Pressan - 22.06.1989, Page 2

Pressan - 22.06.1989, Page 2
2 tíötíl íml’í .SS luytibu;rnf"; Fimmtudagur 22. júní 1989 Sævar Karl ásamt Sgriði Guðjónsdóttur myndlistarkonu sem sér um galler- íið í Bankastræti 9. Þetta bjarta og skemmtilega herbergi var einu sinni skrifstofa Jóns Þorlákssonar forsætisráðherra. Hér er Sævar Karl Ólason klæðskeri að glugga í sumarútgáfu tískublaðs sem verslun hans gefur út. Sævar Karl hefur löngum haft auga fyrir gæðum, ekki aðeins á sviði fata- tísku. Hann á gott safn málverka eftir þekkta listamenn eins og Gunnlaug Blöndal, Kristján Davíðsson, Karl Kváran og Hring Jóhannes- son. í vetur opnaði Sævar Karl myndlistar- gallerí inn af verslun sinnj i Bankastræti 9. Þar hafa hafa verið sýningar með verkum eftir nokkra úr húpi yngri listamanna: Guð- rúnu Hrönn Ragnarsdóttur, Tuma Magnússon og Kristin Guðbrand Harðarson. Nú er verið að sýna þar málverk og skúlptúr eftir Rósu Gísladóttur. MYNDLIST OG FATATÍSKJk ópavogikunnisvo sann- arlega að meta grín og gys Omars Ragnarsson- ar á hátíðahöldum í bœnum sl. laugardag, 17. júní. Ómar hefur verið ómissandi á þjóðhátíð svo lengi sem menn muna eða sjálfsagt í ein þrjátíu ár. Og af undirtektum ungviðisins í ópavogi má œtla að Ómar verði fastur liður , þjóðhátíð önnur þrjátíu ár rétt eins og fjall- konan, blöðrurnar, pylsur og kók... velkomin i heiminn 1. Asthildur Kjartansdóttir og Jak- ob Andersen eru stoltir foreldrar þessa friðleikspilts, sem kom í heiminn 14. júni. Hann vó 13 merkur og er 50 sm langur. 2. Hún sefur djúpt og vel þessi ný- fædda stúlka, sem fæddist 15. júní. Hún er stór og stæðileg dótt- ir þeirra Hildar Magnúsdóttur og Þórodds Helgasonar og vó 17 merkur við fæðingu og var 55 sm á lengd. 3. Þetta er litla krúsidúllan sem Gróa Stefánsdóttir og Önundur Jónsson eignuðust fyrir skömmu. Hún fæddist 14. júni og reyndist vera 13 merkur aö þyngd og 50 sm löng. 4. „Það er ekki hægt að fá svefn- frið fyrir þessum ljósmyndara,“ hugsar hann líklega þessi ný- fæddi sonur Sigrúnar Jónsdóttur og Siguröar J. Björnssonar. Hann kom i heiminn 14. júní og er stærð- arpiltur, 15 merkur að þyngd og 53 sm langur. 5. Eydís Aðalbjörnsdóttir og Þor- kell Logi Sveinsson eru foreldrar þessarar myndarstúlku, sem fæddist 15. júní síðastliðinn. Hún var 53 sm á lengd og vó 14,5 merkur.

x

Pressan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.