Pressan - 19.01.1989, Page 11

Pressan - 19.01.1989, Page 11
Fimmtudagur 19. janúar 1989 leikhús Læknirinn varð i meðtörum Jóns að gluggagægi með áhuga á því einu hvernig hjónunum tækist aö gera ÞAÐ. Því miður Leikfélag Reykjavíkur: Sjang-Eng eftir Göran Tunström Þýðing: Þórarinn Eldjdrn Tónlist: Hihnar Örn Hihnarsson, Ríkharður Örn Pálsson Leikstjórn: Lárus Ýmir Óskarsson Aðatoðarleikstjóri: Jón Tryggvason Leikmynd og búningar: Marc Deggeller Dans og hreyfingar: HHf Svavars- dóttir Lýsing: Lárus Björnsson Ævi og örlög síamstvíburanna Sjang og Eng eru að sönnu spenn- andi efniviður í leikverk. Bæði er saga þeirra lygi líkust og mjög dramatísk en ekki síður vekja örlög þau, það að vera líkamlega og þá um leið andlega samofinn annarri manneskju á þann hátt sem þeir bræður voru, hverja spurninguna á fætur annarri um tilvistina sjálfa, — hvorki meira né minna. Burtséð frá forvitni um það hvernig unnt er að lifa samvöxtinn af á grunnþarfa- planinu — væntanlega einna helst með því að kynnast aldrei og geta því alveg yfirstigið fordóma og fyr- irlitningu á líkamsverkunum — hlýtur saga þeirra bræðra að verða til umhugsunar um einstaklinginn sjálfan, hvernig það t.d. sé að geta eiginlega aldrei hugsað um sjálfan sig í eintölu! Slík umhugsun hrindir t.d. af stað ótal vangaveltum um það, að hvaða marki einstaklingur er í rauninni stakur og út af fyrir sig, og, í framhaldi af því, merkingu hugtaka á borð við frelsi einstakl- ingsins, eins og reyndar er ýjað að í þessu leikverki. Urvinnsla höfund- ar á þessum spennandi efnivið olli mér vonbrigðum, e.t.v. vegna þess að ég hafði um of velt því fyrir mér fyrirfram hvað í boði væri og jafn- vel gert ráð fyrir einhverju, sem svo aldrei bærði almennilega á sér í sýn- ingu Leikfélagsins. Þetta heitir auð- vitað að vera með fordóma! En sem sagt, sýningin varð aldrei spennandi fyrir mér. Megingalli leikritsins fannst mér vera sá, að höfundur reynir um of að stíga í tvo fætur í einu: að rekja á trúverðugan hátt sögu bræðranna (hvernig þeir voru uppgötvaðir af fullum skipstjóra, fluttir vestur um haf og gerðir að sýningargripum, hvernig þeir sneru af sér gróða- pungana og reyndu að lifa mann- íegu lífi, giftu sig og eignuðust börn og ræktuðu garðinn sinn, misstu sitt í frelsisstríðinu og reyndu aftur að hafa í sig og á með sýningarferð- um, dóu) annars vegar — og hins vegar velta þessari sögu fyrir sér heimspekilega; — hvernig bræð- urnir voru ólíkir að gerð þrátt fyrir samvöxtinn, hvernig ævarandi sam- vera þeirra þjakaði þá á stundum og hvernig það afbrigðilega getur virst eðlilegt og er auðvitað afstætt. Hvorugt þessara viðfangsefna fær í rauninni neina tálgun svo markviss oddur komi í ljós. Sagan sjálf er of- sögð og vangavelturnar matreiddar af svo mikilli nákvæmni — því mið- ur oft á klisjukenndan hátt — að áheyranda eða sjónarvotti í sal gefst varla tækifæri til að geta í eyðurnar sjálfur og leika sér með hugmyndir. Fötlun bræðranna verður aðhlát- ursefni, örlögin sem þeir sjálfir reyndu að brjótast undan — þau að vera sýningargripir og fórnarlömb næsta sjúklegs áhuga þeirra, sem telja sig eðlilega, á því afbrigðilega — verða örlög þeirra í leikritinu líka í stað þess að vekja efasemdir um einmitt það. Sýningin sjálf verður því mótsögn. Um þetta vil ég kenna vanbyggingu leikritsins og leik- stjórninni. Fyrir utan þá bræður, sem Sig- urður Sigurjónsson og Þröstur Leó Gunnarsson léku af stakri prýði, náðu fæstar persónurnar því að klófesta fast hlutverk í nefndri byggingu. Stundum þótti mér sem þeir Sigurður og Þröstur Leó væru þeir einu, sem verulega stjórn hefðu fengið, samræming líkamshreyf- inga þeirra, að ekki sé nú talað um leikfimisatriðin, voru glæsilega unnin og af mikilli natni. Þeim tókst að gera bræðurna elskulega, aðlaðandi og „eðlilega" menn, en fengu sjaldan svörun við því inn- taki. Sigrúnu Eddu Björnsdóttur tókst þó vel að sýna óþol bæði ungl- ingsstúlkunnar og svekktrar eigin- konu Eng, en hún og Guðrún Gísla- dóttir fara með hlutverk systranna sem giftust bræðrunum og eignuð- ust með þeim fjölda barna. Sigurð- ur Karlsson var að sönnu forkostu- legur í hlutverki hins ámátlega Clo- fyllia, en þáttur hans í sögu og ör- lögum bræðranna varð mér aldrei alveg Ijós. Ég held það séu mistök að nota Eggert Þorleifsson í þrjú hlutverk á sömu sýningu, hann get- ur ieikið og er óumræðilega fynd- inn en verður samt Eggert Þorleifs- son hvað sem ólíkum fötum líður! Jón Sigurbjörnsson leikur lækni fjölskyldunnar, sem einu sinni hafði verið kominn á fremsta hlunn með að reyna aðskilnað bræðranna með læknisaðgerð og er kannski fulltrúi hins venjulega umhverfis í ieikritinu. Læknirinn varð í með- förum Jóns gluggagægir með áhuga á því einu hvernig hjónunum tækist að gera ÞAÐ. Svona gæti ég áfram talað í hálfgerðum fýlutón um hin ýmsu hlutverk, er ég hrædd um, og læt hér staðar numið. Ýmsar senur eru vissulega góðra gjalda verðar og sniðugar, mér dettur í hug þáttur- inn þar sem verðandi eiginkonur þeirra bræðra spjalla saman um háttatímann og þegar þau fara í fyrsta sinn á stefnumót. Sú fyrri var þó að sumu leyti skemmd með leik- mynd; speglar í fullri líkamsstærð og rautt pluss voru ekki mjög sann- færandi umhverfi kvekaradætra og þær hálfhjákátlegar í nylon-undir- kjólum. Þá var reyndar ekki siður skrýtið að sjá þær hoppandi í pínu- pilsum. Þannig urðu atriði þar sem athyglin beindist að þeim tveim, t.d. stefnumótið, útúrdúr og hálferind- islaus við heildina, að ég held m.a. vegna viðleitninnar til að sýna þær sem berastar. Búningar kvennanna í leikritinu voru yfirhöfuð undarleg og tilvilj- unarkennd múndering fremur en partur af sýningu, sem veit hvert hún er að fara. Skrýtin sýn á kven- fólk a tarna! Leikmyndin var ann- ars ansi haganleg og notaleg fyrir augað, en leikararnir stóðu þó oft í henni án þess gagnkvæma stuðn- ings, sem þættir uppfærslu hljóta að þurfa að njóta til að ná sameig- inlegu markmiði. Senan þegar dagstofa hjónanna dettur í sundur til að sýna þver- brestina í samböndum heimilisins var sniðug, en er mér þó minnis- stæðari fyrir það hvað mér fannst bakgrunnur hennar flatur og of- hlaðinn. Tónlist var skemmtilega útsett og flutt og til bóta fyrir sýninguna. í heildina séð sit ég hálfsvekkt yfir þessari sýningu, fannst hún eigin- lega ekki komast af plani Phineas T. Barnum, sirkusstjórans sem safnaði saman skrípamyndum skaparans og hafði til sýnis. Því miður. ■ KjötetöðÍR Glæstbæ 685168. Hvalrengi Bringukollar Hrútspungar Lundabaggi Sviðasulta súr Svióasulta ný Pressuð svið Svínasulta Eistnavefjur Hákarl Hangilæri soðið 515, 590, 570, 821. 720, 379, 490, 1.590, 1.555, 1 Hangiframpartur soðinn ■■■wwj 965. 721. 2.194, 43, 130, 420, 45,- flakið 45,- stk 78,- pk 41,- pk 507, 427, 389,- Urb. hangilæri Úrb. hangiframpartur Harðfiskur Flatkökur Rófnastappa Sviðakjammar Marineruð síld Reykt síld Hverabrauð Seytt rúgbrauð Lifrarpylsa Blóðmör Blandaður súrmatur Smjör 15 g í fötu Opið alla virka daga Föstudaga 9—18.30 9—19.30 Laugardaga 10—16.00

x

Pressan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.