prófanir með nýjar tegundir og yrki í garðyrkju o.m.fl. Þessar tilraunir eru gerðar í nýju tilrauna- húsi garðyrkjunnar, tæknivæddasta gróð- urhúsi á Íslandi.“ Hvað verður gert í tilefni þessa stóra afmælis? „Í tilefni af afmælisárinu var haldin ráðstefna dagana 18. og 19. mars sl. undir yfirskriftinni „Gróður er góður“ á vegum skól- ans í samvinnu við Félag garð- yrkjumanna og Félag skrúðgarð- yrkjumeistara. Þar var talað um menntunarmöguleika og ímynd fagsins sem heildar. Fengnir voru aðilar til að tala um þessa hluti frá sem flestum sjónarhornum.“ Hvað fleira verður gert? „Hefð er fyrir því að hafa opið hús sumardaginn fyrsta í Garð- yrkjuskólanum. Er þá öllum sem áhuga hafa á boðið að koma og kynnast því sem skólinn hefur upp á að bjóða. Á þessum tíma er allur gróður kominn vel af stað í gróðurhúsunum þótt stundum sé enn vetrarlegt um að litast utan dyra. Í ár er það Starfsmanna- félag skólans sem sér um að skipuleggja daginn og hefur mikil vinna verið lögð í að hafa daginn sem veglegastan. Í ár verða líka í fyrsta skipti afhent Garðyrkju- verðlaunin. Þau verða veitt í þremur flokkum: heiðursverðlaun garðyrkjunnar, besti verknáms- staðurinn og hvatningarverðlaun garðyrkjunnar. Guðni Ágústsson landbúnaðarráðherra mun af- henda verðlaunin í Garðyrkju- skólanum kl. 14.00 sumardaginn fyrsta. Einnig mun forseti Íslands heiðra okkur með nærveru sinni og veita umhverfisverðlaun Hveragerðisbæjar við þetta sama tækifæri. Í ár hafa Garðyrkjuskólinn, Hveragerðisbær og fyrirtæki í bænum gengið til samstarfs um að efna til hátíðar í bænum þenn- an dag. Hveragerðisbær mun bjóða upp á skoðunarferðir um bæinn, frítt verður í sund í sund- lauginni í Laugaskarði og fleira. Vetnisvagn frá Strætó bs. verður á ferðinni í Hveragerði þennan dag og mun það verða í fyrsta skipti sem vetnisvagn leggur upp í svo langa ferð út á land. Á Heilsustofnun NLFÍ mun heilbrigðis- ráðherra opna nýja gistiálmu við hátíðlega athöfn. Kynning verð- ur á matreiðslu, vatns- meðferð, starfsemi NLFÍ og kynnt lífræn ræktun í gróðurhúsi stofnunarinnar. Opið hús verður á Dvalarheimilinu Ási og starfsem- in kynnt. Sumarsýning verður í Listasafni Árnesinga þar sem ungir listamenn sýna verk sín. Svo það verður enginn svikinn af því að bregða sér í Hveragerði og að Reykjum þennan dag. Guðrún Þórðardóttir  Guðrún Þórðardóttir er fædd 15. september 1960 í Hveragerði og hefur verið búsett þar alla tíð. Hún útskrifaðist sem bókasafns- fræðingur frá Háskóla Íslands vorið 1985. Guðrún hefur starfað sem bókasafnsfræðingur við Garðyrkjuskóla ríkisins á Reykj- um í Ölfusi með hléum síðan 1986. Hún er gjaldkeri í stjórn Starfsmannafélags Garðyrkju- skólans sem stendur fyrir Opnu húsi sumardaginn fyrsta. … er að mennta fólk til starfa við garðyrkju NÝJU B747-400-breiðþoturnar sem Atlanta tekur í notk- un á næstunni kalla á umfangsmikla þjálfun flugmanna, flugfreyja og flugþjóna og tæknimanna félagsins. Til að unnt sé að skrá vélarnar á Íslandi þarf að leggja fram margs konar gögn og upplýsingar um viðhald og sögu vélanna. Eftir að íslensk loftferðayfirvöld hafa kynnt sér gögnin og vélarnar og samþykkt er skráning heimiluð. Hafþór Hafsteinsson, forstjóri Atlanta, segir að vél- arnar verði skráðar á TF-AMA og TF-AMB áður en þær fara frá Singapúr. Þar verða þær einnig málaðar og síðan flogið til Madrid, sú fyrri um miðjan júní en síðari vélin 8. júlí. Í Madrid mun Iberia aðlaga farþegarými vélanna að stöðlum sínum og tíu dögum síðar eru þær tilbúnar. Námskeið að hefjast Segja má að nærri hálft ár líði í þessu tilviki frá því ákveðið er að taka nýja flugvélagerð í notkun og þar til henni er fyrst flogið hjá félaginu að sögn Arnars Agnars- sonar, flugmanns og tæknimanns hjá Atlanta, en hann er einn þeirra sem undirbúa tæknilega hlið málsins. En í hvaða atriðum er B747-400 frábrugðin eldri B747-gerð- unum sem Atlanta hefur haft í þjónustu sinni? „Eldri gerðir B747, þ.e. 100-, 200- og 300-gerðirnar eru gerðar fyrir þriggja manna áhöfn í stjórnklefa, þ.e. tvo flugmenn og flugvélstjóra, og það er ein meginbreytingin hvað okkur varðar en önnur aðalbreyting eru ný kynslóð tölvu- og flugleiðsögukerfa og annars búnaðar sem er talsvert frábrugðinn því sem er í eldri vélunum,“ segir Arnar. Hann segir 400-gerðina fyrst hafa komið fram kringum 1990 og að þessi aukna tölvuvæðing og sjálf- virkni hafi það í för með sér að hér sé nánast um nýja vél að ræða þótt stærðin sé svipuð og öll hegðun og hreyfing keimlík eldri gerðunum. Fimmtán áhafnir þarf á vélarnar og hefjast námskeið fyrir flugmenn og tæknimenn í byrjun maí. Iberia sér um þjálfun flugþjónustufólks en kennarar frá Atlanta koma þar við sögu. Arnar segir vélarnar enn í notkun hjá Singapore Airlines en áður en þær hefja flug á vegum Atlanta verða þær málaðar í litum Iberia. Arnar segir að ávallt sé spenningur í hópi flugmanna þegar ný flugvélategund er tekin í notkun, ekki síst þeg- ar um svo fullkomna vél sem B747-400 er að ræða. „Þetta er eiginlega toppurinn hjá okkur. Þessi gerð ásamt B777 þykja fremstar og þess vegna hafa margir hjá okkur áhuga á störfum á þessum vélum,“ segir Arnar en ráða þarf um þrjátíu nýja flugmenn með tilkomu vélanna. Mikill undirbúningur þegar ný þotugerð er tekin í gagnið Mikill munur á nýju og gömlu kynslóðinni Stjórnklefi í B747-400. Hann er gerður fyrir tvo flug- menn en ekki tvo flugmenn og flugvélstjóra. Tölvur og flugleiðsögubúnaður eru fullkomnari og með öðru út- liti en í eldri gerðum 747-vélanna. LANDSSAMBAND kúabænda (LK) hefur óskað eftir að teknar verði upp viðræður við Bændasam- tök Íslands um að samningur um verkaskiptingu milli samtakanna tveggja verði endurskoðaður. Álykt- un þessa efnis var samþykkt á aðal- fundi LK um síðustu helgi. Þórólfur Sveinsson formaður LK sagði að kúabændur teldu tímabært að fara yfir þessa verkaskiptingu með Bændasamtökunum. Samning- ur um verkaskiptingu hefði verið gerður 1997 og hann hefði að mörgu leyti reynst vel, en tímabært væri að endurskoða hann. Þórólfur sagð- ist ekki vilja á þessu stigi nefna hvort hann teldi að eitthvað af verk- efnum Bændasamtakanna ætti að færast yfir til Landssambands kúa- bænda. Samhliða yrði tekin upp umræða um skiptingu búnaðar- gjalds milli samtakanna. Þórólfur benti á að verkaskipting ASÍ og landssamtaka þess hefði verið að þróast og bændum væri hollt að líta yfir þessi mál. LK vill endurskoða samn- ing um verkaskiptingu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.