Morgunblaðið - 21.04.2004, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 21.04.2004, Blaðsíða 28
28 MIÐVIKUDAGUR 21. APRÍL 2004 MORGUNBLAÐIÐ Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. Nefnd sem skipuð var til aðfjalla um heildarstefnu-mótun Reykjavíkur-borgar í orkumálum leggur til að borgin losi sig við 45% eignarhlut sinn í raforkuframleiðslu Landsvirkjunar. Er bent á fjórar leiðir í þeim efnum en einnig að fara megi fleiri en eina leið í senn og að um langtímaverkefni sé að ræða, m.a. í ljósi þeirrar auknu skuldsetn- ingar sem Landsvirkjun muni búa við á næstunni vegna Kárahnjúka- virkjunar. Á fundi borgarráðs í gær var tillaga meirihluta Reykjavíkur- listans kynnt þar sem tekið er undir þessar tillögur nefndarinnar. Fulltrúar minnihlutans í borgarráði óskuðu eftir frestun og verður málið tekiðfyrir á næsta fundi borgarráðs. Leiðir til að minnka hlut borgar- innar í Landsvirkjun eru að mati nefndarinnar þær að ríkið greiði borginni út eignarhlut sinn, borgin fái afhentan hluta af eignum Lands- virkjunar, t.d. Sogsvirkjun og leggi þær inn í OR, Reykjavíkurborg haldi hlut sínum í væntanlegu flutnings- fyrirtæki eða að síðustu að Lands- virkjun verði breytt í hlutafélag og afnumið verði gagnkvæmt samþykki eigenda fyrir breyttum eignarhlut. Borgin geti þá selt sinn hluta þegar það verði talið henta. Síðastnefnda tillagan er að mati nefndarinnar ekki talin raunhæf á meðan Landsvirkjun fer yfir mesta kúfinn í fjármögnun á Kárahnjúkavirkjun enda myndi lánshæfismat fyrirtækisins án ríkis- ábyrgðar falla sem myndi skapa veruleg vandræði fyrir fyrirtækið að svo stöddu. Nefndin leggur áherslu á að þau stakkaskipti að hverfa út úr Landsvirkjun séu ferli sem muni eiga sér stað yfir lengra tímabil. Ósammála meirihlutaáliti um að OR verði hlutafélag Orkustefnunefnd var sett á fót síðla árs 2002 til að kanna stöðu og stefnu borgarinnar með tilliti til Orkuveitu Reykjavíkur og Lands- virkjunar, framtíðarmöguleika á nýtingu vistvænnar orku og til að meta áhrif nýrra raforkulaga á rekstrarumhverf fyrirtækjanna. Til- lögur nefndarinnar og helstu áhersluatriði sem lögð voru fyrir borgarráð í gær eru að tryggja fram- boð og afhendingu orku í borginni, orkukerfið verði eins hagkvæmt og verðið lágt og kostur er, ábyrgðir og fjárbinding borgarinnar vegna orku- kerfisins verði lágmarkaðar, vinnsla og dreifing sé vistvæn, stuðlað verði að orkusparnaði og hagkvæmri orkunýtingu, orkumál verði hagfelld fyrir atvinnuþróun og nýsköpun og að hlutur vistvænnar orku verði auk- inn, einkum í samgöngumálum. Í skýrslu nefndarinnar segir að heildarfjárbinding borgarinnar í orkumálum nemi 1,2 milljónum á hvern borgarbúa eða sem svarar 5 milljónum á fjögurra manna fjöl- skyldu. Um 60% fjárbindinga séu til- komin vegna Landsvirkjunar að Kárahnjúkavirkjun meðtaldri. Nefndin leggur til að ákveðna endurskilgreiningu á hlutverki Orkuveitu Reykjavíkur, fyrirtækinu verði sett það meginmarkmið að tryggja framboð orku og örugga orkuafhendingu á starfsvæði sínu með sem hagkvæmustum hætti en að hlutverk fyrirtækisins verði þrengt nokkuð varðandi starfsemi utan kjarnastarfsemi. Gagnaflutn- ingar verði þó jafnframt skilgreindir sem hluti af þeirri kjarnastarfsemi. Samstaða var um þetta í nefndinni en ekki um rekstrarform OR en meirihluti nefndarinnar lagði til að fyrirtækinu yrði breytt í hlutafélag til að skapa meiri sveigjanleika í rekstri og þróun þess. Að sögn Þór- ólfs Árnasonar borgarstjóra telur borgarráð hins vegar ekki tilefni til að breyta rekstrarformi OR, þvert á móti sé mikilvægt fyrir traust fyr- irtækisins og festu í rekstri að það verði áfram í samfélagslegri eigu. Hvað varðar aðskilnað á fram- leiðslu og flutningi á raforku og jöfn- un raforkuverðs leggur nefndin áherslu á almenn sjónarmið um hag- kvæmni og sanngirni og gagnsæi. Við skipulag flutningskerfis verði að huga jafnt að hættu á vanfjárfest- ingu og offjárfestingu og tekur Lagt til að borgin út úr Landsvir Heildarfjárbinding í orkumálum 1,2 milljónir á hvern borgarbúa Már Guðmundsson hagfræ kynntu skýrslu nefndarinn HRYÐJUVERKAÓGNIN ER NÁLÆGT OKKUR Lögregla í Bretlandi handtók í fyrra-dag níu karlmenn og eina konu og tóku 400 lögreglumenn þátt í aðgerðun- um. Fólkið var handtekið á grundvelli upplýsinga, sem safnað hefur verið sam- an á mörgum mánuðum m.a. með því að hlera farsímasamtöl. Því hefur verið haldið fram í einhverj- um brezkum fjölmiðlum að hinir hand- teknu hafi ætlað að sprengja sig í loft upp á fjölmennum knattspyrnuleik og drepa þar með þúsundir manna. Þessar fréttir hafa ekki verið staðfestar. Á sama tíma berast fréttir af handtök- um í Svíþjóð og þar er einnig talið að hryðjuverkamenn séu á ferð. Þessar fréttir sýna, að hryðjuverka- ógnin er farin að nálgast okkur sem bú- um í Norður-Evrópu. Mikið er um að Ís- lendingar sæki knattspyrnuleiki í Bretlandi og mikill fjöldi Íslendinga býr á Norðurlöndum. Þessar fréttir sýna glögglega hve mik- il nauðsyn er á að herða eftirlit með mannaferðum. Við Íslendingar getum ekki lengur litið svo á, að við séum óhult- ir. Sú staðreynd ein réttlætir þær að- gerðir, sem Björn Bjarnason hefur gripið til í því skyni að fjölga sérsveitarmönnum lögreglunnar. Hún réttlætir líka, að lög- reglunni sé gert betur kleift að fylgjast með ferðum fólks. Auðvitað væri bezt að ekki þyrfti að grípa til slíkra aðgerða. En það væri ábyrgðarleysi að gera það ekki í ljósi þeirra frétta, sem okkur berast úr öllum áttum um að því er virðist vaxandi starf- semi hryðjuverkamanna. DANSKA SEM DUGAR Alltof lengi hefur áhugaleysi einkenntmeirihluta nemendanna en kunn- áttuleysi stóran hluta kennaranna í dönskutímum í íslenzkum skólum. Í Morgunblaðinu í gær kom fram að 1.500 Íslendingar hafa engu að síður sótt um lán eða styrki í ár til að stunda fram- haldsnám í Danmörku. Ef marka má nið- urstöður rannsóknar Auðar Hauksdótt- ur, dósents í dönsku við Háskóla Íslands, sem sagt var frá í sömu frétt, munu margir þessara námsmanna lenda í basli með að tala og skilja dönsku, þótt þeir muni sennilega eiga auðveldara með að lesa og skrifa málið. Auður bendir á að margir íslenzkir námsmenn í Danmörku óski þess nú að þeir hefðu lagt harðar að sér við dönskunámið, en líka að meiri áherzla hefði verið lögð á hlustunar- og talþjálfun í náminu. Það verður auðvitað að segjast eins og er, að það er léleg fjár- festing að hafa varið sex vetrum í tungu- málanám, eins og þeir sem taka stúd- entspróf í dönsku gera, og eiga samt í erfiðleikum með að tala og skilja málið. Eins og Morgunblaðið hefur margoft bent á, er kennsla dönsku og annarra norrænna tungumála í íslenzkum skólum afar mikilvæg. Dönskukennslan á sér mikilvægar sögulegar og menningarleg- ar forsendur, en líka hreinar og klárar hagkvæmnis- og peningaforsendur. Hennar vegna njóta íslenzkir námsmenn enn þeirra forréttinda í Danmörku að þurfa ekki að taka próf til að sanna kunnáttu sína í dönsku og eiga þannig greiðari aðgang að dönskum háskólum – og dönsku velferðarkerfi – en flestir aðr- ir útlendir námsmenn. Það er full ástæða til að efla dönsku- kennsluna, m.a. með því að bæta tæki- færi kennara til að dvelja í Danmörku og kynnast málinu og danskri menningu af eigin raun. Sömuleiðis á að hvetja ís- lenzk ungmenni til að tileinka sér dönsk- una og hin Norðurlandamálin og eyða fordómum og ranghugmyndum um að kunnátta í þeim sé gagnslítil eða hallær- isleg. Rannsókn Auðar Hauksdóttur er liður í þessu. VERÐLAGNING Á MJÓLK Opinber verðlagning mjólkurafurðaer tímaskekkja, eins og Morgun-blaðið hefur margoft bent á. Hún hindrar samkeppni á milli framleiðenda mjólkurvara og gerir þeim kleift að koma sér þægilega fyrir í kerfi, þar sem þeir skipta með sér framleiðslu á tilteknum tegundum mjólkurafurða, í stað þess að sambærilegar vörur frá mörgum fram- leiðendum keppi um hylli neytenda, eins og auðvitað ætti að vera. Þótt íslenzkar mjólkurvörur séu góðar, eru þær alltof dýrar og enginn vafi leikur á að sam- keppni og frjáls verðlagning myndi bæði lækka verðið og auka enn gæði varanna, neytendum til hagsbóta. Það hljóta því að vera neytendum tals- verð vonbrigði að Guðni Ágústsson land- búnaðarráðherra vilji nú fresta því enn að afnema opinbera verðlagningu á mjólkurvörum, í annað sinn frá því slíkt var ákveðið árið 1997. Flest rök hníga að því að frjáls verð- lagning eigi að gilda á markaði fyrir mjólkurvörur eins og aðrar vörur. Ein rök benda þó til annarrar áttar. Í frétta- skýringu í Morgunblaðinu í gær kom fram að mjólkuriðnaðurinn væri vegna hinnar opinberu verðlagningar í sterkri stöðu gagnvart verzlunum og gæti vísað til þess að hann gæti ekki slegið af hinu opinbera verði. Engu að síður hefði greinin verið knúin til að veita stórum verzlunum magnafslátt með reglum, sem samkeppnisyfirvöld samþykktu. Í Morg- unblaðinu í gær var vitnað í það, sem um þetta mál sagði í skýrslu Samkeppnis- stofnunar um matvörumarkaðinn, sem út kom 2001: „Sá afsláttur sem tíðkast í við- skiptum matvöruverslana og matvöru- birgja er margbreytilegur og í flestum tilvikum ógagnsær. Það er einkum í við- skiptum þar sem matvörubirgjar hafa mjög sterka stöðu sem afsláttur er kerf- isbundinn, gagnsær og hlutlægur, þ.e. af- sláttur tengist með beinum hætti meintu hagræði af umfangi viðskipta og er öllum aðgengilegur. Má sem dæmi nefna mjólkurvörur. Það vekur óneitanlega eft- irtekt að fyrirtæki birgja þurfi nánast að vera í einokunarstöðu til að geta starfað með kerfisbundið og hlutlægt afsláttar- kerfi.“ Stórverzlanir, sem ekki eru hluti hinna stóru matvörukeðja sem ráða markaðn- um, þakka stundum fyrir þetta afslátt- arkerfi hjá mjólkursamlögunum, vegna þess að þeim veitist oft erfitt að fá sam- bærilegan afslátt hjá birgjum og stóru keðjurnar knýja fram í krafti afls síns eða kaupa af þeim vöru í sambærilegum pakkningum, svo dæmi séu nefnd. Þegar svo er komið að birgjar þurfa að vera „nánast í einokunarstöðu“ til þess að þeir stóru geti ekki knúið sitt fram gagnvart þeim, á kostnað hinna smærri, er orðið umhugsunarefni hvort staðan á matvöru- markaðnum sé farin að standa í vegi fyrir breytingum í frjálsræðisátt, sem að öllu eðlilegu ættu að liggja beint við. FRIÐRIK Sophusson, fors Landsvirkjunar, segist ek séð endanlega skýrslu ork nefndar víkurbo meðal t sé að br Landsv hlutafél Hann te leið kom greina e framkv ljúki við hnjúkavirkjun árið 2008. E sé að eigendur Landsvirkj ræði tillögurnar og segist geta tekið undir með Þóró syni borgarstjóra um að m muni taka sinn tíma, enda „En það verður að hafa að eigið fé Landsvirkjunar á þeim tíma hlutfallslega m ið og þess vegna má búast að áður en sala hefst á hlu stakra eigenda verði að au infjárhlutfallið, annaðhvo eldri eða nýjum eigendum Friðrik og bætir við að eig hlutfall félaga í þessum re yfirleitt um 40%. Hlutfalli hins vegar komið niður í u Hlutafélag kemur vel Friðrik Sophusson Í UNDIRBÚNINGI er stofnun Íslandsdeildar hins virta vísindafélags The Explorers Club sem vinnur að eflingu rannsókna á landi, í lofti og sjó vítt og breitt um heiminn. Félagið, sem varð 100 ára fyrr á þessu ári, hefur höfuðstöðvar í New York en alls eru 29 deildir þess starfræktar víðsvegar um Bandaríkin, í Evrópu og víðar. Meðal forseta félagsins í gegnum tíðina er Vilhjálmur Stefánsson landkönnuður sem var forseti þess 1919 og 1933. Að sögn Richards Wiese, núverandi forseta félags- ins, þurfa fimmtán nýir félagsmenn að fá samþykki stjórnarinnar áður en hægt verður að stofna deild á Íslandi og á hann von á að af því verði í sumar. Miklar kröfur séu gerðar til félagsmanna og fyrri afreka á sviði landkönnunar. Sir Edmund Hillary meðal félagsmanna Um 3.000 félagsmenn eru í samtökunum á heims- vísu og má þar nefna Sir Edmund Hillary, sem fyrstur manna kleif Everest, og Neil Armstrong og Buzz Aldrin sem fyrstir stigu á tunglið. Meðal annarra félagsmanna í gegnum tíðina eru Robert Edwin Peary, sem fyrstur manna mun hafa komist á norðurpólinn og Norðmaðurinn Roald Amundsen sem var í hópi fyrstu manna sem komust á suðurpólinn. Richard Wiese var staddur hér á landi fyrir skemmstu í boði forseta Íslands og aðalræð- isskrifstofu Íslands í New York en Ólafur Rag hafði heyrt af klúbbnum og hitti Wiese að má York fyrir nokkru þar sem m.a. var rædd sú h að stofna Íslandsdeild félagsins. Í stuttri heim sinni hingað til lands tók Wiese sér ýmislegt f hendur, heimsótti m.a. Eyjafjallajökul og Gíg heimsótti Norðurland, fór á þorskveiðar og sk íslenska hestinn. Þá hitti hann að máli íslensk reksmennina Harald Örn Ólafsson og Ólaf Ör aldsson en báðir hafa lagt inn umsókn um inn félagið. Richard Wiese hefur verið meðlimur í félag ár og var yngsti maðurinn í sögu félagsins til forseti þess fyrir um tveimur árum. Hann á að farsælan feril sem vísindablaðamaður og hefu ferðast vítt og breitt um heiminn starfs síns v hefur hann komið að gerð ýmissa sjónvarpsþá Earth and Science, Beyond 2000, Extreme Ad ure, o.fl. Forseti vísindafélagsins The Explorers Club í heimsó Stefnt að stofn- un Íslands- deildar í sumar Ljósmynd/Ragnar Th. S Richard Wiese skoðaði íslenska hestinn í Lan
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.