Morgunblaðið - 21.04.2004, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 21.04.2004, Blaðsíða 11
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 21. APRÍL 2004 11 Síðustu sætin í maí. Vinsælasti sumarleyfisstaður Ítalíu. Glæsi- leg ströndin teygir sig kílómetrum saman eftir fallegri strand- lengjunni og hér er að finna ótrúlega stemmningu yfir sumartím- ann, þar sem bærinn iðar af mannlífi, jafnt daga sem nætur, af innlendum sem erlendum ferðamönnum, sem koma hingað til að njóta hins besta sem sumardvöl á Ítalíu hefur að bjóða. Rimini 20. og 27. maí frá kr. 39.995 Skógarhlíð 18, sími 595 1000. www.heimsferdir.is Munið Mastercard ferðaávísunina Frá kr. 39.995 M.v. hjón með 2 börn, 20. maí, Residence Riviera, vikuferð. Netverð. Frá kr. 49.890 M.v. 2 í stúdíó, 20. maí, Residence Riviera, vikuferð. Netverð. Í TILEFNI af fimmtán ára afmæli Bónuss ákváðu stjórnendur fyrirtækisins að gefa fimmtán aðilum fimm- tán milljónir króna og renna þær til líknarmála, góðgerð- armála og annarra mála sem stjórnendum Bónuss þykir mikilvægt að styrkja. Jóhannes Jónsson afhenti styrkina við athöfn í gær. Jóhannes segir að með styrkjunum vilji Bónus þakka fyrir þá tryggð sem viðskiptavinirnir hafi sýnt fyrirtæk- inu. Hann segir styrkina hafa dreifst víða til margra ólíkra aðila og til ólíkra en þarfra málefna. Spurður segir Jóhannes að ef viðskipti Bónuss haldi áfram að vaxa eins og verið hefur verði hann ekki í vandræðum með að gefa 20 milljónir á 20 ára afmælinu og svo koll af kolli. „Viðskiptamenn okkar í mars í fyrra voru um 400 þús- und en í mars í ár er þeir hátt í 500 þúsund. Við erum að verða búin að opna 21 verslun og það hefur aldrei komið niður á því sem fyrir er. Maður verður auðvitað að elta eftirspurnina sem er stöðugt vaxandi,“ sagði Jóhannes í samtali við Morgunblaðið. Feðgarnir Jóhannes og Jón Ásgeir Jóhannesson opn- uðu fyrstu Bónusverslunina í Skútuvogi 8. apríl árið 1989 en nú eru Bónusverslanirnar orðnar 20 og bætist sú 21. við í maí en þá verður ný verslun opnuð í Hveragerði. Bónus styrkir fimmtán aðila á fimmtán ára afmæli fyrirtækisins Gefa 15 milljónir til góðgerðarmála Morgunblaðið/Ásdís Hrafn Jökulsson tekur við styrk Hróksins og afhendir Jóhannesi í Bónus tafl og taflmenn að gjöf. GEIR H. Haarde fjármálaráð- herra segir að þær aðfinnslur, sem samtök í atvinnulífinu settu fram sl. mánudag varðandi skattlagningu matvæla, séu ekki nýjar frá þessum aðilum. Hann segir að þær séu til athugunar eins og aðrar hugmyndir sem berast fjármálaráðuneytinu. Fjármálaráðherra Ekki nýjar aðfinnslur frá þessum aðilum  INGA Dóra Sigfúsdóttir varði doktorsritgerð sína í félagsfræði við Pennsylvania State University í Bandaríkjunum 12. desember síð- astliðinn. Leið- beinandi Ingu Dóru var George Farkas, prófessor í félagsfræði, en aðrir sem sátu í doktorsnefnd hennar voru Wayne Osgood, prófessor í af- brotafræði, Eric Silver, prófessor í fé- lagsfræði og Irwin Feller, prófessor í hagfræði og vísindafélagsfræði. Doktorsritgerð Ingu Dóru nefnist „Stress in adolescentś lives: The role of negative life events and social sup- port in understanding distress, del- inquency, substance use and school performance“. Í ritgerðinni sam- þættir Inga Dóra kenningar á sviði geðheilsufélagsfræði og afbrotafræði til að skýra tengsl álags og áfalla í lífi ungs fólks við þunglyndi og reiði, frá- vikshegðun og frammistöðu í skóla. Hluti ritgerðar Ingu Dóru fjallar um hvernig stuðningur úr samfélaginu getur verið vörn gegn frávikshegðun meðal þeirra unglinga sem búa við mikið álag. Fyrstu niðurstöður rit- gerðarinnar verða birtar í tímaritinu Journal of Youth and Adolescence. Við doktorsnám sitt naut Inga Dóra styrkja frá Penn State háskóla, Fulbright stofnuninni og styrkt- arsjóði Thor Thors. Inga Dóra lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík árið 1987, B.A. prófi í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands árið 1991 og M.A. prófi í félagsfræði við Háskóla Ís- lands árið 1999. Í doktorsnáminu lagði Inga Dóra einnig stund á vís- indafélagsfræði sem hliðargrein. Inga Dóra fæddist í Reykjavík 13. júlí 1967. Hún er dóttir Erlu Sigurð- ardóttur ljósmóður og Sigfúsar Jóns- sonar, en hann lést árið 1999. Eig- inmaður Ingu Dóru er Símon Sigvaldason, héraðsdómari. Þau eiga tvær dætur, Erlu og Sonju, 8 ára. Inga Dóra starfar við rannsóknir hjá rannsóknarmiðstöðinni Rannsóknum & greiningu. Um þessar mundir vinn- ur hún að úttekt á rannsókn- arstörfum HÍ fyrir mennta- málaráðuneytið. Doktor í félagsfræði Inga Dóra Sigfúsdóttir STARFSHÓPUR heilbrigðisráðu- neytisins leggur til að komið verði á fót miðstöð starfsendurhæfingar í því skyni að beina fólki í viðeigandi úr- ræði til að auka líkur á atvinnuþátt- töku. Frá þessu greinir á vef Trygginga- stofnunar ríkisins, TR. Þar segir Sig- urður Thorlacíus tryggingayfirlækn- ir reynsluna sýna að þegar fólk hafi verið óvinnufært lengur en nokkra mánuði geti verið mun erfiðara að stuðla að því að það hefji störf að nýju heldur en ef gripið sé fljótt til að- gerða. Sigurður segir að jafnvel þótt sjúk- dómseinkenni, sem ollu því að ein- staklingur varð óvinnufær, dvíni með tímanum sé hætta á að fólk glati sjálfstrausti, sjálfsbjargarviðleitni og fótfestu á vinnumarkaði. Því sé afar brýnt að grípa fljótt inn í þennan víta- hring og afstýra því að viðkomandi verði öryrki fyrir lífstíð. Starfshópurinn leggur til að rætt verði við hagsmunaaðila um að þeir komi að skipulagningu og fjármögn- un sameiginlegs starfsendurhæfing- arkerfis með miðstöð starfsendur- hæfingar þar sem unnt verði að meta endurhæfingarþörf og/eða vinnu- færni og vísa í endurhæfingarúrræði. Tillaga um miðstöð starfsend- urhæfingar ÁRLEG neysla áfengis á hvern landsmann 15 ára og eldri jókst um einn lítra af hreinum vínanda á milli áranna 1998 og 2002, úr 5,56 lítrum í 6,53 lítra. Í markmiðum heilbrigð- isáætlunar sem samþykkt var á Al- þingi árið 2001 er gert ráð fyrir því að neyslan verði ekki meiri en 5 lítr- ar árið 2010. Fyrir Alþingi liggja nú nokkur frumvörp um áfengismál en að sögn Önnu Bjargar Aradóttur hjúkrunar- fræðings hjá Landlæknisembætti og Lýðheilsustöð eru þau fæst í sam- ræmi við þau langtímamarkmið sem Alþingi setti með heilbrigðisáætlun- inni. Anna Björg sagði á fræðslu- fundi um áfengisstefnu sem samtök- in Náum áttum héldu í gær að frumvörp um lækkun áfengiskaupa- aldurs niður í 18 ár og lækkun áfeng- isgjalds ná fram að ganga verði enn erfiðara að ná markmiðunum frá 2001. „Það er hægt að leiða að því líkum að ef þessi frumvörp verða sam- þykkt þá munum við fjarlægjast enn frekar þau markmið sem sett voru í þessari áætlun. Mér finnst það þurfi að endurskoða áætlunina fyrr en síð- ar.“ Í áætlun Alþingis, sem m.a. tekur á áfengisstefnu, segir að stefnt sé að því að árið 2010 verði nánast engin drykkja hjá þeim hópi sem er yngri en 15 ára. Anna Björg segir drykkju í þeim aldurshópi hafa farið minnk- andi undanfarin ár en hins vegar aukist hjá þeim sem eldri eru. „Með samtakamætti foreldra og félaga- samtaka hefur tekist að minnka neysluna hjá börnum og ungling- um.“ Að hennar mati er það óvinsælt hjá stjórnamálamönnum að setja hömlur á áfengisneyslu og hún telur ólíklegt að einhugur ríki á Alþingi um þau langtímamarkmið sem sett voru í heilbrigðisáætluninni. Sagðist hún telja líklegt að annað af tvennu valda því; Alþingi hefði lítið úthald við langtímaáætlanir eða að aðrir hagsmunir en almannahagsmunir væru farnir að ráða ferðinni. Nefndi hún sérstaklega að þjónustuaðilar væru farnir að þrýsta meira á lágt áfengisverð. Drekka meira og oftar bjór og vín Vínbúðum á Íslandi hefur fjölgað úr 19 í 43 frá árinu 1990 og fjöldi vín- veitingaleyfa hefur fjórfaldast á sama tímabili. Áfengi er orðið hluti af daglegu neyslumynstri Íslendinga og hagsmumaaðilar í verslun og þjónustu láta sig áfengsstefnu stjórnvalda varða í auknum mæli. Þetta var meðal þess sem fram kom í erindi Hildigunnar Ólafsdóttur af- brotafræðings hjá ReykjavíkurAka- demíunni á fundinum. Í máli hennar kom fram að á síð- ustu þremur áratugum hefur þróun- in verið í þá átt að bæði karlar og konur hafa aukið neyslu sína á víni og einnig bjór, eftir að hann var lög- leiddur, en minnkað neyslu á sterku víni. Hún sagði bæði magn og tíðni bjór- og víndrykkju hafa aukist. Drykkja Íslendinga er mest um helgar en máltíðadrykkja tíðkast ekki hér í miklum mæli. Hildigunnur sagði að 76% drykkjunnar færu fram í heimahúsum en um 24% á veitinga- húsum. Forvarnir til foreldranna Dagur B. Eggertsson borgar- fulltrúi sagði á fundinum að forræð- ishyggja 21. aldarinnar í áfengismál- um væri í raun foreldrahyggja. Forvörnum og fræðslu hefði á und- anförum árum verið í auknum mæli beint til foreldra. Hann sagði mik- ilvægt að lengja þann tíma sem börn og unglingar eru án áfengis. Það yrði best framkvæmt með því að höfða til ábyrgðar foreldra í forvarnastarfi. Fundur um áhrif áfengisstefnu á drykkjusiði Ósamræmi í áfeng- isstefnu yfirvalda Morgunblaðið/Jim Smart Anna Björg Aradóttir hjá Landlæknisembætti og Lýðheilsustöð sagði brýnt að Alþingi endurskoðaði þau markmið sem sett voru um áfeng- isdrykkju árið 2001 ef það ætlaði sér ekki að reyna að ná þeim.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.