Morgunblaðið - 21.04.2004, Blaðsíða 34
MINNINGAR
34 MIÐVIKUDAGUR 21. APRÍL 2004 MORGUNBLAÐIÐ
✝ Soffía Ásgríms-dóttir Lundberg
fæddist á Borg í
Miklaholtshreppi 22.
mars 1917. Hún lést
á sjúkrahúsinu í
Kristiansand á
páskadag 11. apríl
síðastliðinn. For-
eldrar hennar voru
hjónin Anna Stef-
ánsdóttir (f. 1897, d.
1967) húsfreyja og
Ásgrímur Gunnar
Þorgrímsson (f.
1895, d. 1983) bóndi
á Borg. Systkini
Soffíu voru: Stefán (f. 1919, d.
1981), Ósk (f. 1921, d. 2002),
Ágúst (f. 1924, d. 2002), Inga (f.
1927), Halldór (f. 1931, d. 1998)
og Karl (f. 1935).
Soffía giftist Kjell
Lundberg frá Nor-
egi 2. ágúst 1941 og
fluttist með honum
til Kristiansand árið
1943. Dóttir þeirra
er Astrid, f. 1950.
Dætur hennar eru
Lena, Judith, Jean-
ette og Annette.
Soffía ólst upp á
Borg. Hún stundaði
nám við Héraðsskól-
ann á Laugarvatni
1935–1936 og
hjúkrunarnám á
Ísafirði og Akureyri.
Útför Soffíu fer fram í Krist-
iansand í dag og hefst athöfnin
klukkan 13.45.
Í æsku fannst mér einhver ljómi
stafa af Soffíu frænku minni í Nor-
egi. Hún var fjarlæg og framandi,
rétt eins og útlönd voru í þá daga.
Um leið var hún nálæg því bréfin
sem hún sendi okkur krökkunum og
jólagjafirnar sem okkur bárust fram
til fermingaraldurs færðu hana nær.
Það var eitthvað svo spennandi að fá
bréfin hennar, rithöndin utan á þeim
var næstum alveg eins og rithönd
pabba og frímerkin öðru vísi. Og við
skrifuðum til baka um hvað við ætt-
um margar rollur og hvort þær væru
tvílembdar eða einlembdar. Heim-
sóknum Soffíu og Kjells til Íslands
fylgdi einhver ferskur blær, „Javel“
sagði Kjell við okkur krakkana og
eitthvað fleira sem við skildum ekk-
ert í en bros hans og glettin augu
sögðu að það væri eitthvað skemmti-
legt. Soffíu fylgdi eitthvað fjör, ef
þannig má að orði komast. Yfir
henni var reisn og styrkur sem sást
á því hvernig hún bar sig, hvernig
hún talaði. En jafnvel sem barn
skildi maður líka tregann sem
stundum sást í svip hennar þegar
hún horfði á fólkið sitt heima á Ís-
landi, á fjöllin í sveitinni okkar. Hún
saknaði þess að sjá frændgarðinn
ekki oftar, heimsóknir til og frá Ís-
landi voru dýrar og með margra ára
millibili fyrstu áratugi hennar ytra.
Soffía var elst í systkinahópi föður
míns, fædd 1917. Hún ólst upp á
mótum gamla og nýja tímans þar
sem saman runnu arfur nítjándu
aldar og tækninýjungar þeirrar tutt-
ugustu. Lífið í sveitunum var að taka
stakkaskiptum; nýr húsakostur og
vélar að halda innreið sína. Og unga
fólkinu gafst jafnvel kostur á að
sækja sér menntun. Soffía lauk
fullnaðarprófi við farskólann í
Miklaholtshreppi árið 1931 en átján
ára gömul fór hún í Héraðsskólann
að Laugarvatni og var þar einn vet-
ur, 1935−1936. Hún var góður
námsmaður, hafði sýnt það í farskól-
anum og áfram á Laugarvatni. Þar
hefur Soffía líklega kynnst og hrifist
af róttækari pólitískum skoðunum
en afa mínum föður hennar þótti
æskilegar. Í það minnsta hafði hann
orð á því við mig glottuleitur áratug-
um síðar þegar ég fór í Menntaskól-
ann að Laugarvatni, að hann vonaði
að ég yrði ekki kommúnisti þar eins
og hún Soffía! Kommúnisti eða ekki.
Fyrir mig gildir það einu. Ég skildi
síðar að Soffía var um margt róttæk
en hún var réttsýn og vildi jöfnuð
manna í millum.
Soffía fæddist í gamla bænum á
Borg þar sem hún sat tíðum við fót-
skör Guðnýjar ömmu sinnar og
hlustaði á sögur, bænir og vers – og
hún skynjaði það harða líf sem
Guðný hafði átt. Dóttir vinnukonu
og húsbónda, fædd í fanghnappi
undir berum himni, borin inn í bæ í
ábreiðu sem rifnaði undan nýfæddu
barninu og móður, alin upp af föður
og stjúpmæðrum, lærði að skrifa eft-
ir krókaleiðum, varði túnin fyrir
ágangi kinda langar sumarnætur,
dauðhrædd við þær vættir sem
leyndust í hólum og klettum og
tækju hana kæmist féð í túnið. Átti
svo sjálf barn með kvæntum hús-
bónda sínum. Það barn var amma
mín, móðir Soffíu. Saga þessara
kvenna hafði mikil áhrif á frænku
mína og ung að aldri kviknaði með
henni löngun til að gerast rithöfund-
ur. „Mín fyrsta bók – sem aldrei var
skrifuð – ,“ skrifaði Soffía mér í
bréfi, „átti að vera um lífskjör ömmu
og hennar móður! Og hvernig ís-
lenskar vinnukonur höfðu það fyrri.“
Þess vegna gladdist Soffía mjög yfir
rannsóknum mínum á lífi og kjörum
19. aldar kvenna, fannst það
skemmtileg tilviljun – eða ekki til-
viljun – að ég skyldi svo löngu síðar
hafa brennandi áhuga á þessu sama
efni. Og hún sagði mér sögur af for-
mæðrum okkar og kjörum þeirra. Ef
til vill má segja að draumur hennar
um að koma lífi þessara kvenna á
blað hafi að einhverju leyti ræst með
því að miðla þessum sögum áfram til
mín því þær hafa slæðst inn í greinar
mínar og ritgerðir.
Soffía vissi að erfitt væri að lifa af
ritstörfum og vildi því fyrst ljúka
námi í hjúkrun, sem hún hafði mik-
inn áhuga á. Hún starfaði við spítala
í Reykjavík og hjúkrunarnám stund-
aði hún við sjúkrahúsin á Ísafirði og
Akureyri. Örlögin höguðu því hins
vegar þannig að hún lauk aldrei
formlegu námi. Á stríðsárunum
dvöldu hér norskar herdeildir,
lengst af á Akureyri. Í þeirra hópi
var brytinn Kjell Lundberg. Með
þeim Soffíu tókust ástir og þau gift-
ust 2. ágúst 1941. Þau fluttust til
Noregs haustið 1943 og komu sér
fyrir í Kristiansand þar sem þau
bjuggu æ síðan. Það hefur varla ver-
ið auðvelt fyrir frænku mína að
kveðja fjölskyldu sína á Íslandi og
setjast að í nýju landi þar sem hún
þekkti engan nema eiginmanninn.
Og aðeins er hægt að gera sér í hug-
arlund hvernig það hefur verið að
flytjast í hernumið land og takast á
við skortinn og fátæktina sem þar
ríkti. En Soffía bjó yfir þeim styrk
sem til þurfti og saman áttu þau
Kjell hamingjuríkt líf, með þeim
hæðum og lægðum sem verða hjá
okkur öllum.
Soffía var ekki kona sem kunni því
vel að sitja auðum höndum. Hún var
einn aðalmaðurinn í upphafningu
skáklífsins í Kristiansand á sjöunda
áratugnum og varð meistari kvenna
í sínum landshluta. Og þegar stórir
hópar Íslendinga, m.a. karlakórinn
Geysir frá Akureyri, komu til Krist-
iansand sveið Soffíu að ekki skyldi
vera nein skipuleg leiðsögn um
þennan fallega bæ sem hún bjó í og
sögu hans. Hún átti því frumkvæði
að því að komið var skipulagi á slíka
starfsemi, starfaði sjálf sem leið-
sögumaður, og var einn stofnenda
félags leiðsögumanna í Kristian-
sand. Fjölmargir Íslendingar lögðu
leið sína á heimili Soffíu og Kjells í
Kristiansand og þau voru boðin og
búin að greiða götu þeirra sem
þangað leituðu.
Um langa hríð kenndi Soffía
handavinnu á eins konar stofnun eða
endurhæfingardeild fyrir karlmenn
sem höfðu misstigið sig í lífinu. Þetta
starf veitti henni mikla ánægju og
svo virðist sem hún hafi náð einkar
vel til þeirra sem þarna dvöldust. Í
það minnsta héldu margir þeirra
sambandi við hana og ýmsa muni
átti hún sem fyrrum skjólstæðingar
hennar höfðu gert og fært henni.
Síðasta sumar fórum við systur
ásamt móður okkar og systurdóttur
minni í langþráða heimsókn til
Soffíu og Kjells. Við komum til
Kristiansand að kvöldi og ókum sem
leið lá á Rødstrupeveien. Þau Soffía
og Kjell tóku á móti okkur á tröpp-
unum á litla gula húsinu umkringd
rósarunnunum sínum. Soffía studd-
ist við hækjur, orðin gömul kona.
Samt var yfir henni sama reisn og
áður, hún bar höfuðið hátt, horfði
fast í augu okkar og faðmaði. Við
áttum yndislega daga með þeim
Kjell, ræddum lífið og tilveruna og
Soffía sagði okkur frá ýmsu því sem
hún hafði fengist við í lífinu. Við
skoðuðum blaðaúrklippurnar þar
sem hægt var að lesa um þátt Soffíu
í uppbyggingu ferðamála í Kristi-
ansand, um skákkonuna Soffíu og
við fórum í gegnum gömlu myndaal-
búmin og töluðum um þá sem eru
farnir. Við kvöddum Soffíu á tröpp-
unum á sólríkum morgni. Aftur
faðmlag, horft fast í augu, jafnvel tár
í augnkrókum þótt bros væru á vör.
Við vissum að það væru meiri líkur
en minni á því að þetta væri í síðasta
sinn sem við hittumst. Og nú er
Soffía farin.
Ég kveð frænku mína með sökn-
uði og yfir fjöll og höf sendi ég elsku
Kjell og frændkonum mínum ytra
hlýjar kveðjur.
Erla Hulda Halldórsdóttir.
SOFFÍA ÁSGRÍMS-
DÓTTIR LUNDBERG
✝ Þóra Jónsdóttirfæddist í Norð-
urkoti á Kjalarnesi
1. október 1907.
Hún lést hinn 11.
apríl síðastliðinn.
Móðir hennar var
Pálína Sigríður
Sveinsdóttir, f.
1880, d. 1966, og
faðir Jón Jónsson,
bóndi á Melum á
Kjalarnesi, f. 1882,
d. 1961. Þóra ólst
upp hjá ömmusystur
sinni í móðurætt,
Guðrúnu Pálsdótt-
ur, og manni hennar Þórði El-
íssyni. Systkini Þóru, sam-
mæðra, eru Ívar Björnsson,
cand. mag., f. 1919, og Kristinn
Björnsson, sálfræðingur, f. 1922.
Systkini Þóru, samfeðra, eru
Lilja Jónsdóttir, verslunarmað-
ur, f. 1903, d. 1990, Þórður
Gunnar Jónsson, bifreiðastjóri,
f. 1905, d. 1983, Vilborg Jóns-
dóttir, húsmóðir, f. 1907, d.
2002, Erlendur Helgi Jónsson,
bifreiðastjóri, f. 1908, d. 1998,
Jón Þórir Jónsson, verkstjóri, f.
1910, d. 1970, Bjarni Sigurjón
Jónsson, bifreiðastjóri, f. 1913,
d. 1983, Laufey Sig-
urrós Jónsdóttir,
húsmóðir, f. 1916,
Anders Gunnþór
Jónsson, klæðskeri,
f. 1919, d. 1968,
Gústaf Adolf Jóns-
son, flugmaður, f.
1920, d. 1948, og
Níels Helgi Jóns-
son, leigubifreiða-
stjóri, f. 1921.
Þóra flutti að
heiman 17 ára að
aldri og vann um
tíma hjá hjónunum
Valgerði Guð-
mundsdóttur og Birni Ólafs, út-
vegsbónda, í Mýrarhúsum á Sel-
tjarnarnesi. Árið 1925 réð Þóra
sig í vist hjá Helgu Ólafs, dóttur
Valgerðar og Björns Ólafs, og
Stefáni Jóhanni Stefánssyni hrl.,
og dvaldist á þeirra heimili í
Reykjavík og Kaupmannahöfn
allt til ársins 1980 er Stefán Jó-
hann lést. Síðustu æviár sín var
Þóra á dvalarheimilinu Drop-
laugarstöðum í Reykjavík. Hún
var ógift og barnlaus.
Útför Þóru verður gerð frá
Dómkirkjunni í dag og hefst at-
höfnin klukkan 15.
Með fáeinum orðum vil ég minnast
kærrar hálfsystur, Þóru Jónsdóttur,
og þakka henni liðna tíð, en hún lést á
97. aldursári 11. þ.m.
Minningar frá bernsku eru margar
og góðar. Hún kom af og til í sveitina
á sumrin í heimsóknir. Það voru
gleðilegir dagar að sjá stóru systur,
15 árum eldri, sem var létt í lund,
ræðin, gjafmild og hjálpsöm við yngri
bróður.
Aðstoð góðrar systur varð þó meiri
og mikilsverðari, þegar ungur maður
úr sveitinnni kom til Reykjavíkur til
að taka próf inn í menntaskóla og
stunda framhaldsnám þar. Þóra varð
þá sú, sem allan vanda gat leyst, út-
vegað húsnæði, leiðbeint um margt
og uppörvað, og alltaf gat hún tekið á
móti ungum námsmanni sem bara
langaði til að hitta náinn ættingja.
Þóra varð starfsstúlka hjá Stefáni
Jóh. Stefánssyni ráðherra og konu
hans Helgu Björnsdóttur. Þessi
ágætu hjón tóku námsmanni vel og
hann var alltaf velkominn á heimili
þeirra. Þóra gerði því námsdvöl í
Reykjavík ánægjulega og öðrum
fremur mögulega. Á ég þessu fólki
mikið að þakka.
Þóra skildi vel mikilvægi menntun-
ar, en stúlkur sem fæddust í byrjun
aldarinnar áttu ekki mikillar skóla-
göngu völ, þótt hæfileikar væru næg-
ir. En hún bætti sér þetta upp með
lestri góðra bóka og átti safn þeirra.
Hún hafði lifandi áhuga á málefnum
samtíðar sinnar og fylgdist vel með
því sem gerðist og var efst á baugi.
Jafnan tók hún málstað þeirra sem
minna máttu sín og var einlægur
jafnaðarmaður alla tíð.
Þóra naut þeirrar gæfu að halda
sínu ágæta minni og lifandi áhuga á
málefnum samtíðar sinnar, sem hún
fylgdist með, allt fram á síðasta ævi-
ár, þótt heilsu hefði hrakað.
Þóra trúði ákveðið á framhaldslíf
að þessu loknu. Við sem kristnir er-
um trúum því að hennar bíði góð vist
á nýju tilverusviði.
Kristinn Björnsson,
sálfræðingur.
Þegar komið er að kveðjustund
langar mig til að minnast kæru Þóru
nokkrum orðum. Við erum búnar að
þekkjast í rúmlega 40 ár og hef ég oft
dáðst að hennar mikla dugnaði, ósér-
hlífni og hennar mikla kærleika gagn-
vart þeim sem stóðu henni næst.
Hvað henni þótti vænt um barnabörn
Helgu og Stefáns Jóhanns eins og
þau væru hennar eigin.
Það var oft gaman að hlusta á sög-
ur frá gömlum tíma sem Þóra hafði
upplifað og margt hægt að læra af
hennar reynslu sem ekki var alltaf
dans á rósum. Oft kom ég við hjá
henni á Kaplaskjólsveginum og var
þá búið að leggja fínt á borð og boðið
upp á smurt brauð og öl og jafnvel
stundum snafs. Þær heimsóknir þótti
mér gefa okkur báðum svo mikið og
voru þær mér ætíð kærar.
Vissulega gat hún Þóra mín verið
svolítið strembin og fór ég eins og
fleiri ekki varhluta af því. Hún var
skapmikil kona en góðu kostirnir
hennar og mikið trygglyndi voru
sannarlega ofan á.
Við þökkum þér ógleymanleg jóla-
boð sem enduðu alltaf með heitu
súkkulaði og koníaki úti í fyrir þá sem
það vildu. Þakka þér elsku Þóra mín
allan þinn kærleika gagnvart börnum
mínum, barnabörnum og okkur Óla.
Hvíl í friði.
Soffía.
Þóra lést skömmu fyrir miðnætti á
páskadag. Þetta kvöld var fjölskyld-
an í kvöldverði hjá systur minni; for-
eldrar mínir, systkini, börn og makar.
Hugur okkar var hjá henni þetta
kvöld því við vissum hvert stefndi. Í
síðustu heimsókn minni þennan sama
dag á Droplaugarstöðum hafði ég það
sterklega á tilfinningunni að þetta
kynni að vera í hinsta sinn sem ég
myndi sjá hana á lífi.
Þóra vart ávallt ein af fjölskyld-
unni. Hún var órjúfanlegur hluti af
minni æsku. Við vorum ekki tengd
blóðböndum en tengsl okkar voru
mjög náin. Ég leit alltaf á hana sem
ömmu þótt ég mætti ekki kalla hana
það. Í Grænuhlíð annaðist Þóra afa,
Stefán Jóhann, og hélt utan um heim-
ilið af miklum myndarskap. Ég á ófá-
ar minningar frá Grænuhlíðinni. Þar
vorum við barnabörnin ávallt velkom-
in og mikil eftirvænting ríkti yfir því
að fá að gista. Eftir fráfall afa flutti
Þóra á Kaplaskjólsveginn. Áfram
hélt hún fjölskylduboðin og þangað
fórum við á öllum hátíðum líkt og hjá
afa í Grænuhlíð. Ég sótti mikið til
Þóru á unglingsaldri. Við Gunnar
frændi hittumst reglulega hjá henni
þar sem hún bauð okkur í steiktan
fisk eða annað góðgæti og svo feng-
um við ís eða búðing í eftirrétt. Þar
fékk ég líka ómælt Cocoa Puffs sem
var jafnan ekki á boðstólum heima.
Við eldhúsborðið var einnig oft tekið í
spil og margar ánægjustundir tengd-
ar því.
Á menntaskólaárum leitaði ég oft
til Þóru og las undir próf. Þar fékk ég
fullkomið næði og var dekraður í mat
og drykk. Henni var annt um að mér
gengi vel í náminu. Á háskólaárum
kom ég reglulega til Þóru í mat og
fékk að lesa Alþýðublaðið og annað
lesefni með kaffinu. Sannkallaður
griðastaður. Við ræddum mikið um
pólitík, hún fylgdist vel með fram-
vindu þjóðmála. Stjórnmálafræði-
neminn kom ekki að tómum kofunum
hjá Þóru. Hún hitti marga af helstu
stjórnmálaskörungum síðustu aldar,
flokksfélaga afa míns sem og gamla
andstæðinga. Hún kunni sögur af
þeim öllum og bar þeim hana misvel.
Þóra sagði oftar en ekki að eftirmæli
sín mættu gjarnan vera að „Þóra
hefði nú aldrei talað illa um nokkurn
mann“ og brosti í kampinn. Það risti
þó aldrei djúpt, en kratinn í Þóru var
aldrei langt undan og um íhaldið var
gjarnan talað nokkuð háðulegum orð-
um.
Þegar ég fór utan til náms í eitt ár
voru sendingarnar frá Þóru með
reglulegum skammti af Alþýðu-
blaðinu og Pressunni mér ómetanleg-
ar. Þá daga sem mér barst lesefnið
lokaði ég mig af og sökkti mér í póli-
tískar umræður á vettvangi Alþýðu-
blaðsins og las um helstu skandala á
Fróni í Pressunni. Mér þótti afskap-
lega vænt um þessar sendingar.
Það fór ekki á milli mála að Þóra
var vel greind kona, stálminnug allt
fram á síðasta dag. Hún fylgdist
ávallt vel með allri þjóðmálaumræðu
og var afar vel upplýst. Hún mundi
afmælisdaga allra og alla meginvið-
burði í fjölskyldunni, sögu landsins og
konungafólks.
Þóru var sérlega annt um barna-
börnin og þau fundu hlýjuna. Hún var
nokkuð afskiptasöm um hagi okkar,
stundum í meira lagi. Aðeins í eitt
skipti sinnaðist okkur en við áttum
hreinskiptna umræðu í það skipti og
málið var þar með úr sögunni. Það
var sárt en nauðsynlegt.
Þóra var afar hraust alla sína ævi.
Fyrir nokkrum árum virtist sem erfið
veikindi myndu verða henni að ald-
urtila. Hún var líka tilbúin að mæta
örlögum sínum. Ég fór margar ferðir
á Landspítalann og sat hjá henni.
Þessar stundir voru sennilega þær
dýrmætustu í samskiptum okkar.
Hún sagði mér í fyrsta skipti frá upp-
ÞÓRA
JÓNSDÓTTIR