Pressan - 22.06.1989, Blaðsíða 9

Pressan - 22.06.1989, Blaðsíða 9
Fimmtudagur 22. júní 1989 9 FÓRNARLAMB LAKNADÓPSINS ARLEOA FIMM TIL FIMMTAN DAVDSFOLL AF VÖLDUM LTFJA segir Guðjón Mognússon oðstoðarlandlæknir Hvað gerir landlæknisembættið þegar lækn- ar verða uppvísir að því að skrifa út í stórum skömmtum róandi lyf og önnur sem auðvelt er að misnota? Ólafur Olafsson landlæknir er ekki á landinu og því ekki hægt að bera undir hann það tilvik sem greint er frá í greininni. Guðjón Magnússon aðstoðarlandlæknir svarar spurn- ingum PRESSUNNAR fyrir hönd embættisins: EFTIR ÖNNU KRISTINE MAGNÚSDÓTTUR MYND: EINAR ÓLASON „Ég get borið það að mál sem þessi læknir tengist hafa að sjálfsögðu verið rannsökuð og hann hefur verið varaður við.“ Það virðist Ijóst að það eru sárafáir læknar sem fara frjáls- lega með útgáfu lyfseðla á ró- andi lyf, svefnlyf og önnur lyf sem margir misnota. Hvers vegna erú þessir menn ekki sviptir iæknisleyfi? „Samkvæmt læknalögum á fyrsta skrefið að vera það að óskað sé eftir skýringum þeirra á því hvers vegna þeir hafi ávísað þessum lyfjum. Samkvæmt læknalögunum getur landlæknir lagt til við ráðherra að læknir sé skyldaður til að skrá sér- staklega alla lyfjanotkun og gera þá landlækni grein fyrir því. í lögun- um er þetta orðað svona: „Land- læknir hefur almennt eftirlit með ávísunum lækna á lyf. Lyfjaeftirlit ríkisins tilkynnir landlækni telji það rökstudda ástæðu til eftirlits með ávísunum læknis á ávana- og fíknilyf. Getur ráðherra, að tillögu landlæknis, lagt fyrir lækninn að halda skrá yfir ávísanir og tilefni notkunar þeirra. Ráðherra ákveður fyrirkomulag eftirlitsins að fengn- um tillögum landlæknis og lyfjaeft- irlits ríkisins. Nær þetta einnig til eigin nota læknis.“ Það er því alveg ljóst að löggjöfin ætlast til að það sé í fyrsta lagi virkt eftirlit og ef menn skilja ekki alveg tilefni þess að ávísa svona lyfjum þá er óskað eftir skýringum, þar með talið sjúk- dómsgreiningu sjúklings og svo framvegis. Ef menn telja að læknir sé að ávisa lyfjum í óhófi ætti að gera tillögu um það til ráðherra að viðkomandi læknir haldi skrá yfir ávísanir og tilefni notkunarinnar.“ En nú flokkast þessi lyf ekki undir eftirritunarskyld lyf? „Nei, en þarna er verið að tala um almcnnt eftirlit með ávísunum lækna á lyf. Það á við um öll lyf. Það er líka kveðið á um það í lögun- um að verði læknir uppvís að þvi að ávísa sjálfum sér óhóflegu magni lyfja þá geti ráðherra svipt hann leyfi. “ Bara ef hann ávísar á sjálfan sig? „Þannig er það orðað í lögun- um.“ Þannig að það er ekki hægt að svipta mann ieyfi sem áratugum saman gefur út lyfseðla í óhófi? „Auðvitað er það hægt. En áður þarf að vera búið að gera allt sem hægt er til að draga úr því að hann geri það svona.“ Dóttir konunnar sem lést hef- ur tvívegis farið til landlæknis og lagt fram klögun á einn lækni. i síðara skiptið voru hún og bræður hennar spurð hvaða tilgangi það þjónaði og þeim boðið að ieggja fram formlega kæru. Þau leggja ekki í að fara á móti læknum og kerfinu. „Ég er náttúrlega algjörlega ósammála þeirri niðurstöðu þeirra að það þýði ekki að fara á móti læknum og kerfinu. Vinnureglurn- ar eru auðvitað þær, og það er ekki hægt að hafa þær öðruvísi, að við verðum að fá formleg erindi til að geta unnið úr málinu.“ Mundi nægja fyrir þessa stúlku að benda ykkur á skýrsl- ur hjá rannsóknarlögreglunni þar sem skýrt er frá því magni sem ávísað var út á þessa konu, sama daginn, 708 töflum? „Mér finnst það feikilega mikið magn, ég ligg ekkert á því. En ég yrði auðvitað að vita frekari deili á þessu máli og trúi ekki að þessi lyf séu öll gefin út á sama lyfseðlin- um.“ Dauðaorsök er sögð innvortis blæðingar og talið að eitrun frá lyfjunum hafi veriö meðvirk- andi. Nægir það? „Það mundi náttúrlega ekki nægja því það eru ýmis lyf sem ávís- að er til sjúklinga sem geta haft mjög alvarlegar afleiðingar fyrir heilsu fólks ef þau eru ekki tekin eftir fyrirmælum læknis. Það er hægt að drepa sig með lyfjum. í sambandi við kærumál vegna lyfja er erfiðast að vita hvort læknir hefur vísvitandi ávísað lyfjunum óhóflega, eða hvort hann hefur eitt- hvað sér til málsbóta. Viðkomandi sjúklingur getur sagst verða í burtu í langan tíma og þurfi lyfseðla fyrir 3—4 skipti, en leysir allt út í einu. Þetta er galli við okkar kerfi. Að mínu mati gætum við komið í veg fyrir þetta með því að hafa lyfseðla sem fólk getur tekið út á í fleiri skipti með ákveðnu millibili. En það hefur komið fyrir hjá læknum að láta sjúkling fá tvo eða fleiri lyf- seðla á sama lyfið, þá með það í huga að spara sjúklingnum ferðir ti! læknisins og fyrir því geta verið ýmsar ástæður." En umræddur læknir hlýtur að vita að konan misnotaöi lyf- in. Ólafur Grímsson læknir hafði beðið landlækni að vara hann við og dóttirin haföi tvíveg- is rætt við Ólaf Ólafsson land- lækni. Veistu til þess að eitt- hvað hafi verið gert i því máli? „Ég get borið það að það hafa að sjálfsögðu vérið rannsökuð mál sem þessi læknir tengist og hann hefur verið varaður við.“ En það stefnir ekki í að hann missi læknisleyfið? „Það er auðvitað spurning um að það korn komi sem fyllir mæl- inn.“ Bárust ykkur margar kærur varðandi lyfjamál i fyrra? „Nei, það var minnstur hluti kæranna tengdur lyfjum.“ En beindust þær kærur að þessum fáu læknum sem al- þjóð virðist vita að stunda þessa iðju? „Það hafa oft í lyfjamálum verið á lofti nöfn tiltölulega fárra lækna, og þá sömu læknanna.“ Finnst þér þá ekki alvarlegt að öll læknastéttin skuli vera sett undir sama hatt og þessir fáu menn? „Jú, mér finnst það að sjálf- sögðu miður. Hinu er ekki að neita að það verður ekkert framhjá því komist að þetta er mjög erfitt svið, þessi lyfjagjöf. Þó einstaka læknar geri sig seka um að ávísa lyfjum á veikum forsendum, þá er hitt ekki síður algengt að sjúklingar séu ótrúlega útsmognir i að hafa lyf út úr læknum.“ Apótekin segja að tölvurnar þar þjóni nánast eingöngu þeim tilgangi að vera ,,lager“. Væri ekki hægt að hindra misnotkun af þessu tagi ef tölvurnar væru samtengdar milli apótekanna? „Ég efast ekki um að tæknilega væri tiltölulega auðvelt að nota tölvukerfi apótekanna til að fylgj- ast með misnotkun lyfja, þ.e.a.s. að sami sjúklingurinn fái endurtekið og mjög oft sama lyfið afhent frá mismunandi læknum. En ég er ekki1 viss um að apótekararnir séu fúsir til að taka á sig það hlutverk." Guðjón sagði að í fyrra hefði ver- ið gerð könnun á notkun róandi lyfja í samvinnu við Sjúkrasamlag Reykjavíkur og í kjölfar hennar hefði stórum hópi lækna verið sent yfirlit yfir hvernig þeir ávísuðu lyfj- um í samanburði við meðaltal lækna í sömu starfsgrein. „Þessum læknum var bent á að athuga sinn gang ef þeir lágu langt fyrir ofan þetta meðaltal og athuga hvort allt væri með felldu.“ Þýðir þetta að það sé farið aö heröa eftirlit hér með útgáfu lyf- seöla á lyf af þessu tagi? „Já, ég tel það alveg tvímæla- laust að eftirlitið hafi smám saman aukist. Það má ugglaust bæta það enn.“ Geturðu ímyndaö þér hversu margir lyfseðlar eru gefnir út ár- lega á þessi lyf hér á landi? „Þeir skipta tugum þúsunda." Ög veistu hversu margir látast árlega af völdum ofnotkunar lyfja? „Þorkell Jóhannesson, prófess- or í lyfjafræði, tók nýlega saman og birti athugun á dauðsföllum sem mætti rekja beint til samverkandi þátta lyfja og áfengis eða eingöngu til lyfja. Ég hef ekki tölurnar ná- kvæmlega en það eru örugglega á hverju ári fimrn til fimmtán dauðs- föll.“

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.