Pressan - 22.06.1989, Blaðsíða 13

Pressan - 22.06.1989, Blaðsíða 13
Fimmtudagur 22. júní 1989 i 13 ÞAÐ ER EKKI ALLTAF TEKIÐ ÚT MEÐ SÆLDINNI AÐ GERA BÍÓMYND ÞAÐ GENGUR Á ÝMSU ÞEGAR VERIÐ ER AÐ BÚA TIL KVIK- MYND, SETJA UPP LEIKRIT EÐA SJÓNVARPSÞÁTT. ÞAÐ ER EKKI LANGT SÍÐAN FARIÐ VAR AÐ NOTA MISTÖK SEM ÁTTU SÉR STAÐ SEM SKEMMTIEFNI OG f AUGUM FLESTRA VORU ÞAU MISTÖK ÞAÐ ALSKEMMTILEG- ASTA SEM FÓLK HAFÐI SÉÐ í LENGRI TÍMA. EN SKYLDI KVIK- MYN DAGERÐARMÖN NUM OG LEIKURUM ÞYKJA JAFNGAM- AN ÞEGAR HLUTIRNIR GANGA EKKI UPP EINS OG GERT ER RÁÐ FYRIR í HANDRITI? PRESSAN TALAÐI VIÐ NOKKRA AÐILA SEM STAÐIÐ HAFA í KVIK- MYNDAGERÐ OG Á SVIÐI, FRAMLEIÐENDUR, LEIKSTJÓRA OG LEIKARA, OG BAÐ ÞÁ AÐ RIFJA UPP EINHVER ATRIÐISEM HEFÐI EKKI VERIÐ TEKIÐ ÚT MEÐ SÆLDINNI AÐ KOMA UPP. EFTIR ÖNNU KRISTINE MAGNÚSDÓTTUR NONNI OGMANNI: Hvalurinn sem flaul — og sökk svoisæ Ágúst Guðmundsson kvikmyndagerðarmaður: „Mér dettur í hug hvalurinn sem smíðaður var fyrir „Nonna og Manna“ úti í Noregi. Þetta var gríð- armikið ferlíki og á verkstæðisgólf- inu leit hann alls ekki svo illa út. Hins vegar kom það berlega í Ijós þegar farið var með hvalinn út á sjó að hann flaut of vel. Það reyndist engin leið að sökkva honum. Nú var farið aftur með hvalinn inn á verkstæðið og smíðuð mikil járn- grind undir hann, sem ég álít að hafi ekki verið undir tonni að þyngd — enda fór hvalurinn í sæ við fyrstu tilraun. Nú var vandamálið að fá hann til að koma aftur upp á yfir- borðið. Aðstandendur hvalsins stungu nú upp á því að smíðaður yrði nýr hvalur, en sú uppástunga vakti litla hrifningu hjá fram- kvæmdastjórninni, enda ómældu fé þegar mokað í þennan hval sem var háðari þyngdarlögmálinu en smiðirnir hefðu óskað. Á endanum vörðum við tveimur dögum í að filma drengina tvo á bátskænu að berjast við hval þenn- an sem reynt var að stjórna með flóknu vírakerfi. í hinni endanlegu mynd sést ekki mikið af þessum ágæta gervihval. Honum bregður þar einu sinni fyrir og lifir á skerm- inum í innan við sekúndu.“ Annað það sem kemur í huga Ágústs er lokasenan í „Land og synir“, en þar sést aðalpersónan horfa inn í dalinn frá hótelinu: „Vandamálið var að frá bænum sem við notuðum sem hótel gafst ekki útsýni inn í dalinn. Við brugð- um á það ráð að láta leikarann (Sig- urð Sigurjónsson) standa við tré sem óx þar við húsvegginn, flytja síðan myndavélina inn í dalinn og filma sjónarhorn hans — ásamt með grein af samskonar tré og hann hafði staðið við. Sjónarhornið var tekið eftir að allir hjálparmenn voru farnir, eftir voru aðeins Sig- urður Sverrir, ég og Ari Kristinsson. Jafnvel Svarfdælingar hafa ekki enn kvartað undan þessu annarlega sjónarhorni!“ PARADÍSARHEIMT: Eigandi hestsins gleymdist bak við stein Guðný Halldórsdóttir kvikmyndagerðarmaður, aðstoð- arleikstjóri í Paradísarheimt: „Ég man einna best eftir því að í búið???“! Svona gekk þetta í nokk- handritinu að „Paradísarheimt" urn tíma þangað til leikstjórinn stóð að alltaf þegar fólk færi um varð öskureiður og sagði: „Viltu hlaðið stæði þar „reistur foli“. Við gjöra svo vel að vera kyrr þarna á vorum þarna með ágætan hest, en bak við steininn þangað til við segj- hann var ekki neinn „reistur foli“, um að þú megir koma!“ Eigandi svo eigandinn þurfti að hafa hest- hestsins var auðvitað hræddur við inn í fóthafti sem snæri var fest í. „þýsku frekjuna“ og beið — og Eigandinn hélt svo um hinn enda beið.ogbeiðogbeiðábakviðstein- snærisins svo hesturinn væri kyrr inn í hálfan dag. Það gleymdist og faldi sig á bak við stein. Og alltaf nefnilega að segja honum að takan í miðri töku reis eigandinn upp bak væri búin!“ við steininn og kallaði: „Er þetta

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.