Morgunblaðið - 21.04.2004, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 21.04.2004, Blaðsíða 25
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 21. APRÍL 2004 25 Í tilefni Viku bókarinnar efna Morgunblaðið og Vaka-Helgafell til getraunaleiks. Frá þriðjudeginum 20. apríl til og með mánudeginum 26. apríl birtist ein tilvitnun á dag úr verkum Halldórs Laxness og spurt er úr hvaða verki viðkomandi til- vitnun er. Þátttakendur senda inn svörin sín í lok getraunarinnar. Frestur til að senda inn lausnir er til 30. apríl. Dregið verður úr öllum innsendum lausnum og munu 10 þátttakendur, sem svara öllu rétt, hljóta í verðlaun bókina Perlur í skáldskap Laxness. Þú getur kynnt þér Nóbelsverðlaunaskáldið Halldór Lax- ness og verk hans á mbl.is undir Fólkinu. Þar er að finna umfjöllun um skáldið, verk hans, umsagnir og margt fleira. Sendu svörin til okkar. Utanáskriftin er: Morgunblaðið Getraunaleikur - Halldór Laxness - Kringlan 1, 103 Reykjavík „Hún vætti koddableðilinn sinn heitum söltum tárum, meðan blóð hennar svall heilagt af ást, saurugt af afbrýðisemi, þessi heimtufreki jarðarávöxtur í mannsmynd, nærður af fiskum hafsins.“ GETRAUNALEIKUR - Halldór Laxness 2. tilvitnun: DIMITRI Þór Ashkenazy klarin- ettuleikari leikur á Háskólatónleik- um í Norræna húsinu í dag kl. 12.30 ásamt Sif Tulinius fiðluleikara og Tómasi Guðna Eggertssyni píanó- leikara, en í gærkvöldi lék Dimitri einleik með Lúðrasveit Reykjavíkur á tónleikum í Borgarleikhúsinu. Dimitri er sonur hins kunna píanó- leikara Vladimirs Ashkenazy og Þór- unnar Jóhannsdóttur, og hefur hann nokkrum sinnum komið fram á tón- leikum hérlendis, en þó ekki eins oft og píanóleikarinn bróðir hans, Stef- án Vovka Ashkenazy. Árið 1998 léku bræðurnir einleik á sömu tónleikun- um með Sinfóníuhljómsveit Íslands og hlutu lofsamlega dóma, og óskaði gagnrýnandi þá eftir að fá oftar að heyra bræðurna leika hér á landi. Síðan þá hefur Íslendingum einungis tvisvar gefist tækifæri til að heyra Dimitri leika hérlendis, og þá lék hann í bæði skiptin á Ísafirði . „Þá kom ég ekki hingað til að spila, heldur var ég í heimsókn hjá vinum mínum. Ég er hins vegar hérna núna vegna þess að Tommi [Tómas Guðni Eggertsson] bað mig að koma og spila með sér og Sif hér í Norræna húsinu. Og auðvitað vildi ég gjarnan koma og spila með þeim! Ég kom á þriðjudag í síðustu viku og þá byrjuðum við að æfa okkur,“ segir Dimitri í samtali við Morgunblaðið. Samtalið fer fram á íslensku þar sem hann talar tungumálið reiprennandi, en hann bjó hér á landi til níu ára aldurs. „Ég reyni,“ segir hann og brosir þegar blaðamaður hrósar honum fyrir lipurðina. Mozart með pabba Dimitri er búsettur í Luzern í Sviss, en ferðast þaðan og kemur fram og heldur masterclass-nám- skeið víða um heim. Hann segir margt á dagskrá á næstunni og er förinni meðal annars heitið til Spán- ar og Ítalíu. „Þangað til um miðjan júní verð ég á nær stanslausu ferða- lagi,“ segir Dimitri. Jafnframt er geisladiskur væntanlegur þar sem hann leikur Mozart-klarinettukon- sertinn með föður sínum, sem stjórn- ar Tékknesku fílharmoníusveitinni. „Það var mjög gaman að taka þann geisladisk upp, en það var fyrir tveimur árum og ég veit enn ekki hvenær hann kemur út. Vonandi verður það sem fyrst.“ Frekara tónleikahald Dimitris á Íslandi er í deiglunni. Í mars á næsta ári stendur til að hann leiki með KaSa-hópnum, og í maí leikur Dim- itri með Sinfóníuhljómsveit Íslands í konsert Franz Krommers fyrir tvö klarinett, ásamt Einari Jóhannes- syni. Dimitri segist hlakka mikið til „Einar er svo frábær tónlistarmað- ur,“ segir hann. Aðspurður hvort Einar hafi nokk- urn tíma verið einn af kennurum hans á klarinett, svarar Dimitri að hann hafi ekki verið byrjaður að læra á hljóðfærið þegar hann flutti héðan. „Ég var níu ára þegar ég flutti frá Íslandi, en tíu ára þegar ég byrjaði að læra á klarinett. Hins veg- ar lærði ég á píanó frá sex ára aldri, m.a. hjá Rögnvaldi Sigurjónssyni.“ Á tónleikunum í dag eru verk eftir Béla Bartók, Leonard Bernstein og Sergei Prokofíev á efnisskránni. Klarinettuleikarinn Dimitri Þór Ashkenazy á tónleikum í Norræna húsinu „Auðvitað vildi ég gjarnan koma og spila“ Morgunblaðið/Jim Smart Sif Tulinius, Tómas Guðni Eggertsson og Dimitri Þór Ashkenazy. Norræna félagið, Óðinsgötu 7, kl. 20 Rithöfundurinn og útvarpsmað- urinn Þorgrímur Gestsson heldur fyrirlestur um söguslóðir Heims- kringlu og Íslendingasagna í Nor- egi. Þorgrímur skrifaði bókina „Ferð um fornar sögur – Noregsferð í fótspor Snorra Sturlusonar“. Í fyrirlestr- inum fer Þorgrímur í efni bók- arinnar og fleira. Bæjarleikhúsið í Mosfellsbæ kl. 20.30 Mosfellskórinn heldur vor- tónleika sína. Aukatónleikar verða á sunnudag kl. 20 á sama stað. Kórinn flytur í bland ný og gömul lög. Stjórnandi er Páll Helgason. Mos- fellskórinn stefnir á söngferðalag til Danmerkur og Svíþjóðar í júní. Í DAG Í MENNINGARMIÐSTÖÐINNI Gerðubergi verða haldnir tónleikar til heiðurs Gunnari Reyni Sveinssyni tónskáldi í kvöld kl. 20. Tónleikarnir eru undir yfirskriftinni Maður hefur nú… og koma þar fram Kammerkór Suðurlands undir stjórn Hilmars Ö. Agnarssonar, Djasskvartett Árna Schevings, Anna Sigríður Helga- dóttir mezzósópran, Kristinn Örn Kristinsson píanóleikari, Hrólfur Sæmundsson baríton, Þórunn Lár- usdóttir leikkona og fleiri. Kynnir er Viðar Eggertsson og eru tónleikarn- ir haldnir í samstarfi við Tónskálda- félag Íslands. Gunnar Reynir varð sjötugur í fyrra og á að baki langan og fjöl- breyttan feril sem tónskáld. Á efnis- skrá tónleikanna er meðal annars kórtónlist, einsöngslög, leik- hústónlist og djass, en tónsmíðastíll Gunnars Reynis spannar fjölmörg stílbrigði frá framúrstefnu og raf- tónlist til hins hefðbundna og á tón- leikunum gefst kostur á að kynna sér brot af tónsmíðum hans. „Þetta er æði fjölbreytt efnisskrá og mikið úrvalslið sem flytur,“ segir Gunnar Reynir í samtali við Morg- unblaðið. „Við ætlum að enda tón- leikana á númeri, sem ég var að enda við að gera og heitir Hættur að frelsa heiminn, eftir Nikulás Norðan og Gunnar Reyni Sveinsson. Og ljóðið hljóðar svo: Víst er ég valtur og gleyminn, við- utan, hræddur og feiminn. En mér gagnast á móti sá gæðanna kvóti, að vera hættur að frelsa heiminn.“ Gunnar Reynir Sveinsson fæddist í Reykjavík árið 1933. Hann hóf ung- ur hljóðfæranám á slagverks- hljóðfæri en einbeitti sér snemma að víbrafónleik. Hann var um árabil einn af fremstu djasstónlist- armönnum okkar og lék með fræg- um djasstónlistarmönnum víða um lönd, meðal annars Ronnie Scott, Chet Baker, Lee Konitz, Grappelli og Sven Asmundssen. Hann stund- aði nám í tónsmíðum og tónfræðum hjá Jóni Þórarinssyni við Tónlistarskólann í Reykjavík og útskifaðist árið 1961. Hann var í framhaldsnámi við Amsterdams Conservatorium á árunum 1964–68 og var aðalkennari hans þar Ton de Leeuw, eitt frægasta tónskáld Hol- lands. Þá dvaldi hann við nám í raf- tónlist á árunum 1973–75, í Utrecht við Institut voor Sonologie, undir handleiðslu Gottfried Michael Kön- igs, eins helsta frumkvöðuls raf- og tölvutónlistar í heiminum. Gunnar Reynir er afkastamikið tónskáld og er verkalisti hans fjöl- skrúðugur. Má þar nefna Sam- stæður, kammerdjass fyrir kvintett, Missa piccola fyrir blandaðan kór, einsöngvara, flautu og orgel, Burt- flognir pappírsfuglar og Bréfbátar í rigningu fyrir blásarakvintett, Net til að veiða vindinn og Ég sá sól- skinið koma gangandi fyrir strengjakvartett, Hveralitir fyrir pí- anó, sönglagabálkana Úr saungbók Garðars Hólm við ljóð Halldórs Kilj- ans Laxness, Undanhald samkvæmt áætlun við ljóð Steins Steinarr og Tónmyndaljóð og Hlér og kenndir við ljóð Hrafns Andrésar Harð- arsonar. Einnig má geta söngleikj- anna Undir suðvesturhimni við texta Sigurðar Pálssonar og Fögru veröld við texta Tómasar Guðmundssonar, kvikmyndatónlistarinnar við Land og syni og Kristnihald undir jökli og leikhústónlistarinnar við Stund- arfrið eftir Guðmund Steinsson og Dag vonar eftir Birgi Sigurðsson. Eru þá enn óupptaldar margvíslegar þjóðlagaútsetningar, einleiksverk fyrir píanó og orgel og skondin dæg- urlög eins og Maður hefur nú… og fjölmörg tækifærisverk. Hættur að frelsa heiminn Morgunblaðið/Jim Smart Aðstandendur tónleikanna, sem haldnir verða til heiðurs Gunnari Reyni Sveinssyni í Gerðubergi í kvöld kl. 20. Gunnar Reynir Sveinsson Miðvikudagur Edda - Útgáfa Vefsvæðið www.gagnasafn.is verður opnað. Kringlusafn kl. 10 Svipast um í hverfinu. Fuglaverkefni frá leikskól- anum Hamraborg verður til sýnis og börn þaðan, sem eru fastagestir á safninu, koma í heimsókn og skemmta gestum með fuglasöngv- um. Farfuglar í formi bóka verða til sýnis, þ.e. brot úr þýddum skáldsög- um tveggja rithöfunda úr hverfinu, þeirra Einars Kárasonar og Vigdísar Grímsdóttur. Höfði kl. 17 Fræðsluráð Reykja- víkur afhendir barnabókarverðlaun sín. Vika bókarinnar ♦♦♦ BORGARKVARTETTINN heldur tónleika í Salnum í kvöld kl. 20. Kvartettinn skipa Atli Guðlaugsson, Ásgeir Páll Ágústsson, Þorvaldur K. Þor- valdsson og Þorvaldur Hall- dórsson ásamt Ólafi Vigni Al- bertssyni píanóleikara. Á efnisskrá er m.a. „Barber- shop“, negrasálmar, Foster-lög o.fl. Auk þess eru sungnir dú- ettar og einsöngslög. Kvart- ettinn hefur aðallega komið fram á skemmtunum en hefur líka haldið sjálfstæða tónleika. Borgarkvart- ettinn syngur í Salnum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.