Pressan - 19.01.1989, Síða 13

Pressan - 19.01.1989, Síða 13
Fimmtudagur 19. janúar 1989 13 spáin vikuna 19. jan. — 26. jan. (21. mars — 20. apríl) Tilfinningarnar geta auöveldlega hlaupið með þig í gönur í þessari viku. Þér hættir til að taka loforð alltof alvar- lega. Mundu sviknu loforðin frá sömu persónu og dragðu lærdóm af fyrri við- brögðum þínum. Varastu aö láta við- kvæmni blekkja þig, það gætu eins verið krókódílatár sem renna! (21. april — 20. mai) Aðdráttarafl þitt hefuroft rutt hindrun- um úr vegi, og þessa vikuna verðurðu áþreifanlegavarvið slíkt. Þérvirðast allir vegir færir og ef þér sýnist eitthvað ætla að verða óyfirstiganlegt beittu þá þínum frægu þersónutöfrum. Þú hefðir gott af að hitta gamla vini og heyra viöhorf þeirra til mála sem valda þér hugarangri. (21. mai — 21. júní) Þú þarft meiri tima til að geta sinnt öllu þvi sem á herðum þinum hvílir. Þú getur þakkað framavonum þvi hversu djúpt í vinnu þú ert sokkinn, en að vanda snúast málin þér i hag og þú uppskerö árangur athafnanna. Einkalifið verður að sitja á hakanum þar til þessari atrennu er lokið. (22. júni — 22. juli) Þú verður fyrir vonbrigðum með fram- komu einhvers sem þú væntir mikils af. Littu í eigin barm áður en þú lætur óánægju þlna i Ijós og athugaðu vel hvort ekki sé einhverju ábótavant i þinni eigin framkomu. Bættu það sem bæta má! Leiðipdin endast aðeins stutt og sið- ari hluti vikunnar verður ánægjulegur. (23. júlí — 22. ágúsl) Þér er óhætt að svara bréfi sem þé barst um jólin. Svarsins er beðið með eft irvæntingu en reyndu að hafa ekki kæru leysið að leiðarljósi i þettasinn. Þú hefu þegar bakaó vandræði með leikara skaþnum, mundu það. Leystu nú úr mál unum I eitt skipti fyrir öll og sýndu þinn innri mann. (23. úgúsl —- 23. sept.) Það væri synd að segja að þú heföir ekki i nógu að snúast næstu dagana. Helgin fer næreingöngu i aóhittafólkog gleóskapur setur svip á lifið. Þreytan sem virtist hafatekið sér bólfestu hjáþér hverfur á braut og þú ert á allan hátt létt- ari og líður vel, andlega og likamlega. (24. sepl. — 23. okl.) Þessavikunaerþéróhætt að leggjaöll Sþilin á boröið og sleþþa vel frá þvi. Þú átt tromþið og enginn getur komið I veg fyrir að réttlætið nái fram að ganga. Ein- hverjar mikilvægar breytingar eru vændum, sjálfsagt fjárhagslegs eölis, og þú sérð fram á betri tlð. Persóna af gagnstæða kyninu truflar hugsanir þin- ar, ekki sist um miðbik næstu viku. (24. okl. —■ 22. nóv.) Framundan er róleg helgi sem þú hef- ur beöió, eftir miklar annir siðustu dag- ana. Láttu ekki fjölskyldu eðavini geraof miklar kröfur til þin, varastu einkum þá sem ætlast til að þú sért viðbúinn til að- stoðar hvenær sem er. Nákominn ætt- ingi vill ræða við þig i rólegheitum. FtV (23. nóv. — 21. des.) Þú ert eitthvað ósáttur vió lifiö og til- veruna þessa dagana. Leitaðu ástæö- unnar og reyndu að leysa úr málaflækj- unum. Hlutirnir eru ekki eins alvarlegir og útlit er fyrir. Yngri fjölskyldumeólimir taka mestan tima þinn og þú verður að fela óþolinmæði og óánægju þina gagn- vart þeim, sem enga sök eiga á vanlióan þinni. (22. des. — 20. janúar) Þér finnst veratogað i þig úr öllum átt- um og öll fjölskyldan virðist þurfa á þér að halda. Þaðverðurekki auðveltfyrir þig að gera upp við þig hvað best er aö gera, en meðfædd skipuiagsgáfa þin gerir að verkum að allir verða ánægðir. Þér veitir ekki af góðri hvíld eftir á og þakklætið sem þér verður sýnt sannar aö þú þykir ómissandi. (21. janúar — 19. febrúar/ Erfiöir timareru framundan og þú virð- ist vera að missa tökin á viðfangsefni þínu. Reyndu aö horfa jákvæðum augum til framtíóarinnar þótt öll sund sýnist lokuð i augnablikinu. Bréf eða símtal vekur upp ótal spurningar hjá þér og þær ekki allar góðar. Þú verður að taka þig á til að láta ekki neikvæöar tilfinningar ná yfirhöndinni i lífi þínu. (20. febrúar — 20. mars) Veisla sem þér verður boðið til á eftir að hafa áhrif á lif þitt. Þú kynnist betur manneskju sem þú hefur vitaö deili á í langan tima og þau kynni veróa ykkur báðum til góðs. Leiddu hugann frá leið- indum og einblindu á góðar hlióar mann- lifsins. lófalestur AMY ENGILBERTS í þessari viku: Örvhent ir. Þettaerallraunsæ kona, sem hef- ur mikið jafnaðargeð. FÆÐINGARDAGURINN: Á þessu nýbyrjaða ári gæti konan átt dálítið erfitt meö að ákveða hvort hún ætti að sinna heimilinu meira eða vinna meir utan heimilis. Hana langar að breyta til, en fjár- hagslega er þetta timabil flókið og erfitt. Hins vegar fer hún inn i stöð- ugra timabil seinna á þessu ári eða þegar komið er fram á það næsta. LÍFSLÍNAN (1): Þessi kona er tilfinningarík og hún hefur mikinn lífsþrótt. Heilsan er líklega fremur góð, en þó hefur hún verið undirtöluverðu álagi und- anfarin þrjú eða fjögur ár. En þetta erkona, sem hefurmikiðandlegt út- hald og baráttuþrek. Konan hefur að öllum líkindum starfað á skrifstofu eða á verslunar- eða viðskiptasviði. ÖRLAGALÍNAN (2): Örlagalínan er mjög sterk og hún breytir um stefnu, þegar konan er u.þ.b. 47 til 53 ára gömul. Um það leyti ættu því að hafaorðiðfeðaeiga eftir að verða, því hún er 51 árs núna!) töluverðar breytingar tengd- ar starfi hennar og starfsstefnu. Einhvern timann á lífsleiðinni mun þessi kona tengjast skyldu- eða ábyrgðarstörfum á einn eða annan hátt. ALMENNT: Þessi kona þarf aö gæta nánar að beinunum frá hnjánum og niður að tám. Hún hefur tilhneigingu til að fitna með árunum. Þetta er ættrækin fjölskyldu- manneskja, sem myndi leggja flest í sölurnar fyrir sitt fólk. (kona, fædd 4.12.1937) Þetta er ákveðin kona og fram- kvæmdasöm. Hún er sjálfstæð og fer eigin leiðir í lífinu. Hún er vilja- sterk og geturverið svolitið föst fyr- Lframh jáhlaupi ODDUR Oddur Oddsson hefur loks- ins náð þeim áfanga sem hug- ur hans hefur alltaf stefnt til; hann er orðinn þjóökunn per- sóna eins og vinur hans Eirík- ur Fjalar. Hann kom, sá og ... sigraði næstum því á Stöð tvö á gamlárskvöld. I Laugardegi til lukku á laugardagskvöldið var tók hann síðan sjónvarps- áhorfendur með trukki. Svo miklu að nú er hann sagður vera kominn á heimavist fyrir austan fjall og eigaekki aftur- kvæmt úr henni á næstunni. — Heimsóknir leyfðar á laug- ardögum. — Áðuren Oddi var fylgt austur hitti Pressan hann að máli. í framhjáhlaupi. Persóna sem hefur haft mest áhrif á þig. Eirikur Fjalar. Hvenær hefuröu oröiö hræddastur á ævinni? Þegar við Eiríkur Fjalar bjuggum til gítarmagnara úr ryksugunni hennar mömmu og hún varð alveg brjáluð... það er að segja mamma. Hvenær hefurðu orðið fegn- astur á ævinni? Þegar mamma jafnaði sig. Hvers geturðu sist veriö án? Mín og Eiríks Fjalars. Hvað finnst þér krydda til- veruna mest? Ég og Eiríkur Fjalar. Hvað fer mest í taugarnar á þér? Eirikur Fjalar (og mamma hans soldið). Hvað finnst þérieiðinlegast aö gera? Tala við Eirík Fjalar þegar hann er í vondu skapi. Hvaö finnst þér skemmti- legast að gera? Tala við Eirík Fjalar þegar hann er í góðu skapi. Vandræðalegasta staða sem þú hefur lent i. Þegar við Eirfkur Fjalar fermdumst og rugluðumst á kyrtlum og kirkjum. Hvað vildurðu helst starfa við annað en þú hefur að aðal- starfi nú? Vera umboðsmaður Eiriks Fjalars og Michaels Jackson.

x

Pressan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.