Morgunblaðið - 21.04.2004, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 21.04.2004, Blaðsíða 45
DAGBÓK MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 21. APRÍL 2004 45 STJÖRNUSPÁ Frances Drake NAUT Afmælisbörn dagsins: Þú ert stundvís og nákvæm/ ur og leggur mikið upp úr því að gera hlutina vel. Leggðu hart að þér á þessu ári því þú munt uppskera á því næsta. Hrútur (21. mars - 19. apríl)  Þú finnur til óvenjumikillar hlýju í garð fólksins í kring- um þig í dag. Þetta má rekja til sérstakra áhrifa frá Neptúnusi. Naut (20. apríl - 20. maí)  Þú hefur unun af fallegum hlutum og í dag langar þig til að kaupa þér eitthvað fallegt. Þér er sem betur fer gefið að leggja raunhæft mat á gildi fegurðarinnar. Tvíburar (21. maí - 20. júní)  Þú lætur þig dreyma glæsta framtíðardrauma. Ferðalög til fjarlægra landa höfða sér- staklega til þín þessa dagana. Krabbi (21. júní - 22. júlí)  Þú finnur til samkenndar með þeim sem minna mega sín í dag. Leitaðu tækifæra til að láta gott af þér leiða. Ljón (23. júlí - 22. ágúst)  Vinur þinn er tilbúinn að að- stoða þig í dag. Þú gætir einnig komið vini þínum til hjálpar. Á hvorn veginn sem það er þá muntu sjá sanna vináttu í verki. Meyja (23. ágúst - 22. sept.)  Þú ert tilbúin/n að hjálpa vinnufélaga þínum í dag. Þú sért að árangur hans/hennar mun koma sér vel fyrir heild- ina enda getur keðjan aldrei orðið sterkari en veikasti hlekkurinn. Vog (23. sept. - 22. okt.)  Það sækja á þig dagdraumar í dag. Á sama tíma er sköp- unarhæfni þín með besta móti. Reyndu að nýta þér þetta sem best. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóv.)  Fólk er óvenju örlátt og gef- andi í dag. Þú gætir því feng- ið gjöf eða einhvers konar fyrirgreiðslu í dag. Láttu ekki stoltið aftra þér frá því að þiggja góða gjöf. Bogmaður (22. nóv. - 21. des.) Þetta er góður dagur til að leysa gömul deilumál. Fólk er óvenju sveigjanlegt og tilbúið að mætast á miðri leið. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Þú ert óvenju listræn/n í dag og gæðir verkefni dagsins listrænum blæ. Mundu að oft felst fegurðin í smáatrið- unum. Vatnsberi (20. jan. - 18. febr.) Þú gætir upplifað ást við fyrstu sýn í dag. Ástin liggur í loftinu og því er mikið um daður þó það sé auðvitað mis- mikil alvara á bak við það. Fiskar (19. feb. - 20. mars) Ekki vanmeta mikilvægi fjöl- skyldunnar og ekki láta tæki- færi til að hjálpa einhverjum í fjölskyldunni framhjá þér fara. Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum grunni vísindalegra staðreynda. SOGIÐ Við Sogið sat ég í vindi, sækaldri norðanátt, og þótti þurrleg seta. Þar var af lifandi fátt. En sólin reis in sæla, sveipaði skýjum frá. Upp komu allar skepnur að una lífinu þá. Og svo er margt af mýi, – mökk fyrir sólu ber – að Þórður sortnaði sjálfur og sópaði framan úr sér. Jónas Hallgrímsson LJÓÐABROT ÁRNAÐ HEILLA 70 ÁRA afmæli. Í dag,miðvikudaginn 21. apríl, er sjötugur Torben Friðriksson, fyrrverandi ríkisbókari. Hann er að heiman á afmælisdaginn og fagnar afmælinu með fjöl- skyldu og vinum á Hotel Admiral í Kaupmannahöfn föstudagskvöldið 23. apríl. 70 ÁRA afmæli. Í dag,miðvikudaginn 21. apríl, er sjötugur Héðinn Skarphéðinsson húsa- smíðameistari, Langholti 2, Reykjanesbæ. Kona hans er Bergþóra G. Bergsteins- dóttir. Þau dvelja um þessar mundir á Spáni. VIÐFANGSEFNI dagsins er að spila sex tígla í suður. Við fyrstu skoðun fær maður á tilfinninguna að hægt sé að finna skothelda vinningsleið, en það er erfitt að höndla þá leið – hún rennur manni úr greipum eins og sápa á sunnudagsmorgni. Suður gefur; allir á hættu. Norður ♠ÁG9654 ♥K3 ♦53 ♣954 Suður ♠K3 ♥Á ♦ÁKDG108 ♣ÁG107 Vestur Norður Austur Suður – – – 2 lauf * Pass 2 spaðar Pass 3 tíglar Pass 3 spaðar Pass 4 grönd Pass 5 tíglar Pass 6 tíglar Pass Pass Pass Vestur kemur út með hjartagosa. Hvernig á að spila? Spaðinn og laufið – allt snýst um að samnýta þá möguleika sem svörtu litirnir bjóða upp á. Á einhverjum tímapunkti er sennilega rétt að toppa spaðann og treysta á laufið ef spaðadrottningin kemur ekki. Fyrst er þó allt- af rétt að taka trompin (sem liggja 3–2). En svo er að mörgu að hyggja. Til að byrja með skulum við slá niður þann möguleika að spila laufgosa að heiman áður en spaðinn er prófaður. Ef austur drepur og spilar aftur laufi, verður að taka með ás og þá nýtist laufið ekki í framhaldinu, því sam- gangur fyrir þvingun er eng- inn. Annar kostur og betri er að toppa spaðann, henda laufi í hjartakóng og spilar laufi á gosa. Þá vinnst slemman ef austur á KD í laufi eða háspil annað. Norður ♠ÁG9654 ♥K3 ♦53 ♣954 Vestur Austur ♠87 ♠D102 ♥G108762 ♥D954 ♦972 ♦64 ♣D8 ♣K632 Suður ♠K3 ♥Á ♦ÁKDG108 ♣ÁG107 Sem dugir ekki í þessari legu. En þriðja leiðin er sennilega sú besta: Hún felst í því að taka þrisvar tromp, spila kóng og ás í spaða og síðan litlu laufi á gosa. Skilja sem sagt hjartakóng eftir í blindum. Hér lendir austur inni og gerir best í því að spila laufáttu um hæl. Sagn- hafi stingur upp níu blinds og vinnur sitt spil, hvað sem austur gerir. Tilgangurinn með því að skilja hjartakónginn eftir er að neyða vestur til að spila laufi (eða hjarta og gefa inn- komu) ef hann á ekki spaða- drottningu. Þetta er auðvitað ekki örugg leið, en vafalítið sú besta. BRIDS Guðmundur Páll Arnarson 1. e4 c5 2. Rf3 Rc6 3. d4 cxd4 4. Rxd4 e5 5. Rb5 d6 6. a4 Rf6 7. R1c3 h6 8. Bc4 a6 9. Ra3 Be7 10. 0-0 0-0 11. He1 Rb4 12. Bb3 Bd7 13. Rc4 Be6 14. Be3 Rd7 15. He2 Dc7 16. Rxd6 Bxd6 17. Bxe6 fxe6 18. Hd2 Rf6 19. Hxd6 Rxc2 20. Bb6 De7 21. Hc1 Rd4 22. Bc5 Dc7 23. Ba3 Hf7 24. b3 Db8 25. Hb6 Hd7 26. De1 Dd8 27. Bc5 Hc8 28. b4 a5 29. Rb5 Staðan kom upp í frönsku deilda- keppninni sem lauk fyrir skömmu. Alm- ira Skripchenko (2.456) hafði svart gegn Delphine Gras (1.917). 29. – Dxb6! 30. Rxd4 svartur hefði einnig unnið eftir 30. Bxb6 Hxc1 31. Dxc1 Re2+. 30. – Dd8 31. Rxe6 De8 32. Rf8 Hdc7 og hvítur gafst upp. Til að auka veg kvennaskákar er hvert liði í frönsku deildakeppninni skyldað til að hafa eina konu í sínu liði. Sama fyr- irkomulag er á Englandi og mættu eyjaskeggjar hér á landi gaumgæfa þessa hug- mynd. SKÁK Helgi Áss Grétarsson Svartur á leik.          MEÐ MORGUNKAFFINU Færðu þig aðeins meira til vinstri! Sveit Sparisjóðsins vann sveitakeppnina hjá Munin Aðalsveitakeppni félagsins er ný- lokið með sigri sveitar Sparisjóðsins í Keflavík. Að þessu sinni var mesta baráttan um þriðja sætið en sveitir Gunnars Guðbjörnssonar og Jó- hanns Benediktssonar bitust um það sæti. Sveitirnar mættust í lokaum- ferðinni og þurfti sveit Gunnars að vinna 24-6 en það gekk eftir og loka- staðan varð þessi: Sparisjóðurinn í Keflavík 107 Úlfar og félagar 94 Gunnar Guðbjörnsson 75 Jóhann Benediktsson 75 Sveit Úlfars Kristinssonar fór lögulega í gegnum mótið og tapaði engum leik en með Úlfari spiluðu Vignir Sigursveinsson, Þorgeir Ver Halldórsson og Garðar Þór Garðars- son. Hafinn er þriggja kvölda Lands- bankatvímenningur og er staðan þessi eftir fyrsta kvöldið: Arnór Ragnarsson – Guðjón Jensen 136 Randver Ragnarss. – Gunnar Guðbjss. 117 Þorgeir Halldórss. – Garðar Garðarss. 116 Bridsdeild Félags eldri borgara í Reykjavík Tvímenningskeppni var spiluð í Ásgarði Glæsibæ mánud. 29. mars sl. Spilað var á 10 borðum. Meðalskor 216 stig. Árangur N-S: Oliver Kristóf. – Sæmundur Björnss. 268 Geir Guðmundss. – Ægir Ferdinandss. 266 Hannes Ingibergsson – Sigurður Pálss. 263 Árangur A-V: Oddur Halldórsson – Lilja Kristjánsd. 247 Magnús Oddsson – Ragnar Björnsson 238 Alda Hansen – Jón Lárusson 231 Tvímenningskeppni var spiluð fimmtud. 1. apríl. Spilað var á 10 borðum. Árangur N-S: Magnús Oddsson – Magnús Halldórss. 255 Júlíus Guðmundss. – Rafn Kristjánss. 252 Oliver Kristóf. – Sæmundur Björnss. 248 Árangur A-V: Björn E. Péturss. – Friðrik Hermannss. 258 Guðbjörn Axelsson – Gunnar Jónsson 251 Elín Jónsdóttir – Jón Hallgrímsson 245 Tvímenningur í Síðumúla 7 í kvöld Monrad barómeter með ferða- vinningum miðvikudaginn 21. apríl klukkan 19.30. Spilastaður er Ármúli 7, bakhús. María og Harpa Fold sigruðu síðast. Hver fær næstu ferð? Nánari upplýsingar í síma 551 0009. Gullsmárabrids Bridsdeild FEBK Gullsmára spil- aði tvímenning á 15 borðum mánu- daginn 19. apríl. Meðalskor 264. Efst voru: Steindór Árnason – Tómas Sigurðsson 315 Þórhallur Árnas. – Stefán Friðbjarnar 307 Karl Gunnarsson – Ernst Backman 307 Jóna Kristinsd – Sveinn Jensson 293 AV Kristinn Guðm. – Guðmundur Magnúss 312 Sigurpáll Árnason – Sigurður Gunnl. 303 Elís Kristjánsson – Ruth Pálsdóttir 301 Valdimar Lárusson – Einar Elíasson 293 BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson Frummælendur: Dögg Pálsdóttir, hæstaréttarlögmaður. Jón Steinar Gunnlaugsson, prófessor. Guðrún Inga Ingólfsdóttir, hagfræðingur. Heiðrún Lind Marteinsdóttir, laganemi. Fundarstjóri: Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir, námssálfræðingur. Vörður-fulltrúaráð sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík. Allir velkomnir! Jafnrétti í fókus - markmið, leiðir, árangur Umræðufundur Varðar miðvikudaginn 21. apríl kl. 17.00 í Valhöll Árlegur vordansleikur Harmonikufélags Rangæinga verður í Kanslaranum Hellu síðasta vetrardag kl. 22-02 Gestaspilarar verða Suðurnesjamenn. Aldurstakmark 18 ár.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.