Morgunblaðið - 21.04.2004, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 21.04.2004, Blaðsíða 15
ERLENT MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 21. APRÍL 2004 15 Fáðu meira! Veglegir aukahlutapakkar með nýjum Toyota ÞAÐ ER VOR Í LOFTI - Sumarið leggst vel í okkur og við viljum að þú njótir þess í nýjum, betur búnum Toyota. Þess vegna bjóðum við glæsilega aukahlutapakka sem fylgja nýjum Toyotabílum á sérstökum tilboðsdögum í apríl og maí, eða á meðan birgðir endast. Taktu sumarið snemma og fáðu meira með nýjum Toyota. Komdu strax í dag og aktu á nýjum Toyota út í vorið. Frekari upplýsingar á www.toyota.is eða í síma 570 5070. ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S T O Y 24 10 5 0 4/ 20 04 Corolla fylgir sportlegur aukahlutapakki. 110.000 kr. aukabúnaður Innifalið: Álfelgur og vindskeið. YARIS BLUE, sérútgáfa af Yaris. 100.000 kr. aukabúnaður Innifalið: Þokuljós að framan, sérstök Yaris Blue innrétting, krómpúst, silsalistar, vindskeið o.fl. Avensis er ríkulega útbúinn. 120.000 kr. aukabúnaður Innifalið: krómpakki og álfelgur eða sóllúga. RAV4 er kraftalega útbúinn. 130.000 kr. aukabúnaður Innifalið: Heilsársdekk, vindskeið og aurhlífar. Nýr Avensis. 5 stjörnur og besta útkoma frá upphafi úr öryggisprófi NCAP. Staðalbúnaður sem fáir bílar í þessum flokki geta jafnað. Verð frá 2.350.000 kr. Yaris er mest seldi smábíll á Íslandi, margverðlaunaður og hlaut hæstu einkunn í NCAP öryggisprófinu í sínum flokki, auk þess sem vélbúnaður hans hlaut sérstök verðlaun. Verð frá 1.239.000 kr. RAV4 er mest seldi jepplingur á Íslandi. Afar þægilegur í akstri en býr yfir jeppaeiginleikum sem veita þér öryggi á vegum og vegleysum. Verð frá 2.550.000 kr. Corolla er mest seldi bíll í heimi og trónir í efstu sætum í öllum helstu gæðaprófum. Annálaður fyrir vandaðan frágang og frábært efnisval. Verð frá 1.639.000 kr. LÖGREGLA í Svíþjóð handtók fjóra menn í Stokkhólmi og Malmö á mánudag og eru þeir grunaðir um tengsl við hryðjuverkamenn utan Evrópu. Sænskir fjölmiðlar hafa eft- ir yfirmönnum hjá öryggislögregl- unni Säpo að mennirnir tengist ísl- ömskum hryðjuverkasamtökum. Aftonbladet segir að Säpo hafi lát- ið til skarar skríða eftir að hafa feng- ið upplýsingar frá bandarískum stjórnvöldum. Mennirnir séu m.a. taldir hafa stutt uppreisnarhreyf- ingu sem berst gegn hernámsliðinu í Írak. Sænskir embættismenn vildu í gær lítið tjá sig um handtökurnar. Margareta Lindroth, aðstoðaryfir- maður Säpo, sagði að málið væri enn í rannsókn og því ekki hægt að segja neitt um það frekar í bili. Frétta- fulltrúi Thomas Bodströms dóms- málaráðherra staðfesti hins vegar að mennirnir væru grunaðir um hryðju- verkatengsl, að sögn Dagens Nyheter. Talsmaður Säpo ætlaði hugsan- lega að tjá sig nánar um málið í gær- kvöld en sænskir hryðjuverkasér- fræðingar segja, að það þurfi ekki að koma neinum á óvart, að lagt sé á ráðin um hryðjuverk í Svíþjóð þótt ekki standi til að fremja þau þar. Al- Qaeda-hryðjuverkasamtökin séu með sellur um alla Evrópu og vafa- laust einnig í Svíþjóð. Sænska lögreglan handtók fjóra menn í Stokkhólmi ogMalmö Grunaðir um aðild að hryðjuverkasamtökum GEORGE W. Bush Banda- ríkjaforseti nýtur nú stuðnings fleiri kjósenda en frambjóðandi Demókrataflokksins, John Kerry, samkvæmt skoðana- könnun sem The Wash- ington Post birti í gær. Kváðust 48% aðspurðra styðja Bush, en 43% Kerry, og töldu flestir að Írak og hryðjuverkastríðið væri mun mikilvægara málefni en efna- hagurinn og atvinnulífið í Bandaríkjunum. Þegar Kerry tryggði sér framboðið fyrir demókrata í mars hafði hann fjögurra prósenta forskot á Bush. Nýja könnunin var gerð 15.– 18. apríl og tóku rúmlega 1.200 manns þátt í henni. Um sex prósent kváðust styðja Ralph Nader, sem er óháður fram- bjóðandi. Samkvæmt annarri könnun, sem Gallup gerði fyrir CNN og USA Today, nýtur Bush stuðnings 50% kjósenda, Kerry 44% og Nader 4%. Eftirlit með Vanunu ÍSRAELSK stjórnvöld sögðu í gær að full ástæða væri til að hafa náið eftirlit með Mord- echai Vanunu, sem í dag á að láta lausan úr ísraelsku fangelsi eftir 18 ára setu á bak við lás og slá fyrir uppljóstranir um kjarnorkuleyndarmál Ísraela. Sögðu ísraelsk yfirvöld að Van- unu búi enn yfir ríkisleyndar- málum sem hann hafi ekki ljóstrað upp um, og því sé enn ástæða til að fylgjast vandlega með ferðum hans og gjörðum. Evruna strax PÓLSKA fjármálaráðuneytið tilkynnti í gær, að heimilt yrði að nota evrur í verslunum í landinu strax 1. maí, daginn sem landið gengur í Evrópu- sambandið. Hefði ráðuneytis- tilskipun þar um þegar verið undirrituð. Hingað til hafa ein- ungis erlendir ríkisborgarar í Póllandi mátt greiða fyrir vörur í verslunum með evrum. Ráðuneytið lagði þó áherslu á, að zlotíið yrði áfram opinber gjaldmiðill Póllands og sá eini sem allar verslanir yrðu að taka við sem greiðslu. Pólsk stjórnvöld hafa lýst því yfir að þau vilji ganga í mynt- bandalag Evrópu „eins fljótt og auðið er“, en pólskir og evr- ópskir embættismenn segja raunhæft að vænta þess að Pól- land fái aðgang að bandalaginu 2009. STUTT Bush fer framúr Kerry George W. Bush www.thumalina.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.