Morgunblaðið - 21.04.2004, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 21.04.2004, Blaðsíða 32
MINNINGAR 32 MIÐVIKUDAGUR 21. APRÍL 2004 MORGUNBLAÐIÐ T ilefni hafa mér orðið til að skrifa um tvo fyrrverandi fréttarit- ara Morgunblaðsins; Sverri Pálsson á Ak- ureyri (Viðhorf 10. marz sl.) og Árna Helgason í Stykkishólmi (Viðhorf 24. marz sl.). Upprifjunin af kynnum við þessa tvo heiðursmenn leiddu fleiri fréttaritara fram í hugann. Af mörgum ferðum má ég gjarnan minnast ferða um Snæ- fellsnes. Þetta voru í mínum huga persónulegar veizlur og þar skipuðu öndvegið fréttarit- ararnir Páll á Borg, Finnbogi á Hellnum, Rögnvaldur á Hellis- sandi, Helgi í Ólafsvík, Emil í Grundarfirði og Árni í Stykk- ishólmi. Þeir voru misfermir fréttarit- arar, en allir höfðingjar heim að sækja og sérstakir í viðkynningu. Mér eru minnisstæðar eld- messur Páls um landið, Emils um landsmálin, fundvísi Helga í fjór- um línum og framdrift Rögnvaldar til lands og sjávar. Fyr- ir ungan blaðamann voru þessir menn heill háskóli. Þegar mér tókst að kría út samvistir við þá, var með ólíkindum hve margt var öðru vísi í Borgarnesi á heimleið, frá því ég fór þar um áleiðis vest- ur á nesið. Emil í Grundarfirði kallaði þetta að leiðrétta kúrsinn hjá blaðamanninum að sunnan. Satt að segja sé ég nú, að það voru þessar ferðir, sem gerðu mér kleift að lifa af sem Reykvík- ingur. Og þessir menn, sem héldu mér við efnið að vera Ís- lendingur. Finnbogi Lárusson á Hellnum var fæddur Suðurnesjamaður, en fluttist barnungur með for- eldrum sínum að Brekkubæ á Hellnum. Hann hóf svo búskap á Laugarbrekku og stundaði land- búnað og sjósókn, þar til þau hjón brugðu búi og settust að á Hellissandi. Hann lézt á Akra- nesi fyrir tæpum þremur árum. Finnbogi fékk síðastur frétta- ritara Morgunblaðsins að senda inn handskrifuð frjettabrjef. Þá gegndi ég starfi fréttastjóra inn- lendra frétta og var mér auðsótt mál hjá kollegum mínum að leyfa Finnboga að senda okkur áfram frjettabrjef upp á gamla mátann. Átti ég lengi í fórum mínum þakkarbrjef frá Finnboga fyrir vikið. Finnbogi var í mínum augum fágætt náttúrubarn. Honum var eðlislægt að tala um lifandi nátt- úru til sjós og lands og mér fannst hann helzt af öllu vilja haga orðum sínum og gjörðum til þess að sem bezt sátt mætti standa milli hans og náttúrunn- ar. Það var eins og hann hleypti nýju lífi í Hellnar og umhverfið. Og allt var það sett fram af þeirri lágværu hógværð, sem Finnbogi bar yzt sem innst, en um leið gætt einlægum yndisþokka, sem hreif. Mér er minnisstæð ferð, sem Finnbogi gaf sér eitt sinn tíma til að fara með mér fyrir Jökul. Svo trúr maður sinni kirkju sem Finnbogi var, umsjónarmaður, meðhjálpari og organisti til margra ára og áður en yfir lauk sóknarnefndarmaður í sextíu ár, hlaut ferðin að hefjast í Hellna- kirkju, handan vegarins. Það var eftirminnileg stund, sem teygðist úr. Auk innileika hennar man ég fagran útskurð á altaristöflu- ramma. Honum er tengd sérstök örlagasaga ungs listamannsefnis, sem varð úti á leiðinni milli Hellna og Hellissands. Það var ekki einasta að Finnbogi tíundaði mér þá sögu, heldur líka margar fleiri, sem tengjast kirkjunni og klerkum hennar. Man ég að Finnbogi sagði mér eitt og annað af séra Ásgrími Vigfússyni og Kjartani Kjartanssyni. Ásgrímur var prestur í lok 18du aldar og á öndverðri þeirri 19du, og gekk honum á ýmsu í prestsskapnum; m.a. missti hann hempuna í tví- gang, ef ég man rétt, en end- urheimti hana í bæði skiptin. Kjartan var fyrsti presturinn, sem Finnbogi hafði samstarf við; sat á Staðastað og þjónaði Hellnakirkju í tvo áratugi. Kjart- an var uppfinningasamur með af- brigðum og er m.a. berjatínan frá honum komin. Frá kirkjunni héldum við Finnbogi að Bárðarlaug, þar sem Bárður Snæfellsás þvoði sér eftir ferðalagið til Íslands. Með þá Krist og Bárð með okkur var okkur ekkert að van- búnaði að halda vestur um og þar fram hjá Dagverðará, þar sem Þórður Halldórsson, refaskytta og rithöfundur, laugaði sig í straumum Snæfellsjökuls. Þar bjó líka forðum Kobeinn Gríms- son Jöklaskáld, sá er kvað kölska í kútinn á Þúfubjargi. Meðal sagnanna, sem Finn- bogi þuldi mér um menn og mál- efni, voru sögur af kynnum hans og Kjarvals. Þeim var vel til vina og fór Finnbogi margar ferðir með meistaranum, þegar hann var að mála undir Jökli. Fékk Finnbogi að standa hjá, þegar Kjarval málaði, en alla jafna vildi meistarinn ekki hafa neinn yfir sér, þegar hann vann að list sinni. Finnbogi sagði Kjarval hafa verið sérstaklega skemmtilegan félaga. Málarinn lagði vini sínum lið, þegar Hellnakirkja var reist, og Hellnabúar launuðu lista- manninum með landi. Aldrei kom þó til þess að Kjarval byggði sér ból þar vestra. Svo er það sagan um Kjarval, kirkjugarðana og kartöflu- garðana: Finnbogi kom sér upp kartöflugarði neðan undir kirkju- garðinum, en slíkt taldi Kjarval mesta óráð, þar sem vessar gætu borizt úr kirkjugarðinum í kart- öflurnar og kálið. Kjarval hafði þá skrifað í Reykjavíkurblöð um kartöflugarðana neðan við Foss- vogskirkjugarðinn. Í Reykjavík sinntu menn skrif- um hans engu, en Finnbogi færði sinn garð strax og varð meist- arinn heldur betur kátur, þegar hann kom vestur næst. Síðar þegar Finnbogi heimsótti Kjar- val í Reykjavík, kynnti listmál- arinn hann þannig, að hér væri kominn bændafrömuður vestan af Snæfellsnesi, sem tæki höf- uðstaðarbúum fram í því að taka mark á orðum meistarans, sem hjá Reykvíkingum færu bara inn um annað eyrað og út um hitt! Lífsháskóli landsins Hér er enn sótt efni til manna, sem voru fréttaritarar Morgunblaðsins um ára- bil. Þessir voru á Snæfellsnesi og reynd- ust auk alls annars lífsháskóli landsins. VIÐHORF Eftir Freystein Jóhannsson freysteinn@mbl.is ✝ Hjördís Stefáns-dóttir fæddist í Haganesi við Mý- vatn 18. desember 1918. Hún lést á heimili sínu á Akur- eyri 12. apríl síðast- liðinn. Foreldrar hennar voru hjónin Stefán Helgason bóndi, f. 31. maí 1884, d. 23. nóv. 1972, og Áslaug Sig- urðardóttir hús- freyja í Haganesi, f. 20. des. 1884, d. 18. maí 1979. Systkini Hjördísar eru: a) Sigurður bif- reiðarstjóri og bóndi á Skútustöð- um, síðar búsettur á Akureyri, f. 8. des. 1905, d. 1. jan. 1991, kvæntur Málmfríði Þorláksdótt- ur, f. 14. ágúst 1917, d. 6. maí 1982. b) Helgi sölustjóri í Reykja- vík, f. 17. jan. 1912, d. 17. maí 1987, kvæntur Sylvíu Jónsdóttur, f. 16. júlí 1911, d. 5. nóv. 1958. c) Hlín húsmóðir á Akureyri, f. 21. okt. 1915, gift Rögnvaldi Rögn- valdssyni kaupmanni, f. 21. okt. 1912, d. 15. nóv. 1987. d) Ívar Haukur bóndi í Haganesi, f. 8. okt. 1927, kvæntur Birnu Björns- dóttur, f. 16. júlí 1934. Hjördís giftist 17. okt. 1942 Jóni Arasyni Jónssyni málara- stjóri í Mosfellsbæ, f. 5. júní 1965, kvæntur Marianne Eiríksson leið- sögumanni, f. 17. ágúst 1964, og eiga þau Andra, f. 21. des. 1993, og Sonju, f. 16. apríl 1997. b) Ása læknir á Akureyri, f. 8. feb. 1973. c) Ari verkfræðingur í Reykjavík, f. 30. júní 1974, kvæntur Hiromi Sudachi leikskólakennara, f. 4. nóv. 1977. 3) Teitur lektor, tann- læknir á Akureyri, f. 8. mars 1947, kvæntur Valgerði Magnús- dóttur sálfræðingi, f. 24. feb. 1949. Synir þeirra eru: a) Andri verkfræðingur, framkvæmda- stjóri á Akureyri, f. 24. des. 1966, kvæntur Auði Hörn Freysdóttur lögfræðingi, f. 7. nóv. 1966, og eiga þau Eir, f. 5. okt. 1996, Ið- unni, f. 15. okt. 1998, Urði, f. 15. okt. 1998, og Óðin, f. 20. jan. 2003. b) Magnús þýðandi og próf- arkalesari í Reykjavík, f. 19. apríl 1972. Einnig á Teitur c) Smára Rafn BA í frönsku, kennaranema í Reykjavík, f. 3. apríl 1974. Hjördís ólst upp í Haganesi með systkinum sínum, foreldrum, öfum og ömmum og vandist nýtni og vinnusemi, en þroskaðist einn- ig við félagslíf, leiki og söng á þessu mannmarga heimili. Hún naut sín best við útiverkin í sveit- inni og var mikið náttúrubarn og útivistarkona alla ævi, heilsu- hraust og létt í lund. Eftir að hún stofnaði heimili á Akureyri með manni sínum varð það starfsvett- vangur hennar. Útför Hjördísar verður gerð frá Akureyrarkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. meistara á Akureyri, f. 3. júní 1913, d. 26. feb. 1974. Jón var ættaður úr Skaga- firði og Hörgárdal, sonur hjónanna Rannveigar Sveins- dóttur húsfreyju, f. 28. jan. 1881, d. 26. nóv. 1928 og Jóns Kristjánssonar barnakennara og organista, f. 16. jan. 1876, d. 20. nóv. 1961. Dóttir Jóns er Svala Mambert, f. 4. nóv. 1939, búsett í Boston. Synir Hjördísar og Jóns eru: 1) Stefán málarameistari á Akur- eyri, f. 10. sept. 1944, kvæntur Heiðrúnu Björgvinsdóttur skrif- stofustjóra, f. 10. ágúst 1947. Börn þeirra eru: a) Hjördís mál- arameistari á Akureyri, f. 4. mars 1970, maki Heiðar Konráðsson húsasmíðameistari, málari, f. 27. nóv. 1967, og eiga þau Heiðrúnu Valdísi, f. 7. ágúst 1997, og Hildi Védísi, f. 4. ágúst 2003. b) Jón Ari viðskiptafræðingur á Akureyri, f. 19. apríl 1975. 2) Eiríkur verk- fræðingur á Akureyri, f. 5. okt. 1945, kvæntur Sigríði Jóhannes- dóttur tannsmíðameistara, kenn- ara, f. 13. mars 1947. Börn þeirra eru: a) Orri verkfræðingur, flug- Hjördís tengdamóðir mín var komin á níræðisaldur þegar hún rifj- aði upp með glampa ungrar stúlku í augum hvernig það atvikaðist að hún sá lífsförunaut sinn í fyrsta sinn. Hún fór nýlega fermd í kaupstað- arferð til Akureyrar með móður sinni. Hann stóð í dyrunum á Hótel Akureyri í dökkum fötum og hvítri skyrtu og horfði út á götuna. Það liðu þó nokkur ár áður en þau sáust aftur og kynntust, og fyrsta kvöldið döns- uðu þau saman fram á nótt á vinnu- konuballi á fimmtudagskvöldi. Hjördís miðlaði af kostgæfni góð- um gildum og fróðleik til afkomenda sinna, sem sumir hverjir kunna því fyrir vikið að „spá“ með aðstoð völu- beins. Unun var að ganga með henni um bernskuslóðirnar í Haganesi, finna uppsprettulindirnar og læra hvar húsöndin verpti. Hún elskaði útivist og áreynslu og ólst upp við að skíði og skautar væru samgöngu- tæki. Á efri árum fór hún að fara á gönguskíði að nýju, hafði gaman af og hélt því áfram þar til í fyrravetur. Alla tíð gætti Hjördís þess að börnin í fjölskyldunni ættu nóga vettlinga, kodda og sængur, og hennar sælustu stundir voru með þeim. Hún hafði yndi af að gefa fólk- inu sínu að borða, allt eftir óskum hvers og eins. Þegar synirnir þrír, við tengdadæturnar og elstu börnin okkar bjuggum hjá þeim Jóni í Hafn- arstrætinu flutti hún meira að segja sunnudagslærið yfir á föstudags- kvöld. Þá var heimilisfólkið hungr- aðast og matnum gerð best skil. Samleið Hjördísar og Jóns var farsæl og hún saknaði hans sárt í þau 30 ár sem hún lifði hann. Hún kvaddi þessa jarðvist í svefni með ljóðabók undir koddanum. Ef til vill dreymdi hana að hún gengi til hans þar sem hann stóð sparibúinn í dyragættinni og dansaði svo með honum inn í ei- lífðina. Mæt kona er gengin. Kæra Hjör- dís, innilegar þakkir fyrir allt sem þú varst mér og mínum. Valgerður. Í dag kveð ég elskulega ömmu mína Hjördísi sem er látin eftir langa og góða ævi. Amma fæddist inn á dæmigert íslenskt sveitaheimili snemma á síðustu öld, sú fjórða í röð fimm systkina. Í Haganesi við Mý- vatn var stundaður fjárbúskapur á stóru landi og ágætu til beitar, en tún voru lítil enda úfið hraun yfir landinu að mestu. Silungsveiðin og varpið voru mikil búbót og tryggðu að enginn þurfti að líða skort þótt heyforði eða súrmatur gengju til þurrðar á útmánuðum. Torfbærinn hélt veðri og vindum og ekki var far- ið fram á meira. Mývatnssveit var af- skekkt á þessum tíma og samgöngur við aðrar sveitir erfiðar. Farið var á hestum eða gönguskíðum, stundum skroppið á dansleik að Laugum í Reykjadal. Innansveitar var oftast greiðfært um vatnið á báti eða sleða og skautum, til dæmis var farið að Neslöndum til að hlusta á útvarp um 1930. Mörg handtök voru við bú- skapinn enda engar vélar komnar til sögunnar. Amma lærði vinnusemi og ráðdeild í æsku, dyggðir sem komu henni vel síðar. Náttúrufegurð í Haganesi er óvið- jafnanleg. Straumöndin á Laxá, Mý- vatn spegilslétt, lyngið í hrauninu og fjöllin allt um kring, Bláfjall og Sel- landafjall í suðri, Hverfjall og Búr- fell í austri, Belgjarfjall í norðri. Amma tók ástfóstri við náttúruna og áhugi á útivist og gróðri fylgdi henni alla tíð. Amma lagði í langferð tæplega tví- tug og réðst í vist hjá Helga Skúla- syni augnlækni og Köru Briem á Ak- ureyri. Þar kynntist hún öðruvísi lífi, efnin voru næg en þó agi og festa í heimilishaldinu. Dvölin hjá þeim heiðurshjónum varð ömmu einskon- ar húsmæðraskóli og hún minntist þessa tíma með hlýju. Á Akureyri hitti amma Jón málara, giftist hon- um og unni alla tíð. Afi Jón var meiri listamaður og heimspekingur en amma, hún hins vegar vinnusamari og staðfastari. Afi féll frá langt um aldur fram. Amma og afi áttu þrjá syni með stuttu millibili og bar amma hitann og þungann af heimilishaldinu, hún lýsti því fyrir okkur hvernig hún bar stundum einn á hvorum handlegg og sá þriðji stökk upp á bakið. Oft var þröngt í búi. Bræðurnir áttu einn umgang af hversdagsfötum, þau voru þvegin að kvöldi eftir leiki og hamagang dagsins og höfð tilbúin að morgni. Amma hafði yndi af börnum og má segja að hún hafi alið upp þrjár kynslóðir, því að ég og fleiri barnabörn dvöldum hjá henni lang- dvölum og hún bjó mánuðum saman hjá okkur Auði í Reykjavík og hjálp- aði okkur með tvíburana. Fjórir af afkomendum ömmu eru lærðir verkfræðingar en við höfðum stundum á orði að hún væri sjálf fyrsti verkfræðingurinn í ættinni. Hún var jarðbundin og talnaglögg og hafði brennandi áhuga á verkleg- um framkvæmdum. Prjál var henni ekki að skapi, nytsemi hluta og starfa skipti öllu máli. Hún vissi hvað dyragötin í íbúðinni voru breið í sentimetrum talið. Hún mældi hita- stigið í kæliskápnum hjá sér, bæði efst og neðst. Þegar hún bakaði kleinur skrifaði hún á miða og setti í pokann „46 kleinur“. Amma stundaði matarinnkaup af ástríðu og fylgdist grannt með verði og gæðum. Eitt sinn keypti hún nið- ursagað lambalæri í poka, hún kall- aði það reyndar „lær“ að hætti forn- manna. Þegar heim var komið tók hún eftir að tvær bestu sneiðarnar vantaði innanúr lærinu. Hún fór og kvartaði við kaupmanninn, sem var í vanda staddur en bjargaði sér fyrir horn með því að svara „Hjördís mín, það var bara ekki pláss í pokanum.“ Við amma áttum margar frábærar stundir saman. Sérstaklega minnist ég ferðanna austur í Haganes til Ív- ars og Birnu þegar ég var unglingur. Amma keyrði bílinn og sá um nestið, ég renndi fyrir silung í ánni. Amma var lengst af heilsuhraust og létt á fæti. Hún var á góðum bata- vegi eftir veikindi nú í vetur og kom- in heim eftir stutta dvöl á sjúkrahúsi. Ömmu leið vel heima, með útsýni yf- ir Eyjafjörð og Kaldbak. Hún lést í svefni, fékk því friðsælan og góðan dauðdaga. Bjart var um Austurál oftar en þetta kvöld (Davíð Stef.) Sól er hnigin til viðar og amma Hjör- dís má sannarlega vera stolt af dags- verki sínu. Andri Teitsson. Amma Hjördís var hláturmild sagnakona, hógvær og vinnusöm. Hún virtist aldrei setja sjálfa sig í fyrsta sæti, en undi glöð við sitt. Af- komendum sínum var hún fastur punktur í tilverunni sem aldrei brást, hvort sem það voru pönnukök- ur og kakó, fyndnar sögur eða kvæði, fróðleikur um fólk og þjóð- hætti eða stuttur blundur á sófanum hennar. Aldrei kvaddi hún mig öðru- vísi en með ósk um að gæfan fylgdi mér. En þó að tíminn sé hafsjór tek- ur hann enda þegar ströndinni er náð. Frá því að amma var stelpa í Mý- vatnssveit og var svo fótfrá að eng- inn strákur hafði roð við henni var hún létt á fæti og fór ótrauð og æðru- laus gegnum lífið. Nú hefur hún lit- ast um af heiðarbrún í síðasta sinn og tilheyrir átthögum sínum um alla tíð. Vertu sæl, amma mín. Magnús. HJÖRDÍS STEFÁNSDÓTTIR  Fleiri minningargreinar um Hjördísi Stefánsdóttur bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.