Morgunblaðið - 21.04.2004, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 21.04.2004, Blaðsíða 2
FRÉTTIR 2 MIÐVIKUDAGUR 21. APRÍL 2004 MORGUNBLAÐIÐ Dub lin Innifalið: Flug, gisting í 3 nætur á Bewleys hótel í nóvember í 2ja manna herbergi með morgunverði, flugvallarskattar og ísl. fararstjórn. 37.700 kr. Netver› á mann frá Plúsfer›ir • Hlí›asmára 15 • Sími 535 2100 • www.plusferdir.is FJÖLDATAKMARKANIR Háskólinn á Akureyri hefur sam- þykkt reglur um takmörkun á fjölda nýnema við skólann og er þetta í fyrsta sinn sem slíkar reglur eru settar fyrir allar deildir. Samkvæmt reglunum verða 569 nýnemar innrit- aðir í haust en þeir voru ríflega 760 talsins á sl. hausti. Blair boðar þjóðaratkvæði Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, tilkynnti í gær að haldin yrði þjóðaratkvæðagreiðsla í landinu um stjórnarskrársáttmála Evrópu- sambandsins, sem stefnt er að því að verði frágenginn í sumar. Um er að ræða kúvendingu á afstöðu brezka Verkamannaflokksins í þessum efn- um og þykir Blair tefla djarft með þessari ákvörðun. Slapp naumlega Ökumaður vöruflutningabíls slapp naumlega þegar bíllinn fór út af og niður háa skriðu á Klettshálsi í fyrri- nótt. Ökumaðurinn, Vilhjálmur Árnason, segir þetta hafa verið líkt og að sér hafi verið kippt út úr bíln- um rétt áður en hann sá á eftir hon- um niður skriðuna. Bíllinn er ónýtur eftir velturnar. Norðlingaalda tilbúin 2009? Skrifað var undir samninga í gær milli flutningssviðs Landsvirkjunar annars vegar og Orkuveitu Reykja- víkur og Hitaveitu Suðurnesja hins vegar um flutning raforku til stækk- unar Norðuráls á Grundartanga. Friðrik Sophusson, forstjóri Lands- virkjunar, segir að þegar til frekari stækkunar álversins komi eftir 5–6 ár sé vonast til þess að Norð- lingaölduveita verði þá komin í höfn. Hryðjuverki afstýrt? Brezka lögreglan yfirheyrði í gær 10 manns, sem handteknir voru í fyrradag í Mið- og Norður-Eng- landi. Hinir handteknu eru grunaðir um að hafa lagt á ráðin um hryðju- verk og síðdegisblaðið Sun fullyrti að þeir hefðu ætlað að fyrirkoma þúsundum manna í sjálfsmorðs- sprengjuárás á leik Manchester United og Liverpool á laugardag. Talsmenn lögreglunnar staðfestu ekki þessa frásögn. Y f i r l i t Í dag Sigmund 8 Viðhorf 32 Viðskipti 12/13 Minningar 32/37 Úr verinu 13 Bréf 40 Erlent 14/16 Myndasögur 40 Minn staður 17 Kirkjustarf 42/43 Höfuðborgin 18 Dagbók 44/45 Akureyri 19 Staksteinar 44 Suðurnes 20 Brids 45 Landið 21 Íþróttir 46/47 Daglegt líf 22/23 Leikhús 48 Listir 24/25 Fólk 48/53 Umræðan 26/27 Bíó 50/53 Forystugrein 28 Ljósvakamiðlar 54 Þjónusta 31 Veður 55 * * * Morgunblaðið Kringlunni 1, 103 Reykjavík. Sími 5691100 Innlendar fréttir frett@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Erlendar fréttir Ásgeir Sverrisson, fréttastjóri, asv@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Ólafur Stephensen, aðstoðarritstjóri, olafur@mbl.is Úr verinu Hjörtur Gíslason, fréttastjóri, hjgi@mbl.is Daglegt líf Guðbjörg Guðmundsdóttir, gudbjorg@mbl.is Listir menning@mbl.is Orri Páll Ormarsson, ritstjórnarfulltrúi, orri@mbl.is Umræðan|Bréf til blaðsins Magnús Finnsson, fulltrúi ritstjóra, magnus@mbl.is Hallur Þorsteinsson, hallur@mbl.is Minningar minning@mbl.is Hilmar P. Þormóðsson, Stefán Ólafsson Dagbók|Kirkjustarf Ellý H. Gunnarsdóttir, elly@mbl.is Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Fólk í fréttum Skarphéðinn Guðmundsson, skarpi@mbl.is Útvarp|Sjónvarp Andrea Guðmundsdóttir, andrea@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is EKKI hefur verið tekin ákvörðun um hvenær skýrsla starfshóps menntamálaráðherra um eignarhald á fjölmiðlum verður gerð opinber, en hún er til meðferðar hjá ríkisstjórninni. Þor- gerður K. Gunnarsdóttir menntamálaráðherra kynnti skýrsluna formlega á ríkisstjórnarfundi í gærmorgun. Hún sagði eftir fundinn að sam- ráðherrar sínir myndu taka sér tíma fram að næsta ríkisstjórnarfundi, sem væntanlega verð- ur á föstudag, til að fara yfir skýrsluna. „Þetta er stórt og mikið mál sem skiptir allt sam- félagið mjög miklu máli. Það er því eðlilegt að mínir samráðherrar fái tækifæri til að lesa yfir skýrsluna. Málið er því enn til meðferðar hjá ríkisstjórninni og því ekki tímabært að fjalla um hana á opinberum vettvangi,“ sagði ráð- herra og bætti því við að skýrslan væri mjög vel unnin. Beiðni um umræðu á Alþingi Nefndin sem vann að skýrslunni var skipuð rétt fyrir jól til að kanna hvort tilefni væri til að setja sérstök lög um eignarhald á fjöl- miðlum. Hóf hún störf í janúar sl. Stjórn þingflokks Samfylkingarinnar er ekki sátt við að innihaldi skýrslunnar sé haldið leyndu og hefur krafist þess að skýrslan verði gerð opinber hið fyrsta. „Samfylkingin telur óeðlilegt og óviðeigandi að menntamálaráð- herra haldi skýrslunni leyndri. Efni hennar er þar með haldið frá lýðræðislegri umræðu í landinu. Hvorki starfsfólki fjölmiðla né stjórn- endum fjölmiðlafyrirtækja gefst tækifæri til að leggja dóm á skýrsluna og fjalla um efni henn- ar frá sínum sjónarhóli,“ segir í yfirlýsingu frá þingflokknum. „Þingflokkur Samfylkingarinnar hefur nú lagt fram ósk um að skýrsla nefndar menntamálaráðherra verði tekin til sérstakrar umræðu á Alþingi hið fyrsta og lýsi mennta- málaráðherra þar afstöðu sinni og ríkisstjórn- arinnar til efnis hennar. Þingflokkurinn krefst þess að skýrslan verði strax gerð opinber.“ Fjölmiðlaskýrslan enn til meðferðar hjá ríkisstjórn Samfylkingin vill að skýrslan verði gerð opinber hið fyrsta VARNARLIÐIÐ hefur sagt upp rúmum tug starfsmanna sem vinna við þjónustustörf og taka uppsagnirn- ar gildi um næstu mánaðamót. Upp- sagnarfrestur er frá einum mánuði og upp í sex mánuði, en þessar uppsagn- ir koma til viðbótar uppsögnum fyrr í vetur. Um 800 manns eru í starfi hjá varnarliðinu. „Þetta eru skelfilegar fréttir og koma ofan í aðrar uppsagnir sem hafa verið að taka gildi fram eftir öllu vori,“ sagði Kristján Gunnarsson, for- maður Verkalýðs- og sjómannafélags Keflavíkur. Hann sagði að mikið atvinnuleysi væri á Suðurnesjum, sem losaði um 4% af mannafla á vinnumarkaði, auk þess sem fram kæmi að jafnvel væri von á frekari uppsögnum. Kallað eftir mótvægisaðgerðum Kristján sagði að þessar uppsagnir væru bein afleiðing þess að fækkað hefði í varnarliðinu. „Við erum sífellt að kalla eftir mótvægisaðgerðum hér inn á svæðið. Við þurfum ný störf til að mæta þessu. Annars sjáum við fram á mjög erfiða tíma,“ sagði Krist- ján. Hann sagði að sl. þrjú ár hefði at- vinnuleysi verið mest á Suðurnesjum, sem væri eitthvert það ömurlegasta Íslandsmet sem þeir hefðu átt. Varnarliðið segir upp fleiri starfsmönnum FRÖNSK herskip hafa viðdvöl í Reykjavík um þessar mundir og liggja í Sundahöfn. Eru það þyrluskipið Jóhanna af Örk og freigáturnar Georges Leygues og Primauget og er meginhlutverk skipanna þjálfun liðsforingjaefna. Marc de Briancon, kapteinn Jó- hönnu af Örk, sagði í samtali við Morgunblaðið að sjóliðsfor- ingjaskóli franska hersins hefði verið stofnsettur 1864 og nú væri hann um borð í Jóhönnu af Örk og freigátunni Georges Leygues. Liðsforingjaefnin væru nú langt komin með 169 daga þjálfun sína sem fram hefði farið á Atlants- hafinu og myndi enda í Eystra- saltinu á næstunni. Eftir dvölina hér er ferðinni heitið til Péturs- borgar. Kapteinninn sagði þjálfunina ganga út á að leysa margs konar verkefni og væri hópurinn alls 166 manns, þar af 25 konur. Hluti þjálfunarinnar væri og að heim- sækja önnur lönd og kynnast þeim. Þannig væru líka um borð liðsforingjaefni frá öðrum lönd- um sem tækju þátt í verkefnum. Hlutverk skipanna sagði hann að öðru leyti að vera til aðstoðar á átakasvæðum og voru skipin þannig reiðubúin sem sjúkrahús þegar átökin á Haiti stóðu yfir í vetur. Einnig tækju skipin þátt í baráttu við hryðjuverkamenn og fíkniefnasölu og kæmu einnig til liðs þegar hungursneyð eða þró- unarhjálparverkefni væru annars vegar. Hann sagði liðsfor- ingjaefnin því fá fjölbreytta þjálf- un og ekki væri skortur á nýlið- um. Jóhanna af Örk var tekin í notkun árið 1964 en smíði skips- ins hófst í Brest 1959. Er það 12 þúsund tonn að þyngd og 182 m langt. Um borð eru að jafnaði fjórar þyrlur og ýmis vopnabún- aður. Jóhanna af Örk verður til sýnis almenningi á morgun, föstudag og laugardag frá kl. 14 og er nauðsynlegt að gestir sýni skil- ríki til að fá aðgang. Frönsk herskip í Sundahöfn Morgunblaðið/Sverrir Frönsku herskipin tvö liggja við festar í Sundahöfn. Almenningi gefst kostur á að skoða skipin næstu daga. Kapteinarnir Marc de Briancon (t.v.) og Vincent Liot de Nortbecourts. GASKÚTUR sprakk í húsi við Garðsenda þegar verið var að grilla þar um sexleytið í gær. Engin slys urðu á fólki, en skemmdir á glugga og vegg- klæðningu af völdum spreng- ingarinnar. Eldur hljóp í kútinn þegar verið var að grilla. Venjulega koma öryggisventlar á kútunum í veg fyrir að eld- urinn hlaupi ofan í kútinn, en í þessu tilviki hélt öryggisvent- illinn ekki og eldurinn náði því ofan í kútinn með þeim afleið- ingum að hann sprakk. Gaskútur sprakk
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.