Morgunblaðið - 21.04.2004, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 21.04.2004, Blaðsíða 22
DAGLEGT LÍF 22 MIÐVIKUDAGUR 21. APRÍL 2004 MORGUNBLAÐIÐ Skólaárið 2001–2002 tóku að-eins fjórir nemendur áBifröst þátt í nem-endaskiptum og stunduðu hluta af náminu erlendis. Næsta skólaár sóttu tæplega 40 nemendur um að stunda nám við samstarfs- skóla úti um allan heim. Þetta eru allt nemendur á þriðja ári, en þeir einir eiga rétt á að taka þátt í nem- endaskiptum. Sigrún Hjart- ardóttir, alþjóðafulltrúi á Bifröst, segir að viðskiptaháskólinn hafi gert samninga við skóla í Japan, Kína, Bandaríkjunum, Kanada, Finnlandi, Þýskalandi, Hollandi, Frakklandi, Spáni og Grikklandi. „Við gerum samninga við skóla sem kenna á ensku, með þeirri undantekningu að ekki er kennt á ensku við háskólann á Spáni. Við vildum þó hafa hann með í dæminu því alltaf er eitthvað um að spænskumælandi nemendur vilji stunda þar nám. Hér á Bifröst fara um 70% kennslunnar á 3. ári fram á ensku sem gefur okkur tækifæri til að taka við nemendum frá sam- starfsskólunum. Í vetur hafa verið hér 17 erlendir nemendur.“ Ánægð með víðsýna nemendur Sigrún segir að oftast séu nem- endur erlendis eina önn. Japan er þó undantekning því þar skiptist skólaárið öðruvísi og þeir sem fara þangað eru oftast í eitt ár. Sama er að segja um nemendur sem koma frá Japan. „Fyrir næsta ár hafa borist um- sóknir í alla skólana sem í boði eru og ég er ánægð með hvað nemend- urnir eru víðsýnir. Þeir gera sér grein fyrir því að með því að stunda nám úti í heimi eru þeir að afla sér verðmætrar þekkingar sem í framtíðinni verður eftirsókn- arvert að hafa á starfsfer- ilsskránni,“ segir Sigrún. „Reyndar höfum við takmörkuð pláss við þessa skóla en samt hafa þeir verið sveigjanlegir og leyft okkur að senda fleiri ef svo ber undir. Við höfum því getað uppfyllt óskir allra.“ Núna eru 10 nemendur frá Bif- röst í Sjanghæ í Kína. Sigrún fylgdi þeim út í byrjun mars og hafa þeir verið í stöðugu sambandi heim. „Þau eru himinlifandi með allt, bæði aðstöðuna og námið sjálft. Þessir nemendur verða í Kína fram í miðjan maí. Skemmtilegt að dvelja erlendis Undantekningalaust þykir nem- endunum skemmtilegt að dvelja um tíma við erlenda háskóla. Reyndar höfum við verið ánægð með að þegar þau lýsa yfir ánægju sinni með dvölina erlendis bæta þau alltaf við að allt sé svo gott hér. Bifröst kemur því vel út úr samanburðinum.“ Sigrún segir að umsagnir nemenda um skólana hafi mikið að segja. Þeir eru duglegir að hafa samband heim með tölvu- pósti og einnig skrifa þeir dag- bækur á netinu. Þetta á líka við um þá erlendu nemendurna sem stunda nám á Bifröst.  MENNTUN |Nemendaskipti eru mjög algeng hjá þeim sem eru á þriðja ári við Viðskiptaháskólann á Bifröst Verðmæt þekking með námi erlendis Um helmingur þriðja árs nema við Viðskipta- háskólann á Bifröst stundar hluta af námi sínu við erlenda há- skóla. Ásdís Haralds- dóttir heimsótti Sig- rúnu Hjartardóttur alþjóðafulltrúa og nokkra nemendur sem hafa reynslu af nem- endaskiptum. Morgunblaðið/Ásdís Haralds Alþjóðafulltrúinn: Sigrún Hjartardóttir. Madoka Hirao hefurstundað nám við Við- skiptaháskólann á Bifröst frá því í haust. Góð vinkona henn- ar úr Háskólanum í Hokkaido dvaldi hér á síðasta skólaári og sagði henni mikið frá skól- anum. „Mig langaði að vera í skóla þar sem ekki eru margir Japanar og hefur fundist mjög gaman að vera á Bifröst. Þetta er sérstakur skóli að mörgu leyti. Til dæmis hef ég ekki áður vanist því að nota fartölvur svona mikið við námið. Einnig er skólinn mjög sérstakur að því leyti að hann er úti í náttúrunni. Hér er líka óvenju mikið um fjölskyldufólk og mörg börn sem maður sér úti að leika sér.“ Madoka segist hafa reynt að læra íslensku. „Ég get lesið svolítið en mér finnst íslenskan erfitt tungumál.“ Þegar hún er spurð í lokin hvers hún eigi helst eftir að sakna héðan segir hún að það verði að geta ekki fengið sér ís- lenska pylsu. Mikil fartölvunotk- un kom á óvart  MADOKA HIRAO Japan: Madoka Hirao. Sebastian Noack fráÞýskalandi las bæk- urnar um Nonna og Manna þegar hann var lítill strákur og vissi heilmikið um Ísland áður en hann ákvað að koma hingað. Hann hafði einnig hitt aðra nemendur úr Há- skólanum í Lüneborg sem höfðu verið á Bifröst, en þar dvelur hann aðeins eina önn. „Ég hef verið á Englandi og Spáni og langaði ekki aftur þangað. Það var því mín fyrsta ósk, þegar ég ákvað að taka hluta af náminu við er- lendan háskóla, að fara til Ís- lands. Ég hlakkaði til því þeir sem höfðu verið á Bifröst á undan mér töluðu vel um staðinn. Mér finnst skólinn vera mjög nútímalegur, ekki síst vegna þess hversu mikið fartölvur eru notaðar í kennslunni. Í skólanum mínum er þetta ekki svona og reyndar held ég að best væri að fara einhvers konar milliveg. Ég sé nemendur oft vera að spjalla á Netinu á meðan á fyrirlestrum stendur.“ Sebastian sagði að honum hefði gengið vel að kynnast fólki í heita pott- inum og reyndi hann að fara í pottinn flesta daga. Hann fer af landinu í vor og sagðist eiga eftir að sakna þagnarinnar þegar hann færi. „Þegar maður hefur alltaf búið í stórborg er mjög sérstakt að upplifa þessa þögn sem ríkir hér.“ Mun sakna þagn- arinnar hérna  SEBASTIAN NOACK Þýskaland: Sebastian Noack. Jón Svan Sverrisson eyðir þriðja námsári sínu við Við-skiptaháskólann á Bifröst í Japan. Hann fór þangað í haust en var nýlega í fríi hér heima. „Félagi minn manaði mig eiginlega til að fara til Japans og ég sló til,“ sagði hann. Jón Svan er í Háskólanum í Hokkaido og líkar mjög vel. „Þetta er mikil upplifun en ég held að það sé sama hvað þú talar við marga sem hafa verið þarna, það er í raun ekkert sem getur búið þig undir að koma í svona ólíka menningu. Breytingin var mun meiri en ég bjóst við. En stærsti kostur við það að dvelja í Japan er að maður kynnist öðrum áherslum í náminu og ég er sannfærður um að það verður gott að hafa kynnst þess- um sérstöku viðskiptaháttum sem eru við lýði þar í landi. Þar á ég sérstaklega við hversu öll þjónusta er persónu- leg. Ef maður kemur inn í verslun kemur afgreiðslumað- ur og hneigir sig fyrir þér. Síðan einbeitir hann sér al- gerlega að þér og maður upplifir sig eins og eina viðskiptavininn í versluninni. Þessi þjónustulund er líka innan háskólans. Þegar ég kom úthlutaði skólinn mér nemanda sem hjálpaði mér að aðlagast og sækja um alla þjónustu sem maður þarf á að halda, svo sem banka- reikning, síma og fleira. Þennan nemanda get ég hringt í hvenær sem er og hann hjálpar mér meira að segja að læra. Þetta er manni að kostnaðarlausu og erlendu nem- endurnir ráða hvort þeir þiggja þessa þjónustu og hversu mikla. Öll fög eru kennd á ensku í þessum skóla nema japanskan.“ Jón Svan segir að sér gangi sæmilega að læra jap- önsku, hljóðin séu ekki svo erfið, en hann segir að sig vanti orðaforða. „Félagslífið er gott. Aðallega vegna þess að þarna er góður hópur frekar en að fólk fari mikið út á lífið, enda þykir mörgum erlendum nemendum verðlagið hátt,“ sagði Jón Svan. Í raun ekkert sem býr mann undir svona ólíka menningu  JÓN SVAN SVERRISSON Ísland: Jón Svan Sverrisson. Opið mán.-fim. frá kl. 9–18, fös. frá kl. 9-17 Ármúla 1, sími 588 2030 – fax 588 2033 Mjög vel staðsett 6 herbergja sérhæð, um 160 fm, auk bílskúrs. Íbúðin er á neðri hæð í tvíbýlishúsi rétt við Sjómannaskólann og er næst innsta hús í rólegri botnlangagötu. Eignin er mjög vel umgengin og í góðu ásigkomulagi. Fallegur garður og hitalagnir í stéttum. Laus 1. ágúst 2004. Verð 24,5 millj. 6163 SKIPTU VIÐ FAGMENN – ÞAÐ BORGAR SIG! SÉRHÆÐ VIÐ VATNSHOLT
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.