Morgunblaðið - 21.04.2004, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 21.04.2004, Blaðsíða 18
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ 18 MIÐVIKUDAGUR 21. APRÍL 2004 MORGUNBLAÐIÐ www.gimli.is - ww.mbl.is/gimli Árni Stefánsson viðskiptafræðingur og lögg. fasteignasali FASTEIGNASALAN GIMLI GRENSÁSVEGI 13,SÍMI 570 4800 - FAX 570 4810 Traust þjónusta í 20 ár Með kveðju. Hákon, sími 898 9396, lögg. fasteignasali. EINBÝLI Í GARÐABÆ ÓSKAST Mér hefur verið falið að leita eftir einbýlis- húsi. Æskilegt að það séu að lágmarki fjögur svefnherb. Um er að ræða fjársterka aðila, sem eru tilbúnir að veita langan afhendingartíma sé þess óskað. Verðhug- mynd 24-28 millj. Áhugasamir vinsamleg- ast hafið samband og ég mun fúslega veita nánari upplýsingar. Reykjavík | Réttara væri að auka fjárframlög til strætisvagnakerfis- ins en koma á laggirnar sporvagna- kerfi hér á landi, þar sem kostn- aðurinn við slíkt kerfi er svo mikill sem raun ber vitni, að mati Kjart- ans Magnússonar, fulltrúa Sjálf- stæðismanna í samgöngunefnd Reykjavíkurborgar. Samgöngunefnd kynnti sér sporvagna, eða léttlestir, á ferð til Þýskalands nýlega. Kjartan segir að hugsanlegur kostnaður við að koma upp kerfi sporvagna hér á landi sé á bilinu 30 til 50 milljarðar króna. Hann telur að ekki sé rétt að leggja út í þann kostnað eins og málin standa í dag. „Þetta eru bara svo miklir pen- ingar að það er miklu nær að nota hluta af þeim peningum til að styrkja strætisvagnakerfið sem við eigum fyrir og þekkjum,“ segir Kjartan. Til dæmis mætti þá þétta net strætisvagnanna og fjölga ferð- unum, en flestar umkvartanir far- þega eru vegna þessara tveggja at- riða. Kjartan segir það ekki rétta að- ferðafræði að byggja upp spor- vagnakerfi til að auka farþega- fjölda, heldur þurfi þörfin að vera til staðar, og þá segist hann sjá tvennar aðstæður sem gætu gert sporvagnakerfi fýsilegt „Annars vegar vegna þess að gatnakerfið hér í borginni sé algerlega sprung- ið, það komist ekki fleiri bílar út á göturnar. Hins vegar ef afkasta- geta strætisvagnakerfisins er sprungin þannig að við komum ekki fleiri farþegum í vagnana. Þá væri eðlilegt að gera þetta,“ segir Kjartan. Þýðir frestun á öðrum framkvæmdum Sú lausn að ríkið borgi mikinn meirihluta kerfisins hefur eflaust í för með sér frestun á mikilvægum umferðarmannvirkjum, að mati Kjartans, enda færi væntanlega mikill meirihluti af því fé sem eyrnamerkt er gatnamálum í Reykjavík í uppbyggingu kerfisins. Það myndi t.d. þýða að mislæg gatnamót yrðu ekki gerð, en þau segir Kjartan mikilvæg vegna um- ferðaröryggissjónarmiða. Kjartan segir ýmsa galla við sporvagnakerfið sem séu ekki við strætisvagnakerfið, t.d. sé yfirleitt lengra á milli stoppistöðva. Einnig bendir hann á að eftir að búið er að leggja teinana er ekki hægt að breyta leiðunum til að aðlaga kerf- ið breyttum þörfum, nema með því að fara út í gífurlegar fjárfestingar. Morgunblaðið/Ómar Ekki eru borgarfulltrúar á eitt sáttir um ágæti sporvagna. Kjartan Magnússon Allt of dýr fjárfesting Kjartan Magnússon borgarfulltrúi vill frekar efla strætisvagna en lestir ÍBÚAR á höfuðborgarsvæðinu geta gert sér margt til dundurs sumardaginn fyrsta, enda mun ÍTR standa fyrir fjölbreyttu tóm- stundastarfi víða um borgina. Meðal annars mun eftirfarandi verða í boði: Grafarvogur  Gufunesbær 11.00–12.30 – Kynning á klifri og golfi.  Egilshöll 11.00–12.30 – Frítt inn á svellið í boði Eg- ilshallarinnar. Skautafélagið Björninn leiðbeinir í íshokkí.  Íþróttamiðstöð Grafarvogs í Dalhúsum. 11.00 – Skólamót í glímu.  Rimaskóli 12.30 – Andlitsmálun 13.00 – Skátar leiða skrúðgöngu að Íþróttamiðstöðinni Dalhúsum, þar sem haldin verður almenn fjölskylduskemmt- un til 15:30. Breiðholt  Miðberg 14.00 – Stutt helgistund í Fella– og Hóla- kirkju – Skrúðganga að lokinni messu. 14.15 – Hverfishátíð í Miðbergi.  Hólmasel. 13.00 – Skrúðganga frá Þinni verslun Seljabraut 54. 13.30 – Fjölskylduguðþjónusta í Selja- kirkju. 14.00–16.00 – Hverfishátíð í Hólmaseli. Borgarhluti 2  Tónabær 14.00–16.00 – Sameiginleg fjölskylduhá- tíð Tónabæjar og Þróttheima  Grímsbær 12.30 – Skrúðganga að Bústaðakirkju  Bústaðakirkja 13.30–14.00  Víkin 14.00–15.30 – Fjölskylduskemmtun Árbær  Selás– og Ártúnsskóli 10.00 – Skrúðganga að Árbæjarkirkju  Árbæjarkirkja 11.00–11.30 – Messa í Árbæjarkirkju með tónlistar– og skemmtiatriðum  Ársel 11.30–14.00 – Opin skemmtidagskrá fyrir alla fjölskylduna  Fylkishöll 11.30–14.00 – Opin skemmtidagskrá fyrir alla fjölskylduna  Skátaheimili Árbúa 11.30–14.00 – Opin skemmtidagskrá fyrir alla fjölskylduna Vesturbær  Neskirkja 13.00–13.30 – Helgistund í Neskirkju – síðan skrúðganga frá Neskirkju að Frostaskjóli við KR-völl  Frostaskjól við KR-völl: 14.00–15.30 – Fjölskylduhátíð. Margt í boði sumardaginn fyrsta Morgunblaðið/Ómar Í skrúðgöngu í vesturbænum. Hafnarfjörður | Starfsmenn þjón- ustuvers Hafnarfjarðarbæjar munu bregða sér af bæ í kynnis- og fræðsluferð eftir hádegi í dag. Ekki verður þjónustuverið þó lok- að, því vösk sveit yfirmanna hjá Hafnarfjarð- arbæ mun leysa þjón- ustufulltrúa af hólmi og verður þar bæjarstjóri í broddi fylk- ingar. Hon- um til stuðn- ings verður lýðræðis- og jafnréttisfulltrúi, upplýsinga- og kynningarfulltrúi, sviðstjóri fjöl- skyldusviðs og bæjarlögmaður. Þjónustuverið verður einnig op- ið á sumardaginn fyrsta í tilefni af ferðaþjónustudegi höfuðborg- arsvæðisins, en þjónustuverið hef- ur tekið við hlutverki upplýsinga- miðstöðvar ferðamanna í Hafnarfirði. Opið verður kl. 13–16 og verður megináherslan lögð á ferðaþjónustutengdar upplýs- ingar. Í tilefni dagsins verður Krýsuvíkurkortið gefið auk þess sem hressing verður í boði. Hátíðardagskrá vegna Sum- ardagsins fyrsta verður sem svo segir í Hafnarfirði: 10.30 – Helgistund í kaþólsku kapellunni. 11.15 – Gengið í skrúðgöngu frá kaþólsku kapellunni að Hraun- byrgi. 11:45 – Kaffisala í Hraunbyrgi. 12.00 – Dagskrá Hraunbúa. 13.00 – Víðavangshlaup. 15.00 – Dagskrá lýkur Stjórnendur í þjónustuverinu Fjölskylduskemmtun | Í Kópa- vogi verða hátíðahöld á sum- ardaginn fyrsta með hefðbundnu sniði. Skátamessa verður í Kópa- vogskirkju klukkan ellefu um morguninn. Síðan verður skrúð- ganga frá Digraneskirkju klukkan 13.30, en gengið verður að íþróttahúsinu í Smáranum, þar sem skemmtidagskrá fer fram. Fánaborg skáta og Skóla- hljómsveit Kópavogs fara fyrir skrúðgöngunni. Dagskráin er fjöl- þætt og ættu allir að finna eitt- hvað við sitt hæfi. Meðal annars munu Lilli klif- urmús og Mikki refur koma í heimsókn, Iðunn Gná Gísladóttir, sigurvegari Skáta-Ædols, syngur, Íslandsmeistarar úr Gerplu sýna listir sínar og verðlaun verða af- hent vegna merkis Fífunnar. Reykjavík | Í dag eru síðustu for- vöð á að skrá sig hjá Vinnumiðlun ungs fólks fyrir sumarið 2004. Þeir sem eru fæddir 1987 eða fyrr og með lögheimili í Reykjavík geta sótt um hjá Vinnumiðlun ungs fólks. Í boði eru fjölbreytt miðlunina og nýtt sér þær tölvur sem þar eru. Starfsfólk Vinnu- miðlunar getur einnig aðstoðað ónetvana umsækjendur. Vinnu- miðlunin er á fyrstu hæð Hins hússins, í Pósthússtræti 3–5 og er opin til kl. 21:00 í kvöld. sumarstörf hjá stofnunum Reykja- víkurborgar. Einungis er hægt að sækja um á Netinu á heimasíðu Vinnumiðl- unarinnar, www.vuf.is. Ef um- sækjendur hafa ekki aðgang að Netinu geta þeir komið í Vinnu- Lokadagur Vinnumiðlunar ungs fólks Laugardalur| Á morgun, sumardag- inn fyrsta, er skipulögð kvöldganga í Grasagarði Reykjavíkur í Laugardal. Þar verða fyrstu vorblómin skoðuð í fylgd Dóru Jakobsdóttur grasafræð- ings, en margar plöntur eru nú þegar farnar að blómstra. Flest vorblóm eru lauk- eða hnýð- isplöntur sem blómgast snemma og gefa fyrirheit um sól og sumar. Þar má nefna vetrargosa, vorboða, skóg- arbláma, stjörnulauf, lyfjurtir og geitabjöllur, að ótöldum krókusum og hinum ýmsu afbrigðum þeirra. Ýms- ar plantnanna koma frá fjallahéruð- um og köldum svæðum víðs vegar að úr heiminum og þrífast vel við svip- aðar aðstæður hér á landi. Þetta er fyrsta kvöldgangan sem Garðyrkjufélag Íslands stendur að en fleiri eru fyrirhugaðar í sumar og mun verða hægt að fylgjast með þeim á síðu Grasagarðsins www.gardur- inn.is. Einnig er þetta fyrsti viðburð- ur í sumardagskrá Grasagarðsins en undanfarin ár hefur almenningi verið boðið upp á dagskrá með fræðslu- göngum, sýnikennslu, námskeiðum auk tónleikahalds. Kvöldgangan hefst í hvíta lystihús- inu, sunnan við garðskálann og er að- gangur ókeypis. Sumarkvöldganga í Grasagarðinum Hlíðar | Fyrstu framkvæmdir vegna færslu Hring- brautarinnar eru hafnar, en hafist var handa við að rífa húsið við Miklubraut 16 í gær. Til stendur að hin nýja Hringbraut muni liggja þar sem húsið stendur nú. Niðurrif hússins er hluti af undirbúningi færslu Hringbrautar og markar fyrstu skrefin að nýrri legu götunnar undir Bústaðaveginn. Borgin hefur keypt húsin við Miklubraut 16 og 18- 20. Húsið við Miklubraut 18-20 verður þó ekki rifið í þessum áfanga, heldur í síðari áfanga, í tengslum við endurbætur á Miklubrautinni og gatnamót við Kringumýrarbraut. Morgunblaðið/Jim Smart Rýmt fyrir framkvæmdum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.