Morgunblaðið - 21.04.2004, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 21.04.2004, Blaðsíða 33
Innilegustu þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför elskulegrar eiginkonu minnar, móður okkar og tengdamóður, HERMÍNU STEFÁNSDÓTTUR, Ægisgötu 14, Akureyri. Ykkar samúð er okkar styrkur. Hreiðar Aðalsteinsson, Steinunn Hreiðarsdóttir, Júlíus Kristjánsson, Stefán H. Hreiðarsson og aðrir ástvinir. MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 21. APRÍL 2004 33 ✝ ÞorleifurBjörnsson fædd- ist í Reykjavík hinn 20. desember 1925. Hann lést á Land- spítala háskóla- sjúkrahúsi við Hringbraut hinn 12. apríl síðastliðinn. Foreldrar hans voru hjónin Björn Þórðarson, f. 4. okt. 1894, d. 23. júní 1972, og Sigríður Guðrún Þorleifs- dóttir, f. 9. apríl 1903, d. 14. nóv. 1959. Systkini Þorleifs voru Gunnar (f. 11. ágúst 1923, d. 9. apríl 1992), Sigríður (f. 22. okt. 1930) og Herdís (f. 1. febr. 1936). Þorleifur kvæntist hinn 5. júní 13. nóv. 1948). Eiginkona hans er Svanhildur Guðbjartsdóttir (f. 1942). Börn þeirra eru: Haraldur Steinar (f. 1966), Jóhanna Magna (f. 1968) og Oddný Valgerður (f. 1970). Þorleifur kvæntist hinn 23. júlí 1977 Jóhönnu Antonsdóttur frá Seyðisfirði, f. 21.06. 1931. Synir Jóhönnu eru Anton (f. 2. jan. 1954) og Haukur (f. 17. febr. 1958). Sonur Antons er Atli (f. 1976). Eiginkona Hauks er Guð- rún María Guðmundsdóttir (f. 1963). Börn þeirra eru: Elín Kristín (f. 1982), Guðmunda Rós (f. 1988), Jóhanna Svanhvít (f. 1992), Petrea Sjöfn (f. 1993) og Kristófer Haukur (f. 1998). Þorleifur hóf störf hjá Lands- síma Íslands árið 1945 og starf- aði þar alla tíð, í alls 50 ár, til ársloka 1995, lengst af sem yf- irmaður bilanadeildar í Reykja- vík. Útför Þorleifs verður gerð frá Fossvogskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 13.30. 1949 Mögnu Guð- laugsdóttur frá Kols- stöðum í Dalasýslu, f. 16. febr. 1928, d. 12. des. 1969. Synir þeirra eru Sigur- björn (f. 6. febr. 1950) og Garðar (f. 6. maí 1964). Eiginkona Sigurbjörns er Hulda Fríða Ingadóttir (f. 1950). Börn þeirra eru: Ingi (f. 1969), Jón Ólafur (f. 1970), Þorleifur (f. 1975) og Magna Huld (f. 1976). Eiginkona Garðars er Ástríður María Þór- arinsdóttir (f. 1965). Börn þeirra eru: Daníel (f. 1988), Anna (f. 1992) og María Emilía (f. 1998). Magna átti áður Svein Valgeir (f. Afi minn var góður maður. Alltaf þegar ég kom í heimsókn beið hann í dyragættinni og heilsaði okkur. Hann bauð okkur inn og yfirleitt lentum við alltaf í eldhúsinu. Þar settumst við alltaf á sama stað, ég við hliðina á honum. Við spiluðum stund- um ólsen ólsen. Alltaf þegar ég sá til hans var hann glaður. Takk fyrir góðar stundir, afi. Anna. Elsku afi. Við söknum þín mikið. Þú kenndir okkur margt, sem við munum aldrei gleyma. Þú varst alltaf svo góður við okkur og við munum aldrei gleyma þér. Þú munt alltaf vera í minningum okkar. Kveðja. Jóhanna og Petrea. Elsku besti afi, við viljum minnast þín með nokkrum orðum og allra þeirra góðu stunda sem við áttum saman. Þú varst alltaf svo góður og hress. Á leiðinni upp í sumarbústað var ávallt stoppað í Þrastarlundi og keyptur ís og nammi. Í bústaðnum var í nógu að snúast fyrir litla gris- linga eins og okkur, s.s. hermanna- leikir með trérifflum og stálhjálm- um, flugdrekar, fótbolti og krikketmót. Og alltaf varst þú fús til að taka þátt í leikjunum með okkur enda harður nagli á ferð. Og stundum þeg- ar við vorum óþekk, sem gerðist ekki oft var farið með okkur í Kerið þar sem krókódílar voru víst, eða þannig, til að hræða okkur aðeins. Á Háteigsveginum var ávallt nóg að gerðast og margt um manninn. Yfirleitt tókstu á móti okkur með léttum boxtilþrifum. Oft var farið á rúntinn á karrígula Fordinum með loðnu sætunum og lá leiðin stundum niður á höfn til að dorga, þar sem ýmsar óhefðbundnar beitur litu dagsins ljós. Prakkarastrikin voru nánast endalaus við Háteigsveg og oftar en ekki þurftir þú að stilla til friðar við nágrannana. Í eldhúsinu var drukkin mjólk og hámað í sig Ballerine kex, sem við borðum ennþá hressilega af. Jólaboðin voru ógleymanleg þar sem allir komu saman og borðuðu góðan mat og áttu góðar stundir saman. Eins minnumst við þess að þegar við vorum lasin komst þú alltaf með síríuslengju, lakkrís og rauðan opal til að hressa okkur við. Elsku afi, nú ertu farinn og amma tekur nú á móti þér. Við munum minnast þín með söknuði. Hvíl þú nú í friði, elsku afi. Þorleifur og Magna Huld. Í dag fer fram útför gamals vinar Þorleifs Björnssonar yfirdeildar- stjóra hjá símanum. Hugurinn leitar til baka, en það var í byrjun ársins 1957 að mér bauðst vinna á bilana- deild bæjarsímans í Reykjavík. Á fyrsta degi mætti mér verkstjórinn snaggarlegur rauðhærður maður sem bauð mig velkominn með þéttu handtaki. Þetta var Þorleifur Björnsson. Síðan þá vorum við í ná- vist hvor annars fram til 1996, en þá lét Þorleifur af störfum enda orðinn sjötugur.Fullur af áhuga að njóta efriáranna. Það er óhætt að segja að aldrei féll skuggi á okkar samstarf, naut ég þess heiðurs í lífinu sem ungur mað- ur að hafa handleiðslu hans ávallt, var hann ráðagóður ef leitað var til hans. Ekki kom hik á hann ef maður spurði hvort möguleiki væri á að hann skrifaði upp á víxil fyrir mann. Átti svo við marga aðra sem undir hans stjórn störfuðu. Hann fékk orð á sig að á deild hans safnaðist hópur sundurleitra starfsmanna, en eftir skamman tíma var þessi hópur orð- inn samstilltur og kappsamur í að sýna fram á að bilanadeildin væri ein best mannaða deildin hjá símanum, sem bæri að sýna viðskiptavininum sem besta þjónustu. Þetta tel ég vera eitt af mörgum afrekum Þorleifs, gert án þess að steyta hnefa, nema þá með bros á vör. Þorleifi þótti gam- an að takast á við tækniþróunina en hún var ör á þessum árum, hann reyndi að afla sér efnis til lesturs, þannig að menn hans væru með þau bestu tæki til viðgerða sem völ væri á. Ég minnist eins uppátækis okkar vegna smá mánudagsvandræða með nokkra starfsmenn. Fól hann mér að gera tilraun sem fólst í því að reikna út hvað marga vodkapela menn svæfu af sér með slakri mætingu. Var eins og við manninn mælt, mæt- ingin batnaði svo að Þorleifur fékk hringingu frá fjarveruskráningu um hvað við hefðum gert, því mæting hefði svo snarlagast. En hann var þögull sem gröfin og sagði að batn- andi mönnum væri best að lifa. Hlóg- um við mikið að þessu uppátæki sem virkað svona vel. Í starfi og leik var Þorleifur ávallt hrókur alls fagnaðar, hann hafði líka einstakt lag á að róa og ræða við óþolinmóða viðskiptavini sem vildu helst fá viðgerð í gær, enduðu oft samtölin á þann veg að honum var þakkað samtalið. Margs fleira er að minnast frá þessum árum. Ég vil að lokum þakka Þorleifi fyrir hönd okkar félaganna fyrir góð kynni. Minningarnar munu halda áfram að lifa og ylja okkur um ókomin ár. Að lokum vil ég votta konu hans Jóhönnu og öðrum aðstandendum samúð mína. Blessuð sé minning þín, kæri vinur. Hilmar Svavarsson. Einn af traustustu starfsmönnum símans í 50 ár er látinn, Þorleifur Björnsson hóf störf hjá Bæjarsíma Reykjavíkur á árinu 1945 og vann þar óslitið til ársloka 1995. Undirritaður átti því láni að fagna að vera starfsmaður Þorleifs í mörg ár hjá Símanum. Vinnustaðurinn var fámennur í kringum miðja síðustu öld, en þar fór fram allt línubókhald Bæjarsímans, þ.e. skráning á öllum tengingum símalína frá númeri í símstöð í gegn- um tengiskápa og tengihús og í hús- kassa hjá viðkomandi notanda. Viðgerðarþjónusta við símanot- endur úti í bæ fór fram frá mæla- borðinu. Þorleifur tók símvirkjapróf að loknu tilskildu námi og smám saman jukust viðfangsefnin í ört vax- andi stofnun eins og eðlilegt er. Það á vel við, er maður hugsar til Þorleifs, máltækið „maður vex af viðfangs- efni“. Þorleifur var afar laginn við að umgangast fólk, léttur í lund en fylginn sér og fastur fyrir ef því var að skipta, enda útsjónarsamur og vandvirkur. Mér er minnisstætt þeg- ar Múlastöð var opnuð með þúsund- um nýrra símanúmera og voru eldri númer flutt yfir á vestur- og miðbæj- arsvæðið, var umsjón með línuteng- ingum í höndum Þorleifs. Breytingin gerðist á einni nóttu og engin vandamál fylgdu þessu vanda- sama verki, svo vel var að málum staðið. Mér er nær að halda að öllum hafi þótt sjálfsagt að svona fram- kvæmd gengi vel, en það er augljóst að til að svo gæti orðið varð allur undirbúningur að vera fyrsta flokks. Þorleifur sinnti starfi sínu af mik- illi alúð og var hann ávallt reiðubúinn að leggja sig fram til hins ýtrasta. Það var mikið áfall fyrir Þorleif þegar hann missti konu sína Mögnu úr krabbameini í heila frá ungum börnum. Seinni kona hans Jóhanna studdi hann dyggilega í langvarandi veik- indum, en hjartasjúkdómur dró tals- vert úr atorku hans hin seinni ár. Þorleifur lenti tvívegis í því að fá hjartastopp, en aftur og aftur náði hann sér á strik, læknar töldu að bjartsýni hans og viljastyrkur hefðu komið honum til hjálpar. Nú að leiðarlokum þakka ég fyrir þær góðu stundir sem við áttum hjá Símanum og æ síðan, jafnframt sendi ég sonum hans og eftirlifandi eigin- konu innilegar samúðarkveðjur. Vilhjálmur B. Vilhjálmsson. Ég verð að viðurkenna að mér varð hverft við þegar ég frétti að vin- ur minn hann Þorleifur Björnsson væri fallinn frá. Ég vissi að vísu að hann var búinn að glíma við illvígan hjartasjúkdóm um tíma, hefði ég mátt búast við þessu, en var bjart- sýnn vegna þess að þegar ég talaði við hann í síma fyrir stuttu sagðist hann sko aldeilis ekki vera að fara. Það er víst sama hvað við streitumst á móti, þá er það dauðinn sem sigrar að lokum. Við Þorleifur höfum fylgst að fyrst öll barnaskólaskólaárin í Austur- bæjaskólanu og síðan í Gagnfræða- skólanum í Reykjavík við Lindar- götu. Á þessum árum vorum við heimagangar hjá hvor öðrum og Þor- leifur hefur verið fjölskylduvinur okkar bæði þegar ég var í foreldra- húsum og eins minnar fjölskyldu, enda heimsóttu við hvor annan með fjölskyldum okkar. Það voru margar gleðistundirnar, sem við áttum saman. Meira að segja í veiðiferðum okkar. Þorleifur var svo skemmtilega fiskinn sem ég var ekki. Það er margs að minnast. Ég og fjölskylda mín vottum fjölskyldu Þorleifs innilega samúð. Blessuð sé minning hans. Sigurður Ólafsson. ÞORLEIFUR BJÖRNSSON Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, GUÐRÚN JÓNSDÓTTIR frá Patreksfirði, sem lést á heimili sínu, Grundarhúsum 1, Reykjavík, 11. apríl sl., verður jarðsungin frá Grensáskirkju í dag, miðvikudaginn 21. apríl, kl. 15.00. Ingibjörg Guðrúnardóttir, Gunnlaugur Jónsson, Páll Ingibergsson, barnabörn og barnabarnabörn. Sonur minn, JÓN GAUTI BIRGISSON, verður jarðsunginn frá Fossvogskapellu í dag, miðvikudaginn 21. apríl, kl. 15.00. Fyrir hönd aðstandenda, Svanhildur Jónsdóttir. Elskulegur bróðir okkar og frændi, ÞÓRHALLUR HALLDÓRSSON, Öngulsstöðum, sem lést á Kristnesspítala miðvikudaginn 14. apríl, verður jarðsunginn frá Munkaþverár- kirkju föstudaginn 23. apríl kl. 14.00. Þeim, sem vilja minnast hans, er bent á Krist- nesspítala. Sigurgeir Halldórsson, Guðný Magnúsdóttir, Aðalbjörg Halldórsdóttir, Sigurður Guðmundsson, Jóhanna Halldórsdóttir, Gísli Ólafsson, Helga Halldórsdóttir og aðrir vandamenn. Elskulega móðir okkar, tengdamóðir og amma, VIGGA SVAVA GÍSLADÓTTIR, sem lést mánudaginn 12. apríl, verður jarð- sungin frá Laugarneskirkju föstudaginn 23. apríl kl. 13.30. Reynir Már Ragnarsson, Gísli R. Ragnarsson, Þórdís Á. Ingólfsdóttir, Margrét Ragnarsdóttir, Sigurbjartur Halldórsson og barnabörn. Útför MÁS HARALDSSONAR bónda og oddvita, Háholti, verður gerð frá Skálholtsdómkirkju laugar- daginn 24. apríl kl. 13:30. Blóm og kransar eru vinsamlega afþakkaðir, en þeim, sem vilja minnast hans, er bent á Krabbameinsfélag Íslands. Jarðsett verður á Stóra-Núpi. Fyrir hönd fjölskyldunnar, Margrét Steinþórsdóttir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.