Morgunblaðið - 21.04.2004, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 21.04.2004, Blaðsíða 4
FRÉTTIR 4 MIÐVIKUDAGUR 21. APRÍL 2004 MORGUNBLAÐIÐ Tvöfaldir Vildarpunktar til 1. maí ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S I C E 24 12 5 0 4/ 20 04 Reykjavík Nordica Hotel Hótel Loftleiðir Keflavík Flughótel Suðurland Hótel Flúðir Hótel Rangá Hótel Kirkjubæjarklaustur Egilsstaðir Hótel Hérað ÁBÚENDUM á bænum Hvammi III í Landssveit, hjónunum Pálma Eyj- ólfssyni og Kolbrúnu Sveinsdóttur, varð líkt og mörgum Sunnlendingum hverft við fréttir á dögunum um að íslenskir vísindamenn teldu miklar líkur á stórum jarðskjálfta á næstu árum. Og í ljósi forsögunnar á bæn- um hugnast þeim ekkert sérstaklega að standa í húsbyggingum. Í þremur stórum jarðskjálftum á Suðurlandi síðan á 19. öld hafa hús verið í bygg- ingu á sama tíma hjá Hvammsætt- inni, síðast árið 2000 þegar Pálmi og Kolbrún reistu nýtt íbúðarhús, timburhús á steyptum grunni, og fyrst árið 1896 þegar gamli bærinn, sem stendur reyndar enn, hafði verið byggður af langafa Pálma. Einnig urðu miklar skemmdir á bænum árið 1912 og talið að einhver útihús hefðu þá verið í smíðum. „Þetta er óneitanlega svolítið skrítið og undarlegt að alltaf komi skjálftar þegar hér er verið að byggja. En fyrst engir mannskaðar hafa orðið í skjálftunum er ekki hægt annað en að hafa gaman af þessum tilviljunum“ segir Pálmi við Morg- unblaðið og Kolbrún bætir við að þau þori varla að byggja meira. „Það borgar sig ekki að fara að skapa jarðskjálfta. Engu er líkara en að sá í neðra búi undir okkur og sé að mótmæla þessum framkvæmdum hjá okkur,“ segir Kolbrún og hlær. Hjónin hófu búskap að Hvammi III árið 1997 og tók Pálmi þar við búi foreldra sinna, Eyjólfs heitins Ágústssonar og Guðrúnar Kristins- dóttur. Pálmi er fimmti ættliðurinn í Hvammsættinni sem býr á jörðinni. Langalangamma hans, Guðríður Jónsdóttir, byrjaði upp úr miðri 19. öld og sonur hennar og langafi Pálma, Eyjólfur Guðmundsson, kall- aður Eyjólfur landshöfðingi af sveit- ungum sínum, tók við búinu þegar ljóst varð að hann fékk móður sína ekki til að flytja burtu við skilnað for- eldra sinna. Eyjólfur átti lítið óklárað af byggingu íbúðarhúss þegar sterk- ur skjálfti reið yfir Suðurland í lok ágúst árið 1896. Heimilisfólk var þá flutt inn í húsið, og heimildir herma að í fyrsta skjálftanum hafi það nán- ast farið af sökklunum. Kolbrún segir grind hússins hafa skekkst og gengið úr fölsum en í sterkum eftirskjálfta í Ölfusi nokkrum dögum síðar small grindin í fölsin á ný og húsið réttist af! Sextán árum síðar, 1912 varð ann- ar stór skjálfti á svæðinu, og þá varð íbúðarhúsið illa úti. Kolbrún segir ná- kvæmar heimildir ekki vera fyrir því hvaða hús voru í byggingu í þessum skjálfta en hins vegar hafi fjósið hrunið saman. Gert var við gamla Hvammsbæinn eftir þennan skjálfta og búið í honum alveg fram á síðasta áratug af Eyjólfi landshöfðingja og konu hans, Guð- björgu Jónsdóttur, og síðar þeirra af- komendum; Ágústi Kr. Eyjólfssyni, afa Pálma, og konu hans, Sigurlaugu Eyjólfsdóttur, Eyjólfi og Guðrúnu, og loks Pálma og Kolbrúnu. Eftir að hafa búið í gamla bænum frá 1997 tóku þau Kolbrún að reisa nýtt hús árið 2000. Það var ekki orðið fokhelt þegar skjálftarnir urðu í júní það ár. Pálmi segir skemmdirnar þá hafa verið ótrúlega litlar, nokkrar spýtur hefðu hrunið og annað ekki. Jarðsprunga mitt á milli Pálmi segir að sér hafi ekki líkað þær fréttir sem bárust af spám vís- indamanna um frekari skjálfta á næstu árum. Aðspurður segir hann engin áform um frekari húsbygg- ingar, þó að þörf sé á nýju fjárhúsi séu fjármunir til þess ekki til staðar. Hvammur III er vestan undir Skarðsfjalli. Pálmi segir jarðfræð- inga hafa talað um að mitt á milli Hvammsbæjanna sé jarðsprunga og því er skiljanlegt þegar Kolbrún seg- ist vilja vera við öllu búin ef fleiri skjálftar verða. Hún hefur fest skápa kyrfilega við veggina og límt marga innanstokksmuni svo þeir hrynji síð- ur úr hillum. „Það þýðir ekkert ann- að en að lifa með þessu,“ segir Kol- brún og Pálmi tekur heilshugar undir það. Þau eru ekki á förum frá Hvammi. EYJÓLFUR Guðmundsson lands- höfðingi, langafi Pálma, lýsir af- leiðingum jarðskjálftans árið 1896 í Öldinni okkar, en þessa nafngift hlaut hann m.a. fyrir oddvitastörf sín og annað frumkvöðulsstarf í sveitinni, m.a. í landgræðslumálum. Haft er eftir Eyjólfi að þetta hafi verið „voðalegur landskjálftakipp- ur“. Síðan segir hann: „Ég hrópaði til fólksins að halda sér við rúmin, og tókst það flestum. Hinar þungu lerpípur frá eldavél- inni hrundu niður og sneiddu hjá rúmi þriggja barna, án þess að þau sakaði. Enda var ekki furða, þó allt lauslegt færi á hreyfingu, því húsið hoppaði upp á milli þess, sem mér fannst það eins og í rólu frá norðri til suðurs. Engin leið var að fóta sig eða hreyfa, meðan þessi ósköp gengu á. En jafnskjótt sem því létti, fór ég við annan mann að litast um, hvað gerzt hafði, og var þá margt að sjá. Jörðin hafði sprungið undir norðurenda hússins, og var eldavél- in horfin þar ofan í, svo hvergi sást.“ Eldavélin hvarf ofan í sprungu bjb@mbl.is Gamla íbúðarhúsið að Hvammi III hefur staðið af sér þrjá Suðurlands- skjálfta og er ótrúlega heillegt miðað við 108 ára aldur. Morgunblaðið/Óli Már Aronsson Kolbrún Sveinsdóttir og Pálmi Eyjólfsson, ásamt tíkinni Tátu, fyrir utan nýja íbúðarhúsið sem var í byggingu í Suðurlandsskjálftanum árið 2000. Þorum varla að byggja meira Suðurlandsskjálftar hafa riðið yfir þegar hús eru reist á Hvammi III í Landssveit TILLAGA um nýja stjórn Leikfélags Reykjavíkur, sem borin verður undir kjörfund fé- lagsins 3. maí, gerir ráð fyrir að stjórnina skipi þjóðþekkt fólk úr atvinnu- og listalífinu. Að sögn Ellerts A. Ingi- mundarsonar, fráfarandi for- manns félagsins, er tillaga stjórnar að nýrri stjórn svo- hljóðandi: formaður Inga Jóna Þórðardóttir viðskiptafræðing- ur, varaformaður Ellert A. Ingimundarson leikari, ritari Marta Nordal leikari, með- stjórnandi Ágúst Einarsson prófessor, meðstjórnandi Styrmir Gunnarsson ritstjóri. 1. varamaður Teódór Júlíusson leikari, 2. varamaður Edda Þórarinsdóttir, fyrrv. formaður Félags íslenskra leikara, 3. varamaður Ingibjörg Elsa Guð- mundsdóttir framkvæmda- stjóri. Að sögn Ellerts bætast dag- lega nýir félagar í raðir Leik- félags Reykjavíkur en atkvæð- isrétt á kjörfundinum eiga allir sem greitt hafa félagsgjald fyr- ir fundinn. „Síðan er félagið öll- um opið til inngöngu hvort sem er fyrir eða eftir kjörfundinn,“ segir Ellert. Kjörfundurinn verður hald- inn í Borgarleikhúsinu mánu- daginn 3. maí kl. 20. Tillaga um nýja stjórn LR STJÓRNENDUR innan Landspít- ala-háskólasjúkrahúss áttu fund sl. mánudag með hjúkrunarfræðingum á skurðdeild spítalans sem sagt hafa upp störfum vegna óánægju með nýtt vaktafyrirkomulag sem tekur gildi um næstu mánaðamót. Helga Kristín Einarsdóttir, sviðs- stjóra hjúkrunar á svæfinga-, gjör- gæslu- og skurðstofusviði LSH, sem sat fundinn ásamt hjúkrunarfor- stjóra og hjúkrunarfræðingunum, segir lítið hægt að segja um þessar viðræður á þessari stundu en hún segir að nýr flötur hafi komið upp sem sé til skoðunar. „Það var mjög málefnalegur fund- ur með þessum starfsmönnum. Þarna voru bara viðraðar skoðan- ir beggja aðila, farið yfir stöðu mála og hvað væri hægt að gera í stöð- unni. Ákveðið var að halda annan fund næstkomandi föstudag,“ segir Helga. „Ég vona það besta því þarna er um mjög sérhæfða starfsmenn að ræða, og ég vil ógjarnan missa þá,“ bætir hún við. Elín Ýrr Halldórsdóttir skurð- hjúkrunarfræðingur segir að nú sé verið að skoða málið frá öðru sjón- arhorni en gert hafi verið til þessa. Hjúkrunarfræðingur muni ræða sín á milli og eiga svo aftur fund með stjórnendum spítalans á föstudag. Að nokkru leyti megi segja að Land- spítalinn hafi rétt fram sáttahönd. Annað hljóð hafi verið komið í strokkinn á fundinum á mánudag. Elín segir að um flókið mál sé að ræða sem sé m.a. til skoðunar hjá Félagi íslenskra hjúkrunarfræðinga og hagfræðingi þess. „Við þurfum að skoða hvernig sé mögulega hægt að snúa þessu. Þeir þurfa á okkur að halda en við þyrft- um helst að halda á þeim líka, frekar en að fara til Noregs að vinna,“ segir Elín, en að hennar sögn er mikil eft- irspurn eftir skurðhjúkrunarfræð- ingum erlendis. Íslenskir hjúkrunar- fræðingar hafi skoðað atvinnuaug- lýsingar þaðan en sér vitanlega hafi enginn af þeim 22 hjúkrunarfræð- ingum sem sögðu upp starfi sínu ákveðið að ráða sig til vinnu erlend- is. Sviðsstjóri á LSH um fund með hjúkr- unarfræðingum sem sagt hafa upp Nýr flötur í viðræðunum sem er til skoðunar SLÖKKVILIÐ höfuðborgarsvæðis- ins var kallað út vegna elds í íbúð í Suðurmýri á Seltjarnarnesi í gær. Þegar slökkvilið kom á vettvang reyndist um eld að ræða í íbúð á 1. hæð í þriggja hæða húsi. Tveir, sem voru í íbúðinni, voru fluttir á slysa- deild vegna gruns um reykeitrun. Reykkafarar fóru inn í aðrar íbúð- ir í öryggisskyni til að ganga úr skugga um hvort fólk væri þar. Ekki er vitað um eldsupptök en íbúðin mun vera talsvert skemmd af eldi og reyk. Eldur í íbúð ♦♦♦ UMFERÐARÖNGÞVEITI var í borginni í um eina klukustund um miðjan dag í gær eftir að Kringlu- mýrarbraut lokaðist til norðurs vegna harðs þriggja bíla árekstrar sem varð á móts við Bústaðavegs- brúna. Tveir voru fluttir á slysadeild, en ekki er talið að þeir hafi verið alvar- lega slasaðir. Annar árekstur á Kringlumýrarbraut Þá varð annar þriggja bíla árekstur á hinni akrein Kringlu- mýrarbrautar þar sem ekið er til suðurs skömmu síðar á sama stað á móts við Bústaðaveginn. Samkvæmt upplýsingum lögregl- unnar varð fyrri áreksturinn með þeim hætti að bíl á norðurleið var ekið á kyrrstæðan bíl sem lagt hafði verið út í vegarkant vegna bilunar og kastaðist hann við það á annan bíl sem ekið var í sömu átt og á brú- arstólpa. Flytja varð alla bílana á brott með kranabíl. Mikið umferð- aröngþveiti myndaðist þegar Kringlumýrarbrautin lokaðist og varð að beina umferð frá Hafnar- firði og Kópavogi um aðrar götur í um klukkutíma vegna þessa þar til hægt var að fjarlæga bifreiðirnar. Ástæða seinni árekstrarins er talin sú að athyglin hafi beinst að því sem var að gerast á hinni ak- reininni. Umferðaröng- þveiti vegna árekstrar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.